Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. febrúar 1978 3 örninn — konungur islenzkra fugla. Örninn í hættu Varp misfórst i .21 hreiðri af 28 i fréttatilkynningu frá Fugla- verndunarfélagi íslands eru margar fróölegar upplýsingar um afkomu islenzka arnarins. Fullorðnir ernir um áramótin 1977—78 voru 67,ungir ernir 23 og 10 ungar komust upp sumarið 1977, eða alls 100 fuglar. Um ára- mótin 1976—77 voru þeir 116. Arnarhjón verptu á 28 stöðum á landinu, en varpið misfórst af ýmsum orsökum hjá 21 pari. örninn er með viðkvæmustu varpfuglum landsins og þolir ekki ónæði um varptimann. Aðálskil yrði þess að varp heppnist, er aö enginn umgangur sé um svæðið frá aprilbyrjun til júniloka. Flest voru arnarhreiður árið 1880 eða 84 en fæst árið 1966, þrjú hreiður, en þá var stofninn innan við 40 fuglar. Stjórn félagsins hvetur til hófs i útrýmingarherferð gegn varg- fugli. Staðreynd sé að veiðibjöllu hafi ekki fjölgað siðustu ár, og fari Islendingar að nýta betur fiskúrgang en hingað til, fækki veiðibjöllu sjálfkrafa. Jafnvel er álit sumra, að þær aðferðir, sem notaðar eru, séu gagnslausar til minnkunar stofnsins. Vi'sindamenn telja lika vafa- samt að stærð veiðibjöllustofns- ins hafi áhrif á fjölda æðarfugla, heldur ráðist það af æti. Stjórn félagsins óttast að villi- mink fjölgi með aukinni minka- rækt. Muni það draga mjög úr varpi margra fugla, jafnvel sé hætta á Utrýmingu sumra teg- unda. Banaslys á Reyk i anesbraut SJ — Um tvöleytið aðfararnótt laugardags varð banaslys á Reykjanesbraut i Njarðvik. Bif- reið frá Varnarliðinu var ekið á 21 árs gamlan mann úr Reykjavik og mun liann hafa látizt sam- stundis. Bifreiðin var á leið til Reykjavikur og maðurinn var á akbrautinni þegar slysið varð. Nánar var ekki vitað um máisat- vik i gærmorgun. Þá hafði ekki náðst i aðstandendur unga mannsins og þvi er ekki unnt að skýra frá nafni hans. Hópferðabíll valt undir Ingólfsfjalli SJ— Um ellefuleytið á föstudags- morgun fauk 54 manna hópferða- bifreið út af þjóðveginum undir Ingólfsfjalli i glerhálku. Bifreiðin varfullsetín af unglingum á leið til Skálholts. Bifreiðarstjóranum tókst á siðustustunduað forða þvi að bilnum hvolfdi með þvi að beygja út af veginum. Lögreglan á Selfossi kom á vettvang og selflutti fólkið til Sel- foss og siðan voru fengnir bilar til að flytja það á áfangastað. Nokkrir unglinganna fóru á sjúkrahúsið til athugunar, en engir hlutu alvarleg meiðsl og fengu þeir allir að fara þaðan samdægurs. Bifreiðin náðist upp sama dag. Auglýsið í TIMANUM Lif i menningunni á Bildudal Sjómaður gefur út kvæðabók um menn og málefni, togaravist, ástir, vín og fleira SJ — Menningarilf er með bióma á Biidudai um þessar mundir. Eftir nokkra daga keinur út Ijóðabókin „Bíldudals grænar baunir” eftir Hafliða Þórð Magnússon höfundgaman- leiksins Sabinu, sem Litli leik- klúbburinn á Isafirði sýndi á Vestfjörðuin og i Noregi fyrir nokkrum árum og Leikféiag Akureyrar hafði einnig á sinni efnisskrá. Bók Hafliða er gefin út i 500 eintökum, prentuð i Odda. 1 bókinni eru einnig skop- teikningar og ljósmyndir eftir Ilafliða. f — Ástæðan fyrir þvi að ég réðst i útgáfuna var sú, að ég var oft beðinn um söngtexta og gamanbragi, sem fólk hefur heyrt eftir mig. Ég lét þá frétt berast að ég hyggðist gefa út þessi hugverk min, og svo margir höfðu áhuga á að eignast þau, að ég sá að óhætt var að ráðast i útgáfuna, en hún er fyrst og fremst ætluð Bilddæl- ingum heima og heiman, en þó hafa bragir minir borizt viðar, og jafnvel hefur borizt beiðni um bókina austan af landi. — 1 bókinni eru aðallega gam- anvisur, sem hafa verið sungn- ar gegnum árin um ástandið hér á Bildudal, menn og málefni, séð i skoplegu ljósi. Þá eru text- ar úr leikritunum Sabinu, Gisla Súrssyni, sem leikinn var i Menntaskólanum á Isafirði á sinum tima, og söngleikjunum Paradisarbæ og Stinu Vóler, en sá siðastnefndi hefur enn ekki verið settur á svið. — Þarna eru lika togarabrag- ir frá þvi ég var i Reykjavik, en ég var nokkur ár á togara, sem gerður var út þar syðra. Sumir þessara söngtexta voru mikið sungnir i Þórskaffi á þessum Kjartan Magnússon tónlistar- kennari Úr leikriti Hafliða, Paradfsarbær I uppfærslu Leikfélagsins Baldurs á Bildudai 1975. Hafliði Þórður Magnússon höf- undur Bildudals grænna bauna. tima. Einnig yrki ég um ástir og vin. Eitthvað fleira er kannski i bókinni, sem gæti kallazt kvæði. Hafliði er að nokkru leyti al- inn upp á Bildudal og fluttist siðan þangað aftur 1967. Hann hefur stundað margs konar vinnu, einkum þó sjómennsku og er nú á rækjubát. Hann byrjaði ungur að fást við skriftir, og þegar hann var 16 ára kom út eftir hann ung- lingabókin Siðasti rauðskinninn undir dulnefninu Hafþór. Einnig fékk hann 1. verðlaun fyrir smá- söguna Hefnd i keppni, sem timaritið örninn efndi til. Hafliða er fleira til lista lagt. Hann hefur leikið á harmóniku á dansleikjum, tekur þátt i leik- starfsemi, málar og teiknar skopmyndir. Bók Hafliða verður ekki seld i bókaverzlunum. Hún kostar 4000 kr. Skjaldhamrar sýndir — karlakór stofnaður Leikfélagið á Bildudal er nú að æfa Skjaldhamra eftir Jónas Arnason, sem farið hefur mikla sigurför milli leikfélaga hér á landi og beggja vegna Atlants- hafs. Tónlistarkennari kom fyrir nokkru til Bildudals og er mikill áhugi á tónlistarstarfi á staðn- um. Hann heitir Kjartan Magnússon og kennir á gitar, flautu, pianó og fleiri hljóðfæri. Nýlega er komin út eftir hann kennslubók i gitarleik. Kjartan æfir kirkjukórinn og verið er að koma á fót karlakór á Bildudal. Kvikmyndin „Bóndi” hlýtur góða dóma Islenzka kvikmyndin ,,Bóndi” eftir Þorstein Jónsson hefur nú verið sýnd i sjónvarpi á öllunj Norðurlöndum nemá Danmörku, Nú siðast var hún sýnd undir nafninu ,,lsland — samfélag á breytingaskeiði” i sænska sjón- varpinu, sunnudaginn 15. janúar á bezta dagskrártima. 1 kynningu sænska sjónvarps- ins á myndinni sagði meðal annars: „Bóndi er nafnið á kvik- mynd eftir' islenzkan heimilda- myndahöfund, Þorstein Jónsson. Við fylgjumst með lifi sveitafjöl- skyldu, sem býr við erfið skilyröi i hrikalegu islenzku landslagi. Þrátt fyrir slæm lifsskilyrði, sem tengjast skertri arðsemi vegna iðnvæðingarinnar, vilja þau ekki hætta að yrkja jörðina. Þetta er ein af sjaldséðum heimiléakvikmyndum, »em Sýningin vafeti talsverða athygli ef dæma má af þvi, að sjónvarpsáhorfandi Dagens Nyheter hafði hana efst á blaði þeirra dagskrárliða sem hann í Sviþjóð Cr kvikmynd Þorsteins Jóns- sonar, „Bóndi”. ætlaði að sjá þá helgi. Samkvæmt bréfi frá Frank Hirschfeldt dagskrárstjóra hjá sænska sjónvarpinu fékk kvik- myndin góða dótna og sendi hann aem dcmi greia eftir bíadet 0. janúar: **" Tvö samfélög. Þó Island teljist til Norðurlandanna er það samt ekki næsti nágranni og i sjónvarpinu hefur maður ekki fengið að vita margt um lifið á eynni. Það getur auðvitað stafað af þvi, að íslendingar sjálfir hafi verið sein- ir til að notfæra sér þennan nýja miðil. Hvað sem þvi liður kom ljós punktur þaðan á sunnudags- kvöldið var. Stutta heimildarmyndin um Guðmund og stóru fjölskylduna hans var einföld og heiðarleg skissa af örlögum nokkurra manneskja. Ekki var mörgum orðum eytt i að lýs.a eða greina, aðalpersónan sjálf var hrjúfur kumrandi maður og textinn var knappur svo að til fyrirmyndar var. Þrátt fyrir þessa fjarveru texta eins og hann tiðkast var örlögum fólksins lýst á skýran hátt.” Kvikmyndin „Bóndi” var sýnd i Fjalakettinum i febrúar 1976 vi6 mikla aðsókn og siöan i tslenzka sjóavarpMHi i páafeHaa aaaw ir. A Matmii gefat ishanftagnai kostur á að sjá þessa mynd i flokki islenzkra kvikmynda sem sýndar verða á kvikmynda- hátiðinni laugardaginn 11. febrúar kl. 13.00—17.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.