Tíminn - 07.02.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.02.1978, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. febrúar 1978 5 REYKJAVIKURSKAKMOTIÐ FÓR FJÖRLEGA AF STAÐ — engin óvænt úrslit í fyrstu umferðinni 1. umferð — úrslit Helgi ölafsson — Guðmundur Sigurjónsson 1/2-1/2 W. Lombardy—Friðrik Ólafss. 1/2-1/2 W. Browne—L. Poluga- evsky 1-0 B. Larsen—G. Kuzmin 1-0 J.L. Árnason—-A, Miles 0-1 Hort—Margeir 1-0 ögaard—Smeijkal frestað Áhorfendasalurinn á Hótel Loftleiðum var þéttskipaður á laugardaginn við upphaf fyrstu umferðar Reykjavikurskák- mótsins. Mótið var opnað af. Birgi Isleifi Gunnarssyni, borgarstjóra sem lék fyrsta leiknum i skák þeirra Jóns L. Arnasonar og Miles frá Eng- landi. Skákmennirnir fóru sér að engu óðslega i byrjun og gáfu sér góðan tima i fyrstu leikina. Athygli manna beindist i byrjun helzt að skák þeirra Larsens og Kuzmins en þó voru hafðar gæt- ur á skák þeirra Friðriks og Lombardys svona til að athuga hvort Friðrik ætlaði að byrja með látum gegn prestinum i fyrstu umferð. Skák þeirra tefldist rólega og var i jafnvægi. Skákvitringarnir sögðu, að þetta væri jafntefli og ekkert annað. Þegar var farið að liða á annan klukkutimann fóru áhorf-' endur að mjaka sér inn i skák- skýringarsalina sem eru tveir, þvi rú gæri eitthvað farið að gerast og eins gott að fylgjast vel með. 1 öðrum salnum var skák þeirra Larsens og Kuzm- ins tefld aftur og aftur meðan beðið var eftir næstu leikjum kappanna, en skák þeirra Friðr- iks og Lombardys höfð á minni sýningartöflu til hliðar, ef eitt- hvað færi nú að gerast. Nú kom ungur maður og sagði að Friðrik hefði spil á móti föður Lombardy. Spil? Hver segir að þetta sé spil? sagði Ingvar Ás- mundsson sem hafði staðið nokkra stund uppi á sviði og skýrt út skákina. Aður hafði þó dregizt að Ingvar gæti hafið skýringarstörf sin, þar sem hann vantaði eitthvað i likingu við kennaraprik, Ingvar er nefnilega kennari og plumar sig ekki við kennslu af þessu tagi nema hann hafi prik. Einhver hljóp fram og kom rétt strax aftur með vopn nokkurt sem liktist meira fiskgoggi en fag- lega smiðuðu kennarapriki, en það dugði og Ingvar gat byrjað að skýra ákveðinn og fastur fyr- ir. Allt i einu birtist maður og sagði að Jón Þorsteinsson væri að skýra hörkuskemmtilega skák milli þeirra Jóns L. og Bretans Miles. Stærri salurinn tæmdist á augabragði og á- horfendur fylltu minni salinn, þar sem Jón Þ. skýrði. Þar kom flestum saman um að Jón hefði sizt verri stöðu á móti Miles hefði jafnvel góða sóknarmögu- leika. Svo var teflt fyrir Jön i grið og erg. Þeir sem voru riku- lega haldnir af ævintýraþrá voru búnir aö margvinna skák- ina fyrir Jón, þótt einstaka raunsæismaður reyndi að koma vitinu fyrir þessa bjartsýnis- menn. „Friðrik er kominn i bullandi timahrak, rétt einu sinni. Þaðer sama sagan” sagði einn sem kom með þau geig- vænlegu tiðindi úr keppnissaln- um að helzta stjarna okkar Is- lendinga væri nú enn einu sinni báglega haldinn af timahraki þegar farið var að styttast i 30 leikina. Það voru þó sannanlega ástæðulausar hrakspár þvi skömmu siðar lauk skák þeirra Friðriks og föður Lombardy með jafntefli i 25 leikjum, eftir friðsamlega viðureign, þar sem var ekkert spil. Larsen og Kuzmin áttu nú um stund hug áhorfenda og þótti einsýnt að Larsen væri smám saman að sauma að Rússanum. Nú var komið út i hróksendatafl og sá sem skýrði á þessu augna- bliki. Sævar Bjarnason sagði að Larsen væri nú vanur að „sviða” þá i endataflinu og Rússinn slyppi ekki svo auð- veldlega undan sviðingu i þetta sinn. Og það varð raunin. Lar- sen „sveið” Rússann, varð peði yfir i endataflinu, vakti upp drottningu og siðan rétti Rússin- fram hönd. Enn voru menn að fylgjast meðskák þeirra Jóns L. og Mil- es og var þar komin upp flókin og spennandi staða með mögu- leika á báða bóga og greinilegt á þeim, sem vitið höfðu að þarna færi nú Jón L. heldur betur að þjarma að Miles. Einhverjir bentu þó á.að það væri tóm vit- leysa,Miles hefði i fullu tré við heimsmeistarann okkar. „Polugaevsky tapaði fyrir Browne” i 32 leikjum.sagði ein- hver, Og það kom svo sannar- lega á óvart. Þessi skák hafði hreinlega gleymzt hjá á- horfendum og skáksýrendum og æðisgengið timahrak beeeja fyrir 30 leikina hafði farið fram hjá f jölmörgum. Svo þegar þeir höfðu rétt náð 30 leikjum á ein- um og hálfum tima og fóru að I- huga stöðuna betur eftir tíma- hrakið kom i ljós, að Poluga- evsky, þessi fingerði sjentil- maður, hafði tapað tafl á móti Browne. Ennvarfylgzt af gaumgæfni með skák Jóns L. og Miles, sem var tvisýn og spennandi og vorumenn eins og fyrri daginn ekki á eitt sáttir um stöðuna. Það var farið að styttast i seinni lotunni og þeir léku hratt. Upp- skipti og allt i einu komið enda- tafl, þar sem Miles hafði greini- lega betri stöðu, vel staðsett peð, sem hefði reynzt Jóni of erfitt i framhaldinu og Jón rétti fram höndina til merkis um uppgjöf. Nú var ein skák eftír, skák þeirra Margeirs og Horts. Margeir hafði staðið i Hort, og veitt hinum verðuga mötspyrnu fram eftir skákinni, en mönnum þótti sem Hortværiaðná undir- tökunum þegar stutt var eftir i 50 leikina. Skák þeirra fór i bið eftir 50 leiki og var Hort þá með unna stöðu. Biðskákin var svo tefld á laugardagskvöldið, eina biðskákin úr fyrri umferðinni, og lauk með sigri Horts. — SSt Þessi mynd var tekin á laugardag þegar fyrsta umferð Reykjavikurskákmótsins var nýhafin og sýnir keppend Polugaevsky er þarna á sprangi og virðir fyrir sér skák þeirra Jóns L. Árnasonar og Miies. ur grúfa sig yfir taflborðið, en Timamund Kóbert. 2. umferð: Friðrik var maður dagsins vann Larsen glæsilega í 24 leikjum 2. umferð — úrslit Friörik Ólafsson —B. Larsen 1-0 L. Polugaevsky — Jón L. Arnason 1-0 J. Smejkal — W. Browne 0-1 W. Lombardy — Helgi Ólafsson 1-0 Margeir Pétursson — L. Oegaard 1/2-1/2 Guðmundur Sigurjónsson — A. Miles 1/2-1/2 Kuzmin —Hort 1/2-1/2 ,,Nú býð ég upp á kaffi það er ekki á hverjum degi sem Friðrik vinnur Larsen”, sagði einn þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sina á Loftleiðahótelið á sunnudaginn til aö fylgjast með viöureign þeirra Friöriks og Larsens eftir að Friðrik hafði unnið Larsen I 24 leikjum. Lar- sen féll reyndar á tima en Frið- rik var þá með gjörunna stöðu. Báðir voru þeir komnir I glfur- legt timahrak og eftir að Friðrik haföi leikið 25. leik slnn hugsaöi Larsen sig um þar til klukkan féll á hann, og rétti þá fram höndina. Sumir sögðu reyndar, að hann hefði látiö sig falla á tima til aö biða ekki frekara skipbrot, en hvað um það, staðan var gjörunnin fyrir Friðrik. Ahorfendur ætluðu að byrja klapp mikið en dómarar sussuðu þegar I stað á þá, þvi allir aörir skákmenn voru aö tafli. Það er orö að sönnu, að engin skák hafi vakið eins mikla at- hygli og skák þeirra Friðriks og Larsens enda hafa skákir þeirra jafnan þótt áhugaverðar og skemmtilegar ,allt frá þvi þeir elduðu fyrst saman grátt silfur við skákborðið fyrir 22 árum, þá báðir að byrja frama sinn við skákborðið. Og þaö hefur ávallt þótt viöburður þegar Friörik hefur lagt Larsen,þennan harösnúna skákmanns em hefur verið i allra fremstu röð um árabil og þess vegna engin furöa að hrotið hafi upp úr manninum sem fyrst var minnzt á: ,,Nú býð ég i kaffi”. Friðrik hafði hvitt i þessari skák og lék e-peðinu fyrst fram um tvo reiti. Larsen svaraði meö rf3,svo nefnd Aljekinvörn sem fróðir menn segja að Lar: sen sé sérfræðingur i. Friðrik náöi þegar i upphafi frumkvæði og tókst aö byggja upp vænlega kóngsókn. Larsen fékk aldrei möguleika til gagnsóknar og var i varnarstööu út alla skák- ina. Þegar þeir höfðu leikiö 14-15 leiki var ljóst aö báðir myndu lenda i tlmahraki og eiga i erfiðleikum meö aö ná 30 leikjunum á tilsettum tíma. Ahorfendur frammi i skýringa- sölunum voru þá á einu máli um, að Friðrik stæöi mun betur. Þegar þeir höfðu leikiö um 20 leiki fóru menn að þyrpast inn i keppnissalinn, þegar séö varö að nú drægi til tiöinda. Það var svo beöið eftir hverjum leik meö miklum spenningi. Nú rétti Lar- sen fram höndina og menn byrjuðu aö klappa, en dómararnir sussuöu og fljótlega fóru menn fram á gang þar sem keppzt var við að bjóða I kaffi eða bjóða I nefiö aö þjóölegum sið, til að fagna þessum kær- komna sigri Friöriks. Það fór litiö fyrir Larsen að skák lok- inni. Hann vappaði nokkrum sinnum fram og aftur um gólfiö milli keppenda, hvarf að þvi búnu inn i bakherbergi og sást ekki meir. Aðrar skákir vöktu skiljan- lega ekki eins mikla eftirtekt þó ágætar væru. Guðmundur Sigurjónsson fékk ágæta stöðu á móti Miles og hafði betur megnið af skákinni en það nægði honum þó ekki til vinnings. Jón fy Arnason stóö ekki i Polugaevsky og tapaði fyrir honum i 32 leikjum. Helgi stóð lengi i Lombardy en svo fór þó að lokum að Lombardy sigraöi. Margeir og öegaard geröu jafn- tefli. sst- Skák Friðriks og Larsens Skák þeirra Friðriks og Larsens er birt hér lesendum til fróðleiks, en án skýringa: Hvitt:Friðrik SvartrLarsen 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4.RÍ3 g6 5. Bc4 Rb6 6. Bb3 Bg7 V. Rg5 d5 8.0-0 Rc6 9. c3 Bf5 10. g4 Bxbl 11.DÍ3 0-0 12. Hxbl Dd7 13. Bc2 Rd8 14. Dh3 h6 15 f4 hxg5 15. f5 Re6 17. fxe6 Dxe6 18. Bxg5 c5 19. Khl cxd4 20. cxd4 Hfc8 21. Bf5 gxf5 22. gxf5 Dc6 23. Hgl Dc2 24. Hbel Kf8 25. f6 gefið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.