Tíminn - 07.02.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.02.1978, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. febrúar 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á mánuði. Blaðaprent h.f. Verður komið í veg fyrir atvinnuleysi? Það er ljóst af afkomu útflutningsatvinnuveganna um þessar mundir að stöðvun vofir yfir mörgum greinum þeirra, eins og t.d. hraðfrystihúsunum og ullariðnaðinum, ef ekki verður neitt gert til að styrkja stöðu þeirra, annað hvort með gengislækk- un eða annarri tilsvarandi ráðstöfun. Það er jafn- framt ljóst,að slik ráðstöfun kemur að litlu gagni, ef ekki verða gerðar jafnhliða ráðstafanir til að draga úr hinum öru vixlhækkunum verðlags og kaup- gjalds sem eru hraðvirkari hér en i nokkru öðru landi og eru meginorsök hins hraða verðbólguvaxt- ar hérlandis. Slikar ráðstafanir er unnt að gera án teljandi kjaraskerðingar fyrir láglaunafólk, en hins vegar verða þeir sem betur eru settir, að taka á sig nokkra aukabyrði En er slik byrði of mikil til að koma i veg fyrir stöðvun helztu útflutningsgreinanna, en af þvi myndi ekki aðeins leiða atvinnuleysi vegna stöðv- unar þeirra, heldur myndi fylgja þvi samdráttur, sem fljótlega leiddi til stöðvunar i öðrum atvinnu- greinum og hraðvaxandi atvinnuleysis ? Þeir , sem risa kunna gegn slikum ráðstöfunum, eru i raun að berjast fyrir þvi að hér komi til sög- unnar vaxandi atvinnuleysi með öllu þvi böli sem þvi fylgir. Þeir eru ekki heldur að berjast fyrir lág- launafólk, þvi að það mun að mestu halda sinu. Þeir eru að berjast fyrir þá, sem eru betur settir, en þó mun hagnaður þeirra reynast minni en enginn, þvi að vaxandi atvinnuleysi mun bitna á þeim með ýmsum hætti ekki siður en öðrum. Krónufjöldinn Sá maður, sem ekki telur nauðsynlegt að draga úr verðbólguvextinum, mun vandfundinn. Þegar hins vegar kemur að þvi að gera ráðstafanir til að draga úr honum, breytist þetta viðhorf iðulega. Þá virðast ýmsir fara að reikna, hvort þetta fækkar krónun- um, sem viðkomandi fær, og afstaðan oft látin ráð- ast af þvi. En menn athuga ekki, að það er ekki krónufjöldinn, sem segir alla söguna. Hvers virði er t.d. það að fá nú70-80% fleiri krónur en fyrir ári síð- an, þegar raunveruleg kaupgeta hefur sennilega ekki aukizt me'ira en 5-6% ? En þannig heldur þetta áfram, ef ekki er reynt að draga úr hinum öru vixlhækkunum verðlags og kaupgjalds. Þær rýra fyrst og fremst verðgildi krónunnar, en tryggja ekki kaupmáttinn nema að litlu leyti. Botnleysa Lúðvik Jósepsson er glöggur maður. Þó hefur það slys hent hann sem nýkjörinn formann Alþýðu- bandalagsins að bera fram efnahagstillögur, sem hann skilur ekki sjálfur. í þær vantar nefnilega sjálfan botninn eða það höfuðatriði, hvernig eigi að tryggja rekstur útflutningsatvinnuveganna. Til þess nægir ekki lækkun á söluskatti, ef atvinnuveg- irnir eru skattlagðir i staðinn. Þá er það tekið aftur með annarri hendinni sem gefið er með hinni. Lúð- vik ætti að lesa þingræðúr sinar þegar hann var i rikisstjórn. Þá myndi honum verða ljóst hvilik dæmalaus botnleysa tillögur hans eru. Lúðvik mun hafa tekið nauðugur við forrriennsk- unni i Alþýðubandalaginu. Hann hefur bersýnilega fundið á sér, að þvi starfi gæti fylgt óraunsær til- löguflutningur, eins og þegar er komið á daginn. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Örlög Sadats verða ráðin í Washington Sáttatilraun hans er að fara út um þúfur Sadat ÞAÐ ER álit ýmissa frétta- skýrenda, sem bezt fylgjast með málum, að Carter Banda- ríkjaforsetiogstjórn hans hafi pólitísk örlög Sadats Egypta- landsforseta i hendi sér. Allt benti til þess, að sú sáttatil- raun Sadats, sem hann hóf með hinni óvæntu heimsókn sinni til Jerúsalem i nóvember siðastliðnum, sé í þann veginn að fara út um þúfur, þar sem tsraelsstjórn undir forustu Begins hef ur ekki boðið neinar teljandi tilslakanir, heldur miklu frekar fært sig upp á skaftið, eins og aukið landnám Israelsmanna á vesturbakk- anum svonefnda, þykir merki um. Fari sáttatilraun Sadats þannig út um þúfur, má hann reikna með auknum erfiðleik- um heima fyrir og vaxandi fjandskap annarra Araba- þjóða. Liklegasta afleiðingin er sú, aö honum verði steypt af stóli. Eina von Sadats er sú, að Bandarikjastjórn beiti Israelsmenn auknum þrýst- ingi og fái þá til að slaka það mikil til, að Sadat geti haldið viðræðum áfram á viðunandi hátt. Margt bendir til, að Cart- er og samstarfsmenn hans treysti sér ekki til aö beita Be- gin slikum þrýstingi, heldur reyni þeir frekar að beita Sadat þrýstingi. Komi hann tómhentur heim frá Washing- ton, hefur hann naumast um annað að velja en að slita við- ræðunum við Begin. Vilji Carters til málamiðlunar er ótviræður, en flokkur hans á mikið undir hinum fjársterku Gyðingum i Bandarikjunum. Fyrir þeirri staðreynd hafa leiðtogar demókrata hvað eftir annaö beygt sig. Hins vegar hafa Gyöingar minni áhrif i flokki repúblikana og þess vegna væri rikisstjórn þeirra liklegri til þess að geta leyst þessa deilu en rikisstjórn demókr ata. SADAT dvelst nd i Bandarikj- unum, en hann fór þangað i boði Carters. Carterbauðhon- um að heimsækja sig 23. janú- ar siöastl. þegar viðræöur milli stjórna Israels og Egyptalands virtust komnar i strand vegna þess, að Israels- stjórnhafði ekki fallizt á nein- ar teljandi tilslakanir, en hins vegar gert ráðstafanir til aö færa út svokallað landnám Israelsmanna bæði á Sinai- skaga og vesturbakkanum. Sadat taldi rétt aö þiggja boð Carters i trausti þess, að hann fengi Carter til að beita Israelsstjórn meiri þrýstingi. Jafnframt ákvað hann að nota þetta ferðalag sitt til að afla sáttastefnu sinni aukins fylgis erlendis. Sadat hóf feröalag sitt siðastliðinn fimmtudag og kom við i Marokkó á vestur- leiðinni og ræddi við Hassan konung, sem hefúr verið sá þjóðhöfðingi Araba, sem veitt hefur sáttatilraun Sadats ein- dregnastan stuðning. Til Was- hington kom Sadat á föstudag og dvaldist með konu sinni i Camp David á laugardag og sunnudag i boði Cartershjón- anna. Þar ræddu þeir Carter itarlega um sáttatilraun Sadats, en litið verður ráðið af niðurstöðu þeirra viðræðna af þeirri yfirlýsingu, sem þeir birtu að þeim loknum. A mánudaginn flutti Sadat er- indi I National Press Club og svaraði fyrirspurnum blaða- manna. 1 dag mun hann ræða viö þingmenn og ýmsa áhrif- amenn og halda svo heimleiðis frá Washington á morgun. A heimleiðinni mun hann koma við i London, Paris, Bonn, Vin, Búkarest og Róm og leita stuðnings rikisstjórna þar við sáttastefnu sina. Alls mun hann i þessu ferðalagi heim- sækja átta lönd á þrettán dög- um. BERI þetta ferðalag Sadats ekki teljandi árangur, er staða hans orðin mjög veik. Einkum mun það reynast honum ör- lagarikt, ef hann kemur tóm- hentur frá Bandarikjunum, einsog áður segir. Þau Araba- rikin, sem eru honum andvig- ust, eins og Irak, Alsir, Sýr- land, Libýa og Suður-Jemen, munu þá herða áróður gegn honum. Þau Arabariki, sem hafa fylgt eins konar hlutleys- isstefnu, eins og Saudi-Arabia, Jórdania og Kuwait, munu verða honum andstæöari en áður. Þá má búast við að and- staðan gegn honum heima fyrir muni magnast. Valda- skeið hans getur þá brátt runnið á enda. Vafalaust gerir Begin sér þetta vel ljóst. Hann hefur hagnazt mikið pólitiskt á sáttatilraun Sadats. Hann treystir á hernaðarlega yfir- burði tsraels, ef sáttatilraunin fer út um þúfur. Siðar meir kynni þó tsraelsmenn að iðra þess að hafa ekki notað þetta tækifæri til samkomulags við Araba. —Þ.Þ. Sadat og Hassan konungur á flugvellinum i Marokkó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.