Tíminn - 07.02.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.02.1978, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 7. febrúar 1978 19 Páll Líndal: „Fagnaöarefni að málið er komið í hendur manna sem hafa vit og dómgreind,, Þegar mér þann 3. febrúar barst í hendur fréttatilkynning ásamt syrpu af gögnum frá skrifstofu torgarstjóra dags. 3. febrúar 1978, var klukkan tæp- lega 17.00. Þessi tilkynning hefur verið meira og minna birt i dagblöðum. 1. Það kom i ljós að maður sem hefur verið samstarfs- maður minn lengi og að ég hélt góður vinur, Jón G. Tómasson skrifstofustjóri borgarstjórnar virðist hafa sent alla syrpuna, sem ætlað er að sverta mig á undan til dagblaðanna, senni- lega um kl. 15.00. Hann veit sem er að það er ekki auðvelt að koma við svari i blöðum undir kvöld á föstudegi. Það átti sem séað minu mati að nota helgina til að ósannindin i fréttatil- kynningunni gróðursettust vel i hugum manna. 2. Éghafði þegarsamband við Björn Jóhannsson fréttastjóra Morgunblaðsins og bað hann að koma i blaðið athugasemd fiá mér og hét hann þvi. Það toforð var ekki efnt. Ég hef ekki tök á að sanna þetta frekar en annað sem sagt er i sima. Hins vegar hef ég enga ástæðu til að kenna honum um. Einhver virðisthafa kippt i spotta. Kæruna á borgar- endurskoðanda afhenti ég aftur á móti Styrmi Gunnarssyni að viðstöddum Kjartani Gunnars- syni formanni Heimdallar. Mig minnir að ég hafi lika ámálgað þetta við Styrmi. Hefði ég satt að segja haldið að athæfi það,sem ég kærðiánn- brot i læstar hirzlur minar undir forustu borgarstjórans i Reykjavik hefði ef til vill þótt fréttaefni á borð við fréttatil- kynninguna frá Jóni Tómassyni sem er á útsiðu Morgunblaðsins með stærsta letri en kæra min erhálffalin á 5.siðu við hliðina á bilaauglýsingu. 3. Næsti áfangastaður minn i dreifingu á kæru minni var Þjóðviljinn. Þar hitti ég tJlfar Þormóðsson blaðamann og lét hann fá ljósrit af bréfi þvi sem ég hafði óljósar fregnir af að væri til og hef minnzt á. Bréfið hljóðar á þessa leið: Um skipulag „Hallærisplans”. Fyrir nokkrum dögum skrifuðum við bréf til borgar- stjórnarinnar og óskuðum eftir að hún frestaði þvi að afgreiða mál sem borgarráðið hafði samþykkt bæði með mótatkvæði og alls konar fyrirvörum frá a.m.k. tveim mönnum i ráðinu. Orsökin til að við fórum að skrifa þetta bréf var aðallega sú að við álitum að einn eða fleiri embættismenn hefðu sagt bæði borgarráði og skipulagsnefnd ósatt frá undirbúningi og gangi málsins. Þess vegna væri sjálf- sagt að fresta málinu. Þessi ósannindi getum við sannað. Það átti með pukri að svikjast aftan að okkur. Við álitum að eigandi Aðalstrætis 9 hafi notað allan þann byggingarrétt sem hann á. Við bentum á að þetta væri ólöglegt þvi það striddi móti gildandi skipulagi i Reykjavik. Þróunarstjórinn tel- ur allt i lagi með vinnubrögðin i viðtali við Visi á laugardaginn og bæti þvi við að við kunnum náttúrlega ekkert i lögum. Zophonias Pálsson skipulags- stjóri hefur lýst annarri skoðun og trúum við honum betur. Sama lét Aðalsteinn Júliusson skrifa i fundargerð skipulags- nefndarinnar i júli s.l. ár. Um lagakunnáttu okkar Þróunar- stjóra verður kannski skorið úr fyrir dómstólum á sinum tima. Við ætlum að minnsta kosti ekki að gefast upp i þessu máli. Margt fleira mætti segja um framkomu þeirra sem stjórna skipulaginu á bak við tjöldin en það mun biða betri tima. Af þvi að borgarstjórnin frestaði afgreiðslu málsins bara hálfan mánuð er okkur afskap- lega nauðsynlegt að fá að kynna okkur gögnin sem borgarráð og aðrir hafa byggt afstöðu sina á. Það hlýtur hreint og beint að flokkast undir mannréttindi. Ég fór þvi til borgarstjóra strax á föstudagsmorgun til að biðja um að fá gögnin tafar- laust. Fyrsti maður i viðtals- tima og næstur á undan mér var sjálfur Ragnar Þórðarson og fræddi mig án þess að ég bæði um ýmislegt fróðlegt um sam- skipti sin við yfirmenn skipu- lagsmálanna. Borgarstjóri sagði fulltrúa sinum sem heitir ólafur Jóns- son að ég ætti að fá umbeðin gögn. Mér var sagt að ég mætti koma kl. 3. Ég var viðstaddur þegar Ólafur tók við fyrirmæl- um borgarstjóra. Þegar ég kom aftur til að sækja gögnin kl. 3.30 voru engin gögn til og beið ég til kl. rösk- lega 4. ólafur gerði allt sem hann gat til að hjálpa mér. Þróunarstjóri var „týndur” engin gögn fundust i Þróunar- stofnuninni, þegar þangað var hringt.þeir bentu á skjalasafnið i Austurstræti. Ólafur hafði at- hugað það. Þeir sem þar eru sögðuað Þróunarstofnunin væri nýbúin að fá öll gögnin. Ólafi tókst með dugnaöi að fá eitthvað hrafl hjá teiknistofu Gests i Garðastræti, og ársskýrslu skipulagsnefndarfrá Skipulags- stjóra i Skúlatúni 2. Þetta er allt sem éghefifengið og i dag er 24. janúar. Mér er ekkert ánægjuefni að þurfa að kæra svona háttarlag fyrir borgarráði en okkur þykja þessi vinnubrögð svoleiðis að það sé skylda okkar. Borgarráð er blekkt, fyrirmæli borgar- stjóra hundsuð, skjöl látin hverfa og embættismennirnir „týnast”. A meðan þetta ger- ist eru að renna út möguleikar okkar til að gæta hagsmuna okkar. Ætlar æðsta stjórn höfuð- borgarinnar að láta svonalagað liðast? Viö gerum enn kröfu um að staðið veröi við loforð borgarstjóra — að við fáum að kynna okkur öll gögnin frá þróunarstofnununni og ein- hverjum samvizkusömum og kurteisum manni eins og Ólafi Jónssynlsem við treystum full- komlega verði falið að afgreiða gögnin I okkar hendur. Ég efast ekki um að hann muni staðfesta að hér sé rétt greint frá okkar samskiptum. Með vinsemd og virðingu f.h. eigenda Aðalstrætis 8-16 Þorkell Valdimarsson Hvort bréfritarar eru nú ánægðir með þau gögn sem þeir hafa fengið veit ég ekki en það er ekki ofmælt að með tillögunni um Hallærisplanið sé verið að fjalla um hundruð milljóna og einhverjir hljóta að hagnast mjögmikiðá því að fá allt i einu margfalda nýtingu á lóðum i Miðbænum. Það þekkja allir lóðaverðið þar. í fréttatil- kynningu Jóns G. Tómassonar er talað „um óljósar aðdróttanir i garð borgaryfirvalda” I sambandi við þetta mál. Hverjar eru þær? 4. Það er athyglisvert að i fréttatilkynningunni eru hvergi nefndir heimildarmenn. Þaö er sagt að ég hafi „neitað van- skilum”. Hver segir það? Siðan hafi ég greitt umræddar fjár- hæðir. Stendur það I bókhald- inu? Ekki kannast ég viö að hafa greitt borgargjaldkera neitt 9. des. 5. Enn stendur: „Var honum tjáð af borgarstjóra að endur- skoðunardeild óskaði eflir að gera leit að skjölum i herbergi hans og honum gefinn kostur á aðvera viðstaddur sem hann af- þakkaði”. Ekki kannast ég við þetta, og ekki var ég beðinn um lykla að hirzlum. 6. Svo segir að ég hafi veitt móttöku bifreiðastæðagjöldum að fjárhæö kr. 5.069.729 sem ekki hafi verið skilað i borgar- sjóð. „Inn á þessa fjárhæð greiddi Páll Líndal 9., 14. og 15. des. samtals kr. 1.973.704. Ég greiddi enga peninga i borgar- sjóð 14. og 15. des. frekar en 9. des. 7. Ég er sakfelldur hvað eftir annað opinberlega af einum æðsta embættismanni borgar- innar fyrir að ekki sjáist að Fjármálaráðuneytið Auglýsing Sendimaður óskast til starfa allan dag- inn fyrir fjármála-, félagsmála- og dómsmálaráðuneyti. Æskilegt er að hann hafi réttindi til aksturs létts bifhjóls. Lágmarksaldur 15 ára. Umsóknir sendist fjármálaráðuneýti fyrir 15. febrúar n.k. Fjármálaráðuneytið, 3. febrúar 1978 Evenrude vélsleði til sölu, árg. 1976, ekinn 2.500 km. Upplýsingar gefur Halldór Guðmundsson, Magnússkógum, Dala- sýslu, sími um Ásgarð. Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsia greiðslum frá mér hafi verið skilað I borgarsjóð. Ekki reynir þessi maður að leiðrétta þetta þótt hann telji nú að rangt sé eftir sér haft. Þarf ekki óhlut- dræga rannsókn og dóm, áður en slikt er gert? 8. Um viðtal mitt við borgar- stjóra vil ég ekki f jölyrða meira en orðið er. slikur var ofsinn i honum, að ég hef aldrei séð þennan dagfarsprúða mann i slikum ham. Mér fannst þvi rétt aðbiðjast lausnar eins og kunn- ugt er. Ég hafði ámálgað við hann oftar en einu sinni.að ég hefði hug á að hætta i minu starfi, svo að það var mér siður en svo óljúft að hætta, þótt ég hefði kosið að það yrði með öðr- um hætti sbr. bréf mitt til borgarráðs. 9. Sú staðhæfing að ég hafi ekki sinnt tilmælum endur- skoðunardeildar um að koma og gera grein fyrir málum eftir áð égfékk skýrslu endurskoðunar- deildar að kvöldi 31. jan., eru visvitandi ósannindi.Ég trúi þvi ekki að Bergur Tómasson haldi þvi fram, enda stendur ekkert um það i bréfi hans dags. 2. febrúar . Að morgni 3. feb., áður en fréttatilkynningin er send út bað ég sérstaklega fyrir skila- boð til Bergs og borgarstjóra að ég væri tilbúinn að mæta hjá þessari svokölluðu stjórn endur- skoðunardeildar strax eftir helgi. Ég hafði nokkru áður verið beðinn af borgarendur- skoðandaaðaðstoða hann við að reyna að skilja greinargerð upp á 22 siður. Voru þar skráðar yfir 300 húsbyggingarallar götur frá 1965. Ég kom strax næsta morg- un (14. jan.) og útskýrði málið fyrir honum en það held ég að hafi tekið nær 3 klst. 10. Mérer sem.sagt fagnaðar- efni að þetta mál skuli nú komið ihendur manna sem ég hef alla ástæðu tiiað haida að hafi vit og dómgreind. Ég hefði ekki viljað liggja undir þvi alla ævi að „málinu” hafi verið stungið undir stól, mér hlift o.s.frv. af borgarráði og „vinum minum.” 11. Þessi grein er orðin alltof löng en hún er aðeins brot af þvi sem ég gæti sagt af lifinu i Austurstræti 16 frá 1949. Það er ekki ómerkur þáttur af sögu Reykjávikur. 12. Aðlokum vil ég segja þetta og beini þá máii minu til mins gamla húsbónda Gunnars Thoroddsen.sem er félagsmáia- ráðherra og þar með yfirmaður seitastjórnarmála i landinu. Getur hann látíð það viðgang- ast að æðstu stjórnendur borgarinnar brjóti opinberlega stjórnarskrá landsins og hegningarlög? Getur maöur sem hefur tekið sina verð- skuldaða doktorsgráðu út á „friðhelgi einkalifs” látið það viðgangast, að bæði ég undir- ritaður og mitt fólk þurfi vikum saman aðliggja undir ofsóknum óvandaðra manna i borgarkerf- inu. Þær ofsóknir eru náttúrlega kostaðar af fé okkar allra Reyk- vikinea. Reykj av ik 5. febrúa r Páll Lindal STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. Hversvegna að burðast með allt í fanginu fötu.sfenibb, þvottaefni og flr. Hvað með tveggja fötu skruggukerru, sem eyðirengu. kemst yfir 20 km/klst. og erótrúlega lipur í umferðinni?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.