Tíminn - 07.02.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.02.1978, Blaðsíða 10
IU Þriðjudagur 7. febrúar 1978 Fólkið er alúðlegt og tók okkur mjög vel — segja ung kennarahjón, sem fluttu frá Reykjavík til Vopnafjarðar í haust Hjónin Pálina Asgeirsdóttir og Kristinn Þorbergsson ásamt syni sinum, Gunnari. — Hér er margt öðruvisi en við höfum áður kynnzt og flest jafnvel enn betra en við áttum von á, sögðu hjónin Pálina As- geirsdóttir og Kristinn Þor- bergsson sem við hittum á Vopnafirði nýlega. Þau eru bæði Reykvikingar, og hafa búið þar alla tið þar til i haust að þau fluttu ásamt tveim börnum sin- um, Margréti og Gunnari til Vopnaf jarðar. Þar stundar Kristinn kennslu i vetur. — Við vonumst til að fólkið hér vilji hafa okkur lengur en i vetur þvi hér likar okkur sérlega vel. — Fólkið hér er mjög alúðlegt og tók okkur strax vel og við höfðum aðeins verið hér stuttan tima þegar kunningjahópurinn var orðinn mjög stór. Fari maö- ur i verzlunina þekkir maður alla, og fólk talar þar saman um daginn og veginn, og eins er það þegar böll eða aðrar skemmtan- ir eru, þá er það likast þvi sem stór fjölskylda sé saman komin. Þá vakti það einnig nokkra undrun okkar hve hér er i raun mikið vöruúrval miðað við stærð staðarins. Við áttum alls ekki von á svo miklu og bjugg- umst jafnvel við að hér fengjust aðeins brýnustu nauðsynjar. Loks má geta þess, að það vakti strax athygli okkar hve hér er mikið af nýbyggðum hús- um og hve uppbyggingin hefur sýnilega verið mikil siðustu ár- in, og hér er það eins og á öðrum stöðum viðs vegar um lands- byggðina að hér eru eingöngu byggð einbýlishús. Hér er fólkið þvi laust við það stress sem oft fylgir þvi að búa i fjölbýlishús- um. Sem áður sagði stundar Krist- inn kennslu viö barnaskólann. Þar eru 170 nemendur og fast- ráðnir kennarar fimm auk stundakennara. Kennt er upp i nfunda bekk grunnskóla en allt framhaldsnám verða ungl- ingarnir að sækja annars stað- ar. Þau hjón sögðu að félagslifið væri liflegra en þau hefðu átt von á. Þrisvar væru þau búin að fara á ball og væri það alveg nægjanlegt en auk þess hefðu verið leiksýningar og ýmsar aðrar skemmtanir. Þá er bæði stunduð spil- og taflmennska á Vopnafirði og ekki höfðu þau verið þar lengi þegar þau voru spurð hvort þau kynnu ekki að syngja þvi reynt er að fá alla sem sungið geta til að ganga i kórinn. MÓ Barnaskólinn á Vopnafirbi. TimamyndirMÓ 1 grj óti felst ÓÐUR STEINSINS. Ljóð, Kristján frá Djúpalæk. Myndir Agúst Jónsson. Enska Hallberg Hallmundsson. Hönnun, Jón Geir Agústss'on. Gallerý Háhóll, Akureyri. A undanförnum árum er eins og háð hafi verið sérkennilegt kapphlaup, hér á landi. Að gefa út vönduöustu og dýrustu bók- ina. I nær öllum tilfellum hefir þó verið leitað þar til fornra listaverka eða rita, nægir að nefna Landnámabók, þjóð- hátiðarútgáfu og Dýrariki Gröndals. Þetta var örugg fjár- festing og tryggð útgáfa. Nú hefir hins vegar Gallerý Háhóll á Akureyri vogað sér að leggja i að gefa út nýorkt (eða til þess að gera) kvæði, og steinamjTidir i svona dýrri og svo glæsilegri útgáfu, að bókin getur talist einstætt listaverk frá upphafi til enda, og i þvi kapphlaupi sigrar hún, jafnvel gamla meistara. Veröinu er i hóf stillt þegar um svona verk er að ræða, eða 16,000 krónur. Það vill svo til, að sá sem þetta skrifar er ekki aö kynnas.t i fyrsta sinn, hvorki ljóðum né myndum þeim, sem verða til er sagaðar eru þunnar sneiðar úr Islenzku grjóti. Ljóöum hefi ég unnaö frá þvi ég var barn. Tómas heitinn Tryggvason, jaröfræðingur. opnaði mér þá furðuveröld, sem býr innra með islenzkum steinum. Varð tæpast gull betri maöur til þess kjörinn. Minnist ég þess að við buðum einu sinni Kjarval að koma og skoða það sem verið var að saga inni i Borgartúni. Hafði ég sér- staklegamörgorð um þá fegurð er þar gæti að lita. En meistar- inn sagði bara: „Já takk, strák- ar minir, ég hef séð þetta allt saman”. Augu hans voru ófresk á fegurð náttúrunnar, og i myndum Agústs birtist öll þessi fegurð, eins og hún raunveru- lega er, hverju venjulegu, mannlegu auga-. Þar hefir tekizt svo stórkostlega, að á betra verður ekki kosið. Að visu með beztu fáanlegri nútima tækni, en mér segir svo hugur, að ekki hafi einstök smekkvisi og vand- virkni Jóns Geirs átt svo litinn þátt i að tókst, sem tókst. Þeir sem eitthvað þekkja til vinnu- bragða hans vita að þar fara ekki venjulegar hendur um hlutina, heldur þjálfaðar og agaðar. Þannighefir jafnvel úr- slitaáhrif, þegar svona bók er hönnuð hvernig það er gert. Samræmi máls og mynda, upp- setning máls á siðunni er snýr mót hverri mynd, gæðakrafan til myndarinnar og gerðar hennar, val myndarinnar ef svo má segja, jafnvægi textans eins, á vinstri siðunni, án þess aö þaö verði einhæft t monotonous). Þetta allt hefir heyrt undir verkahring Jóns Geirs og veriö skilað af slikri list, að einstætt verður að teljast. Hefði þessi vók verið illa umbrotin og óvönduð á nokkurn hátt i frá- gangi, þá var útgáfan ónýt. En það er öðru nær. Hún smæstu smáatriöi eru öll yfirveguð og vandlega fyrir komið. Ég ætti kannski ekki að segja, að tæpast hefði annað skáld en Kristján getað gert ljóðin, sem bókina prýöa. Svo einfaldan, hugljúfan lofsöng, að hann hrópar á lesandann i einfald- leikanum, tandurhreinum og saklausum. Fyrsta visan minnir mig á ekkert annaö en upphafs- visu Passiusálmanna. Undrandi geng ég inn i veröld töfranna sem gestur samt hefir hún vakað bak við augu min i öllum ljóma sinum frá hinum fyrsta degi. Mannshugurinn gengur á vit hins óþekkta, i þvi sem hann hefir alltaf séð fyrir sér. Hann er tómur og galopinn til að taka við nýjum áhrifum, hver sem þau verða. Hann er gestur þess sem er, en hann sá ekki fullkom- lega áður. Nú spyr hann aðeins og túlkar þau áhrif, sem hann verður fyrir i svarinu. Lofar þú fegurð, sem hann nýtur, skaparann, sem skóp hana, i þeim musterum, sem eru hans, hjörtu mannanna. Þvi eins og hann lýsir steininum i 5.visu og auga blómsins i 6. Þá eiga þau bæði þessa huldu fegurð á viss- an hátt. Hún var aöeins hulin okkur áður, i steininum. Já þessi skyndilega lífgun steinsins og fegurðar hans, svo að hvert mannsauga mánema i myndum, og hver hugur i ljóða- máli, er kannski eitt með sér- kennilegustu og almennt að- gengilegustu stórlistaverkum þessarar aldar. Ég ætla að láta lokavisu Kristjáns lýsa þessu, þvi að þótt ég áöur segði, aö annað skáld hefði tæpast getað gertþessi ljóö, veit ég að sannur listamaður ofmetnast aldrei en segir gagnvart opinberuninni: Og sól þin rennur drottinn yfir myrkur grös og steina stillir saman allar morgunraddir jafnvel ég hinn daufdumbi vakna við silfurbjöllu hljóm Efrirmáli Steindórs frá Hlöð- um erusvo eins konar punktur- yfir iið. Hvammstangaá Antoniusarmessu 1978 . SigurðurH. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.