Tíminn - 07.02.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.02.1978, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 7. febrúar 1978 Or þróun í bú fræðslu, í Búvísindi t tilefni þeirra timamóta aö Bú- visindadeild bændaskólans á Hvanneyri hefur haldið upp á þrjátíu ára afmæli skólans og þess að væntanleg eru ný lög um búnaðarfræðslu i landinu, þykir Timanum við hæfi að rifja upp i fáeinum dráttum tildrög að stofn- un framhaldsdeildar viö Bænda- skólann á Hvanneyri árið 1947, markmiö deildarinnar og þróun i þrjá áratugi. Aðdragandi og stofnun Hugmynd um framhaldsnám i búfræði að loknu búfræðinámi kemur fyrst fram i erindi Páls Zóphaniassonar á árinu 1921. A næstu 15 árum eru nokkrar um- ræður um málið án sýnilegs árangurs. Máliö kom fyrir Al- þingi en fékk ekki þinglega með- ferö. Búnaðarþing sinnti málinu allmikið á árunum 1943-1947. Búnaðarþing 1947 skoraði á rikis- stjórn að hrinda málinu i fram- kvæmd á grundvelli tillagna.sem milliþinganefnd Búnaðarþings hefði samið árið 1945. Haustið 1947 var svo stofnað til tveggja ára framhaldsnáms við Bændaskólann á Hvanneyri að tilhlutan Bjarna Asgeirssonar þáverandi landbúnaðarráðherra i samráði við forráðamenn skólans. Þar með var hrundið af stað fyrsta og hingað til eina visi að háskólanámi i búfræði hér- lendis. Hlutverk og markmið Upphaflegt markmiö með framhaídsnámi i búfræði á há- skólastigi var að bæta úr brýnni þörf landbúnaðarins fyrir leiðbeinendur i sveitum landsins. Búvisindanámið er skipulagt sem hagnýt og fræðileg menntun i bú- vfsindum og undirstöðugreinum þeirra. Skal kennslan einkum miðuð við það að nemendur geti orðið virkir leiðbeinendur og tekið að sér trúnaðarstöður i þágu bændastéttarinnar svo sem störf ráðunauta, kennslu við bændaskóla og tilraunastörf o.fl. Þá er gert ráð fyrir tengslum milli búvisindanámsins og rann- sóknastarfsemi skólans. Auk kennslustarfa sinna kennarar ýmiskonar rannsóknastörfum. Þróun námsins Upphaflega var framhalds- námið tveggja ára nám að loknu búfræðiprófi með einkuninni 8,0. Lögð var megináherzla á undir- búning nemenda i búfræðigrein- um og reynslu i bústörfum. Almennt undirbúningsnám var siðan aukið og 1956 var komið á sérstöku eins árs undirbúnings- námi i islenzku.stærðfræði og er- lendum tungumálum. Smám saman voru gerðar auknar kröfur til hins almenna undir- búningsnáms,nýjum námsgrein- um bætt við og kennsla aukin i þeim sem fyrir voru. Siðasta undirbúningsdeildin var starf- rækt veturinn 1973-1974. Frá og með árinu 1974 eru inn- tökuskilyrði i búvisindanámið raungreinadeildarpróf frá Tækniskóla íslands eða stúdentspróf auk búfræðiprófs. Námstiminn var lengdur úr 2 árum i 3 ár með reglugerð frá 1965 og með nýrri reglugerð frá árinu 1974 var enn gerð form- breyting á námi og námstil- högun. Búvisindanám við Bændaskól- ann á Hvanneyri tekur nú þrjá vetur og standist nemendur próf- in .útskrifast þeir sem búfræði- kandidatar (B.Sc.) Starfstimi hvern vetur er um 32 náms- og prófvikur og stendur frá lokum september til fyrri hluta júni. Þar að auki eru verkleg námskeið á sumrin milli námsvetranna og einnig verða nemendur að stunda sjálfstæðar rannsóknir og skila ritgerð um þær. Nám i búvisindadeild er mjög sambærilegt námi við Liffræði- skor Háskóla Islands. Nemendur hafa frá upphafi verið teknir inn i deildina annað hvert ár. Næst verður tekið inn i deildina haustið 1979. Nú stunda 8 nemendur nám i búvisindadeild. Kennsla og kennslu- kraftar 1 upphafi var ráðinn 1 kennari að Bændaskólanum til að sinna kennslu við framhaldsnámið. Að öðru leyti var kennsla sótt til sér- fræðinga ýmissa stofnana land- búnaðarins. Brátt tókst að ráða fleiri kennslukrafta að skólanum með þarfir framhaldsnámsins i huga. Aukin rannsóknastarfsemj fylgdi i kjölfarið. Ávallt hefur verið reynt að skapa hverjum kennara nokkra rannsóknaaðstöðu. Árið 1955 var komið á fót tilrauna- starfsemi i jarðrækt. Nú eru jarð- ræktartilraunir á um 1400-1800 reitum árlega. Helztu verkefni eru tilraunir með köfnunarefni, fosfór, kali, brennisteinsáburð, kalk og búfjáráburð. tilraunir með stofna grasa og grænfóðurs, meðferð túna og tilraunir með jarðvinnslu. 1 búfjárrækt hefur einkum ver- ið unnið að rannsóknum á kyn- þroska og frjósemi sauðfjár svo og ræktun á alhvitu fé. 1 samvinnu við Bútæknideild Rannsóknastofnunar land- búnaðarins eru stundaðar rann- sóknir i heyverkun og nokkrum þáttum bútækni. Þrátt fyrir það að kennslu- kröftum hafi fjölgað samhliða eflingu búvisindanámsins er nauðsynlegt að fá til lið kennara utan skólans. Er þá leitað til sér- fræðinga i landbúnaði svo og til kennara við Háskóla Islands. Þessi aðfengna kennsla er eink- um i smærri búfræðigreinum og einnig i nokkrum grunngreinum. Með reglugerð frá 1974 er gerð sér breyting.að sérstakur yfir- kennari var skipaður við bú- vfsindadeild er skyldi starfa með skólastjóra við skipulagningu kennslu. Viðfangsefni nemenda — að námi loknu. Siðan framhaldsnám i búfræði hófst á Hvanneyri' hafa alls 117 búfræðikandidatar braut- skráðst. Flestir þeirra stunda ýmis störf i þágu landbúnaðarins. Þess má geta að flestir héraðs- ráðunautar landsins eru kandi- datar frá Hvanneyri. Af öðrum störfum má t.d. nefna kennslu, rannsóknir og störf hjá verzlunarfyrirtækjum, sem þjóna landbúnaðinum. Nokkrir stunda búskap. Aðeins 12-15 kandidatanna munu nú stunda störf sem ekki eru tengd land- búnaði á einhvern hátt. Þess ber að geta að nokkrir bú- fræðikandidatar frá Hvanneyri hafa stundað sérnám i búvisind- um við erlenda háskóla einkum á Norðurlöndunum, i Bandarikjun- um og á Bretlandseyjum og er það m.a. til marks um þá viður- kenningu sem framhaldsnám á Hvanneyri hefur nú þegar hlotið. Fyrstir til að viðurkenna náms- brautina voru Norðmenn þegar á árunum eftir 1960. ' l.KÍ Jjf —4 Magnús B. Jónsson, skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri setur hátíöafund í tilefni þrjátiu ára afmælis Búvisindadeildar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.