Tíminn - 07.02.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.02.1978, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 7. febrúar 1978 9 á víðavangi Undir sóknarmerki framleiðslu stefnunnar Tómas Arnason alþingis- maður ritar forystugrein sið- asta tölublaðs Austra, og nefn- ist hún „Framleiðslustefnan — framleiðslukeðjan.” Titill- inn er í senn táknrænn og lær- dómsrikur. Frá upphafi hafa Framsóknarmenn lagt á það megináherzlu, að framleiðsl- an og framieiðsian ein getur verið undirstaða lif skjaranna. Fésýsla og viðskipti byggist á þvi að framleiðslugreinarnar skili af sér lifsgæðum sem verða til skiptanna, og þjón- ustugreinarnar hvQa á þeirri forsendu að framleiðslu- stéttirnar hafi bolmagn til þess að leita eftir þjónustu við þvi verði sem hún verður keypt. Framleiðslustefnan er enn fremur einn af hyrningar- steinum samvinnustefnunnar, en hún felur það i sér að menn taki höndum saman um fram- leiðslu, úrvinnslu og þjónustu við sannvirði. Hagsmunir launamannsins verði þannig samtvinnaðir aukinni og bættri framleiðslu og stjórn- un, en kröftum ekki sóað i stéttaþófi. Hafi einhvern tima eitthvað borið á milli i afstöðu félags- hyggjumanna og verkalýðs- hreyfingarinnar til viðbragða við efnahagsvanda, þá er þvi um að kenna að forysta verka- lýðshreyfingarinnar hefur á tiðum fallið i þá freistni að heimta skammgóðan vermi krónutöluhækkana án þess að hafa hliðsjón af þeim lifsgæð- um sem eru til skiptanna. Við- horf stuðningsmanna fram- leiðslustefnunnar hefur þá verið á hinn bóginn það, að launþegunum væri það hag- stæðast að kaupmátturinn yk- ist við aukna og bætta fram- leiðslu, þannig að meira og betra kæmi til skiptanna. Hlutverk verkalýðs- hreyfingarinnar verður þá að standa vörð um það að laun- þegarnir fái sinn réttmæta skerf af heildinni, og af sjálfu leiöir að hlutverk hennar verður þá með ööru að taka þátt i stamstarfi um æskilega hagþróun annars vegar og eðUIegan vöxt samneyzlu og félagslegrar þjónustu, freinur en að einblfna á sem mesta einkaneyzlu og stundareyðslu. Megln áfangar i forystugrein Tómasar Arnasonar er fyrst vikið að nokkrum megináföngum sið- ustu ára. Hann segir: „Baráttu islendinga fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar er nú lokið meö fullum sigri. Þegar litið er til baka er ljóst að oft var boginn spenntur til hins itrasta og verulegar áhættur teknar. Það mun nú flestra manna mál, að gifta hafi ráðið orðum og athöfnum þeirra, sem úrsUtaráð höfðu um framvindu málsins. Það þarf ekki mörg orð um þann ávinning, sem við höfum af útfærslunni. Við ráðum sjálfir um hagnýtingu fiski- stofnanna og eigum færafiski- fræðinga til ráðgjafar, þótt öllum sé ljóst, að enn er vitneskjan um lifriki hafsins engan veginn tæmandi. SamhUða baráttunni fyrir landhelginni höfum við verið að byggja öflugan flota fiski- skipa. Að gerð allri eru fiski- skipin nýtiskuleg og tækja- búnaðurinn og hagræðing eins og best verður á kosið, enda þarf engum blöðum um það að fletta, að mjög mikiö álag fylgir fiskveiðum kring um ts- land allan ársins hring.” Siðan vikur Tómas að þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér staö i undirstöðu- iðnaðinum, frystiiðnaöinum, um land allt, en þaðan er þess að vænta að á næstu árum renni vaxandi arður til þjóöar- innar til þess að bæta lifskjör fólksins. Hann segir: „Segja má aö á þessu ári verði að mestu lokið við bygg- ingu og endurbætur á frysti- húsunum á landsbyggðinni. Mörg glæsileg fiskiðjuver hafa veriö að taka tH starfa undan- farið og nokkur eru á loka- stigi. Hér á Austurlandi er þessari uppbyggingu senn lok- ið og veldur hún straumhvörf- um i meðferð og möguleikum i vinnslu sjávarafla svo og allri aðstöðu og afkomu þeirra, sem starfa við þessi atvinnu- tæki. Miklum fjármunum hefir verið varið i alla þessa fjár- festingu m.a. hafa verið tekin mikil erlend lán. Vonandi skil- ar þessi fjárfesting svo mikl- um verðmætum að lánsféð verðigreitt upp i samræmi við lánaskilmála. A árinu 1977 nam útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða 81 miljarði. Framleiðslan mun hafa aukist um 13-14% m.a. vegna góðrar loðnuveiöi og sildveiði. Hér hefur einnig komið til aukinn þorskafli og betri hagnýting hans i fisk- iðjuverunum.” Loka hlekkirnir Meðþessum stórstigu fram- förum hefur atvinnulífið og þar með lif fólksins úti um landiö tekið stakkaskiptum á siðustu árum undir sóknar- merki framleiðslustefnunnar. En með aukinni og bættri framleiðslu þarf ekki siður að huga að lokahlekki fram- leiðslukeöjunnar, markaðin- um, þar sem fullunnin varan mætir neytandanum. Um það efni segir Tómas Arnason að lokum: „Fjórði hlekkurinn I þessari keðju sem he'r hefir verið rak- in, er svo markaöurinn fyrir islenskar sjavarafurðir. Framsýnir menn hafa byggt upp sterkan markaö fyrir sjávarafurðir i Bandarikjun- um. Þetta er langbesti markaður veraldarinnar fyrir sjávarafurðir og ber að kapp- kosta að efla hann og tryggja. Markmiðið á að vera að is- ienskar sjávarafurðir séu bestar sinnar tegundar I viðri veröld. Þá þurfum við einnig aö byggja upp markaði I vel- megunarlöndum Evrópu, svo sem á Bretlandseyjum og meginlandinu. Enginn vafi er á þvi að þar leynast möguleik- ar til þess að þróa verulega markaði fyrir fullunnar sjávarvörur. Markaðir Aust- ur-Evrópu eru okkur og verð- mætir, þótt velmegun þeirra landa hafi ekki náð þvi stigi að geta greitt hæsta verð fyrir fullunna vöru. Auk þessa verðum við að leggja áherslu á og hafa augun opin fyrir mörkuðum fram- tiðarinnar i öilum heimshlut- um.” JS Skýrsla til Verðlagsráðs um loðnuverðsákvarðanir a nágrannalöndunum GV — Fulltrúánefnd sjávarút- vegsins og sjávarútvegsráðu- neytisins, sem fyrir rúmri viku hélt til þriggja nágrannalanda til að kynna sér hvernig staðið er að loðnuverðsákvörðunum þar, kom til Islands i gær. Að sögn Óskars Vigfússonar, formanns Sjó- mannasambands tslands, er það samkomulag innan nefndarinnar aðskýraekki frá þeim viðræðum, sem þeir áttu við fulltrúa sjávar- útvegsins i Færeyjum, Noregi og Danmörku, fyrr en skýrslugerð um viðræðurnar verður lokið. Óskar átti von á þvi að skýrslan yrði lögð fyrir Verðlagsráð sjávarútvegsins i vikunni. Ferð þessi var farin i framhaldi af þeim loforðum, sem forsætis- ráðherra gaf fulltrúum loðnusjó- manna i viðræðum við þá i janú- ar. Loðnuverðið er uppsegjanlegt frá og með miðvikudegi i næstu viku, 15. febrúar. Reynt að fá skip til Bíldudals SJ — Við erum að reyna að fá leiguskip i stað Hafrúnar, sagði Jakob Kristinsson framkvæmda- stjóri Fiskvinnslunnar á Bildu- dal, — en ákveðin niðurstaða hef- ur ekki fengizt ennþá. Við ætlum aðreyna aö fá skip sem er svipað að stærð og Hafrún eða um 200 tonn Hafrún strandaði sem kunnugt er á Arnarfirði i siðustu viku. Skipið er nú uppi i fjöru á Bildu- dal og unnið er að þvi að þétta skipið svo hægt verði að koma þvi i slipp i Reykjavik. Sjór komst i vélarrúm skipsins og fellur nú inn i það og úr þvi á sjávarföllum. Steinanes er nú eina skipið sem landar hjá Fiskvinnslunni það er 150 tn. Bæði skipin voru á linu- veiðum. Hráefnið sem þauöfluðu var tæplega nægilegt, og féll dagur og dagur úr vinnu hjá Fisk- vinnslunni. Að öðru leyti hefur verið nægileg vinna á Bildudal i vetur. Hálfdán var ruddur i gær, mánudag, og þvi fært til Patreks- fjarðar. Tek að mér að leysa út vörur fyrir innfiytjendur, með l-2ja mánaða greiðslufresti. Þeir sem hafa áhuga, leggi tilboð inn á afgreiðslu blaðsins, merkt, Fyrirgreiðsla. Laus staða Laus er til umsóknar staða læknis við heilsugæslustöð i Hveragerði. Staðan veitist frá 1. mars n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 25. febrúar n.k. Heilbrigðis- og t^yggingamálaráðuneytið 2. febrúar 1978 Auglýsið í TÍMANUM \fcentanlegir vinrángshafar Þeir, sem misstu af miðakaupum fyrir 1. flokk, hafa nú tækifæri til að tryggja sér miða. Hæsti vinningur er 2 milljónir eða 10 milljónir á Trompmiða. Gleymið ekki að endurnýja! Dregið verður föstudaginn 10. febrúar. 2. flokkur 9 @ 2.000.000.- 18.000.000,- 9 — 1.000.000,- 9.000.000,- 18 — 500.000- 9.000.000,- 207 — 100.000,- 20.700.000- 306 — 50.000,- 15.300.000,- 8.163 — 15.000,- 122.445.000,- 8.712 194.445.000- 36 — 75.000.- 2.700.000.- 8.748 197.145.000.- HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Hæsta vinningshlutfall í heimi!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.