Tíminn - 07.02.1978, Síða 15

Tíminn - 07.02.1978, Síða 15
Þriðjudagur 7. febrúar 1978 15 Úr hugarheimi horfinna kynslóða bókmenntir ÞJÓÐTRÚ OG ÞJÓÐSAGNIR. Safnað hefur Oddur Björnsson. Jónas Jónasson bjó undir prentun. önnur útgáfa, aukin. Steindór Steindórssin frá Hlöð- um annaðist útgáfuna. 362 blað- siður. Bókaforlag Odds Björnssonar Akureyri, 1977. A si'ðast liðnu ári voru áttatiu ár liðin siðan Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri tók tii starfa. Það var árið 1897, sem Oddur Björnsson gaf út fyrstu bókforlagsins, Þyrna Þorsteins Erlingssonar, bókina sem átti eftir að valda mörgum manni hugarróti, ýmist til hrifningar eða hneykslunar. Bókaforlag Odds Björnssonar hélt upp á áttræðisafmæli sitt með þvi að gefa út öðru sinni Þjóðsagnasafn Odds Björnsson- ar, Þjóðtrú og þjóðsagnir, að viðbættum sögum, sem fundust i dóti Odds Björnssonar löngu eftir að bókin kom út hið fyrra sinn, árið 1908. Sú útgáfa er nú löngu uppseld, og mun orðin næsta torfengin, enda héfur eft- irspurn eftir henni farið mjög vaxandi hin siöari ár. Það var hinn alkunni þjóö- háttafræðingur og merkisklerk- ur, sira Jónas Jónasson á Hrafnagili, sem bjó safn þetta til prentunar i upphafi og skrif- aði merkilegan formála um þjóðtrú og þjóðsagnir og menn- ingarsögulegt gildi þeirra. Enn fremur skipaði hann sögunum i flokka eftir efni þeirra og eðli og raðaði þeim, eins og þær birtust i bókinni. Vel má vera, að sumt i þeim fræöum komi núti'ma- mönnum ókunnuglega fyrir sjónir, eins og til dæmis nafn- giftirnar ,,m anneölissögur,” „náttúrusögur,” o.s.frv. En sannarlega er gaman að rifja þessa skilgreiningu upp nú, þeg- ar endurnýjaður er kunnings- skapurinn við þjóðsagnabók Odds Björnssonar. Þó er margt i þessari tilhög- un, sem auðvelt er að fallast á. Ekkert er t.d. eðlilegra en að láta „manneðlissögurnar" hefj- astá draumum,ogþaðmeiraað segja berdreymi. Svo mjög hafa draumar fylgt mannkyninu öld fram af öld, að réttlætanlegt hlýtur að vera að telja þá hluta af mannlegu eðli, — áskapaöan eiginleika, sem að visu er þó mjög misjafnlega vel þroskaö- ur, og ákaflega einstaklings- bundinn, eins og flest annað i fari okkar. — Það skiptir til dæmis ekki neinu meginmáli, hvort draumar Guðrúnar Ósvif ursdóttur og Flosa á Svinafelli hafa verið nákvæm- lega eins og þeim er lýst i sögunum. En hitt, hversu draumar eru áleitið efni i skáld- skap, sannar aftur á móti, að þeir eru ein af staðreyndum mannlegs lifs, og að það hefur rithöfundum lengi verið ljóst. En i þjóðsagnabók Odds Björnssonar er ekki skáldskap einum til að dreifa. Ekki er nein ástæða til þess að efast um sannleiksgildi draumsins, sem Friðjónbónda á Sandi i' Aöaldal, föður Guðmundar skálds á Sandi, dreymdi árið 1890, þar sem honum vitraðist feigð þriggja manna, og það á mjög glöggan og eftirminnilegan hátt Þess má geta, að draumurinn er prentaður eftir handriti Guö- mundar Friðjónssonar, og hann hefur áreiðanlega haft vitneskj- una frá fyrstu hendi. Þessi draumur er aöeins nefndur hér sem dæmi, en marga slika er að finna I bók- inni. Naumast getur hjá þvi farið, að i svo stóru sagnasafni sem hér umræðir, kenni margra grasa og ólikra. Margt er þar, sem flestum nútimamönnum mun veitast öröugtað trúa: það er talaöum tröll, vatnaskrimsli og fleiri furðuskepnur, eins og vera ber i þjóðsögum, og meira aö segja er þar enn eitt afbrigði af örlögum Gláms sauöamanns i Grettis sögu. En sá er þó mun- ur á, að þessi sauðamaður átti heima á Grænavatni i Mývatns- sveit, hann komst heim i Grænavatn hálfdauður og sundurkraminn eftir óvættina, og dó samdægurs, og — það sem mestu máli skiptir — hann gekk ekki aftur eins og Glámur karl- inn! Skyggnilýsingar eru vitan- lega margar. Þar þótti mér einna skemmtilegust sagan af mönnunum tveim, sem gengu vestur yfir Miöfjarðar- háls,,hálfum mánuði fyrir jóla- föstu.” A hálsinum mættu þeir tólf sauöum fullorðnum, og furðuöu mennirnir sig á þvi „hve kindur þessar voru langt frá byggð, þvi að fé var þá all- staðar haft við hús.” Er nú ekki að orðlengja, að sauðir þessir hrukku á undan mönnunum nið- ur að Reykjum i Miðfirði, en þangað fóru mennirnir og báð- ust þar gistingar. Þegar gestirnir voru setztir inn, spyrja þeir,hvortekkihafivantað neitt fé þar þá um kvöldið, en heima- mennneita þvi. Sögðu þá ferða- mennirnir frá þvi. sem þeir höfðu séð, og lýstu sauðunum með lit, en „einn þeirra var mó- rauður meðklukku, annar grár, þriðji svartur, en hinir allir hvitir.” „Urðu heimamenn þá hissa, er þeir heyrðu lýsingu sauðanna, og sögðu, að fyrir stuttu hefðu verið skornir þar tólf sauðir með þessum lit, og voru þeir að raka gærurnar þetta kvöld.” — Svona sögur eru skemmtilegar. Flestar sagnanna i þessari bók eru stuttar jafnvel allt niður i sex linur. Þetta ber ekki að lasta, enda hafa islenzkir sagnamenn löngum kunnað þá list að vera stuttorðir og gagn- orðir. Þau eru ekki öll löng, gömlu ævintýrin okkar, og ent- I Oddur Björnsson ust þó þjóðinni vel á löngum kvöldvökum og rökkurstundum. Hitt er svo allt annað mál, hvort við trúum öllu, sem þjóð- sögurnar segja okkur. Flestir viðurkenna, aö „þaö er margt I mannheimi,/sem maður enginn veit.” Vanþekkingin býður heim röngum hugmyndum, og þegar hjátrúarfullt og litt upplýst fólk mætir einhverju sem þaö ekki skilur, er jarðvegurinn undirbú- inn fyrir alls konar kynjasögur, sem svo magna aftur hjátrúna, og þar með er hringnum lokað. Allar heimildir um lif, starf og hugarheim genginna kynslóða eiga að vera okkur kærkomnar, þviað þærauka okkur skilning á þjóðinni, sem hefur aliö okkur af sér. Það var ótviræð menn- ingarstarfsemi aö safna þessum sögum saman og gefa þær út á sinum tima, og það er vel til fundið hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar að halda upp á átt- ræðisafmæli sitt nú með þvi aö gefa bókina út aftur, svo myndarlega og smekklega sem raun er á. — VS. Manarbúar i kröfugöngu: Engar strýkingar — enginn agi. Manarbúar vilja halda áfram að Strýkja unga ofbeldisseggi Manarbúar voru i vigahug i lok janúar eftir að mannrétt- indadómstóllinn i Strassborg i Frakklandi hafði látið kanna eina helgustu siövenju eyjar- skeggja — en þeir eru vanir að strýkja unga afbrotamenn i refsingarskyni. Einn kaldan dag fyrir skömmu fóru meira en fjögur þúsund manns i höfuðborginni Douglas 1 mótmælagöngu til Tynwald, þings Manarbúa, sem er með þeim elztu i heimi, sungu þjóðsöng sinn og báru kröfu- spjöld, sem á stóð: „Keep the Birch” (Höldum áfram að strýkja)! Húsmóðir, sem reykir vindla, var fremst i flokknum ásamt blindum þingmanni og dómara, sem er hlynntur hinni fornu refsingu. Þetta er fýrsta meiri háttar mótmælagangan, sem átt hefur sér stað i þessu kyrrláta landi, þar sem búa 60.000 ibúar. „Við erum ákveðin i að halda strýkingunni”, sagði Peggy Irving húsmóðir. „Framtið okkar er i húfi”. Göngumenn voru að verja aldagamalt lagaákvæði, sem heimilar lögreglu aö nota 40 þumlunga langa svipu, gerða úr fimm trjágreinum, á afturend- ann á körlum á aldrinum 15-20 ára, sem gerzt hafa sekir um of- beldisverk. Strýkingar voru af- numdar i Bretlandi 1948, og ef mannréttindadómstóllinn i Strasborg úrskurðar að strýk- ingar á eynni Mön brjóti i bága við mannréttindasamþykkt Evrópu, kunna stjórnvöld i Lon- don að vera komin i andstöðu við þessasjálfstæðu, stoltu þjóö, sem telst þó til brezku krúnunn- ar. Villimannlegt Málið, sem nú er fyrir mann- réttindadómstólnum,hófst 1972. Fimmtán ára gamall' náms- maður i Castletown, sem dæmd- ur varfyrir likamsárás á skóla- bróður, hlaut þann dóm að verða að þola þrjú svipuhögg. Mannréttindanefnd Evrópu og brezksamtök, sem berjast fyrir réttindum borgaranna — tóku málið að sér — en fengu nánast engan stuðning á eynni Mön. Jack Nicison heitir sá eini af 34 þingmönnum á Tynwald, sem er andvigur þessari refsingu. „Stryking er villimannleg, auð- mýkjandi og fornaldarleg”, segirhann.,,Húner ekki til þess fallin aö bæta afbrotamenn heldur miklu fremur forheröir þá” Strýkingum hefur þó sjaldan verið beitt upp á siðkastiö — aö- eins tvisvar á siöustufjórum ár- um — en Manarbúar telja þær mikilvægar til varnaðar, og flestir virðast trúa þvi að „spari þeir svipuna spilli þeir eynni.” 31.000 manns rituðu undir plagg og vildu hafa strýkingar áfram i lögum, eða meira en helmingur ibúa eyjunnar. „Enginn fær að ráöskast meö okkur”, sagði Bob Swindlehurst, kráreigandi i Douglas. „Við erum litil þjóð, en við viljum hafa okkar hátt á málum. Hvað eiga Bretar með að segja okkur fyrir verkum? Þegar allt kemur til alls, er þingið okkar miklu eldra en þeirra.”

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.