Tíminn - 07.02.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.02.1978, Blaðsíða 1
 Slöngur — Barkar — Tengi GISTING MORGUNVERÐUR SIMI 28866 Það var lítið að gera i gjaldeyrisdeild Landsbankans að Laugavegi 77 er Röbert Ijósmyndari Tlmans leit þar við I gær, og smellti af þessari mynd. Gengisskráning var engin. 31. tölublað—Þriðjudagur 7. febrúar 1978—62. árgangur ■ Þessa mynd tók Róbert i blíöviðrinu á dögunum og sýnir hún okkur, að ef áhuginn er fyrir hendi þarf ekki að leita langt til að fullnægja honum. A.m.k. lætur stúikan á myndinni ekki hugsanir um lyfturn- ar og fljóðljósin uppi i Biáfjöllum eða öðrum skíðalöndum i ná- grenni Reykjavikur baga sig og rennir sér hæstánægð á sklöunum sinum utan vegar. Og það er um að gera að notfæra sér dagsbirtuna þar til sólin hverfur á bak við sjóndeildarhringinn og myrkrið skell- Gengisskráning felld niður: Væntanlegar gengis- breytingar undir 20% GV —Hér i gjaldeyrisdeildinni hefur verið ósköp rólegt i dag, enda er deildin lokuð og ekki af- greiddar nema undanþágur, þannig að fólki er gefinn kostur á gjaldeyri að viðbættu trygg- ingarfé umfram siðasta gengi. Maður skyldi ætla, að væntan- leg gengisbreyting verði undir 20%, þvi annars væri ekki hægt að gera þessa „deponeringu” upp, sagði Sigurður Blöndal að- stoðarforstöðumaður gjald- eyrisdeildar Útvegsbankans i viðtali við blaöið i gær. Að sögn Sigurðar hefur þessi aðferð, að gefa fólki kost á að greiða viðbótar-tryggingarfé sem næst væntanlegu gengi, á meðan að gengi er ekki skráð, verið iðkuð áður fyrir gengis- breytingar. 1 gær var aðeins af- greiddur ferðamannagjaldeyrir og nauðsynjavörur, en ekki eru likur á að þetta vari lengi, því að samkvæmt þeim upplýsingum, sem blaðið telur áreiðanlegar, verður frétta af aðgerðum rikis- stjórnarinnar i gengismálum að vænta á miðvikudag eða fimmtudag. Um helgina ákvað stjórn Seðlabankans, að gengisskrán- ing yrði felld niður frá og með gærdeginum og fer hér á eftir fréttatilkynning Seðlabankans: „Seðlabankinn hefur að höfðu samráði við viðskiptaráðuneyt- ið og gjaldeyrisviðskiptabank- ana ákveöið, að gengisskráning verði felld niður frá og með opn- un bankanna mánudags- morguninn 6. febrúar n.k. Ráðstöfun þessi er talin nauð- synleg vegna þess óvissu- ástands, sem skapazt hefur i gengismálum vgna væntan- legra aðgerða i efnahagsmál- um. A meðan gengið er óskráð munu gjaldeyrisviðskipta- bankarnir, þegar brýn nauðsyn krefur, gefa viðskiptavinum kost á gjaldeyri að viðbættu tryggingarfé umfram siðasta gengi, sem skráð var, gegn bráðabirgðakvittun. Slik við- skipti verði siðan gerð upp á fyrsta opinbera gengi, sem skráð verður eftir að regluleg gjaldeyrisviðskipti hafa verið tekin upp á ný.” 3. umferð- in róleg Alþýðusamband íslands: Hugsanlegar efnahags aðgerðir leiði til átaka á vinnumarkaðinum KEJ — Þriðja umferð Reykja- vikurskákmótsins fór fram i gær og var yfirbragð umferðarinnar fremur rólegt. Athyglin beindist einkum að skák Horts og Friðriks en sú skák varð átakaminni en menn áttu almennt von á. Ilvorugur stormeistarinn r'eyndi verulega fyrir sér og lauk skák- inni með stórmeistarajafntefli eftir 25 leiki. Skák Lombardy og Guðmundar Sigurjónssonar var skemmtileg og tvisýn. Guðmundur virtist lengi hafa sóknarmöguleika en erfitt með að færa sér þá i nyt. Skák Jóns Arnasonar „g Smejkal vakti athygli en var jafnteflisleg þegar hún fór i bið. Úrslit þriðju umferðar urðu annars þessi: Ogaard — Kucmin (0:1), Larsen — Helgi Ólafsson (1:0) Miles — Polugaevsky (1/2:1/2) Hort — Friðrik (1/2:1/2) Lombardy — Guðmund- ur Sigurjónsson (biðskák eftir 53 leiki), Browne — Margeir Péturs- son (1:0) Jón L. Arnason — Smejkal (biðskák). GV— Er Snorri Jónsson, varafor- seti Alþýðusambands Islands var i gær spurður um afstöðu Alþýðu- sambandsins til þeirra efnahags- aðgerða rikisstjórnarinnar, sem nú virðast vera i uppsiglingu, sagði hann að afstöðu ASI væri bezt lýst i ályktun miðstjórnar- innar á fundi s.l. fimmtudag, en þar segir m.a.: „Miðstjórn Al- þýðusambands íslands vill i sam- bandi við þær umræður, sem nú fara fram um efnahagsmál og hugsanlegar efnahagsaðgerðir minna á ályktun, sem gerð var á sambandsstjórnarfundi 26. nóv. sl. en þar segir svo m.a.: „Kjarasamningarnir frá sl. vori voru að sjálfsögðu gerðir i trausti þess að við þá yrði staðið i einu og öllu af rikisvaldinu og samtökum atvinnurekenda. Bregðist það, hafa þessir aðilar fyrirgert þvi trausti.sem til þeirra hefur verið borið sem heiðarlegra viðsemjenda og það þvi fremur, sem engar forsendur samning- anna hafa breytzt til hins lakara frá þvi er þeir voru undirritaðir. Ef svo færi hlyti það að leiða til mikilla átaka á vinnumarkaðin- um, sem myndu magna allan efnahagslegan vanda og auka enn á verðbólgu. Sambandsstjórnin hlýtur þvi að vara bæði rikisvald- ið og atvinnurekendur mjög al- varlega við þvi að hrófla i nokkru við þeim skuldbindingum sem samningarnir fela i sér.” ” Reykj avíkur- skákmótið Á bls. 5 eru frásagnir af tveim fyrstu umferðum Reykjavikur- skákmótsins. 1 2. umferð vakti skák þeirra Friðriks og Larsens mesta athygli,enda var ótviræður yfirburöasigur Friðriks glæsileg- asta afrek, sem unnið var á þeim vettvangi s.l. sunnudag. Sagt er ,frá skákinni og leikirnir birtir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.