Tíminn - 28.02.1978, Side 2
2
Þriðjudagur 28. febrúar 1978
Kosningarnar í Indlandi:
Kongressflokkur
Indiru vinnur á
Nýja Deihi/Reuter. Indira
Gandhi fyrrum forsætisráðherra
Indlands virtist ætla að fylgja
kosningasigri sinum i fylkiskosn-
ingunum i Karnatka eftir með
sigri i fylkinu Andhra Pradesh.
Sigur Indiru mun leiða til þess að
henni verður kleift að öðlast aftur
pólitiska yfirburði i Indlandi.
Þessi tvöfaldi sigur Indiru sem
verður samkvæmt öllum spám
meiri en búizt hafði verið við,
tryggir að Indira verður I farar-
broddi sem leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar. Indira Gan’dhi er nil 60
ára að aldri.
Kosið var i fjórum fylkjum á
laugardag, og samkvæmt fréttum
indverska útvarpsins af talningu
atkvæða var auðsýnt að Kon-
gressflokkur Indiru Gandhi
myndi hljóta 35 af 48 fyrstu þing-
sætunum i Andhra Pradesh, en
ibúafjöldinn þar er yfir 45 millj-
ónir. Kongressflokkurinn hlaut
tvo þriðju atkvæða i Karnataka.
Indira klauf Kongressflokkinn i
slðasta mánuði, og varð Brah-
mananda Reddi fyrrum innan-
rikisráðherra i stjórn Indiru for-
maður hins opinbera Kongress-
flokks. Hann sagðiaf sér sem for-
maður i gærmorgun, en flokks-
brot hans hlaut aðeins tvö sæti i
Karnataka.
Stjórnmálaskýrendur telja að
enn sé möguleiki á að Kongress-
flokkurinn verði sameinaður að
nýju, þó að enn sjáist ekki nein
merki þess að málamiðlun sé á
næstu grösum. Talið er að mikið
velti á úrslitum i Maharashtra
fylki, en þar hefur Kongress-
flokkurinn hlotið mun fleiri at-
kvæði en búizt var við, þó að hann
sé þar i miklum minnihluta.
Mörg hundruð fylgjendur índ-
iru fögnuðu henni er hún mætti til
réttarhalda i gær, þar sem hún
svarar til saka fyrir að hafa verið
ósamvinnuþð við stjórnskipaða
nefnd er rannsakaði 21 mánaðar
stjórn Indiru undir neyðarlögum.
utan úr heimi
Stjórn Chile dæmd
harðar en aðrar?
Genf/Reuter. Bandarikjastjórn
hefur sakað mannréttindanefnd
Sameinuðu þjóðanna um órétt-
látar starfsaðgerðir, þar sem
hún hefur sakað Chilestjórn um
að virða ekki mannréttindi, án
þess að taka jafnframt til at-
hugunar framferði stjórnvalda i
öðrum löndum. Fulltrúi Banda-
rikjanna i hinni 32 manna
mannréttindanefnd hélt ræðu er
nefndin fjallaði um málefni
Chile og sagði meðal annars:
,,Við verðum að horfast i augu
við að ekki hefur verið notuð
sama mælistika á stjórnvöld i
Chile og i öðrum löndum.
Stjórnin i Chile hefur réttilega
kvartað yfir þessari málsmeð-
ferð sem rýrir gildi mannrétt-
indanefndarinnar.”
„Margir þeirra, sem hafa
ráðizt með hvað mestri hörku á
stjórnvöld i Chile, búa sjálfir
heima fyrir við mun verra
ástand i mannréttindamálum,”
sagði bandariski fulltrúinn Ed-
ward M. Mezvinsky. Með ræðu
sinni er talið að Mezvinsky hafi
verið að gagnrýna Sovétrikin og
Úganda en fulltruar þessara
þjóða eiga sæti i mannréttinda-
nefndinni.
Mannréttindanefndin situr nú
á árlegu fimm vikna þingi i
Genf. Þrjú mál eru lang um-
fangsmest, ástandið i Chile,
vandamál Suður-Afrikubúa og
búseta tsraelsmanna á her-
teknu svæðunum. Talið er að
nefndin muni siðar i vikunni
samþykkja ályktun þar sem
Chilestjórn verður harðlega
gagnrýnd.
Palestínumenn missa
Indira Gandhi talar á útifundi.
Höfum fyrirliggjandi
Farangursgrindur
og bindingar ó
allar stœrðir
fólksbíla,
Broncojeppa
og fleiri bíla.
Einnig skíðaboga
BHavörubúðin Fjöðrin h.f.
Skoifan 2, simi 82944.
réttindi í Egyptalandi
— Arafat hvetur til vopnlausrar baráttu
Kairó, Beirut/Reuter. Morðið á
hinum virta blaðamanni Youssef
Sibai hefur leitt til þess að Pale-
stinumenn eru ekki lengur i náð
inni hjá Egyptum, og hafa þeir
verið sviptir öllum sérréttindum
er þeir hafa notið i Egyptalandi
um meir en tuttugu ára skeið.
Mamdouh Salem forsætisráð-
herra tilkynnti á þinginu að
„stjórnin hefði ákveðið að Pal-
esti'numenn, sem búa i Egypta-
landi standi nú jafnfætís Aröbum
frá öðrum nágrannaríkjum
Egyptalands og viðhorf til þeirra
verði endurskoðað á næstunni”.
Sibai var skotinn til bana af
tveim Aröbum i Nicosiu á Kýp-
ur fyrir niu dögum. Frá þvi i deil-
unni um Suezskuröinn 1956 hafa
Palestinuarabar, er búsettir voru
iEgyptalandi, notið sömu lýðrétt-
inda og innfæddir, að undanskild-
um pólitiskum réttindum.
Forsætisráðherrann sakaöi
leiðtoga Palestinumanna um að
selja sig i hendur andstæðinga
Egypta, og átti með þvi við Sýr-
lendinga, Libýumenn, Irakbúa
Alsirbúa og Suður-Jemeni, sem
eru harðir andstæðingar Egypta i
friðarsamningunum við tsraels-
menn. Salem sagði að „þeir verði
aðtaka afleiðingunum a slikri af-
stöðu”.
„Morðið á Sibai var byrjunin á
keðju hermdarverka sem draga
eiga athyglina frá friðarumleit-
unum Egypta,” sagði forsætis-
ráðherrann., og kvað morðingjana
hafa viðurkennt að þeir væru
Palestinuarabar. Salem kvað
enga hættu á að egypzka stjórnin
gleymdi Palestinumönnum sem
styðja aðgerðir Sadat i friðarátt,
og sagði að Sadat berðist fyrir
rétti Palestinumarina til að stofna
sjálfstætt riki.
Leiðtogi Palestinumanna,
Yasser Arafat, sagði i dag að
vopnuð barátta Palestinumanna
væri eini úrkosturinn' sem völ
væri á til að koma á friði i Mið-
austurlöndum. Arafat likti bar-
áttu Palestinumanna við bylting-
una i Alsír og baráttu Vietnama
gegn Bandarikjamönnum. Hann
kvaðst vona að sá dagur kæmi að
unnt væri að reisa fána Araba yfir
Jerúsalem. Arafat hélt ræðu i til-
efni af þvi að verið var að hefja
þrjú námskeið til þjálfunar
skæruliða i flóttamannabúðum
skammt fyrir utan Beirut.
Suður-Afríka:
Grunsamlegur dauði
fanga rannsakaður
Durban/Reuter. Réttur sem
rannsakar dauða 25 ára tann-
læknis af asískum uppruna er lézt
i fangelsi i Durban, varð vitni að
þvi i gær að lögreglan sýndi
hvernig fanganum hefði verið
unnt að nota buxur til að hengja
sig. Hoosen Meer Haffejee tann-
læknir fannst látinn á lögreglu-
stöð i Dubai i ágúst sl„ daginn
eftir að hann var handtekinn,
samkvæmt öryggislögum
Suður-Afriku.
Við réttarhöldin var sýnd
myndsegulbandsupptaka er lög-
reglah hafði látið gera. Sérfræð-
ingur lögreglunnar sýndi hvernig
buxnaskálmarnar voru bundnar
við rimla i klefanum og siðan
herti fanginn lykkjuna með þvi að
velta sér á gólfinu. í skýrslum
lögreglunnar segir að Haffejee
hafi fundizt með buxurnar' fastar
um hálsinn og hafi dauðaorsökin
verið sambærileg hengingu.
Lögreglumaður úr öryggis-
sveitum Suður-Afriku hefur sagt
fyrir rét'tinum að komið hafi til
minniháttar átaka milli lögreglu-
manna og Haffejee skömmu eftir
handtöku hans. Mál Haffejee
tannlæknis er eitt margra er risið
hafa i Suður-Afriku vegna dauða
manna er verið hafa í varðhaldi
hjá lögreglunni. Frægasta málið,
sem risið hefur Utaf slikum óeðli-
legum dauðdaga fanga, er mál
blökkumannaleiðtogans Steve
Biko, er lézt af heilaskemmdum i
september siðastliðnum.
Meðal þeirra sem voru við upp-
haf réttarhaldanna i gær voru
Avebury lávarður, sem erfulltrúi
Amnesty International, og ræðis-
maður Bandarikjanna Gene
Schmiel.
Frakkar hvattir
til að kjósa rétt
Paris/Reuter. Valery Giscard
d’Estaing forseti hvatti i gær
franska kjósendur til skýrrar
hugsunar þrátt fyrir ringulreið
kosningabaráttunnar og hvatti þá
til að láta ekki dreifa athyglinni
frá aðalatriðum. Með ávarpi for-
setans til kjósenda, sem ætlað er
til að hvetja þá til stuðnings við
hægri- og miðflokka sem nú sitja
að völdum i Frakklandi, má telja
að hann hafi nú þegar haft bein
afskipti af kosningabaráttunni
tvisvar sinnum. Þingkosningarn-
ar munu fara fram i næsta mán-
uði.
Forsetinn talaði til kjósenda i
sjónvarpi við upphaf maraþon-
kosningabaráttu er háð verður i
tvær vikur i sjónvarpinu, en hver
flokkur fær ákveðinn tima á öll-
um frösnkum sjónvarpsstöðvum.
Giscard d’Estaing gerði kjósend-
um þegar ljóst i siðasta mánuði
með hvaða hætti hann teldi at-
kvæðunum bezt varið. Hann sagöi
i harðorðri ræðu,að ef sósialistar
og kommúnistar kæmust til valda
i landinu yrði efnahagur Frakka
hörmulegur og óorð kæmist á
þjóðina.
Forsetinn flutti ræðu sina á
sveitasetri i Suður-Frakklandi og
sagði: „Égóska þess að umstang
kosningabaráttunnar hrekji kjós-
endur ekki frá aðalatriðum og að
þeir finni með sjálfum sér svar
við hinni brennandi spurningu
sem nú er lögð fyrir þá”.
Talsverthefurborið á þvíaö at-
hygli kjósenda sé nu farin að
dofna eftir að kosninabaráttan
hefur staðið um langan tima.
Engar sveiflur virðast i fylgi
Valery Giscard d’Estaing
flokkanna og hafa kommúnistar
og sósialistar fylgi 50% kjósenda
samkvæmt skoðanakönnunum,
en stjórnarflokkarnir njóta fylgis
46%. Raymond Barre forsætis-
ráðherra sagði i ræðu i gær, a"ð
hann yrði að viðurkenna aö rak-
ari sinn hefði sagt sér að fólkið
værikomið á kaf i kosningaáróðr-
inum og að lokum myndi enginn
skilja upp né niður i hlutunum.