Tíminn - 28.02.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.02.1978, Blaðsíða 8
8 Þriöjudagur 28. febrúar 1978 Aö undanförnu hefir veriö gerö grein fyrir fimm sam- starfsfélögum Sambands fs- lenzkra samvinnufélaga, verk- efnum þeirra og uppbyggingu. Af þeim umræöum ætti að vera ljóst aö starfsemi þessi er ekki ógnvekjandi og þjóðhættuleg eins og andstæöingar sam- vinnustarfs vilja stundum vera láta^heldur hafa þessi félög með höndum sérstök verkefni sem i flestum tilfellum hafa orðið að marka nýjan farveg þar sem þau hafa ekki fallið i þann ramma sem samvinnustarfinu var búinn. Slikt hið sama hefir gerzt i grannlöndum okkar. Ef samvinnumenn hefðu enda samkeppni verið þeirra einkunnarorð. Báöir aðilar þekktu hins vegar samtök sam- vinnumanna og hin nánu tengsl þeirra viö landbúnaðinn. Bæði fyrirtækin vildu gjarna njóta góðs af styrk samvinnustarfs- ins, án þess þó að þau blönduðu á nokkurn hátt blóði. Snjallir menn fundu lausn sem dugði. Til athugunar hafði verið að eitthvert myndarlegt kaupfélag annaðist umboð Ferguson-véla. Sú hugmynd þótti ekki nógu góð. Sambandið bauðst þá til að stofna sérstakt félag, sem fyrst og fremst annaðist sölu Fergu- son dráttarvéla. Þannig urðu Dráttarvélar hf. iiÍÍIlllSl! Dráttarvélar TVO SAMVINNUFELOG haldiö sig að þvi verkefni einu að sinna smásöluverzlun kaup- félaganna myndi sennilega ekki hafa verið blásiö af krafti i her- lúðra til að koma i veg fyrir að starfsemi þeirra efldist. Arásirnar hafa hins vegar oft verið staðfesting á þvi að hreyfingin hefir verið á réttri leið. Hér verður i stuttu máli fjallað um stofnun og starf tveggja samvinnuhlutafélaga. Eru þaö Dráttarvélar h.f. og Otíufélagiö h.f. önnur biða betri tima. Dráttarvélar h.f. Hvers konar hlutafélagsgleði hefir gripið Sambandsmenn? Þannig var spurt þegar Dráttarvélar voru stofnaðar áriö 1949. Hefir Sambandið ekki sina eigin Véladeild og dugir það ekki? Þarf nú endilega að stofna nýtt hlutafélag? Reynt var að efna til tortryggni og á henni hefir verið alið allt til þessa dags. Aöur en spurning- unum er svarað er rétt að rifja upp nokkur atriði. Dráttarvélar er þekkt sam- vinnufyrirtæki sem hreyfingin ber ábyrgð á Véladeild Sam- bandsins hafði fram til ársins 1949 verið i fararbroddi með innflutning landbúnaðarvéla og tækja og er það raunar enn. Sýnilegt var eftir striðslok að mikilla tiðinda og harðrar sam- keppni mætti vænta á þessu sviði. Nýir aðilar komu fram með álitleg tæki og gamlar gerðir voru stórlega endurbætt- ar. Hinir nýju framleiðendur áttu ekki samleið með þeim sem fyrir voru. Um þetta leyti var hin góð- kunna Ferguson dráttarvél aö verða til. Véladeild Sambands- ins haföi verið umboðsmaður International Harvester i rösk- lega 20 ár. Þetta þekkta og trausta fyrirtæki framleiddi álitlegar heimilisdráttarvélar og mörg önnur landbúnaðar- tæki. Samvinnumönnum leizt vel á nýju Ferguson dráttarvélina. Þeir vildu gjarna taka að sér söluumboð hennar og þannig geta gefið sinu fólki kost á aö velja milli tveggja góöra fram- leiðenda og sóttu þvi á með að Véladeildin fengi söluumboð fyrir Ferguson. Þetta reyndist hins vegar lok- uð leiö. Þessi myndarlegu fyrir- tæki vildu ekki vera i nánu sam- býli. Þaö höfðu þau hvergi gert, til. Þar meö var hnúturinn leystur. Hver fékk sitt. Hin er- lendu fyrirtæki héldu sinni mörkuðu stefnu og Sambandið gat i raun boðið bændum fjöl- breytt úrval dráttarvéla við allra hæfi. Þetta ætti að vera gagnlegt að vita og ennfremur þaö, að Dráttar vélar eru samvinnu- hlutafélag, sem samtökin eiga og ráöa ein. Félagið er i raun óaðskiljanlegur hluti samvinnu- starfsins, rétt eins og véladeild Sambandsins. Oliufélagið h.f. Eins og áður hefur verið sagt markar árið 1946 tirnamót i samvinnustarfi. Auk Skipa- deildar SIS, auk tryggingarfé- lags samvinnumanna, var Oliu- félagið h.f. þá stofnað og til fleirinýmæla var efnt. Fróðlegt er að rifja upp tildrögin að stofnum Oliufélagsins og reyna að meta án ofetækis og fordóma hvort rétt var stefnt með stofn- um þess félags. Tvöfélög réöulögumog lofum á sviöi oliusölu hjá okkur Þau voruShell og BP. Erlendir fjár- málamenn gátu mótað stefnu þeirra og störf. Samvinnufélög- in höfðu viðskipti við BP. Um þetta leyti var fyrirsjáanlegt, að oliunotkun myndi margfald- ast i náinni framtið og að stór- átaka var þörf, ef eðlileg at- vinnuuppbygging og framfarir ættu aö þróast viös vegar um landið. BP var stjórnað af skaprikum stjórnmálamanni, sem annan daginn klæddist fötum bylt- ingarsinna en hinn daginn hefð- arklæðum brezkra fjárafla- manna. 1 vaxandi mæli sýndist stjórnandi BP vilja einn ráða öllu og ætla samvinnuhreyfing- unni smáan eða engan hlut á sviði oliumála. Samvinnumenn vildu ekki láta Breta eða þeirra fulltrúa hér á landi segja sér fyrir verkum. Birgðastöðvar BP voru eign peningamanna i London og þeir töldu sig hafa ráðsamvinnumannalhendi sér. Satt er aö aöslaða útlending- anna var sterk og vandi kaupfé- lagsmanna þvi mikill. En þeir fóru hér sem stundum áður nýja leið. Hin nýja leið Samvinnumenn leituðu til stórra oliukaupenda utan sam- vinnuhreyfingarinnar og buðu þeim til samstarfs vib myndun nýs al-Islenzks ollufelags. Þar var um'að ræða togaraeigendur, oliusamlög, bæjarútgerðir og einstaklinga, sem einkanlega voru tengdir sjávarútvegi. Þessi liðstyrkur til viðbótar kaupfélögunum og Samband- inu, nægði til aö hægt væri að leggja til orrustu og það var gert. Olíufélagiö h.f. var stofnað. Samstarf þeirra aðila sem tóku höndum saman 1946 á þessu sviði hefur tekizt vel. Olíufélagið annaðist 45% inn- flutnings olluþarfar lands- manna. Þar að auki hefir félag- ið veruleg viðskipti við Banda- rikjamenn vegna starfsemi þeirra hér á landi. Ollufélagið hefir lagt á það rlka áherzlu að koma upp myndarlegum birgðarstöðvum og sölukerfi, sem gæti örugg- lega sinnt þörfum landsbyggð- arinnar. 1 þvi efni hefir ekki verið spurt um hagnað heldur þörf. Það er ekki áformað að rekja hér sögu eöa ræða ýtarlega um Oliufélagið. Til þess gefast sjálfsagt önnur tilefni. Þó verður hér minnzt á tvo þætti og lauslega skoðaö hvort sam- vinnuhreyfingin hafi lagt út á villigötu með forgöngu sinni um stofnun og aðildað Oliufélaginu h.f. Bandarikjaviðskipti Oliufélagið hefir öðru hverju orðið fyrir stórskotaliðsárásum úr austurátt vegna þess að það hefir vðskipti við Bandarikja- menn. Þjóðviljinn hefir stund- um talið sig i vigstöðu til að skjóta föstum skotum að sam- vinnuhreyfingunni af þessu til- efni. Nú er þess fyrst að geta að Bandarikjamenn dveljast hér samkvæmt sérstöku samkomu- lagi sem á vissan hátt má rekja til þess tima þegar Rússar, Bretar og Bandarikjamenn sneru bökum saman i striði gegn nazistum og þeirra banda- mönnum. I öður lagi hefir Ollu- félagiðekki fengið nein viðskipti ásilfurfati. Við þann aðila hefir verið samið, sem bezt kjör hefir boðið og hafa þá verið með i leiknum erlend fyrirtæki rétt eins og útlendir verktakar keppa um framkvæmdir fyrir okkur á móti innlendur aðilum. En Olíufélagið hefir jafnan verið lægstbjóðandi og þó séð fyrir slnum hlut. Ætli það sé annars mjög ámælisvert af Oliufélaginu að eiga viðskipti við Bandarikja- menn? Er máske stórhættulegt að eiga viöskipti viö þessi svo- kölluðu stórveldi? Við höfum um margra ára bil keypt nær alla okkar oliu af Rússum. Ekki hefir það komið að sök svo vitað sé, og ekki hefir Oliufélagið verið skammað fyrir þátt sinn i þeim viðskiptum. En hvað er annars^um við- skiptin við Bandarikin í heild að segja? Er það ekki rangt af samvinnumönnum að beina við- skiptum i þá átt? Bandarikin eru okkar bezta viðskiptaland. Þau kaupa meg- inhluta freðfisksframleiðslu okkar. Þau borga hærra verð en annars staðar er fáanlegt. Fisk- ur sem þangað fer er þannig unninn ogpakkaður, að atvinna við þá framleiðslu er meiri en við meginhluta þess sem selt er til Evrópu. Okkur myndi bregða i brún ef freðfiskmarkaður i Bandarikj- unum bilaði. Hætt er við að þá myndi þykja þröngt fyrir dyr- um. Eðlileg verzlun og viðskipti við Bandarikin er einn þyðing- armesti þátturinn i utanrikis- viðskiptum íkkar, sem við eig- um að sinna af alúö án fordóma. Hér hefur verið rifjað upp hver voru tildrög stofnunar Oliufé- lagsins og hvernig að var stað- ið. Það liggur ljóst fyrir, að starfsemi Oliufélagsins er um- fangsmikil og hagur þess traustur. Tekizt hefir að koma á góðu sölu- og flutningakerfi á landi og sjó. Byggð hafa verið myndarleg mannvirki sem lögð eru I lófa framtiðarinnar. Hlutur samvinnuhreyfingar- innar i Oliufélaginu mun vera um 72 prósent af heildarhluta- fé þess. Bæjarfélög, oliusamlög, togarafélög og önnursamtök út- vegsmanna eiga 23 prósent og einstaklingar um 5 prósent af hlutafénu. Þeim aðilum, sem til sam- starfe efndu 1946 um innflutning og sölu á oliu, hefir farnazt vel. Með traustri samstöðu og sam- vinnu hefur tekizt að ná þvi marki, sem að var stefnt i upp- hafi og vel það. 1 stað þess að una þvi hlutskipti, að vera öör- um háður,hefir tekizt að byggja Oliufélagið upp og það Sam- vinnuhlutafélag gegnir þýðing- armiklu hlutverki á sinu sviöi. Samvinnumaður. Neyðin kennir naktri konu að Svo segir máltækiö. Ýmislegt bendir til þess aö sllk neyð sé nú svo aöþrengjandi, að þjóðin verði að taka sig alvarlega á. Búa betur aö sinu, hagræða mörgu, sem kastazt hefur til og farið úr skorðum á siglingunni undanfarið og veldur varhuga- verðri slagsiöu og skemmdum á farkostinum. Einfalda verður marga hluti, sem hlaðið hafa ut- an á sig og margfaldazt, og valda nú vandræöum og hættu, eins og ising á farkostum lofts og lagar. Hjá þvl verður ekki öllu lengra komizt aö horfa opnum augum á rikjandi ástand. Þjóðin veröur að taka á sig þá kvöð að setja kröfum slnum og llfsmáta skynsamleg og viöráðanleg tak- mörk. Það lifir hvort sem er enginn til lengdar á blekking- unni einni saman. Orð ogathafnirrima vel, en of ofthefur svofarið, að athafnirn- ar hafa helzt úrlestinni og orðin ein látin nægja. En þau hafa reynzt innihaldslltill söngur, oft nánast gaspur eitt og vaðall. Eru þar utandagskrárumræður I sameinuðu þingi gott dæmi, en lltt eftirbreytilegt. Og nú er enn einu sinni farið að raða orðum til atlögu við verðbólgudrauginn, sem allir eru sammála um, að sé aðal- meinvætturinn.Og lausnarorðin eru fundin : — þessi: Þaö þarf að spara. Að vlsu þarf ekki mikla innsýn i málið til þess að sú hugsun láti á sér kræla. Þegar stórum meira er eytt en aflað er, hlýtursparnaður að veraeitt eðlilegasta bjargráðið og það fyrsta, sem gripið er til. Og það þarf að spara mikiö og spara viöa. En jafnframt verður með öllum tiltækum ráðum, að vinna markvisst að þvi aö auka fram- leiðslu þjóðarinnar, nyta vinnu- aflið sem bezt, til arðbærra starfa, en afleggja margs konar óarðbært milliliðadútl. Þrátt fyrir sýnilega ytri velsæld verð- ur ekki umflúinsú óhugnanlega og kalda staðreynd, að þjóðin er á flæðiskeri stödd. Það kann ekki góöri lukku aö stýra, þegar þjóðin, ár eftir ár, eyðir meiru en hún aflar. Skuldafjötrar eru frelsi og fullveldi þjóðarinnar hættulegt. Það væri kaldhæðni örlaganna, ef Islendingar glutr- uðu niður sjálfstæði sinu öðru sinni.ekki vegna eymdar kjara, eða ofrikis erlendra kúgara, heldur vegna þess að flotið væri sofandi að feigðarósi, vegna sælli'fis og andvaraleysis lands- lýðsins, sem kann sér ekki hóf. Vonandi sjáum við fótum okkar spinna full forráð, og látum verkin fylgja oröum um sparnaö og aðrar athafnir.tilheiUa landi og lýð. En þá veröur að strengja klóna og sigla snarpan beitivind á lygnari sjó, meðan gert er sjó- klárt að nýju, skipið ausið, og ýmsu ónauðsynlegu dóti — sið- um og venjum — kastað fyrir róða. Áhöfnina þarf að endur- hæfa svo aö hver starfsfús hönd geri fullt gagn og hver þegn standi trúr i sinni stöðu, svo ekki þurfi framar að óttast mistök og handvömm, jafnvel þótt á móti blási. — JKr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.