Tíminn - 28.02.1978, Side 24

Tíminn - 28.02.1978, Side 24
Ífcwwí ( 18-300 Þriðjudagur 28. febrúar 1978 Auglýsingadeild Tímans. Ökukennsla Greiöslukjör Gunnar Jónasson Sími 40-69 TRÉSMIDJAN MBIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMl: 86822 HU H Sýrö eík er sígild eign Akureyri: Sjómenn, verzlunar- menn og Iðjufélagar ætla að vinna — boöaða verkfallsdaga FI— Eftir þvfsem bezt er vitað munu margir Akureyringar ekki fara i verkfall 1. og 2. marz n.k. Þetta kom fram i samtali við Jón Ingimarsson formann Iðju félags verksmiðjufólks á Akureyri i gær. Minnkandi atvinna, uppsagnir og litil sem engin yfirvinna eru ástæðurnar fyrir þvi að menn leggja ekki út i skæruverkföll. Astæðurnar eru þannig hjá okk- ur nú, sagði Jón, að fólk vill ekki fara út i átök, enda þótt það vilji berjást gegn aðgerðum rikis- stjórnarinnar á löglegan hátt. Ég held ég megi segja, að sjómenn, verzlunarfólk og félags- menn i Iðju haldi áfram vinnu sinni boðaða skæruverkfallsdaga. Jón Helgason formaður Verka- lýðsfélagsins Einingar á Akur- eyri sagðist engu vilja spá um þátttöku, en vonaðist til að fólk tæki undir hvatningu Einingar og legði niður vinnu. — Við þóttumst hafa gert nokk- uð örugga kjarasamningá, sagði Jón, en svo reyndist ekki vera og höfum við nú velt boltanum yfir til fólksins. En það er erfitt að ná til fólks þótt verið sé að halda fundi. Við i forystunni skirskotum til hvers og eins og biðum átekta, sagði Jón Helgason að lokum. Langferða- bifreið teppt í Skálafelli — snjóbílar urðu að flytja fólk úr fellinu ESE— A sunnudaginn varð lang- ferðabifreiö innlyksa við skiða- skálann i Skálafelli. Bifreiðin var þar þeirra erinda að ná i skiða- fólk frá KR, en sökum óveðurs og slæmrar færðar tókst ekki að komast frá skálanum. Fólkið varð að láta fyrir berast i skálan- um aðfaranótt mánudags, en i gær fluttu snjóbilar sldðamenn- ina niður að Seljabrekku i Mos- fellssveit, þar sem önnur bifreið tók við þeim og flutti þá til Reykjavikur. Mikil ófærð norðanlands — viða ófært og skólahald liggur niðri ESE — Skólarvlðaá Norðurlandi vorulokaðir i gær vegna óveðurs. Mikil snjókoma var alla helgina og veður allt hið versta. Ofært var til ólafsf jarðar, og aðeins stórum bilum var fært til Akureyrar. Flestir af minni bátum voru ekki ásjóogallarsamgönguri algjöru lágmarki. Meðal þeirra skóla sem kennsla féll niður i voru grunnskólarnir á Hvammstanga, Blönduósi, Olafs- firði, Dalvik og að Laugabakka. Krakkarnir verða sjálfsagt fegnir að fá frf á miðvikudag og fimmtudag I skólum, og skeyta engu um það, þótt pyngja kennarans léttist eitthvað. VerkfaHsandi mjög misjafn hjá kennurum en nýfallinn úrskurður kjaranefndar veldur kurri FI — Akafiega erfitt er að segja um það hvort kennarar leggi al- mennt niöur vinnu 1. og 2. marz svo notuð séu orð Guðna Jóns- sonar eins af trúnaðarráðs- mönnum Sambands isl. barna- kennara i samtali við Timann i gær, en i gærmorgun afhenti SIB trúnaðarmönnum kennara- félaganna á Stór-Reykjavíkur- svæðinu úrskurð kjaranefndar frá þvi sl. föstudag ásamt áliti fulltrúaráðs á þessum úrskurði. t þessum dómsúrskurði er m.a. kveðið á um, að menntamála- ráðuneytið meti próf og nám kennara til stiga og raði þeim i launaflokka eftir þvi. Allir sem eru með kennararéttindi fara I byrjun i 13. launaflokk. Aftur á móti fá þeir sem búnir cru að vinna I 10-15 ár ekkert aukalega fyrir sinn starfsaldur og fara I 13. launaflokk eins og hinir sem eru að byrja. Er mikill hiti I kennurum út af þessu ákvæði. 1 öllum skólum þinguðu kennarar um úrskurð kjara- nefndar og fyrirhugaða þátttöku i skæruverkfalli á fundum I gær og voru þessir fundir undir- búningur undir stóran sam- eiginlegan kennarafund allra kennarasambandanna fjögurra á barnaskóla-, framhaldsskóla,- menntaskóla-, og háskólastig- um, sem haldinn var i Sigtúni kl. 20:30 i gærkvöldi. Við hringdum á nokkrar kennarastofur i Reykjavik og i Kópavogi um miðbik dagsins i gær og reyndum að fiska eftir verkfallsandanum þar. Höfðum við reyndar einnig samband við Reykholtsskóla i Borgarfirði. t Árbæjarskóla kvað Pálina Gunnarsdóttir mjög skiptar skoðanir um verkfall og kvað hún mörgum finnast það varla borga sig að fara i skæruverk- fall og láta draga af sér tvöfalt kaup fyrir bragðið. 1 Kársnesskóla við Skólagerði i Kópavogi sagði Jóhann Stefánssonaðallir væruá þvi að fara i þetta verkfall en sjálfur kvaðst hann ekki halda að slikar • aðgerðir hefðu mikið að segja. Tekjutapið þessa tvo daga væri l/ll af máhaðarlaunum, og taldi hann tapið nú þegar farið i gegnum Skýrsluvélar. t Menntaskólanum við Hamrahlið varð Heimir Pálsson fyrir svörum og kvaðst hann spá góðri þátttöku þar i skóla, ef dæma mætti eftir öðrum um- brotatimum. Annars lægju eng- ar yfirlýsingar þar um og verk- fallið yrði hver og einn að gera upp við sig. Kristófer Kristinsson i Reyk- holtsskóla I Borgarfirði sagði að verkfall hefði ekki verið rætt sérstaklega. — Við teljum okkur ekki geta farið i verkfall enda þótt málstaðurinn sé góður. Börnin hér eru viðs vegar að sum alla leið austan af fjörðum og væri ábyrgðarlaust að yfir- gefa þau. Hvað sem öllu liður þá verða kennarar að gera það upp við sig nú fyrir hádegi hvort þeir ælla að leggja niður vinnu miðvikudag og fimmtudag svo að nemendur þeirra komi ekki fýluferð i skólann. Halldór E. Sigurðsson. Alexander Stefánsson. Dagbjört Höskuldsdóttir Steinþór Þorsteinsson. Jón Sveinsson. Framboð á Vesturlandi J S— Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Vesturlandi hélt ársþing sitt sl. laugardag i Samkomuhúsinu i Borgarnesi. A þinginu var framboðslisti Fram- sóknarflokksins við Alþingiskosn- ingarnar I Vesturlandskjördæmi nú á sumri komanda samykktur. Þessir skipa framboðslista Framsóknarflokksins i Vestur- landskjördæmi: 1. Halldór E. Sigurðsson, ráð- herra Borgarnesi 2. Alexander Stefánsson, oddviti, Ölafsvik 3. Dagbjört Höskuldsdóttir, skrifstofumaður, Stykkis- hólmi 4. Steinþór Þorstemsson, kaup- félagstjóri, Búðardal 5. Jón Sveinsson, dómarafulltrúi, Akranesi 6. Sr. Jón Einarsson, prófastur, Saubæ á Hvalfjarðarströnd. 7. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkr- unarfræðingur, Akranesi 8. Gisli Karlsson, yfirkennari, Hvanneyri. 9. Davið Aðalsteinsson, bóndi, Arnbjargarlæk, Mýrasýslu 10. Ásgeir Bjarnason, forseti Alþingis, Asgarði, Dalasýslu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.