Tíminn - 28.02.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.02.1978, Blaðsíða 6
6 Þriöjudagur 28. febrúar 1978 Tillaga Gunnars Sveinssonar og Ingvars Gíslasonar: Ríkisstjórnin beinn aðili að kj ar asamningum — mundi leiða til raunhæfra kjarabóta og jöfnunar A fimmtudag i siöustu viku mælti Gunnar Sveinsson (F) fyrir þingsályktunartillögu um aöild rikisins að kjarasamningum vinnumarkaðarins sem hann flyt- ur ásamt Ingvari Gislasyni (F). Tillagan hijóöar svo: „Alþingi áiyktar að fela félagsmálaráö- herra, að undirbúa í samráöi viö aöila vinnumarkaðarins frum- varp til laga, er feli I sér aö rikis- stjórnin sé á hverjum tlma virkur aöili aö heildarkjarasamningi um kaup og kjör i landinu ásamt aöil- um vinnumarkaöarms”. Gunnar Sveinsson sagði m.a. i upphafi ræðu sinnar: „Eins og öllum alþingismönn- um er kunnugt hafa farið fram hér að undanförnu, bæði á alþingi og annars staðar, miklar umræð- ur um samninga vinnumarkað- arins og á hvern hátt þéim væri bezt fyrir komið. Þeir sem hafa lifað og hrærzt i starfi i sambandi við stéttarfélög, samvinnufélög, verkalýðsfélög og launþegasam- tök svo að segja frá þvi að þeir komust á legg, hafa náttúrlega oft hugleitt á hvern hátt þessum samningum væri bezt fyrir kom- iö, og ég ætla aðeins hér i byrjun máls mins að gera svolitla grein fyrir þvi, hvernig starfsmaður i samvinnufélagi litur á þessa samningagerð, því aö mér finnst, að það sé svolitið innilegg I þetta mál, þegarþaðer rætt frágrunni. Afstaða samvinnufélaga Hvað viðvikur forstöðu- mönnum fyrir samvinnufélagi, þá litur málið þannig út, að i einu stóru samvinnufélagi kjósa félgs- menn þess samvinnufélags stjórn fyrir félagið, sú stjórn ræður aftur framkvæmdastjóra og hans fyrirmæli, sem hann fær frá þeirri stjórn, eru fyrst og fremst þau að reka fyrirtækið á sem hag- kvæmastan hátt, hafa lágt vöru- verð, skila hagnaði til uppbygg- ingar fyrir félagið og til endur- greiðslu til félagsmanna. Um kaupgreiðslur er ekki beinlinis rætt, en reiknað með að þær séu greiddar á þeim samningum, sem gilda á hverjum tima. Þessir forystumenn samvinnufélaga koma svo siöar jafnframt sem forystumenn fyrir launþegasam- tökum og gera kaupkröfur á þessi samvinnifélög,og þá veröur þessi gullni meðalvegur, sem þessir forystumenn fyrir samvinnu- félögunum fara, oft vandrataöur. Það er þvi oft ekki sársaukalaust fyrir þessa forystumenn, aö einmitt þeir menn i launþegastétt sem eru hvoru tveggja, for- göngumenn fyrir launþegum og forgöngumenn fyrir samvinnu- félögum, vilja oft ásaka þessa forystumenn fyrir ónóga sann- girni, þegar til samninga kemur. Frjálst markaðskerfi En svo við vikjum nánar aö þessari tillögu, þá er eins og fram kemur I henni hér um mikla breytingu að ræða frá þvl sem verið hefur. Ég tel, aö ég þurfi ekki að lýsa þvi, hvernig samn- ingagerðir hafa farið fram að undanförnu, það þekkjum við all- ir of vel til þess að ég þurfi aö vera að skýra það. En á hverju byggist þessi aðferð eða þessi til- högun, sem við höfum notað? Hún byggist fyrst og fremst á frjálsu markaðskerfi, að framboð og eftirspurn ráði markaðnum, bæöi vinnumarkaðnum og fjármagns- markaðnum. Taliö er, að rétt sé aö rikisvaldið hafi sem minnst áhrif á gerð kjarasamninga. Hins vegar á rikisvaldið að gripa inn i, ef um stórfellda framleiðslu- stöðvun er að ræða eða stórfellt atvinnuleysi. Hið frjálsa mark- aðskerfi á að sjá um afganginn. Verkföll eiga aö geta staöiö eins lengi og þörf er á og atvinnu- rekendur eiga helzt ekki að vera mjög mannlegir, heldur fyrst og fremst að vera peningamenn, sem sjá um að semja ekki fram yfir þaö, sem geta fyrirtækisins leyfir. Og þegar verkbönn og verkföll hafa staðið til skiptis það lengi, að atvinnurekandinn er kominn á kaldan klaka og vinnu- þiggjendur eiga ekki málungi matar, þá virðist sem timi sé kominn til að semja eftir þessu kerfi, sem viö höfum farið eftir. En spurningin er, höfum við fariö eftir þessukerfi? Þvivil ég svara neitandi. Við höfum að mestu leyti hafnað hinu frjálsa mark- aöskerfi. Ég tel, að þvi hafi verið hafnað fyrir 1920 og þessi þróun í átt frá frjálsu markaðskerfi hefur veriö að aukast ár frá ári. Trygg- ingarlöggjöfin, afuröasölulög- gjöfin, öll vinnulöggjöf og að nokkru leyti fræðslu- og heilbrigðislöggjöfin, er settar hafa verið á siðari árum, hafa staöizt það betur og betur, að við höfum afneitað hinu frjdlsa markaðskerfi að stórum hluta. Allir flokkar og rikisstjórnir hafa verið sama sinnis að mestu leyti, og þó að einstakir hópar innan vissra flokka hafirekið upp óp viö og við um að þeir vildu báknið burt, þá hefur i sjálfu sér engin meining verið á bak við það. Orsökin er sú, að þrátt fyrir kosti, er meðmælendur hins frjálsa markaðskerfis hafa talið fylgja þvi, svo sem meiri hagvöxtur og þar af leiðandi meiri peningar, betra húsnæði og betri lifs- skilyrði, hafa menn oröið sam- mála um það aö fórna fjárhags- legum atvinnuávinningi af hag- vexti fyrir önnur lifsgæöi, sem menn telja verðmeiri, og á þetta sérstaklega við á seinni timum, þar sem menn hafa tekið um- hverfið, samhjálpina, trygging- una og heilsugæzluna og menntun til allra þjóöfélagsþegna fram yf- ir meiri hagvöxt.” . Samningsgerð á vinnumarkaði óbreytt Gunnar benti siðan á, að samn- ingsgerðin á vinnumarkaðnum hefði ekkert breytzt, og enn væri talið sjálfsagt að láta lögmál frjáls markaðskerfis ráða þar ferðinni. Slikt gæti þó varla stað- izt og vafalaust væri búið að breyta þessu hér ef fordæmi væru finnanleg t.d. á Noröurlöndum. Hann sagði siðan: „En litum lauslega á það, sem er að gerast i öðrum löndum i sambandi við Gunnar Sveinsson Ingvar Gislason þetta t.d. Astraliu. Það er þetta riki sem aö mestu leyti ákveður kaupið fyrir eitt ár i einu og i litlu samráði við verkalýöshreyfingu, þar sem hún er ekki mjög sterk. I Kanada er það fyrst og fremst upplýsingastofnun, sem gefur til- kynningu um, hvaö eðlilegt sé að kaupið hækki mikiö og almenn- ingsálitið heldur þvi innan þeirra marka þannig að um óeðlilegar kauphækkanir einstakra stétta veröur ekki að ræöa og þvi ekki röskun á hinum almenna mark- aði, þannig aö hægt er að halda þessu innan þess ramma, sem rikisvaldið á hverjum tima álitur eðlilegt.” Geröi Gunnar siðan grein fyrir ástandinu i þessum efnum á Norðurlöndunum þar sem þrýst- ingur rikisvaldsins á hin sterku alþýðusamtök ræður miklu um samningsgeröina. Eins væru afskipti rikisstjórnarinnar i Bretlandi vaxandi og hið gamla samningskerfi i landi vöggu verkalýðshreyfingarinnar væri næralfariðgengiðsértil húöar. Þá benti Gunnar á sérstöðu Islands og minnti á, að þau lönd er að ofangreinirog ganga út frá frjálsu markaðskerfi, gangi ennfremur út frá eðlilegu at- vinnuleysi eða 4—6%. Þessu sé alls ekki svo farið hér og hafi verðbólguvandinn stundum verið skýröur meö hliðsjón af þvi hversu atvinnuleysi hefur verið hér litið. Ennfremur hefðu íslendingar sérstöðu að þvi leyti hversu fámennir þeir væru og einnig mætti benda á aö hér væri hér enginn og þvi mun veikara framkvæmdavald. Benti hann i þvi sambandi á neyðarúrræði brezku verkamannastjórnarinn- ar núverandi, þ.e. að beita her- valdi til að halda ákveðnum þrýstihópum innan vissra marka. Gunnar rakti siðan þróun þess- ara mála hér á landi og umræður um aðgerðir til að takmarka áhrif frjálsa markaðskerfisins i launa- málum, m.a. tillögur á þingi um hámarkslaun og margvisleg lög um kjör launþeganna. Niður- staðan sagði hann að væri sú að hvort sem mönnum likaði betur eða verr semdi stór hluti launa- fólks beint eða óbeint við rikis- valdið i óteljandi efnum. Þá benti Gunnar á að atvinnurekendur hafi i flestum tilvikum vitað að þeir væru að semja um meira en þeir gætu staðið við og i þvi efni aöeins treyst á að rikisvaldið gripi i taumana og að sjálfsögöu væru verðbólguáhrifin af þessum vinnubrögðum veruleg. „Viö flutningsmenn” sagöi Gunnar, „teljum að með almennri þátttöku rikisvaldsins i samningagerð og raunhæfum áhrifum á samningagerðina muni vinnast i fyrsta lagi samræming launataxta, sem er geysilega stórt atriöi i þessu máli.” Hann benti á hversu litið ASI miðaði i láglaunastefnu sinni og sagðist telja að tilkoma rikisvaldsins gæti mikið úr þessu bætt eins og raunar hefði margsýnt sig í aðgerðum hennar i efnahagsmál- um. Uppgjöf atvinnurekenda Undir lok ræðu sinnar sagði Gunnar: „Annar kostur við það, aö ríkið sé virkur aöili að heildar- samningum eru skattar og mörk um það hvað verið er að semja um og við hverja er verið að semja.Éggatumþaðhér áðan að i mörgum undanförnum samn- ingum milli aðila vinnumarkað- arins hafa þessi mörk ekki komið nógu skýrt fram. Forystumenn launþegasamtakanna hafa túlkað viösemjendur sina sem hina raunverulegu viðsemjendur, er sætu yfir þvi fjármagni að þeir gætu auöveldlega greitt hærra kaup, ekki aðeins i krónum heldur hærri rauntekjum, hækkað kaup hefði þvi ekki áhrif til hækkunar verðlags og þar með verðbólgu- aukningar. Raunveruleikinn er allt annar og þaö sannar bezt sú skýrsla um verðbólguvandann, sem hér hefur verið dreift, að frá árinu 1960 til ársins i ár hefur að meðaltali verið um 20% kauphækkun á ári, en rauntekjur hafa aöeins aukizt um 2%. Afleiðingin hefur verið aukin verðbólga og raunverulegar kjarabætur sáralitlar. *Ég tel að raunveruleikinn sé sá, að at- vinnurekendur hafi gefizt upp á að hamla gegn kauphækkunum, og þaö er i sjálfu sér ósköp skilj- anlegt. Það er óvinsælt, og at- vinnurekendur vita það af fyrri reynslu, að rikisvaldið mun hlaupa undir bagga ef illa gengur ogbætauppþaö, sem á vantar. Ég tel þvi, eða við flutnings- menn teljum þvi,að það sé nauö- synlegt aö rikisvaldið sé virkari aðili að samningagerðinni og segi viðsemjendum, hvað viðkomandi samningsgerð hafi i för með sér. Meö núverandi hagstjórnartækj- um ætti slikt ekki að verða erfitt.” Þá rakti Gunnar fyrirkomulag slikra samninga nánar og benti alþingi t.d. á að eðlilegast væri að fela sérstakri stofriun að vinna úr og gefa upplýsingar um hvað raun- verulega væri hægt að borga við viðkomandi aðstæður og hvar verðbólgan komi raunverulega inn i dæmið. „Hvenær kemur þú Sovét-ísland?” Jón G. Sólnes (S) tók næstur til máls og mælti gegn tillögunni og sagði að með samþykkt hennar sýndist sér það einungis litiifjör- legt framkvæmdaratriði að setja á stofn Sovét-lsland hér hjá okk- ur. Hann kvaðst vilja taka það skýrt fram og lýsa þeirri skoðun sinni að afskipti hins opinbera i sambandi við samninga og vinnu- deilur hafi undanfarið verið of mikil og beinlinis skaðleg. „Ég hef þá lifsskoðun,” sagði JónG. Sólnes, „að ef menn ráðast út i atvinnurekstur, þá geri þeir þaþfyrstog fremst sjálfum sér til framdráttar, það. sé frumhvötin, og ég er stuðningsmaður þess aö menn fái að njóta ávaxtanna af sinustarfi. Envið skulum þá lika láta þá sjálfa bera erfiðleikana og afleiðingarnar af þvi ef illa gengur'.” Karvel Pálmason (SFV)sagði m.a. i ræðu sem hann hélt: „Ég skal segja það strax sem mina skoðun að ég er andvigur þvi að rikisvaldið verði frekar en orðið er flækt i þátttöku við samninga- gerð. Að minu viti hefur það form sem gilt hefur nokkur undanfarin ár með meiri og minni aðild stjórnvaldaaðsamningsgerð gert aíla samninga það flókna að ég hugsa að mikill meirihluti laun- þega i landinu hafi i raun og veru ekki haft um það vitneskju hvað hin einstöku ákvæði samninga sem að rikisvaldinu sneru hefðu i raun og veru inni að halda laun- þegum til hagsbóta. Min skoðun er sú að það eigi fremur að snúa þessu við og einfalda samninga- gerðina og það eigi I orösins fyllstu merkingu aö gera atvinnu- rekendur ábyrga fyrir sinum gerðum við samningsborðið og aö sjálfsögðu auðvitað og ekki siður hæstvirta rikisstjórn hver sem hún er, þegar hún hefur afskipti af þessum málefnum eins og raun ber vitni.” Jóhannes Arnason (S) tók næstur til máls og kvaöst álita að flutningsmenn hefðu ekki gert sér fulla grein fyrir öllum þeim af- leiðingum sem leiða mundi af samþykkt þingsályktunartillögu þessarar. Hann kvaðst telja að rikisvaldið hefði nóg með samninga við sina eigin starfs- menn að gera, þó að ekki bættist viö full ábyrgð á framkvæmd kjarasamninga hins frjálsa vinnumarkaðar eins og þar væri um eigin starfsmenn rikisins að ræða. Stefán Jónsson (Abl) tók næstur til máls og skulu hér til- færð niðurlagsorð ræðu hans: „Að þvi hefur krókurinn beygzt öll þessi ár sem liöin eru siöan ég fór að fylgjast meö islenzkum at- vinnumálum og til þessa dags og þó örast nú siðustu 4 árin að at- vinnurekendur geta skákað i skjóli þess að ráða rikisvaldinu með tilstyrk meiri hluta hátt- virtra þingmanna meö tilstyrk jafn ágætra manna gáfaðra og velviljaðra eins og hæstvirtra flutningsmanna þessarar ágætu þingsályktunartillögu, sem vissu- lega eru I kompanii við aðra ágæta þingmenn eins og t.d. hátt- virtan þingmann Jón Sólnes en i sameinuðu þessu valdi geta at- vinnurekendur skákað þegar þeir gera kjarasamninga sem þeir ætla sér að láta legáta sina brjóta. Ég skil sjónarmið hátt- virts þingmanns Jóns Sólness Framhald á bls. 19. Athugasemd frá Olafi Jóhannessyni vegna fyrirspurnar Ágústs Sigurðssonar 1 Timanum 17. þ.m., birtist svar frá mér við fyrirspurnum Agústs Sigurðssonar. 1 2. lið var áætlað útsöluverð á tó- mötum og öðru nýju græn- meti. í tölunum um áætlað út- söluverð var ekki reiknaö með hinum háa tolli, 70%, sem nú er á þessum vörum, en e.t.v. ætti að taka hann með i dæm- iö. Sé það gert má áætla út- söluverð þessara vörutegunda 1977, sem hér segir: Tómatar kr. 33.1millj Annað nýttgrænm. kr. 178.7 millj Mér finnst rétt, aö þessi at- hugasemd komi fram. Ólafur J óhannesson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.