Tíminn - 28.02.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.02.1978, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 28. febrúar 1978 15 Kennmgm: Að vita ekkert — sjá ekkert Helzti formælandi fyrir- myndarrikisins á Islajidi i dag er Lúövik nokkur Jósepsson. Þessi Alþýðubandalagshetja sem enn hefur ekki gleymt útópiunni þvert ofan i allar samþykktir Alþýðubanda- lagsþinga, hefur að undan- förnu, bæði á þingi og i fjöl- miðlum, vaðið uppi með ein- faldar lausnir á öllum hugsan- legum vanda þjóðarskút- unnar. I hverju orði hefur Lúlli gamli skilið eftir sig gap- andi hagfræðinga, heillaða rekstrarfræðinga. Hvarvetna er spurt: Er þetta satt, fær kenningin staðizt? Að visu er ekki alveg ljóst út frá hvaða lögmálum Lúlli gamli gengur i kenningum sinum.'Það verður þó að telj- ast liklegt að bókstafur Marx gamla liggi að baki kenningarsmiðinni, sem sé að i fyrirmyndarrikinu fær hver eftir þörfum og margsannað lögmál skortsins fær þar ekki við neitt ráöið. Enginn vandi En hver er svo kenning karlsins (Lúlla, að segja)? Jú, fyrir nú utan að rikisstjórnin er bráöónýt við að leysa vandann — ja, þá er tæpast nokkurn vanda aö leysa. Rekstraröröugleika fyrir- tækja ber einfaldlega að leysa með aukinni skattheimtu af sömu fyrirtækjum. Gengis- felling er vitaónauðsynleg. Auðvitað á aö jafna óhag- stæðan viðskiptajöfnuð viö út- lönd með lækkun vöruverðs. Hvað segir sig nú eins sjálft??? Og þessi vaxtahækk- unarpólitik. Það er hún, segir Lúlli, sem er að setja fyrir- tækin á hausinn. Vextirnir eiga að vera lágir, nema vextirá lánum sem vitað erað fara til myndunar verðbólgu- arðs. Stjómarandstöðulág- kúra Er ekki kominn timi til að þjóðin hætti að liða umbjóö- endum sinum i hæstu stofnun landsins, sjálfu Alþingi, að vaða uppi með ábyrgðarlaust þvaður? Eða hvenær ætlar þessi þjóð að gera þá kröfu til stjórnarandstöðu hverju sinni aö hún haldi uppi málefnalegri gagnrýniog sýni ábyrgð gagn- vart þjóðarhag þegar til mikilvægrar ákvarðanatöku kemur? Þarf að minna sér- staklega á afglöp Sjálfstæðis- flokksins, þegar á miðju ári 1974 var til umræðu á þingi <Sfnahagsfrum varp sem miðaði að lausn mikils fyrir- sjáanlegs vanda? Heföi stærsti flokkur landsins, Sjálf- stæðisflokkurinn, þá sýnt heila brú f verki og haft ábyrga afstöðu, væri tvimælalaust betur settur þjóðarhagur. En þennan ábyrgðarlausa skolla- leik er stjórnarandstaðan nú að endurtaka, eini munurinn er (að visu mikill) að þing- styrkur hennar nægir ekki til aö koma 1 veg fyrir framgang efnahagsfrumvarpsins. Það er kominn timi fyrir landsmenn aö hugleiða hverjir hafa gagnaö þeim bezt. Það eru ekki endilega þeir sem hæst hafa. Vilmundarhögg hafa skilið eftir fleiri ógróin sár en nokkurn tima árangur. Raunhæfar aðgerðir Efnahagsráðstafanir i dag eru nauðsyn. Vel að merkja er hér um skammtimalausn að ræða, og krafa þjóðarinnar hlýtur að vera að gerðar verði raunhæfar aðgerðir til að standa undir aukningu kaup- máttar i náinni framtið. En það þarf lika að fara að vinna og þingmenn verða að <sjá fleiri frumvörþ til endur- skoðunar og umbyltingar eldri laga en frá dómsmálaráðu- neytinu einu. Þvi er ekki að neita að við búum i verðbólguþjóðfélagi þar sem þau fyrirtæki eiga bágast sem mest leggja til þjóðarframleiðslunnar. Veltu- skatturinn hans Lúðviks er húmbúkk og raunar stór- hættulegur þar sem svindlið liggur hjá þeim fyrirtækjum sem geta faliö veltuna. Vaxta- kenningin er húmbúkk, einf- aldlega vegna þess að nær allur arður á Islandi i dag er verðbólgugróði, sem síöan veltur til hæpinna fjárfest- inga. Ekki aðeins fyrirtækin, heldur einstaklingarnir lika, eru farnir að láta verðbólguna fjárfesta fyrir sig. Hugarfarsbreyting Hér þarf til að koma hugar- farsbreyting sem nái alla leið upp i þingsali og hvoru tveggja til stjórnar og stjórnarandstööu. Það þarf að endurskoða kerfið og þá fyrst og fremst skatta og fjármála- stýringuna. Verði þetta ekki gert heldur jólakaupæðið áfram og timburmennirnir á eftir þegar horfast þarf i augu við aö seðlarnir i höndum manns standa ekki undir áletruninni. Við skulum horfast i augu við skammtfmalausn nú, en við krefjumst aðgerða til að gera skammtfmalausnir óþarfar i framtiöinni eða þvi sem næst. KUBBUR CHEVROLET TRUCKS liotum tn solu: Tegund: Arg. Verð i þús. Volvo 144 grand luxe sjálfsk. '74 2.700 Toyota Celica '77 2.950 Scout 800 '69 850 Datsun 120 Y sjálfsk. '76 1.900 Opel Manta '77 2.900 Chevrol. Suburban m/framdr. '70 2.500 Morris Marina 4 ra dyra '74 900 Hanomag Henchel, ber4t '71 Tilboð Ch. Nova Concours2 dyra '76 3.850 Chevrolet Nova sjálf s. '74 1.850 Ch. Nova Custom '77 4.300 Volvo 144 de luxe '71 1.200 Skoda Pardus '76 1.050 Skoda 110 L '77 950 Ch. Laguna 2 d. skuldabr. '73 2.200 Mercedes Benzdisel '70 1.500 Peugeot diesel 504 '72 1.200 Scout 11 6 cyl beinsk. ‘74 2.400 Vauxhall Chevette '76 2.100 VW 1303 L.S. '73 890 Peugeot 504 L '74 Opel Record2d. '68 500 Vauxhall Viva '75 1.300 Chevrolet Nova '65 450 Datsun disel með vökvast. '71 1.100 Chevrolet Caþrice '74 2.900 Mercury Montego MX '73 2.300 Volvo 142 '74 2.300 Opel Rekord 1900 sjálfsk. '73 1.700 Ch. Nova Custom skuldabr. '74 2.000 Ch. Nova Concours '77 4.500 Ch. Nova 2ja dyra '71 1.400 Ch. Chevy Van '74 2.000 Samband Véladeild ÁRMÚLA 3 ■ SÍMI 38900 Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika i Háskólabiói n.k. fimmtu- dag, 2. marz kl. 20.30. Efnisskrá: Mozart — Leikhússtjórinn.forleikur. Bartok — Fiðlukonsert no. 2. Schubert — Sinfónia no. 9. Hljómsveitarstjóri: Adam Fischer. Einleikari: György Pauk. Aðgöngumiðar i bókaverzlunum Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal og við innganginn. Sinfóniuhljómsveit íslands. Söngskemmtun Ólafar K. Harðardóttur Sjöttu Háskólatónleikar vetrarins voru haldnir i Félags- stofnun stúdenta 25. febrúar. Þar söng Ólöf K. Harðardóttir ljóð við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur. A efnisskránni voru söngljóð eftir Franz Schu- bert (1797-1828) Hugo Wolf (1860-1903) Richard Strauss (1864-1949) Gustav Mahler (1860-1911) Sigfús Einarsson (1877-1939) og Sigvalda Kalda- lóns (1881-1946) Tónleikana sóttu á þriðja hundrað manns þvi þetta er fyrsta söngskemmt- un Ólafar siðan hún kom heim eftir ársdvöl i Austurriki. Há- skólatónleikarnir hafa hlotið stöðugan virðingarsess i hugum* listvina við Faxaflóa: og veður var hiö ákjósanlegasta til sam- komuhalds. Ólöf færðist mikið i fang með efnisskrá sinni þvi þarna voru saman komnir jöfrar söngljóös- ins með Schubert og Wolf i broddi fylkingar. Enda dró nokkuð af söngkonunni þegar á leið tónleikana en hún sótti sig á nýjan leik og lauk þeim með glæsibrag og tveimur aukalög- um eftir Schubert og Grieg. Enginn vafi er á þvi að Ólöf hefur lært mikið i Austurrikis- dvöl sinni en jafnframt á henni enn eftir að fara verulega fram á næstu árum — vér sem erum komnir á miðjan aldur leggjum jafnan mikla áherzlu á þann þroska sem árin færa. Rödd Ólafar hefur jafnan verið nokk- uð ójöfn: afar tær og hljómmikil hiö efra en missir talsvert hljóminn hið neðra. Þetta gæti hún jafnaö meö þvi að halda ögn aftur af sér á háum tónunum. Tónleikaskráin var meö full- komnu formi eins og endranær hjá Tónleikanefnd Háskólans þvi allir þýzku textarnir voru prentaðir en auk þess skýrði Ólöf i stuttu máli efni ljóðanna áður en hún söng þau. Að sjálf- sögðu voru öll þýzku ljóðin 14 að tölu um ástina fuglana og blóm- in. Af hinum prentuðu textum var það tvennt ljóst hverjum manni, að Ólöf ber þá mjög skýrt fram — og hafði lært þá alla utan að, sem i sjálfu sér er ekkert smámál — svo og hitt hve misvel lögin falla að textun- um. Þar er fyrsta ljóðið Gott im Fruhling við lag Schuberts i al- gerum sérflokki enda sagði mér lærður maöur að það væri oft tekið sem dæmi um ljóð og lag sem illa færu saman — það er þvi likast sem tónskáldið hafi ekki kunnaö orð i þýzku. Þá er og gaman á ljóðasöng- skemmtun sem þessari að fylgjast með þvi hversu undir- leikurinn fellur að textanum. Þar kemur tónskáldið auðvitað fyrst og fremst til sögu en jafn- framt ber undirleikaranum að hafa textann i huga i leik sinum eins og Moore konungur þeirra hefur lýst i bókum. Schubert tekst þetta t.d. vel i Auf dem Wasser zu singen, þar sem undirleikurinn minnir á öldufali og í Gretchen am Spinnrade þar sem pianóið leikur rokkinn.Og Hugo Wolf gerir krassandi stormhljóð i undirleiknum i Begegnung. En snúum okkur aftur að textunum. Flestir og þ.á.m. undirritaður eru þannig að þeir hlusta ekki á texta yfirleitt — bará lagiö. Kannski er þetta ein af varnarráðstöfunum likamans (en hugurinn er hluti af honum) gegn ytri eituráhrifum,hluti af eyrnarlokukerfinu svonefnda sem fræðimenn hafa sýnt fram á með óyggjandi rökum og viða- miklum tilraunum að tekur til starfa undir vissum kringum- stæðum: t.d. i kokkteilpartý- um, þegar stjórnmálamenn taka til máls o.s.frv. Og með þvi að meiri partur allra þeirra söngtexta sem dynja á eryum manna eru heimskulegur,leiðin- legur og illa ortur leir þá er llk- legt að huganum hafi lærzt að beita eyrnalokunum gegn öllum söngtextum, enda þarf þá ein- beitingar-átak til að opna aftur. En á ljóöasöngskemmtun er þetta auðvitað alveg ófært þvi eins og segir á einum staö: „I frambærilegu bókmenntaverki er ekki hægt að aöskilja efnið og formið. Það er meiningarlaust að tala um efni eða inntak ljóös: að útskýra það i lausu máli er ekki einasta villimannlegt heldur eyðileggur það hreinlega fingert og margslungið lista- verk. 1 listaverki er formið inni- haldið. Enginn getur neitað þvi að i tónlist rikir það ástand sem öll önnur listform verða að stefna að — það ástand að þaö er ekki hægtaðendursegja hana eða út- skýra á annan hátt hún er sjálf innihald sitt. Þegar málun og höggmyndalist urðu óhlutlæg og bókmenntir táknrænar eöa súrrealistiskar. voru þær að reyna að verða einsog tónlist- in.” velheppnað söngljóö er einmitt þetta: textinn og lagið eru eitt og söngljóöið er ófull- komið án beggja. Þetta skilur Tónleikanefnd Háskólans að sjálfsögðu manna bezt enda voru allir textar (aörir en is- lenzkiríkyrfilega prentaöir eins og áður sagöi. Þvi miður voru flest okkar svo vond i þýzku að þetta kom ekki nema aö hálfu gagni, en þar er við aöra að sak- ast. Islenzku ljóöin sem Ólöf söng voru Draumalandið (Sigfús Einarsson og Guðmundur Magnússon) Gigjan (S.E. og Be. Gröndal) Betlikerlingin (Sig- valdi Kaldalóns og Gestur Páls- son) Við sundiö (S.K. og Sigurður Sigurðsson) Þetta voru miklir timar framan af öldinni þegar hin ástsælu söngvatónskáld voru upp á sitt bezta enda bregzt það aldrei að hinir betri söngvar þeirra snerta hjörtu vor. Fór vel á þvi að þær Ólöf og Guðrún lykju ágætum tónleikum sinum meö þeim. 26.2 Sigurður Steinþórsson tónlist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.