Tíminn - 28.02.1978, Síða 10
10
Þriðjudagur 28. febrúar 1978
Augnæfingar til hj álpar nærsýnu fólki
Þegar bjallan hringir út eftir
aðra kennslulotu á morgni,
hlaupa börnin i grunnskólanum
i Tsiútaóvan i Peking ekki út til
að leika sér, heldur eru kyrr i
sætum sinum tilbúin að gera
augnæfingar, sem stuðla að þvi
að koma i veg fyrir að draga úr
nærsýni. begar útvarpstónlistin
hefst, byrja þau að gera fyrstu
hreyfingarnar i röð augnæfinga
— nudda meö gómum þumal-
fingra tvo aöskilda bletti milli
augnanna. Kennararnir ganga
um skólastofurnar og hjálpa
börnunum til að framkvæma
nuddið á réttan hátt.
Þannig segir i grein eftir Kin-
verjann Vei Ven.
Þetta augnanudd, sem fólgið
er i fimm atriðum framkvæmd-
um á tilteknum stöðum kringum
augun, örvar starfsemi tauga og
æða, er liggja að augunum,
auka blóðrásina kringum augun
og draga úr þreytu augnvöðv-
anna. Börnin gera nuddæfing-
arnar tvisvar, þrjár og hálfa
minútu i hvort sinn. Að þvi búnu
fara þau út á leikvöllinn og gera
liðkandi æfingar, fara i boltaleik
eða framkvæma létt hopp.
Reynslan i barnaskólanum i
Tsiútaóvan nokkur siðustu ár
sýnir, að með þvi að gera augn-
æfingar einu sinni eða tvisvar á
dag er hægt að bæta sjónina,
koma i veg fyrir að nærsýni
aukist og lagfæra galla, sem
leitt geta til þess, að nærsýni
aukist.
Hin tólf ára gamla Tsang
Húi'-ming hafði góða sjón fyrsta
ár sitt i skóla. En vegna þess
óvana hennar að lesa liggjandi
og við slæma birtu minnk-
aði sjónskerpa hennar á báð-
um augum niður i 0.6 og 0.7
árið 1973. Bekkjar-
kennari hennar tók eftir þessu,
hjálpaði telpunni til að finna or-
sökina aö þvi, að sjón hennar
versnandi, hvatti hana til að
stunda augnanudd af fullri al-
vöru, ráðlagði henni að sitja i
góöum stellingum og temja sér
góðar venjur við notkun augn-
anna Með þvi að fara að ráðum
kennara sins tók það telpuna að-
eins fáa mánuöi að bæta sjón
sina i 1.5,og hefur það haldizt til
þessa dags. Hún hefur nú gert
það að venju að endurtaka
augnæfingarnar, áður en hún
fer að sofa. Hún sagði: „Eftir
hverja augnæfingu liður mér vel
i augunum, og þau eru hvild, og
ég finn, að ég sé skýrar.”
Aður en teknar voru upp
augnæfingar i deild nr. 1 i þriðja
bekk grunnskólans i Tsianó-
junghsien-tröð, voru átta af hin-
Einn þáttur hinna kinversku augnæfinga, er Kínverjar telja,
að kotnið geti nærsýnu fólki að gagni.
um 27 nemendum nærsýnir. nudd hafði sjúklingunum fækk-
Eftir þriggja mánaða augna- að i fjóra. Eftir sex mánuði voru
aðeins tvö börn með gallaða
sjón.
Jafnframt þvi að beita augna-
nuddi sem ráði til að vernda
sjón nemendanna, gera skól-
arnir aðrar ráðstafanir i sama
skyni. Þar á meðal er góð lýsing
i skólastofum, það að venja
nemendur á réttar stellingar við
lestur og skrift og að skipta um
sæti með reglulegu millibili.
Börn, sem likur eru á, að geti
orðið nærsýn, fá sérstaka með-
ferð. Þau eru látin setja upp
300-diopter-gleraugu fyrir fjar-
sýna sjúklinga og horfa fram
fyrir sig út i fjarskann, svo að
þokan, sem þau sjá, hafi tilætluð
læknandi áhrif. Þetta gera
börnin um þriggja vikna tima
tvisvar á dag, að morgni og aft-
ur siðdegis i kennsluhléi, 15
minútur i hvort skipti.
Augnanudd sem fyrirbyggj-
andi meðferð gegn nærsýni hef-
ur verið þróað upp úr fornri kin-
verskri læknisfræði. í mörgum
hlutum Kina er breidd út notkun
á ýmsum kerfum augnanudds,
sem um handtök og nuddstaði
eruhvertöðru likaðmörgu leyti
og öll byggð á hefðbundinni kin-
verskri læknisfræöikenningu
um lffbaugana (brautir eða æð-
ar, sem blóð og lifsorka streym-
ir um).
Oddný Guðmundsdóttir:
HVAÐ ERU BLÖÐIN AÐ
NÖLDRA?
.Jón Hnefill Aðalsteinsson
Hugmyndasaga
Frá sögnum til siðskipta
Hugmynda-
saga eftir
Jón Hnefil
Ctt er komin á vegum Iöunnar
bókin Hugmyndasaga. Frá
sögnum til siðaskipta eftir Jón
Hnefil Aðalsteinsson fil. 1 ic.,
menntaskólakennara. t bókar-
kiynningu á kápu er gerð svofelld
grein fyrir bókinni:
„I bók þessari eru teknar til
meðferðar ferns konar hug-
myndir: Þjóðsagnahugmyndir,
trúarhugmyndir, heimspekihug-
myndirog stjórnmálahugmyndir.
Þjóðsagnahugmyndir skipa veru-
legt rúm i bókinni, enda er þar
um að ræða elztu vitnisburði
mannlegrar hugsunar, og reynt
er að skipa þjóðsögunum á sinn
markaöa bás á vettvangi visinda.
Trúarhugmyndir og stjórnmála-
hugmyndir eru einnig teknar
hlutlausum, fræöilegum tökum
eins og gera ber i riti, sem ætlað
er til notkunar I skólum. Og sama
er að segja um heimspekihug-
myndir.
Frá örófi alda hafa menn spurt:
llvaðan kom ég? Hver er ég?
Hvað ber mér? Hvert fer ég? Og
svo spyrja menn enn i dag. Hug-
myndasagan greinir frá formi
þessara spurninga á ýmsum
timum. Bók þessi hlýtur þvi að
vera áhugaverður lestur hverjum
þeim sem glima vill við gátur
lifsins og fræðast um hvaöa svör
hafa veriö gefin við þeim á mis-
munandi timum. En fyrst og
fremst er bókin rituð til notkunar
við kennslu i hugmyndasögu i
menntaskólum og framhalds-
skólum.”
Bókin er 146 blaðsiöur aö stærð.
Hún er sett og prentuð i Offsett-
tækni s.f., en Bókfell h.f. annaðist
bókbandsvinhu.
Hvað eru dagblöðin að nöldra,
þó að 33 af hundraði falli við
jólapróf i menntaskóla? Þeir
þarna á efri hæðum mennta-
musterisins sýna okkur rólega
fram á það (Timinn, 26. jan.),
að þetta sé ósköp eðlilegt. Þeir
finna það liks skráð, að árið 1920
hafi merkum nafngreindum há-
skólakennurum þótt nemendur
of slakir i islenzku. Af þessu eig-
um við vistað draga þá ályktun,
að móöurmálskunnáttu hafi i
engu hnignað.
Ætli prófessorarnir gömlu
hafi ekki bara verið vandlátari
en nú gerist? Þá voru gerðar
hærri kröfur til ritmáls. Ekki
skil ég annað en gagnfræða-
skólastilarnir minir slyppu
núna við sumar rauðu athuga-
semdirnar, sem þá þóttu sjálf-
sagöar.
Margar raddir heyrast nú um
það, aö ekki sé allt með felldu
um menntun þjóðarinnar:
Morgunblaðið fjallar um rit-
leikni tslendinga i forystugrein
3. nóv. sl. og kemst svo að orði
um sendibréf alþýðufólks fyrir
aldamót: „Þaö kemur i ljós að
flestir bréfritararnir skrifuðu
gullaldarmál, miðað við það,
sem nú gerist, jafnvel hjá
menntamönnum, en margir
þeirra eru i raun og veru ekki
sendibréfsfærir, ef marka má
þær skýrslur, sem þeir senda
frá sér.”
Gunnar Stefánsson segir i rit-
dómi (Timinn, 30. okt); „ts-
lenzkir menntamenn tala og rita
flestir eins og upp úr útlendri
bók.”
Menntaskólakennan (H.Bl. i
Stefni) kvartar um, hve bágbor-
iö og litt skiljanlegt mál sé á
þeim bæklingum, sem berast
skólunum frá æðri stöðum.
Aöfinnslur þeirra, sem und-
anfariö hafa fjallað um daglegt
mál i útvarpinu, beinast einkum
að málfari lærdómsmanna.
Ég hirði ekki um, að telja
fleiri ummæli, sem ég hef haldið
til haga. En þegar svo er komið,
að sjálfir menntamennirnir
liggja bezt við höggi, þegar
málfar er athugaö, er ástæða til
að kalla ástandið: gjaldþrot
langskolakerfisins.
Enginn vandamál leysast með
þvi aö láta sem þau séu ekki til.
Drengilegra er að viöurkenna
þau og takast á við þau. Til-
raunanámsskrá siöustuára hef-
ur mistekizt. Mistökin, sem
„normalkúrfur” og krossapróf
eiga að hylma yfir, komast upp.
Það er neyðarúrræði, að láta
sem enginn falli, þó að hann
falli.
— Ég á svolitiö ósagt um rit-
störf Skólarannsóknadeildar,
þvi að námsstjórinn i samfélgs-
fræði, (G.I.L.), sendi mér i Tim-
anum skýringu á tilgangi bækl-
ingsins, sem ég tók til bæna i
greininni „Lesið bókina”. Allt
var þaö hæversklega mælt, sem
hann segir þar, og málsbót
nokkur.heföi blessaður „starfs-
hópurinn” stillt sig um að leggja
orð i belg.
Ef til vill eru höfundarnir
ungir og hafa ekki séö vinnu-
brögð eins og ullarþvott og vor-
vinnu i sveit fyrir nokkrum ára-
tugum. Enþeim var vorkunnar-
laust að lesa bækur um þetta
efni; eða bara eiga tal við gaml-
ar konur, sem sjálfar þvoöu ull
fyrir fjörutiu — fimmtiu árum.
Og enn á ný, i svargreininni, af-
hjúpa höfundarnir vanþekkingu
sina um ullarþvottinn, þegar
H.S. gerir ráð fyrir þvi að vatn
hafi verið flutt heim að Odda,
(vonandi þó ekki i hripum), til
að þvo ullina.
H.S. efast um, aö ég hafi
heimildir fyrir þvi, sem ég segi
um engjari Odda, þar eð þeirra
er ekki ýtarlega getið i Jarða-
bók Arna Magnússonar. Þeirra
er getiö i Jarðabók Johnsens og
miklu vlðar.
H.S. fer undan i flæmingi, en
gerir engar tilraunir i þá átt að
skýra, hvers vegna hann heldur,
að hey hafi verið flutt á haustin
milli Noröurlands og Suður-
lands á átjándu öld. Menn, sem
taka að sér aö semja bækur
handa skólum, mega engan
veginn „gefa sér” svona hug-
myndir.
H.S. segir mér, að menn hafi
farið landshluta á milli, á ver-
tið, miklu lengri leið en frá Odda
og beint til sjávar. Ég var ekki
að tala um vertiö. Mér þótti
bara kyndug frásögnin i Samfé-
lagsfræðinni, þegar þeir
skruppu i róður frá Odda, þrir
saman,einn daginn,um hásum-
ar.Mér datt jafnvel i hug, hvort
Kölski hafi róiö fjórðu árinni,
fyrst þetta gekk svona greitt.
Hann var löngum vikalipur á
staðnum. Annars mun jafnan
litið um fiskigengd við Suður-
land á sumrin.
Þá er það Rauöisandur: Mér
tókst ekki að sannfæra sérfræð-
ingahópinn um, aðþeir rói ekki
frá Melanesiá veturna. Heföi nú
ekki verið vissara að spyrja ein-
hvern greinargóöan mann, til
dæmis Magnús Torfa Ölafsson,
hvort hann hafi nokkru sinni
stundað sjó frá Rauðasandi um
hávetur, i æsku sinni. Lika var
hægt að tala við einhvern skyn-
saman Rangæing, áður en farið
var að lýsa staöháttum i sýsl-
unni.
Það er einmitt þetta sjálfs-
traust höfundanna, sem kemur
þeim i koll. Þvi ekki að afla sér
þekkingar, fremur en „gefa
sér”, eins og H.S. kallar það, að
þetta eða hitt hafi verið svona
en ekki öðruvisi.
Starfshópurinn getur ómögu-
lega „gefið sér” það, með nein-
um rétti, að fimm kýr hafi verið
i fjósi kotungsins á Siglunesi ár-
ið 1705, að nýafstöðnu hallæri.
Leigupeningur kotunganna var
yfirleitt ær, en ekki kýr, hvað
sem starfshópurinn „gefur
sér.”
Ekki er mér grunlaust, að út-
vegur skólarannsóknadeildar
við Rauöasand styöjist viö þaö,
að Gunnar Gunnarsson lætur
unga stúlku lenda þar i brimi,
eina á báti. Það er varasamt að
taka skáldsögur sem öruggar
heimildir um staöhætti. Lands-
lagslýsingar i Svartfugli eru
dæmi um það.
H.S. kallar það bara „óná-
kvæmtorðalag”, aö eldiviður er
jafnan nefndur „uppkveikja” i
Samfélagsfræöinni. Telst þaö
lika aðeins „ónákvæmt orða-
lag”, þegar sagt er, aö ullin hafi
verið þvegin i „lár”?
Það er siður en svo, að ég
hneykslist á þvi litla, sem ásta-
mál koma við sögu i bæklingn-
um. H.S. er aö segja mér það i
fréttaskyni, að þess háttar
kenndir hafi verið til þegar á á-
tjándu öld og jafnvel fyrr, skilst
mér. Ætli börnin viti þetta ekki
nokkurn veginn lika? Hins veg-
ar hefði Samfélagsfræðin gjarn-
an mátt fræða börnin um það,
hvernig vinnuhjú, Jón og
Gunna, voru að þvl að setja
saman búhokur. Þau áttu kind-
ur á fóðrum hjá húsbændum
sinum, það var kaupið þeirra.
Svo framarlega sem fé hafði
ekki fallið i hallæri, áttu þau
nokkrar ær, sem þau, nýgift,
ráku á undan sér burt frá bæn-
um á krossmessunni. Þetta vita
nútimabörn ekki, nema þeim sé
sagt það.
H.S. segir, að „glettni milli
kynja” hneyksli mig og „fari i
taugarnar” á mér. Fyrr mætti
núvera viðkvæmni. Égtók kafl-
ann um kveðjur elskendann
bara sem dæmi um skáldleg til-
þrif Skólarannsóknadeildar i
miðri Samfélagsfræði. Þessir
blessaöir rannsóknamenn virð-
ast svo lausir við að vera lag-
lega pennafærir, að þaöætti að
vera fimnismál.
Ég viðurkenni ekki, aö það sé
neitt óheiðarlegt að rita opin-
berlega um bók, sem sjálft
Menntamálaráðuneytið sendir
skólum. Það er ekki eins og ver-
ið sé að henda gaman aö um-
komulitlum einfeldningi.
Tilgangur minn var eingöngu
sá, að hvetja almenning til að
fylgjast með námi barna. Nú
kvað þessi Samfélagsfræöi vera
i endurfæöingu. Ég vona, barn-
anna vegna, aö hún takist vel.
— Samtalsþáttur i útvarpinu,
um sögukennslu, var mjög i þá
áttina, að breytinga sé þörf og
nýrra bóka. Hvaða kröfur eru
geröar til námsbókahöfunda?
Lærdómsnafnbót er ekki einhlit.
Námsbók má ekki vera leiöin-
leg. tslandssaga Jónasar Jóns-
sonar var sú fyrsta i sinni röð,
ætluð börnum. Hún haföi frum-
smiðisgalla. En skemmtilegt
málfar höfundar, ljós hugsun og
vitsmunir tryggðu bókinni vin-
sældir i meir en hálfa öld. Og
enn er hún varla bráðfeig.
Hamingjan hjálpi börnunum-
um, ef stofnanaislenzkan kemst
i kennslubækur. Þeir mega svo
sem hætta að nefna söguna sögu
og kalla hana samfélagsfræöi.
En barnabók i sagnfræði ætti
enginn að fá að semja, sem ekki
kann vel að segja sögu.
Oddný Guðmundsdóttir.