Tíminn - 28.02.1978, Qupperneq 1
Myndin er tekin i Skútudal I febrúar i fyrra og sýnir svæQffl þar sem snjóflóð hefur nú falliö
og húsin sem geyma hitaveitu dælurnar. Timamynd: MÓ
Hafizt handa við við-
gerðir á hitaveituút-
búnaði í Skútudal í
dag
GV — Það er vonandi að hafizt
verði handa við viðgerðir ein-
hvern tima á morgun, en við-
gerð mun taka um tvo sólar-
hringa sagði Snorri Björn
Sigurðsson bæjarritari á Siglu-
firði i viðtali við Timann i gær. í
gærkvöldi var von á snjóblásara
frá Skagafirði til Siglufjarðar og
var allt útlit fyrir að hann færi
strax fram i Skútudal, þar sem
veður var orðið skaplegt á
Siglufirði i gærkveldi. Tölu-
verðan tima tekur að ryðja
snjónum frá og er 5-6 metra
snjólag yfir svæðinu i Skútudal.
Siðdegis i gær fóru tveir menn
fram i Skútudal til að kanna
skemmdir á hitaveituútbúnaði
Siglufjarðarbæjar, sem urðu er
snjóflóð féll i Skútudal um 11
leytið á sunnudag. — Það er allt
ónýtt i kringum varadæluna en
aðaldælan er sæmilega heilleg
og ætti að vera hægt að koma
henni i gang án mjög mikillar
fyrirhafnar, sagði Snorri Björn.
Allur bærinn ofan Eyrarinnar
á Siglufirði hefur nú verið
tengdur við hitaveitu en þar eru
um 3-400 hús. Að sögn Snorra
Björns var i gær búið að búa
þannig um 150-200 hús, að þeim
ætti ekki að vera hætta búin
vegna upphitunarleysis. — Það
hefur aldrei verið nein hætta á
manntjóni og það er ljóst að
hætta á eignatjóni er næsta litil
þó að einhverjar frostskemmdir
verði, sagði Snorri Björn.
Almannavarnanefnd Siglu-
fjarðar hefur skipulagt allar að-
gerðir til úrbóta á þvi ástandi
sem nú hefur skapazt i Siglu-
fjarðarbæ. 1 fjarveru bæjar-
stjórans er Snorri Björn for-
maður nefndarinnar, og sagði
hann að nefndin hefði fyrst
komið saman á fund kl. 3 á
sunnudag^ hálftima eftir að
fregnir höfðu borizt um snjó-
flóðið. Þá var ákveðið að senda
flokk manna til að kanna betur
skemmdirnar. Slökkvilið og
björgunvarsveit bæjarins voru
þá kölluð út svo og iðnaðar-
menn, til að tengja þau hús við
oliukyndingu, þar sem oliu-
kyndingarkerfi voru fyrir og
tappa vatni af ofnum, þar sem
engri kyndingu varð við komið.
Kl. 8 á sunnudagskvöld var
aftur fundur i almannavarnar-
nefndinni þar sem ákveðið var
að ganga i öll hús og kanna
ástandið. I gærmorgun var
snjókoma á Siglufirði og yfir 10
stiga frost og reyndist þvi ekki
hægtað senda vinnuflokk fram i
Skútudal til að hefja viðgerðir.
„Treysti þeim
ekki lengur”,
— segir Steinunn Finnbogadóttir sem hefur sagt sig
úr Samtökum frjálslyndra og vinstri manna
FI — Einn af stofnendum Sam-
taka frjálslyndra og
vinstrimanna Steinunn Finn-
bogadóttir hefur sagt sig úr Sam-
tökunum og telst þaö tii tiöinda.
Steinunn var i framkvæmda-
stjórn Samtakanna, borgarfull-
trúi fyrir þau og nú um skeiö
varaborgarfulltrúi. Steinunn
sagöi, þegar Timinn baö hana i
gær að staðfesta þessa frétt, aö
ákvöröun sina heföi hún ekki tek-
ið umhugsunar- né átakalaust, og
lengi hefði hún haldið i þá von, aö
til hennar þyrfti ekki aö koma.
Aöalástæöuna kvað hún þá aö
Samtökin sigldu ekki undir upp-
haflegum fána málefnaiega séð
og treysti hún þeim ekki lengur.
— Ég starfaði heilshugar i
Samtökunum og stóð lengi vel af
mér brim og bylji, sagði Stein-
unn. — Og ég vil leggja á það
áherzlu, að tvö.meginbaráttumál
flokksins i upphafi, þ.e. þörfin á
stórmannlegri pólitik en hér rikir,
svo og þörfin á meiri samstöðu
meðal vinstri manna, eiga enn
fullan rétt á sér og sizt minni en
Steinunn Finnbogadóttir.
þegar Samtökin voru stofnuð.
Ahugi minn er og sá sami. Hins
vegar tel ég ekki skilyrði fyrir
vinnu rnina lengur, enda hef ég
misst trúna á að framantalin
málefni verið leyst á vettvangi
Samtakanna.
Steinunn var að þvi spurð,
hvert hún stefndi nú. Hló hún við
og sagðist fyrst og fremst vera
með sjálfri sér og stefndi ekkert
annað. Stefnan væri sú, að fylgja
málstað, sem hún hefði haft trú á
og vildi enn að ætti framangang.
Steinunn var að þvi spurð að
lokum, hvort henni fyndist betra
að vinna með körlum eða konum I
stjórnmálaheiminum og kvað hún
engan eðlismun á þvi. — Við erum
öll jafn ólik, hvort sem við erum
karlar eða konur En djúpstæð
viðhorf almenhings til starfa
kvenna á félagsmálasviðinu eru
allt önnur en til starfa karla á
sama sviöi og þau viðhorf breyt-
ast ekki nema á löngum tima.
Ríkisstjórnin:
Farið verði að
lögum
Á fundi rikisstjórnar-
innar i gærmorgun, þar
sem fjallað var um
hvatningu meirihluta
stjórnar BSRB og launa-
málaráðs BHM til
starfsmanna rikisins um
að leggja niður vinnu i
marzbyrjun til að mót-
mæla lögum um
ráðstafanir i efnahags-
málum var eftirfarandi
ályktun gerð:
„Rikisstjórnin telur
að hvatning og þátttaka
af hálfu starfsmanna
rikisins i ólöglegu verk-
falli sé með öllu ósam-
rýmanleg þeim
trúnaðarskyldum sem á
starfsmönnum rikisins
hvila.
Að óreyndu vill rikis-
stjórnin treysta þvi að
starfsmenn rikisins/taki
ekki þátt i ólöglegu
verkfalli og itrekar yfir-
lýsingu fjármála-
ráðherra i fréttatilkynn-
ingu 24. febr. sl., að farið
verði að lögum varðandi
viðurlög þ.á.m. frádrátt
á launum vegna
óheimilla fjarvista
starfsmanna.”
Vona að sem fæstir
félagsmenn brjóti
segir formaður Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur
FI — Forráöamenn Verzlunar-
mannafélagsins munu ekki
beita sér fyrir óiöglegum verk-
fallsaögeröum I. og 2. marz.
Þátttöku sina i verkfallinu
verður hver og einn að gera upp
við sjálfan sig, sagöi Magnús L.
Sveinsson formaöur Verzlunar-
mannafélags Keykjavikur i
samtali viö Timann I gær. — Viö
teljum alrangt aö hvetja fólk til
að brcyta gegn landslögum,
sagði Magnús ennfremur, þrátt
fyrir mikla óánægju meö inn-
grip rikisstjórnarinnar i kjara-
sam ningana.
Magnús sagðist ekki vita
annað eftir fund með stjórn og
trúnaðarráði Verzlunarmanna-
félagsins i siðustu viku en að
menn væru almennt á móti'
ólöglegum aðgerðum og teldu
þær óhæfu. Það mætti lika
minna á að þetta væri ekki I
fyrsta sinn sem rikisstjórn ógilti
kjarasamninga með löggjöf.
Svo hefði verið árið 1974 og þá
hefðu samtök launafólks kyngt
bitanum. Magnús kvaðst vera á
móti lögunumyen hefði alls ekki
leyfi til þess að hvetja fólk til
ólöglegra aðgerða og myndi
ekki gera það.
— Persónulega óska ég þess
að sem fæstir félagsmenn
brjóti landslögl. og 2. marz vis-
vitandi, þrátt fyrir óánægju
þeirra, sagði hann að lokum.
ísraelsmenn vilja
breytingar á til-
lögum Egypta
- Atherton til Kairó með gagntilboð
Jerúsalem/Réuter Stjórn Israels
hafnaði i gær siöustu tillögum
Egypta i friðarumleitununum
milli Israeísmanna og Egypta og
fengu sérlegum sendimanni
Bandarikjastjórnar, Alfred
Atherton, gagntilboð-i hendur
sem hann á að flytja til Kairó.
Opinberar heimildir i Jerúsalem
hermdu að afstaða Egypta til
yfirlýsingar um stefnumið væri
nú harðari en á utanrikisráö-
herrafundinum, sem leystist upp i
Jerúsalem i siðasta mánuði.
Menachem Begin forsætisráð-
herra sagði fréttamönnum að
hægt væri aö semja um ýmsa
hluta tillögunnar, ein grein henn-
ar væri samhljóöa israelsku til-
lögunni, en nauðsyn bæri til að
breyta öðrum greinum meira og
minna.
Atherton og fsraelsku leiðtog-
arnir vildu ekki fjalla náiö um
einstök atriði tillagnanna, en
Begin kvað fulla ástæðu til að
ætla að viðræður myndu halda
áfram. Atherton mun halda til
Egyptalands i dag og snýr ef til
vill til baka á fimmtudag.
Atherton kvaðst ekki vilja gefa
hverjum fundi með leiðtogum
Egyptalands og Israels einkunn
og telja þá annað hvort árangurs-
rika eða gagnslausa. Hann viður-
kenndi aö breitt bil væri milli
hugmynda stjórna rikjanna, en
hvorugur aðilinn hefði talað um
að hafna tillögum hins. Banda-
riski sendimaðúrinn 'sag'ði' áð
bæöi Israelsmenn og Egyptar
legöu hart að sér við aö reyna að
brúa bilið og eyða þvi sem á milli
ber til að samningar megi takast
Israelsmenn taka þvi enn sem
fjarstæðu að þeir verði á brott frá
herteknu svæðunum, en það er
ein helzta krafa Egypta.