Tíminn - 28.02.1978, Blaðsíða 18

Tíminn - 28.02.1978, Blaðsíða 18
18 Þriöjudagur 28. febrúar 1978 Jörð til leigu Jörðin Srókur i Norðurárdalshrepp, Borgarfirði verður laus til ábúðar að hausti komanda. Allar nánari upplýsingar verða veittar i sima 7-45-02. |i ■iá '7'f ;Vf*. \ r-\ >w* * H l 't L *.• Greiðsla olíustyrks í Reykjavík fyrir timabilið október—desember 1977 er hafin. Oliustyrkur er greiddur hjá borgargjaldkera Austur- stræti 16. Afgreiöslutimi er frá kl. 9.00-15.00 virka daga. Styrkurinn greiöist framteljendum og ber aö framvisa persónuskilrikjum viö móttöku. ■rt h >ý£ 'ir> :>« $ y v >•.* \ *•/.• Frá skrifstofu borgarstjóra. % Útboð Tilboö óskast i smiö á 30 stk. rúmum og náttboröum I ibúöir aldraöa Lönguhlíö 3, Reykjavik. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, Reykjavik gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 15. marz 1978 kl. 11.00 f.h. HMNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkiuvegi 3 - Sim 2S800 6 Cs Norrænir starfsnámsstyrkir Menntamáiaráöuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sviþjóöar munu á námsárinu 1978/79 veita nokkra styrki handa tslendingum til sérhæfös starfsnáms viö fræöslu- stofnanir i þessum löndum. Er stofnaö til styrkveitinga þessara á grundvelli ályktunar Noröurlandaráös frá 1968 um ráöstafanir til aö gera islenzkum ungmennum kleift aö afla sér sérhæförar starfsmenntunar á Noröurlöndum. Styrkirnir eru einkum ætlaöir; 1. þeim sem lokiö hafa iönskólaprófi eöa hliöstæöri starfs- menntun á tslandi en óska aö stunda framhaldsnám I grein sinni. 2. þeim sem hafa hug á aö búa sig undir kennslu 1 iönskól- um eöa iönskóiakennurum sem viija leita aö framhalds- menntunar og 3. þeim sem óska aö leggja stund á iöngreinar sem ekki eru kenndar á tslandi. Varöandi fyrsta flokkinn hér aö framan skal tekiö fram, aö bæöi koma til greina nokkurra mánaöa námskeiö og lengra framhaldsnám fyrir þá sem lokiö hafa sveinsprófi eöa stundaö sérhæfö störf i verksmiöjuiönaöi svo og nám viö Iistiönaöarskóla og hliöstæöar fræöslustofnanir. Aö því er varöar finnsku og norsku styrkina kemur og til greina annaö sérhæft starfsnám sem ekki er unnt aö stunda hér á landi. Styrkir þeir sem I boöi eru nema I Danmörku 10.000 d.kr., f Noregi 9.600 n.kr., I Svíþjóö 8.000 s.kr. og I Finnlandi 8.000 mörkum og er þá miöað viö styrk til heils skólaárs. Sé styrkur veittur til skemmri tima breytist styrkfjárhæöin I hlutfalli viö timalengdina. Til náms I Danmörku veröa væntanlega til ráöstöfunar fjórir fullir styrkirjþrfr I Finn- landi,niu I Noregi og fimm i Sviþjóö. Umsóknum um framangreinda styrki skal komiö til menntamáiaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 1. april n.k. 1 umsókn skal m.a. skýrt frá náms- og starfs- ferli og tekiö fram hvers konar nám umsækjandi hyggst stunda.hversu lengi og viö hvaöa námsstofnanir. Fylgja skulu staöfest afrit prófskirteina og meömæli. Umsóknar- eyöublöö fást I ráöuneytinu. Tekiö skal fram aö umsækj- endur þurfa sjálfir aö tryggja sér námsvist. Menntamálaráðuneytið 23. febrúar 1978 Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samtlð viö andlát og út- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Þórunnar Einarsdóttur Frederiksen Hringbraut 71 Einar Freyr Frederiksen, Inger Harvey, Robert F. Harvey, Karen Harvey, Kristján Ileimir Harvey, Jeffrey Robert Harvey, Astrid Frederiksen, Játvarður Gunnar Frederiksen, Inger Mette Frederiksen, Britt Unni Frederiksen, Edward Frederiksen. lesendur segja Siðgæði fremur en dollara ,Þótt ýmsir telji sig mikils megnuga til orðs sem æðis og finni ólgandi kraft og vizku bær- ast i brjósti sér, hefur mönnum þó enn ekki tekizt að hefta gang himintunglanna, og þvi rísa og hniga dagar enn sem fyrrum. Sólin virðist halda rósemi sinni, hafa taumhald á fylgi- hnöttum sinum. Ar og aldir liða þjáðir risa og hniga, svo og einstaklingar, kóngar sem kot- ungar. t vor fara fram alþingiskosn- ingar iijá okkar velmegunar- hrjáðu þjóð. Við höfum verið i hópi tekjuhæstu þjóða heims og verðmætanna hefur verið aflað hér heima úr okkar auðlindum til sjós og lands. Þrátt fyrir háar þjóðartekjúr rikja hér ýmsir fjárhagsörðug- leikar, sem mönnum er nú vist allvel kunnugt Þjóðartekjunum virðist ekki alls kostar réttílega skipt. Hættulegröskunhefur átt sér stað i byggða málum og fjármálum. Höfuð þjóðarinnar er að verða það stórt að henni er að verða ofviða að valda þvi. Og nú er loks búið að stofna Stjórnmálaflokkinn, sem fundið hefur „leiöina” út úr völundar- húsi islenzks efnahagsöng- þveitis. Það ermargthægtaðgeraílýð- frjálsu landi, satt er það, en vandi fylgir jafnan vegsemd hverri. Meira að segja er ekki svo lit- ill vanda að vera baramaður til að ganga frjáls. Frelsinu fylgir ábyrgð hjá sérhverjum manni, karli sem konu, sama má segja um þjóöfélagið. Ef likami manns veikist, skeröist atorka hans. Ef andlegir kraftar hans tvistrast, þarf aö hafa eftirlit með honum. Likt getur fariö fyrir heiDi þjóð sem gerist and- varalaus. Eitt aðalstefnumál hins nýja stjórnmálaflokks er, að heyrzt hefur, að hann ætlar að beita sér fyrir framkvæmd „aronsk- unnar,” sem svo er nefnd. Það á sem sé að gera her- stöðina amerisku hér á landi að féþúfu, okkur Islendingum til verulegs „ábata.” Heyrzt hafa verið nefndar upphæöir eins og hálf og jafnvel heil fjárlög islenzka rikisins, sem hægt væri að knýja Bandarikjamenn til að greiða fyrir aðstöðu sina hér. Efnahagskerfi okkar er sjúkt, en inntaka á erlendum pening- um er nemur tugmilljörðum króna árlega og gera ættí aö fastri tekjulind, veröur ekki til þess að vekja siðgæðisvitund þjóðar okkar, og þvi leysir það ekki vandann, sem við er aö glima, heldur magnar hann. Hugleiðum það að islenzka rikið er ekki stórveldi, ekki heims- veldi, en samt á litla hugprúöa þjóðin okkar stórt og fallegt land, sem á,i og við eruauðlind- ir er sífellt verða verðmætari með hverju árinu sem liður. Margir skynsamir menn hér- lendis eru sér meðvitandi um þetta, einnig rikisstjórn okkar. Við skulum lika vita, að er- lend riki renna til lands okkar hýru auga, jafnvel stórveldi eiga það til, vegna auðlinda okkar. Islendingar þurfa á ýmsu öðru fremur að halda nú um þessar mundir en stjórnmála- flokki sem ætlar sér leynt og ljóst að stofna til mútþægni og fjárkúgunar milli þjóðar okkar annars vegar, vopnlauss smá- rikis, og hins vegar Bandaríkja Norður-Ameriku, mesta her- veldis heimsins. Það yrði svip- aður leikur og leikur kattarins að músinni. Eða ætlar nýi stjórnmálaflokkurinn að leika hlutverk kisu? Skyldi maður eins og Jón Sigurðsson forseti, þjóðhetjan okkar, hvetja þjóð sina til slikra fangbragða? Þaö þarf varia aö stofna stjórnmálaflokk til þess að sökkva þjóðinni dýpra i fen fjármálaspillingar, nóg virðist nú þegar að gert I þeim efnum. Auk þess eru stjórnmála- flokkar hérlendis orðnir nógu margir fyrir þvi fjölgun þeirra leysir engan vanda, nema siður sé. óhóflegur fjöldi stjórnmála- flokka og stjórnleysingja leiðir til veikara framkvæmdavalds, sundrar i staö þess að sameina, eykur á ofbeldisverk og hvers konar krankleika, svo sem sést ef litið er til vissra ríkja i álf- unni. Okkur íslendinga vantar ann- að meira en ameriska dollara i milljónatali okkur vantar sterk ari siðgæöisvitund. Það væri veröugt verkefni fyrir einhvern af hinum mörgu stjórnmála- flokkum okkar að taka það inn i stefnuskrá sina að efla og vekja slíkar kenndir með skattborgur- unum og þjóðinni allri. Hvernig væri til dæmis að taka sem námsefni á grunnskólastigi fræðslu um gildi peninga í sam- félaginu? Það væri hollt fyrir hina tápmiklu æsku, og raunar þá sem eldri eru, að komast að raun um til hvers peningar eiga aö vera. Þeir eiga að vera ávis- un á verðmætisem þegár er fyr- ir hendi er peningaseðill er af- hentur öðrum aðila, en ekki áv- isun á verðmætasköpun fram- tiðarinnar eins og nú er oröið alltof mikiðum. Avisun á tóman bankareikning er einskis virði, þótt samvizkusamlega sé hún útfyllt glæsilegustu rithendi. Misnotkun slikra plagga er refsivert athæfi sem kunnugt er. Raunveruleg verðmætasköpun verður að eiga sér stað að baki peninga. Allar greinar þjóðlifs- ins þurfa að fá hæfilega mikið fjármagn, eins og líkaminn þarfnast hæfilegt og rétts blóð- rennslis til allra lima, svo að hann geti skilað fullri orku og afköstum. Ég er sannarlega á sama máli og Guðriður B. Helgadóttír I austurhlið, en hún segir I ágætri blaðagrein i Þjóðviljanum 2. febrúar 78: „Við höfum villzt af leið og verðum að snúa viö. En til þess þarf hvorki meira né minna en þjóöarvakningu.” Sannarlega orð i tima töluð. Litla harðgerða þjóð,bændur, sjómenn og verkamenn. Þótt þið séuð ekki slegnir orðum og heiðursmerkjum um þessar mundir fyrir störf ykkar, eruð þig kjarni þjóðarinnar, lifgef- endur hennar, þið aflið verð- mætanna hörðum höndum, dragið björgina i þjóðarbúið, berjizt sem hetjur við óblið nátt- úruöflin til sjós og lands. Þið eruð hinn sanni her allt um- hverfis landið, sem útverðir er standið vörð um sjálfstæði þjóð- arinnar með verðmætasköpun ykkar og öflun matfanga. Án ykkar væri hér engin óð. Þið eruð lika hinir sönnu feður og uppalendur vegna tengslanna við land og haf, þvi móðir nátt- úra er blið og strið, hún stælir börn sin og gerir þau vitur. Þótt nú sé að ykkur vegið af ýmsum óvitrum mönnjum sem leggja allt sitt traust á erlenda auðhringa og glæstar málm- blendiverksmiðjur, og þótt slik- ir telji störf ykkar og fram- leiðslu jafnvel þjóðinni til óþurftar, skuluð þið ekki örvænta, heldur standa þéttar saman þvi þið vitið hvers börn ykkar þarfriast og þjtíðin öll, til að hún fái staðizt eitraðar tung- ur og niðurrifsöfl, sem vinna verk sitt likt og rottur og mýs er naga máttarvið hússins. Þið sem eruð máttarstólpar þjóðfélagsins, skiljið bezt gildi samstöðu og einingar. Þið mun- uð bezt skilja að það gengur vit- firringu næst að ætla að stefna þjóðinni að stórfelldu gróða- bralli við mesta herveldi heims, vegna hernaðaraðstöðu þess hér á landi, slikt gera einungis blind gróðaöfl. Slikar og þvilikar yfirlysingar hins nýja Stjórnmálaflokks um að hrinda i framkvæmd „aronskunni,” eru með öllu vanhugsaðar og mundu enda ekki verða framkvæmdar af hinum nýja stjórnmálaflokki þótt hann fengi þvi ráðið, vegna ábyrgðartilfinningarinnar er þá hlyti að vakna hjá honum. Allir sem ábyrgðartilfinningu hafa og vilja hafa áhrif á gang þjóðmáia, kjósa ekki nýflokka, er hafa á sér yfirborðskenndan draumórablæ. Kjósendur hafa þegar fengiö reynslu af þvl liku hérlendis. Kjósendur verða að hafa vit fyrir valdasjúkum ævintýramönnum, er koma úr ýmsum flokkum óánægöir með sinn fyrri flokk, en stefna allir að frama i nýja flokknum og hafa ekki þrek og þor né sam- stöðu til ákvarðanatöku, er kjósendur vænta mest af þeim, samanber frjálslynda og vinstri menn vorið '74. Enginn stjónmálaflokkur er fullkominn, fremur en önnur samtök eða verk manna en þeir sem bera i brjósti ættjarðarást og þjóðhollustu og aukna sam- vinnu, heilbrigða verzlun og sterka byggðastefnu, kjósa Framsííknarflokkinn. Hann er eini flokkurinn hérlendis, er geturhaftörugga forystu Iþess- um málum vegna stefnuskrár sinnar og tengsla við atvinnu- vegi og verzlun umhverfis allt landið. Þessu forystuhlutverki er nauðsynlegt að hann haldi. Framsóknarflokkurinn er einnig hæfastur til forystu varð- andi ákvarðanatöku um her- stöðvamálið, landhelgismál og utanrikismá’l. Framsóknar- flokkurinn er hæfastur stjórn- málaflokka hérlendis til forystu i ofangreindum máium vegna þess að hann er frjálslyndur félagshyggjuflokkur. Hann er öfgalaus, ofstækislaus og yfir- vegar þvi öll mál betur og róleg- ar og af meiri festu en kommún- istar og Ihald geta gert. Ef koma á i veg fyrir efna- halgslegt og siögæðislegt hrun i iandinu, þarf aö efla sanna félagshyggju og bræðralagshugs- sjónir. Þvl skulum við styðja félagshyggjuflokkinn I næstu al- þingiskosningum. Reykjavik 6. febrúar 1978 Guðni J. Þórarinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.