Tíminn - 28.02.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.02.1978, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 28. febrúar 1978 „Veröum að gæta hlutley sisreglna’ ’ — segir Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri, vegna mótmæla frá launþegasamtökum um orðafarsbreytingar i auglýsingu frá þeim SST—Blaðinu hefur borizt ljós- rit af bréfi til útvarpsstjóra Andrésar Björnssonar, frá launþegasamtökunum undir- ritað af Snorra Jónssyni f.h. ASl, Kristjáni Thorlacius, f.h. BSRB, og Jóni Hannessyni f.h. Launamálaráðs BHM, en þar er mótmælt orðalagsbreytingum á auglýsingu frá launþegasam- tökunum, sem lesin var i út- varpi á föstudagskvöld. Auglýs- ingin var um opna fundi á veg- um launþegasamtakanna um ,, kjaraskerðinguna”. Sfðan segir orðrétt i bréfinu: „Þegar auglýsingin var lesin kom i ljós að orðalagi hennar hafði verið breytt án nokkurs samráðs við auglýsendur, þann- ig a að fundarefni væri efna- hagsráðstafanir rikisstjórnar- innar. Þetta er beinlinis efnis- leg rangfærsla á auglýsingunni, þvi að fundarefni eraðeins hluti af efnahagsráðstöfunum rikis- stjórnarinnar, þ.e. sjálf kjara- skerðingin sem af þeim leiðir.” Timinn sneri sér vegna bréfs þessatil HjartarPálssonar dag- skrárstjóra útvarps, þar sem útvarpsátjóri var fjarverandi. Hjörtur sagði, að strangar regl- ur giltu um auglýsingar i út- varpi. Þegar skera þyrfti úr um endanlegt orðalag væri léita'ð úrskurðar útvarpsstjóra. I umræddu tilviki á föstudags- kvöld hefði hann ekki verið við og þvi hafði starfsmaður á aug- lysingadeild útvarps leitað eftir áliti Guðmundar Jónssonar, framkvæmdastjóra útvarps, þar sem sýnt þótti, að orðalag i auglýsingunni þætti of fúllyrð- , ingakennt. Að sögn Hjartar hafði Guðmundur þá samband við Harald Steinþórsson hjá BSRB og gerði honum grein fyr- ir, að breyta þyrfti orðalagi i auglýsingunni til samræmis við reglur um auglýsingar. Féllst Haraldur á það frekar en að auglýsingin yrði ekki lesin með upprunalegu orðalagi. Og þvi varð úr, að auglýsingin var lesin með breyttu orðalagi, sagði Hjörtur Pálsson að lokum. 99 Fjölskyldan” sýnd á Akureyri GV — Leikfélag Dalvikur hefur sýnt finnska leikritið „Fjölskyld- an” eftir Claes Andersen á Dalvik við mjög góðar undirtektir og • mikla aðsókn. Næstkomandi laugardag og sunnudag 4. og 5. marz verður leikritið sýnt i sam- komuhúsinu á Akureyri. Siðar er fyrirhugað að sýna leikritið viðar á Norðurlandi. Leikstjóri að sýningunni er Saga Jónsdóttir, leikmynd er eftir Jón Þórisson og lýsingu annaðist Magnús Axelsson. Atriði úr leikritinu „Fjölskyldan” i hlutverkun- um eru Dagný Kristjáns- dóttir, Inga Matthiasdóttir og Lovisa Sigurgeirsdóttir. HeUdaraflinn rúmlega 255 þús. lestir c Loðnuveiðar *| ÝíjrY GV—Siðastliðið laugardagskvöld var heildaraflinn frá byrjun loðnuvertiðar 255.682 lestir og samkvæmt skýrslum Fiskifélags tslands er nú vitað.um 72 skip er fengið hafa einhvern afla. A sama tima i fyrra var heildaraflinn samtals 346.142 lestir, og þá höfðu 80 skip fengið einhvernafla. Vikuafli siðastliðinnar viku viar samtals 58.359 lestir. Aflahæstu skipin I vikulokin voru: 1. Gisli Árni RE 375 9964 lestir. Skipstjórar eru Eggert Gisla- son og Sigurður Sigurðsson. 2. BörkurNK 122 9495lestir. 3. örn 8888 lestir 4. Pétur Jónsson RE 8488lestir. 5. Vikingur AK 100 7864 lestir Loðnu hefur verið landað á 18 stöðum auk bræðsluskipsins Nor- glo bal, og mestu hefur'verið land- að á Seyðisfirði, samtals 35.897 lestum og Siglufirði 33.294 lestum og á Eskifirði 31.419 lestum. ' "44? *‘iw' Bókamarkaðurinn ' HÚSI IÐNAÐARINS VIÐ INGÓLFSSTRÆTI Finnsk Maria mey. Norræna húsið Fyrirlestúr^um ikona í Finn- landi i kvöld FI. — Finnski listfræðingurinn Aune Jaaskinen flytur fyrirlestur iNorræna húsinu þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20:30 um ikona I Finn- landi og sýnir litskyggnur. Aune Jaaskinen er fædd 1931 I Kirjála- héraöi og komst þar i kynni við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna og sérkennilega kirkjulist hennar m.a. helgimyndir-ikona. Aune Jaaskinen lagði stund á listasögu( sérstaklega helgimyndafræði við Heisingforsháskóla og viðar, — Iauk þar magisterprófi 1965 og doktórsprófi við Helsingforshá- skóla 1971 þar sem hún er nú dósent. Aune Jaaskinen dvelst hér á landi frá 26. febrúar til 4. marz. VESTUR-ÞYSKU SÓLGLERAUGUN 1978 PRIMETTA Ennþá einu sinni kemur PRIMETTA með algjöra nýjung - og sólgleraugu í sérflokki PRIMETTA DOMU HERRA BARNA SÓLGLERAUGU Hið fullkomna úrval ,78 sker sig úr vegna fjölbreytni í lögun og litum og gæðum sólgleraugnanna. PRIMETTA UMBOÐIÐ Tískugleraugun 1978 H.A. Tulinius heildverslun Símar 11451 og 14523 argus

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.