Tíminn - 28.02.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.02.1978, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 28. febrúar 1978 11 Danker- sen tapaði fyrir Honved Dankersen mátti þola tap gegn ungverska liðinu Honved i 8-liða úrslitum Evrópu- keppni meistaraliða i liandknattleik, þegar liðin mættust i Búda- pest um helgina. Dankersen hafði yfir rétt fyrir leikslok — fyrst 17-15 og siðan 18- 16, en Ungverjarnir, sem slógu Valsmenn út úr keppninni, voru sterkari á lokasprett- inum og tryggðu sér sigur. Þetta var fyrri ieikur liðanna. Ólafur H. Jónsson átti stórleik með Danker- sen — hann var mjög sterkur i vörn og góð- ur i sókninni. ólafur skoraði 5 mörk, en Axel Axelsson skoraði 4 (3) mörk. r; Asdis Alfreðsdóttir frá : Reykjavik og Akur- í eyringurinn Haukur Jóhannsson voru sigursæl á Hermanns- mótinu á skiðum, sem fór fram i Hllðarfjalli við Akureyri um helg- ina. Mótið var punkta- mót og keppt var i Alpagreinum. Ásdis varð sigurveg- ari í svigi og stórsvigi og sigraöi hún þar með i Alpatvikeppn- inni. Haukur varð sigurvegari i stórsvigi karla, en Árni Óðins- son frá Akureyri sigraði i sviginu. Haukur varð aftur á móti sigurvegari i Alpatvikeppninni. Sá sögulegi atburður átti sér stað i Hafnarfirði þegar FH-ingar og Ármenningar gerðu jafnte fli 22:22 í 1. deildarkeppninni i handknattleik að það gleymdist að setja i gang klukkuþá sem sýnir hve langt er til leiksloka, þegar 1.05 min. voru til leiksloka. Staöan var 21:20 fyrir Ármann þegar dómarar leiksins þeir Karl Jóhannsson og Hannes Þ. Sigurðsson stöðvuðu leikinn. Ár- menningar voru þá með knöttinn — og þeir skoruðu 22:20 en FH-ingar svöruðu fljótlega með marki — 22:21. Allan þann tima sem fór í að skora þessi tvö mörk gekk klukkan ekki — timaverðirnir gleymdu alveg i spenningnum að láta klukk- una i ganga. GÍSLI BLÖNDAL Dómararnir stöðvuðu leikinn og fóru og ræddu við timaverðina — FH-ingana Birgi Björnsson og Ein- ar óafsson. Eftir smáumræður var ákveðið að stytta leikinn um 10 sek. Ármenningar voru mjög óánægðir meðþenna útskurð þar semklukkan var stopp i rúmlega 20 sek. Það var greinilegt að þetta óvænta atvik hafði mikil áhrif á Ármenninga og hefur það tvimælalaust kostað þá sigur þvi aðFH-ingar náðu að jafna 22:22 þegar aðeins 3 sek voru til leiksloka af þeim tima sem ákveðið var að væri eftir af leiknum, þegar hið umdeilda atvik kom upp. Það er ekki hægt að ásaka dómara leiksins fyrir þau mistök sem áttu sér stað. Varla er heldur hægt að ásaka timaverðina sem gleymdu sér grcinilega i hita leiks- ins. öllum getur orðið á mistök. —sos Gísli skoraði 9 mörk — þegar Valur lagði FH að velli 21:20 Gisli Blöndal var i miklum viga- móð i Hafnarfirði á föstudaes- kvöldið þar sem Valsmenn unnu góðan sigur 21:20 yfir FH-ingum i 1. deildarkeppninni i handknatt- Ieik. Gisli skoraði 9 mörk fyrir Valsliðið, sem virðist vera að rétta úr kútnum, eftir slæma byrjun i 1. deild. Valsmenn höfðu ávallt frum- kvæðið I leiknum — höfðu yfir 10:8 i leikhléi og siðan 21:16 rétt fyrir leikslok, en FH-ingar náðu að minnka muninn með góðum endaspretti. Mörkin i leiknum skoruðu þess- ir leikmenn: Valur: Gisli 9, Þorbjörn Guð- mundsson, 5, Jón K. 4, Björn -2 og Stefán 1. FH: Janus 6, Guðmundur M. 4(1), Geir 4(3), Arni 3, Guðmundur Arni 2 og Tómas 1. Leiðinlesr mistðk — í Hafnarfirði þegar FH og Armann mættust þar Leiðinleg mistök timavarða leiksins, sem sagt er frá hér ann- arsstaðar á siðunni, slógu Armenninga út af laginu i loka- kafla leiksins. Hinir ungu Armenningar létu skapið hlaupa með sig i gönur — þeir misstu stjórn á sér undir lokin, og það kostaði þá sigur. Þaö voru þvi ánægðir FH-ingar sem gengu af leikvelli, eftir að hafa tryggt sér eitthvert ódýrasta jafntefli, sem sögur fara af. Þeir græddu greinilega á hinum örlagariku mistökum timavarö- anna, sem gleymdu að láta klukk- una, sem sýndi leiktimann, i gang. FH-ingar mega þó naga sig i handabökin, að þurfa að hrósa happi yfir jafntefli gegn Armenn- ingum, þar sem þeir höfðu frum- kvæðið i leiknum, og þegar 13 min. voru til leiksloka, var staðan 19:16 fyrir þá. Eftir það gekk allt á afturfótunum hjá þeim — Armenningar skoruðu þá fimm mörk i röð og komust yfir, 21:19, og voru þá 3.05 min. til leiksloka. Maður á mann. Þegar tapið blasti við FH-ing- um, kallaði Geir Hallsteinsson til þeirra og sagði þeim að koma út á völlinn og leika maður gegn manni. Armenningar voru með knöttinn og áttu þeir skot i stöng — óheppnir þar. FH-ingar náðu að minnka muninn i 21:20 þegar 1.26 min. voru til leiksloka — Þór- arinn Ragnarsson skoraði þá úr viti og voru FH-ingar þá ekki búnir að skora mark i liðlega 12 minútur. Siðan áttu sér stað hin örlaga- riku mistök timavarðanna — Jón Viðar skoraði 22:20 fyrir Ármann ogGuðmundur Arni svaraði fyrir FH-inga, sem náðu siðan að tryggja sér jafntefli 22:22 rétt fyrir leikslok, eins og fyrr segir. Þessi örlagariku endalok gerðu leikinn, sem var annars mjög slakur, mjög spennandi. FH-ing- ar voru mjög linir i leiknum — Geir var tekinn úr umferð og var sóknarleikur Hafnfirðinganna þar með einhæfur og tilviljana- kenndur. Armenningar voru mun friskari — sérstaklega þó undir lokin, en þá varði Heimir Gunn- arsson mjög vel i markinu hjáþeim, Þess má geta að undir lokin, þegar Armenningar voru að ná yfirhöndinni, misnotuðu FH-ing- ar tvö vitaköst, og þá gerðu þeir þrisvar slæm mistök — hreinlega misstu knöttinn úr höndunum á sér, I hendurnar á Armenningum. Eftir gangi leiksins var jafntefliö réttlátustu úrslitin. Mörkin i ieiknum skoruðu eftir- taldir leikmenn: FH: Þórarinn 4(2), Janus 3, Tóm- as 4, Guömundur Arni 3(1), Geir 2, Arni Guðjónsson 2, Július Páls- son 2, Theódór 1 og Guðmundur Magnússon 1. Ármann: Björn Jóhannsson 10(7), Valur 4, Pétur 4, Jón Viðar 3 og Hörður 1. —SOS Ármann tapaði kapphlaupinu við sekúnduví sinn... V ' ■ *. - og FH-ingar tryggðu sér jafntefli (22:22) gegn þeim á elleftu stundu í sögu- legum leik í Hafnarfirði Ármenningar misstu annaö stigið til FH-inga fyrir eig- in klaufaskap, þegar þeir geröu jafntefli 22:22 í Hafnar- firði á sunnudagskvöldið í sögulegum leik. Það var hinn ungi FH-ingur Tómas Hansson sem skoraði jöfnunar- mark FH-liðsins aðeins 3 sek. fyrir leikslok, en rétt áður brást Ármenningnum Herði Kristinssyni bogalistin, þeg- ar hann var í dauðafæri við mark FH-inga — skot hans hafnaði á Magnúsi ólafssyni, markverði FH-liðsins, sem sendi knöttinn síðan fram völlinn, þar sem Tómas fékk hann og átti síðasta orð leiksins. HÖRÐUR KRISTINSSON ... sést hér fá ómjúkar móttökur hjá einum varnarmanni FH-liðsins. (Tiinamynd Róbert) Staðan Staðanernúþessii 1. deildarkeppninni I handknattleik eftir leikina um helgina: FH —Válur...................20:21 Fram — ÍR...................24:29 Haukar — KR ................23:22 FH — Ármann.................22:22 Vikingur .642 FH.......7 4 1 ÍR.......7 3 3 Haukar. ..623 Valur .... 7 3 1 Kr ......7 2 1 Fram .... 7 1 2 Ármann 7 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.