Tíminn - 28.02.1978, Qupperneq 9

Tíminn - 28.02.1978, Qupperneq 9
Þriðjudagur 28. febrúar 1978 9 HEI — BUnaðarþing var sett mánudaginn 20. febrúar. A þinginu sitja 25 fulltrúar, kjörn- ir af hinum 14 búnaðarsam- böndum i landinu. Eru þeir kjörnir til 4 ára og er búnaðar- þing það er nú situr það siöasta á þessu kjörtimabili. Við setningu þingsins voru lögð fram 16 mál og fleiri hafa bætzt við siðan, svo nú eru mál- in orðin 25. Mörg af þeim mál- um, sem lögð eru fyrir þingið, koma frá búnaðarsamböndun- um, cmnur koma frá stjórn BUn- aðarfélags íslands, eir.nig legg- ur stjórnin fram ýmis erindi er henni berast fyrir þingið. Þá hafa einnig ráðunautar BUn- aðarfélagsins málfrelsi og til- lögurétt. Fram til þessa hafa málin aðallega verið til afgreiðslu i eftirfarandi ályktanir: Að Búnaðarþing mótmæli frumvarpi til stjórnskipunar- laga um breytingu á stjórnar- skrá lýðveldisins, sem nú liggur fyrir Alþingi (36. mál). Að BUnaðarþing mótmæli ein- dregið frumvarpi til laga um eignarráð yfir landinu, gögnum þess og gæðum, sem nú liggur fyrir Alþingi (59. mál). Að BUnaðarþing átelji, að lög- um um Stofnlánadeild landbún- aðarins skuli enn ekki hafa verið breytt til samræmis við tillögur nefndar þeirrar, sem vann að endurskoðun Stofnlána- deildarlaganna. Þingið telur að mál þetta þoli enga bið. Að BUnaðarþing beini þvi til sveitarstjórna, hvort ekki sé unnt að bæta aðstöðu fýrir ferðafólk, t.d. með þvi að hafa Tillaga á Búnaðarþingi: Búnaðarþingsfulltrúar 1978, hlýða á Asgeir Bjarnason alþingismann. Tiniamynd: Gunnar. Búnaðarþing mótmælir frumvörpum um skerðingu eignarréttar á landi hinum ýmsu nefndum þingsins, enþæreru: Búfjárræktarnefnd, Jarðræktarnefnd, Allsherjar- nefnd, Reikninganefnd og Fjár- hagsnefnd, en hún gengur frá fjárhagsáætlun fyrir BUnaðar- félag Islands og skiptingu á fé úr búnaðarmálasjóði á milli búnaðarsambandanna i land- inu. En sá sjóður myndast af gjaldi er lagt er á framleiðslu- vörur bænda. Nefndirnar gefa sér góðan tima til að vinna að þeim mál- um er þær hafa til afgreiðslu, m.a. með öflun margvislegra gagna, viðsvegar að. Frá allsherjarnefnd hafa nU borizt til afgreiðslu þingsins afmörkuð tjaldsvæði við skóla og/eða félagsheimili, þar sem aðgangur er að hreinlætisað- stöðu. Að stjórn Búnaðarfélags Is- lands beiti sér fyrir þvi, að aftur verði tekinn upp i útvarpi þátt- urinn „Spjallað við bændur”. Að i frumvarpi til laga um vinnuaðstoð i sveitum, sem af- greitt var á Búnaðarþingi 1977, vanti ákvæði um vinnuaðstoð við heimilisstörf i veikinda- eða slysatilfellum. Erindi flutt á Búnaðar- þingi: Á BUnaðarþingi nU hafa verið flutt þr jú erindi um eftirfarandi málefni: Sveinn Tryggvason talaði um markaðsmál og markaðsnefnd landbUnaðarins. Kristján Jónsson forstjóri Rafmagnsveitna rikisins talaði um dreifingu raforku i sveitum. Sagði hann meðal annars, að þó að dreifing raforku um landið væri vel á veg komin, þá séu mörg dreifikerfin, og þá helzt þau elztu, orðið mjög veik og anni alls ekki þeirri flutnings- þörf er þyrfti. Viða þyrfti að spara rafmagn um aðalálags- timann, slökkva á einu tæki til að fá nægan straum i annað. Þarna þarf mikið að gera til að styrkja þessar linur og fáist ekki fjármagn til þess fljótlega, gæti svo farið að á næstu árum þyrfti að taka upp skömmtun á rafmagni. Sigurjón Bláfeld talaði um minkarækt. í erindi hans kom fram að heildarframleiðsla á minkaskinnum i heiminum var s.l. ár24 milljónirskinna. tsland er 20asta landið i röðinni i skinnaframleiðslu. Eftir að minkaeldi var leyft hér á ný hafa verið stofnuð 8 minkabU, en nU eru aðeins starfrækt 4. Gert er ráð fyrir að stofnað verði nýtt bú á tsafirði á næsta ári og verið er að athuga um stofnun minkabús i Þorláks- höfn. Samtals eru nú 9500 lifdýr, þar af 7700 læður, á þessum bU- um. Meðalverð skinna á s.l. ári var 5600 kr. Minkafóðrið er 94% úr islenzkum hráefnum. Sigurjón taldi timabært að bændur tækju upp minkarækt sem aukabúgrein. Samhent fjölskylda ætti að geta annazt um 600 læður. Beztar aðstæður til þess væru i nágrenni þeirra búa er nú eru rekin norðan- lands, þvi fóðureldhúsin-við þau bú gætu annað mun stærri stofni. ODYR OG RUMGOÐUR EBiMissp «*™*”K***vr^s " *a°v 'Ó'VíSö ^arfí'°Í B^K'\°eppa'agÖU- asV1-3- ev^5 u oC.\et'aðurl ^n\eQ sS aogersQcw0^°neV\a"a° 9 ^°r' a Allt þetta fyrir 1.670.000 77/ öryrkja 1.270.000 STATION 1.820.000 77/ öryrkja 1.410.000 Umboðsmaður okkar á Akureyri er VAGNINN S.F. Furuvöllum 9 Sími (96) 1-14-67 FIAT EINKAUMBOD A ISLANDI Davíð Stgurðsson h.f. Siðumúla 35 Simar 38845 — 85855

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.