Tíminn - 07.04.1978, Qupperneq 1
Eiðaskóli sérhæfir
sig í viðskiptum
— ný heimavist fyrirhugnð
FI — Þegar finna á Eiöaskóla
ný markmiö liggur beinast viö
aö minu áliti aö gera hann aö
tveggja ára framhaldsskóla
meö viöskiptabraut sem aöal-
námsgrein. Viö höfum veriö
meö fyrstabekkjar nemendur á
viöskiptabraut, hjúkrunar- og
uppeldisbraut, en stefnum sem
sagt aö sérhæfingu i viöskipta-
brautinni og yröi skólinn þá i
tengslum viö Menntaskólann á
Egilsstööum. Veröur strax
byrjaö meö annan bekk viö-
skiptabrautar næsta vetur.
Eins og sjá má af þessum
orðum Kristins Kristjánssonar
skólastjóra rikir bjartsýni um
skólahaldið á Eiðum hvað sem
ölíum grunnskóialögum llður en
segja má að stoðum hafi verið
kippt undan héraðsskólunum
með afnámi landsprófs og gagn-
fræðaprófs. Kvaðst Kristinn
hafa allan þann kennslubúnað
sem til þyrfti vegna fyrir-
hugaöra breytinga á kennslu-
háttum, húsnæði væri og gott til
kennslunnar, en helzt mætti að
heimavistum finna. Sérstaklega
þvl húsnæði sem komið var upp
eftir 1960 en það var aðeins til
bráðabirgða. Drög hafa verið
gerð að nýrri heimavist fyrir 40
nemendur og á að hefjast handa
um hana i sumar.
Nú eru 115 nemendur i Eiða-
skóla, þar af 38 i framhalds-
deildum. Kennarar eru ellefu
með stundakennurum og kvaðst
Kristinn aðeins þurfa aö fjölga
um einn við breytingarnar. Enn
tekur Eiðaskóli við börnum i tvo
efstu bekki grunnskólans en i
framtiðinni má búast við að
heimaskólar sinni þeim að fullu.
Búiö er að lagfæra sundlaugina
á Eiðum og iþróttasalurinn er i
endurbyggingu. Hægur vandi
verður — að sögn Kristins — að
fá nemendur i viöskiptabraut-
ina er hún verður fullgerð.
LANDVÉLAR HF.
Smiðjuvegi 66. Sími:76600.
Rækjuveiðar á
Öxarfirði:
Stór
og góð
rækja
GV — Rækjuveiðarnar á öxar-
firði hafa gengið mjög vel siðan
að fór að gefa betur eftir páska.
Rækjan er mjög stór og flokkast
yfirleitt I bezta flokk 150-180
stykki i kllói. 12 bátar sækja á
rækjumiöin og þar af eru fjórir
gerðir út frá Kópaskeri, hinir frá
Húsavik. Upphaflegur veiöikvóti
á hvorum stað, voru 325 lestir, en
þeim hefur verið leyfð veiöi á 200
lestum i viöbót, og er búizt viö að
sú veiði klárist um eða fyrir mán-
aðamót.
— Við vonumst til að við fáum
að halda veiðunum áfram eftir
mánaðamótin, þvi að það virðist
vera nóg af rækju á miðunum,
sagði ólafur Friðriksson, kaup-
félagsstjóri á Kópaskeri, i viðtali
við Timann i gær. í rækju-
vinnslunni á Kópaskeri vinna
rúmlega 40 manns, og er það
mikil stoð undir atvinnulifið á
staðnum.
Rækjan heldur sig á tilteknum
svæðum á miðunum og skilur
stærri rækjan sig mikið frá smá-
rækjunni. Að sögn Tryggva
Finnssonar, framkvæmdastjóra
Fiskiðjusamlags Húsavikur, fer
stóra og smáa rækjan að blandast
meira i maibyrjun, og taldi hann
þvi óæskilegt að veiðarnar standi
lengur en fram i mai, frá sjónar-
miði friðunar.
Islenzkt löndunarbann erlendis:
„Verkamannasambandið getur ekki
skert samninga annarra launþega”
— segir Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri LÍÚ
Eyjafjörður:
Skriða féU á
aðveitukerfi
hitaveitunnar
ESE — 1 fyrrinótt féll aur-
skriða á aðveitukerfiHitaveitu
Akureyrar við svonefndan
Kjarnaskóg, sem er skammt
fyrir innan Akureyrarbæ. Þar
sem skriðan féll, var jarð-
vegurinn orðinn mjög vatns-
ósa, sökum langvarandi leys-
inga og vatnsveðurs að undan-
förnu. Við skriðuna losnaði
hitaveiturör af undirstöðum
sinum á a.m.k. tveimur stöð-
um, auk þess sem undirstöður
skekktust á lengri kafla. Einn-
igfærðist röriðá þessum kafla
til um fjóra metra niður i
brekkuna.og er það mjög bog-
ið þar sem skriðan lenti á þvi.
Af þessum sökum var heita-
vatnslaust á Akureyri i, rúma
fjóratima á meðan skeinmdir
vorurannsakaðar,enað rann-
sókn lokinni var vatninu
hleypt á að nýju, þar sem
ekki kom leki að rörinu.
Að sögn Stefáns Jörunds-
sonar hjá hitaveitunni, þá
verður að skipta um rör, þar
sem skriðan féll, en ekki er
búiö að ákveða hvenær það
verður gert.
Astand i Eyjafirði er nú þó
nokkuð alvarlegt, sökum
mikillar hláku að undanförnu
og eru flestir vegir i firðinum
mjög slæmir ef ekki ófærir,
nema stórum bilum, sökum
skemmda á vegum vegna
vatnavaxta. Allur jarðvegur
er mjög blautur og þvi má
fastlega búast við fleiri
skriðuföllum likum þvi sem
féll við Kjarnaskóg.
GV— Þetta er ólöglegt og stenzt
engan veginn, þvi að i samning-
um LtO ogsjómanna segir, að ef
verið er á veiðum, er verkfall sjó-
manna skellur á, sé þeim heimilt
að sigla með aflann til útlanda.
Þó að verkamenn séu i verkfalli
geta þeir ekki gengið inn á kiara-
svið annarra og skert samninga
annarra launþega, sagði Jónas
Haraldsson skrifstofustjóri
Landssambands islenzkra út-
vegsmanna i viðtali viö Timann i
gær, er hann var spurður álits á
þeim yfirlýsingum forystumanna,
Verkamannasambandsins, að
þeir muni gripa til sinna ráða ef
siglt verðuf með aflann utan i út-
flutningsbanni, þ.e.a.s. islenzks
löndunarbanns erlendis.
Að sögn Jónasar er nú vitað að
mikið verður um siglingar með
afla til annarra landa og sérstak-
legaeftirað landanirhófust aftur
i Hull. Jónas sagði ennfremur að
krafa um islenzkt löndunarbann
erlendis yrði tekin mjög ósinnt
upp og hafði hann litla trú á að úr
þvi gæti orðið. — Þetta er ekkert
annað en gerræöi hjá verkalýðs-
forystunni, og ég tel að sjómenn
séu útgerðarmönnum sammála,
þvi hér eiga báðir aðilar sam-
eiginlegra hagsmuna að gæta,
sagði Jónas.
Mikil klaka-
stifla i Héraðs-
vötnum
Klakastifla hefur myndazt i
Héraðsvötnum á móts við Velli og
hækkar vatn til muna ofan stffl-
unnar. Sé stiflan svo öflug, að hún
standist vatnsþungann til lengd-
ar, mun vatn taka að flæða upp
beggja megin hennar.
Það mun hafa i för með sér, að
eylendið fer á kaf i vatn, unz stif 1-
an eyðist eöa brestur, og Vötnin
fá eðlilega framrás um farveg
sinn.
Af þvi hlytist meðal annars, að
vegurinn milli Varmahliðar og
Blönduhlfðar tepptist, enda er
hann viða mjög lágur og ekki
heldur á honum þau ræsi, sem
geta fleytt fram miklu vatni.
Það hendir við og við i flóðum,
að vegurinn lokast, og verða þá
þeir, sem leið eiga um þessar
slóðir, að aka út á Sauðárkrók og
fara yfir brýrnar á Héraðsvötn-
um hið neöra. En slikt er að sjálf-
sögöu harla langur krókur.
Alþýöubandalagiö i Reykjavik:
Nýr „Tónabíósfundur”
á næstunni?
Svo sem kunnugt er af al-
mennum fréttum dregst fram-
boð Alþýðubandalagsmanna i
Reykjavik vegna væntanlegra
Alþingiskosninga viku af viku
um þessar mundir vegna
ágreinings. Framan af beindist
viðleitni forráðamanna flokks-
ins einkum að þvi að koma i veg
fyrir að Magnús Kjartansson,
fyrrum ráðherra, yrði áfram i
kjöri fyrir flokkinn. Magnús
skildi um þaðleytierskella fór i
tönnum og dró sig sjálfur i hlé
og ekki sársaukalaust með öllu.
Þeir sem kunnugir eru innstu
koppum i búri Alþýðubanda-
lagsins töldu sumir að úr þessu
yrði léttara um samkomulag en
áður. En svo fór þó ekki. Frægt
er það orðið t.d. að Snorri Jóns-
son Alþýðusambandsforkólfur
hljóp út úr uppstillingarnefnd-
inni nú fyrir skemmstu vegna
ólýðræðislegra vinnubragða
meiri hlutans.
Þeir menn sem einkum eru
nefndir um þessar mundir sem
hugsanlegir keppinautar um
sætin efst á framboðslistanum,
auk þeirra Eðvarðs Sigurðsson-
ar og Svövu Jakobsdóttur, eru
Svavar Gestsson ritstjóri, ölaf-
ur Ragnar Grimsson prófessor,
Ásmundur Stefánsson hag-
fræðingur, Sigurður Magnússon
rafverktaki og Vilborg Harðar-
dóttir blaðamaður.
Heyrzt hefur að i störfum og
umræðum uppstillingar-
nefndarinnar ægi öllu saman,
gömlum kommúnisma, sjónar-
miðum verkalýðsforystunnar,
skoðunum róttækra „borgar-
legra” menntamanna, nýtizku-
legum sósfaldemókrataviðhorf-
um, marx-leninisma og þjóð-
ernisofstæki.
Um tima var helzt útlit fyrir
að einhverjum gildum bónda I
flokkseigendafélaginu yrði falið
aðskeraúrum málið aö fornum
sið, en nú mun hafa verið fallið
frá þvi ráði. Er nú einkum um
þaðrættað uppstillingarnefndin
visi málinu frá sér og efnt verði
til nokkurs konar prófkjörs eða
„forvals” meðal flokksmanna i
Reykjavik til þess aö fá ein-
hvern botn i málið.
Ýmsir eldri menn i Alþýöu-
bandalagsflokknum segja að
ástandið i Reykjavik sé að
verða eins og það varð verst
1967, rétt fyrir Tónabiósfundinn
fræga þegar Hannibal sprengdi
flokkinn sællar minningar.