Tíminn - 07.04.1978, Side 12

Tíminn - 07.04.1978, Side 12
12 Föstudagur 7. april 1978 bók sem forseti tslands þýddi og gaf Ut i fyrra. Svo fyrst sé fjallað um olíu- málverkin, þá rikir þar mikil gleði, meiri en áður. Þetta eru abstraktmálverk (að mestu leyti) glöð i lit sinum og form- um. Form og litur hafa breytzt siðan siðast. Á siðustu sýningu voru margar loftmyndir, nú hafa málarinn og áhorfandinn lækkað flugið, þannig séð. Myndirnar eru allar fram- bærilega, ■ sumar góðar, aðrir mjög góðar. Einhver fáránlegustu skrif sem sjást á prenti eru ritaðar lýsingar á abstraktmyndum, og verða þær ekki iðkaðar hér. Til þess eru málverkin. Það sem að myndunum má finna er heldur ekki unnt að segja með fullri og tilhlýðilegri nákvæmni. Þær gætu sumar t.d. verið of skrautlegar — dekorativar. Að málarinn hafi i raun og veru ekki upplifað neitt sérstakt, heldur sé aðeins orð- inn flinkur. Aðrar myndir tekur maður á hinn bóginn mjög al- varlega. t þeim er augljós til- finning. Sagt er að oft séu rissblöð og skissur eða undirbúningsmynd- ir málara betri list, heldur en hið eiginlega listaverk, sem er útkoman af hinum velktu blöð- um. Hvað um það. Undirrituðum finnst það oft takast i gvassmyndunum, sem hefði átt að gerast i oliumynd- unum, ogstandaþæraðþvi leyti til stundum feti framar. Annar stór hluti sýningar Kjartans Guðjónssonar eru teikningar úr tslendingasögun- um. Þetta eru blýantsteikning- ar, tússteikningar með pensli og/ eða penna, og fylgir texti hverri mynd, um þau atriði er að myndefni varð. Orð koma fyrir, Orlygsstaða- fundur, Flugmýra'rbrenna, Svinfellingasaga, en myndir við Sturlungu gerði hann 1977-1978. Að lokum eru svo svartkritar- myndir við áðurnefndan Norðurlandstromet frá 1974-1977. Þessar teikningar eru auðvit- að misjafnar, en hafa þó allan styrk. Hvergi er kastað til hönd- unum, heldur er unnið af gleði og valdi. Þær sýna iþrótt málar- ans vel, og stundum eru þær sérlega áhrifamikil listaverk. Um gildi þeirra fyrir söguna þarf ekki oft að efast, og stund- um gera þeir hana fyllri, eins og i myndinni úr Svinfellingasögu : „hann hratt þar fram hestinum og hljóp þar sjálfur eftir....” Frumlegasta fyrirbærið eru svo stækkanir Kristjáns Magnússonar ljósmyndara á sumum teikniverkunum. Ljósgrafik nefna menn það. Kjartan hefur látið stækka myndir sinar fótografiskt, eða teikningarnar og eru þetta ný- stárlegar og skemmtilegar að- ferð ir. Frágangur þessara mynda er sá, að þær eru limdar á spjöld og siðan lakkaðar. Mjög vönduð sýningaskrá fylgir sýningunni, en hana hannaði Edda V. Sigurðardóttir, auglýsingateiknari. Hún er falleg þessi skrá, en ritaðar upplýsingar vantar. Þarna hefði mátt rekja helztu æviatriði, menntun, sýningar og fl. sem skiptir máli. Ekki af þvi að Kjartan sé ekki frægur málari og maður, heldur til leiðbeining- ar. Sýningu Kjartans Guðjóns- sonar lýkur um helgina, og menn skyldu athuga að þessi sýning er viðburður. Jónas Guðmundsson Kjartan Guðjónsson listniálari við eitt verkanna á sýningunni Þetta er lika nýtt, þvi nú var farið i vestur, en ekki austur eins og áður. Þarna sigldi ný kynslóð, og hún fór i aðra átt. Siðan fóru menn til Parisar og Rómargöngur hófust á ný, þegar óveðrinu slotaði. Ég ætla ekki að rekja ævi- atriði Kjartans Guðjónssonar hér, enda þekki ég þau ekki ævi- skrárlega, en strax á unglings- árunum byrjaði ég að sjá mynd- ir eftir þessa nýju menn, Kjartan Guðjónsson, Jóhannes Jóhannesson, Valtý Pétursson, Orlyg Sigurðsson og hvað þeir nú allir hétu. Þeim ungmennum er létu sig myndlist varða þá, ar sem þeir höfðu gjört svo rammbyggðar byrjuðu að láta undan nýju fólki, sem heimtaði land og það endaði með einni allsherjar bændauppreisn i list- inni og virkið er nú fallið fyrir löngu, og sambúð þjóðarinnar við heimslistina er ekki aðeins leyft og sjálfsagt, heldur lika fullkomlega eðlilegt, og nú er allt leyftogekkert bannað —og það er mikil gróska i listum. Þjóðin var frelsinu fegin. Ýmsir héldu þvi fram, að þegar abstraktmenn væru einu sinni búnir að missa tökin á listasögunni, myndi list þeirra veslast upp og deyja i sjálfri fólk í listum Um siðustu helgi opnaði Kjartan Guðjónsson, listmálari, stóra sýningu i Vestursal Kjar- valsstaða, en það hús situr nú eins og laus vog, og i annarri skálinni situr hinn látni, — en lifandi — meistari þjóðarinnar, Jóhannes Kjarval, en i hinum endanum kemur æskan og fer, lika ýmsir aðrir, stundum hóp- ar, og vogin sveiflast til og frá. Vigtarseðillinn verður ekki birtur hér, þvi þetta er timans vog, en á henni er margur veg- inn og léttvægur fundinn, en eykur siðan þyngd sina. Aðrir korna miklirá velliog liklegir til átaka, en rýrna svo i tiðinni og verða svo sem ekki ncitt, þegar til lengdar lætur. Svo er alll þar á milli. Það væri óðs manns æði að menn kæmu i raun og veru með myndir sinar og kæmu þeim fyrir á Kjarvalsstöðum til þess að bera þær saman við Kjarval. Þeir bera þær eins og börn út i vorið til að sýna þær heiminum, eins og listamenn ávallt gera þegar þeir sýna myndir, en það er viss alvara í þessu húsi og i Austursal erum við minnt á, að það er unnt aö ná góðum árangri i list þótt lengst af væri heimslistin bakvið einhver fjöll og sambandið við hana þvi stop- ult. Kjarval og hinir þeir gömlu meistarar, sem við metum svo mikils, bjuggu lengst af við mikla einangrun, — máluðu á skeri — i orðsins fyllstu merk- ingu, heyrðu að minnsta kosti sjaldan ný tiðindi að utan. Kjartan Guðjónsson Mér kom þetta i hug á Kjar- valsstöðum við skoðun á sýn- ingu Kjartans Guðjónssonar, að ekki hefðu einasta orðið kyn- slóðaskipti í myndlistinni, heldur hefðu ytri aðstæöur lika breytzt, og ekki minna. Island er ekki lengur eyja i hafinu, þótt landafræðin hafi ekki breytzt þarna, við erum nú á hinn bóg- inn i daglegum samskiptum við hinn stóra heim, menningárlega séð. Hingað koma erlendir lista- menn i' öllum greinum, svo að segja daglega, heilar sýningar flögra um heiminn eins og vængmiklir fuglar og listamenn okkar sækja ekki aðeins lista- skóla erlendis til náms i nokkur ár. eins og áður tiðkaðist, heldur faraoft utan, og prentaðar list- bækur flytja list yfir hafið, lista- timarit og jafnvel dagblöð og sjónvarp segja ný tiðindi hvern dag. Þettaermikill aðstöðumunur, svo ekki sé meira sagt. Kjartan Guðjónsson er af fyrstu kynslóð myndlistar- manna er starfar i opnum heimi. Að visu eru þarna ekki til nein glögg skil, þvi sumir heyra ekki neitt, sjá ekki neitt og finna ekki neitt, og má þvi einu gilda hvort opið er eða lokað. Kjartaner fæddur árið 1921 og lýkur stúdentsprófi ’42, en heldur siðan til náms vestur i Bandarikjunum, þvi Evrópa stóð i björtu báli og allir vegir þar voru lokaðir. var mikið niðri fyrir, og núna tveim eða þrem áratugum siðar er gaman að skoða þessi mál og sjá hvað gerðist. Nýju mennirnir komu með ný tiðindi i myndlistinni og komu heim til þess að ganga frá sigr- inum. Svavar Guðnason reið fyrstur á vaðið sem abstrakt- maður, siðan komu þeir i hrönn- um og brátt var byrjað að fjötra hina frjálsu trúgjörnu þjóð, sem trúði á Þingvelli og Hjálp I Þjórsárdal i myndlistum og smám saman þagnaði hún i hinni nýju abstraktsnöru og lok- aði augunum. Það má sjálfsagt margt segja um hina nýju menn. Bæði vont og gott, en þeir gátu málað, á þvf er naumast neinn vafi og þeir tendruðu nýtt lif i listum. Þeir mynduðu hæfilegt bil milli sjálfra sin, úthlutuðu sér skák- um og allt gekk vel, um sinn en svo fór að kólna, og girðingarn- Málverk eftir Kjartan, „Fjörkippur” frá 1975 sér. Menn voru sammála eða eru það a.m.k. núna, að þessi reynsla hafi verið nauðsynleg, þvi þjóðin hefur bókstaflega fengið ný augu, myndlistarlega séð. Og það merkilega hefur nú skeð, abstraktmenn mála betur undir frelsi en þeir gerðu undir hú.-aga áður, þvi klausturregl- urnar settu lika hömlur á þá sjálfa, ekki siður en þjóðina, en nóg um það. Sýningin á Kjarvals- stöðum Þetta er orðinn æði langur formáli að skrifum um eina sýn- ingu, en mér kom þetta i hug. Kjartan Guðjónsson er starf- andi málari svo að segja allt þetta timabil, en mun þó hafa gefið myndlistina meira og minna upp á bátinn um tíma, sinnt þá kennslu, bóklýsingum, jafnvel auglýsingum, unz hann tók til á nýjanleik, og nú heldur hann hverja sýninguna af ann- arri og vegur hans og virðing vex i' hverju skrefi. Um þaö eru allir sammála. Sé ferill hans skoðaður, eftir þvi sem sést á almannafæri er hann i rauninni sérstæður. Hann byrjar með stilfærðar, hold- miklar myndir (ca. 1947) og list han þróast innan þessara forma. Eftir að þögnin var rofin og slakað hafði verið á húsaga meðal lærðra málara, þróast list Kjartans i hreina ab- straktsjón, gagnstætt þvi sem gerðist hjá flestum öðrum, sumir breyttu engu, aðrir gripu tækifærið fegins hendi og fóru að gera figurativar myndir. Ég nefni engin nöfn. Ef til vill er skýringin sú, að Kjartan hefur alla tið teiknað svarthvitar, figurativar myndir, og kannski hefur hann fengið næga útrás á þvi sviði þar, en málverkin eru öll ab- strakt. A sýningu hans eru myndir af ýmsum gerðum. 54 oliumál- verk, um það bil 20 vatnslita, eða gvassmyndir, og tæplega 30 teikningar við atriði úr Islend- ingasögunum, sem flestar, eða allar munu vera bóklýsingar. Þá er þarna „ljósgrafik” og seria úr Norðurlandstrómet, KJARTAN GUÐJONSSON OG SVOLÍTIÐ UM LISTASÖGUNA Egilsstaöir: Unnið að hitaveiturannsóknum ESE — Að sögn fréttaritara Tim- ans á Egilsstöðum,heíur tiðarfar verið gott þar i vetur, þó hefur að undanförnu snjóað þó nokkuð i fjöll, og eru af þeim ástæöum flestir fjallvegir ófærir. Leiðin til Borgarfjarðar eystri var lokuð i fyrradag og unnið var aö mokstri á Fjarðarheiöi, þá var og Odd- skarð ófært. Allir vegir i byggð eru mjög slæmir sökum aurbleytu, en i góða veðrinu sem hefur verið undanfarið þá hefur snjórinn þiðnað á skömmum tima. Félagslif er með miklum blóma á Héraði, og nú um næstu helgi hefst félagsvaka, sem haldin er á vegum Menningarsamtaka Fljótsdalshéraðs, og mun henni vera fram haldið um hverja helgi i aprilmánuði. Félagsvakan er árviss atburöur i menningarmál- um þar eystra, en að þessu sinni mun vakan hefjast með þvi, aö ibúar Tunguhrepps sjá um kvöld- vöku, en meöal efnis á henni verða hljómleikar, sem kórar á Héraði sjá um og verða hljóm- leikar þessir um tvær næstu helg- ar. Einnig mun leikfélag Fljóts- dalshéraðs sýna barnaleikritið Rauðhettu á Félalagsvökunni, og þvi ættu yngstu áhorfendurnir að fá eitthvað fyrir sinn smekk. 1 sambandi við vökuna verða einnig haldnir umræðufundir, þar sem fjallað verður um ung- menna- og iþróttamál og siöast en ekki sizt þá verða haldnir nokkrir dansleikir. Gott atvinnuástand hefur veriö á Egilstöðum i vetur og hafa allir nóg aö starfa. Framkvæmdir við byggingar á staönum hafa gengið vel sökum góðs tiðafars, og nú er verið að vinna að rannsóknum vegna hugsanlegrar hitaveitu á staðnum i framhaldi af þvi, að i fyrra fannst með vorunum heitt vatn, sem að mati sérfræðinga gæti verið virkjanegt og fá Egil- staðabúar á næstunni dælu, sem á að mæla vatnsmagnið i borholu þeirri sem boruð var, og þvi ættu að fást á næstunni upplýsingar um þaö hve mikið virkjanlegt vatn holan gefur af sér. Ef vel tekst til þá ætti i framtiðinni að fást nægt heitt vatn úr holunni, sem gæti fullnægt þörfum Egil- staðakauptúns og þéttbýliskjarn- ans við Lagarfljótsbrú.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.