Tíminn - 07.04.1978, Page 23
Föstudagur 7. april 1978
23.
flokksstarfið
Viðtalstímar
alþingismanna
og borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins
Þórarinn Þórarinsson alþingismaöur verður til viðtals að
Rauðarárstig 18 laugardaginn 8. april kl. 10.00-12.00.
Framsóknarfélag Garða- og
Bessastaðahrepps
Skrifstofa félagsins að Goðatúni 2 verður opin milli kl. 18 og 19
alla virka daga. Framsóknarmenn, lltið inn á skrifstofunni.
Keflavík
Almennur fundur um bæjarmál verður i Framsóknarhúsinu
laugardaginn 8. april kl. 16. Málefni: 1. Byggingarmál,
frummælandi Hilmar Pétursson. 2. Gatnagerðarmál, Birgir
Guðnason. 3. Framfærslumál og áfengisvarnir, Sigfús
Kristjánsson frummælandi. Allir velkomnir. Framsóknarfé-
lögin.
Strandamenn
Fundir um landbúnaðarmál verða sem hér segir:
Sævangi laugardaginn 8. april kl. 14.00.
Borðeyri sunnudaginn 9. april kl. 16.00.
A fundina mæta alþingismennirnir Steingrimur Hermannsson,
Gunnlaugur Finnsson og Jón Helgason, varaformaður Stéttar-
sambands bænda.
Fyrirspurnir og umræður að framsöguræðum loknum.
Framsóknarfélögin.
Strandamenn
Annað kvöldið i spilakeppni Framáóknarfélaganna verður
i Sævangi laugardaginn 8. april og heíst kl. 21.00.
Góð kvöldverðlaun. Heildarverðlaun: Sólarlandaferö meö
Sunnu.
Steingrimur Hermannsson alþingismaður mætir á vistinni.
Stjórnin.
Reykjaneskjördæmi
Fundur verður haldinn i Fulltrúaráði kjördæmissambandsins
mánudaginn 10. april kl. 20.30 að Neðstutröð 4 Kópavogi.
Formenn flokksfélaga og miðstjórnarmenn úr kjördæminu
mæti á fundinum.
Fundarefni: Kosningaundirbúningurinn.
Athugið breyttan fundarstað og fundartima.
Stjórn K.F.R.
Ferð um Mið-Evrópu
Fyrirhuguð er ferð á vegum Fulltrúaráös Framsóknarfélag-
anna i Reykjavík. Flogið veröur til Hannover og ekið þaðan til
Berlinar og þaðan til Prag (hugsanlega meö viðkomu I Leipzig).
Þá verður haldið til Köln og þaðan aftur til Hannover og flogið
heim.
Verð fyrir flugferðirnar er 49 þús. kr.
Þeir, sem áhuga hafa á þessari ferð hafi samband við skrif-
stofuna að Rauðarárstig 18 sem fyrst. Simi 24480.
Frá Fósturskóla
íslands
Umsóknir um skólavist fyrir næsta skóla-
ár, þurfa að berast fyrir 1. júni n.k.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofu skólans, Skipholti 37.
Skólastjóri.
hljóðvarp
Föstudagur
7. april
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
9.15: Steinunn Bjarman les
framhald sögunnar „Jerutti
bjrgar Tuma og Tinnu” eft-
ir Cecil Bödker (5). Til-
kynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atr. Það er svo margt kl.
10.25: Einar Sturluson sér
um þáttinn Morguntónleik-
ar kl. 11.00: Blásarasveit
Lundúna leikur Serenöðu i
Es-dúr (K375) eftir Mozart:
Jack Brymer stj./Nýja fil-
harmoniusveitin i Lundún-
um leikur Sinfóniu nr. 5 i
B-dúr eftir Schubert: Diet-
rich Fischer-Dieskau
stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Sagan
af Bróður Ylfing” eftir
Friðrik Á. Brekkan Bolli Þ.
Gústavsson les (2).
15.00 Miðdegistónleikar Rikis-
sinfóniuhljómsveitin i
Moskvu leikur Sinfóniskan
dans nr. 3 op. 45 eftir Rak-
hamaninoff: Kyrill Kon-
drashin stjórnar. Leonard
Warren, Zinka M ilanov, Jan
Peerce, Nan Merriman og
Nicola Moscona syngja
fjórða þátt úr óperunni
„Rigóletto” eftir Verdi:
NBC— sinfóniuhljómsveitin
leikur: ArturoToscanini stj.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp
17.30 Útvarpssaga barnanna:
„Hrafninn", dýrasaga cftir
Ingólf Kristjánssonjíristján
Jónsson les.
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Söguþáttur Umsjónar-
menn: Broddi Broddason og
Gisli Agúst Gunnlaugsson.
20.05 Tónleikar Sinfóniuhljóm-
sveitar islands i Háskóla-
biói kvöldið áður: —■ fyrri
hluti. Stjórnandi: Karsten
Andersen a. „Töfraflaut-
an”, óperuforleikur eftir
Wolfgang Amadeus Mozart.
b. „Bjarkamál”, sinfonietta
seriosa eftir Jón Nordal. —
Jón Múli Arnason kynnir.
20.50 Gcstagluggi Hulda Val-
týsdóttir stjórnar þætti um
listir og menningarmál.
21.40 Frönsk kammertónlist i
útvarpssal Christina Tryk
leikurá horn, Lárus Sveins-
son á trompet, Ole Kristian
Hansen á básúnu og Guðrún
Kristinsdóttir á pianó verk
eftir Guilmant, Nelhybel,
Saint-Saens og Poulenc.
22.05 Kvöldsagan: „Dagur er
up'p kominn” eftir Jón
llelgason Sveinn Skorri
Höskuldsson les (7).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Áfangar Umsjónar-
menn: Asmundur Jónsson
og Guðni Rúnar Agnarsson.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Föstudagur
7. april
20.00 Frcttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Prúðu leikararnir (L)
Gestur i þessum þætti er
leikkonan Judy Collins.
Þýðandi Þrándur Thorodd-
sen.
21.00 Kastljós (L) Þáttur um
innlend málefni. Umsjónar-
maður Guðjón Einarsson.
22.00 Hættuleg samskipti (L)
(Someone I Touched)
Bandarisk sjónvarpsmynd.
Aðalhlutverk Cloris Leach-
man og James Olson. Ung
stúlka er haldin kynsjúk-
dómi og henni er gert að
gefa upp nöfn þeirra, sem
hún hefur átt mök við und-
anfariðhálft ár. Einn þeirra
er Sam Hyatt. Kona hans á
von á fyrsta barni sinu eftir
margra ára hjónaband.
Þýðandi Oskar Ingimars-
son.
23.10 Dagskrárlok
Kópavogur
þá nýlega hlotið hina harkaleg-
ustu meðferð flokksbræðra sinna
i prófkjöri i Reykjaneskjördæmi
vegna Alþingiskosninganna.
Þegar nú framboðslistinn i
Kópavogi kemur loks fram i
dagsljósið hefur Richard hins
vegar tekið sér annað sætið á
listanum og er prófkjörið þannig
hunzað á hinn herfilegasta háttog
hafa Sjálfstæðismenn það við orð
i Kópavogi að leiðin til árangurs i
prófkjöri sé helzt sú að taka ekki
þátt i þvi yfirleitt.
Guðni Stefánsson járnsmiður
hlaut annað sætið i prófkjörinu en
honum hefur verið varpað niður i
fimmta sætið á listanum eins og
gengið hefur verið frá honum
undir lokin.
Framboðslisti Sjálfstæðis-
manna i Kópavogi var „sam-
þykktur” á fundi sl. miðviku-
dagskvöld eftir ákaflega miklar
og heitar deilur. Var smölun
geysileg fyrir fundinn og mun
hafa komið til atkvæðagreiðslu
aftur og aftur áður en niðurstaða
fékkst.
Heimildir greina að deilurnar i
Sjálfstæðisflokknum i Kópavogi
hafi harðnað heldur en hitt við
þessi málalok og munu ýmsir
geyma harma sina að sinni þótt
gleymist ekki. Meðal Sjálfstæðis-
manna i Kópavogi er nú unnið af
fullu kappi að mótframboði við
bæjarstjórnarkbsningarnar.
Alþingi 0
förnu. Ekki raunar eins mikið og
hávaxtapostular hafa viljað vera
láta, vegna þess að sparifé hefur
notiö skattfrelsis en rýrnað samt.
Hverjir eiga þetta sparifé?
Hverjir hafa verið rændir? Spari-
fjáreigendum má skipta i 3 hópa.
I fyrsta flokki er fólk sem leggur
peninga i banka um stundarsakir,
ætlar að fjárfesta bráðlega eða
flakka til sólarlanda, örfáir vilja
eiga fyrir skattinum næst þessi
hópur er stærstur á honum er
langmest hreyfing, þar er ekki
um verulegt óréttlæti að ræða,
þar sem rýrnunin dreifist á svo
marga aðila. Þá eru börn og
unglingar með litilsháttar upp-
hæðir, þeirra fé rýrnar auðvitað
þó er sú meðferð ekkert hjá með-
ferðinni á unglingum þeim sem
leggja skyldusparnað sinn I hús-
næðismálalánakerfið en þar er
um ógurlegt óréttlæti að ræða.
Loks er svo hópur aldraðra sem
leggur fé fyrir til elliára. Þeirra
hlut verður að tryggja. Hann
mætti bæta I gegnum trygginga-
kerfi og e.t.v. eftir fleiri leiðum.
Þá er verðtrygging leið sem
hugsanlega mætti fara i auknum
mæli. Sá er meginkostur al-
mennrar verðtryggingar að þá
óska flestir eftir þvi að verðbólga
haldist i skefjum.
Sú skoðun að hlut sparifjáreig-
enda verði aö tryggja er góðra
gjalda verð en hlut þeirra má
ekki skoöa sem afmarkað svið
óháð öðru efnahagsástandi I þjóð-
félaginu enda er hlutur þeirra
engu bættari ef efnahagskerfið er
lagt i rústir og atvinnuvegirnir
lamaðir. Hér verður að breyta
um stefnu, hlutur sparifjáreig-
enda er eins og annarra lands-
manna svo bezt tryggður að hér
sé blómlegt atvinnulif og gjald-
þoli einstaklinga sé ekki ofboðið.
Þess vegna tel ég að rétt sé aö
breyta Seðlabankalögunum og
fela rikisstjórninni milliliðalaust
vald sem hennar er i umboði Al-
þingis.
Tíminner j
peningar j
j AuglýsicT |
| í Támanum $
FREEPORTKLÚBBURINN
boðar til
RAÐSTÉFNU
mcð
DR. FRANK HERZLIN
eiganda og yfirlækni
FREEPORT HOSPITAL
um efnið
THE FREEPORT PHILOSOPHY
FOR SUCCESSFUL LIVING
að
HÓTEL SÖGU
laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. apríl 1978
kl. 10-12 og 13.30-16.00 báða dagana
Ráðstefnan er öllum opin
Þgjttökugjald kr. 3.000.00 greiðist við innganginn