Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 27. april 1978 Frakkland: Hækkanir á opinberri þjónustu — kosningaloforðin þegar gleymd Paris/Reuter. Franska stjórnin samþykkti i gær miklar hækkanir á ýmissi opinberri þjónustu og nauösynjavörum. Fargjöld meö lestum hækka og sama er aö segja um kol, gas og rafmagn. Forsætisráöherrann, Raymond Barre, sagöi aö hækkanirnar, sem nema allt að 20% heföu veriö óumflýjanlegar vegna þess aö rekstrarhallinn á rlkisreknum fyrirtækjum eykst stööugt. ,,Við tókum þessa ákvöröun ekki aö gamni okkar”, sagöi Barre. Hækkanirnar sem koma aöeins mánuöi eftir aö hægri- og miö- flokkamönnum tókst aö sigra vinstrimenn i þjóöaratkvæöa- greiðslu, munu hafa áhrif á verð- bólguprósentuna, en veröbólgan I Frakklandi er nú 9.2% á árs- grundvelli. Er kosningabaráttan stóö sem hæst lofaði stjórnin heldur betur upp i ermina sina og sagöi, aö hækkanir á opinberri þjónustu kæmu ekki til greina. Taliö er aö hækkanirnar muni valda miklum úlfaþyt meðal vinstrimanna I stjórnarandstööu og verkalýös- forystunnar. 1 næstu viku mun stjórnin fjalla um hækkun launa hinna lægstlaunuöu i Frakklandi, en þær hækkanir munu koma tií framkvæmda fyrsta maí. ítalskir læknar í verkfalli Eritreskir skæruiiöar. Eþíópíuher gerir loftárásirá borgir í Erítreu Róm/Reuter.A miönætti hófu 43 þusund italskir læknar verkfall til þess aö reyna aö fá stjórnvöld til að hraöa samningaviðræöum um nýja starfsamninga handa lækn- um. Talsmaður þriggja stéttarfé- lága lækna sagði, aö læknar myndu aöeins sinna neyöartilfell- um á meöan á verkfallinu stend- ur. Viöræður um samningana, er hófust 1974, hafa nú legiö niöri i u.þ.b. eitt ár. Það eru læknar sem vinna á sjúkrahúsum sem nú fara i verk- fail, en þeir krefjast hærri launa, aukins frelsis til aö vinna utan sjúkrahúsanna og að meira fé verði variö til heilsugæzlu á Italiu. Nær öll itölsk sjúkrahús eru rekin með halla og hafa yfir- völd i hverju héraöi sem annast rekstur sjúkrahúsanna, beðið um fjárstuðning úr rikissjóöi. Róm/Reuter. Uppreisnarmenn i Eritreu sögðu i gær að eþiópiskar þotur hefðu varpað sprengjum á þorp og borgir i Eritreú i hartnær mánuð. Sprengjuárásirnar eru taldar ætlaðar til að undirbúa jarðveginn fyrir innrás Eþiópiu- manna sem hyggjast ná aftur yf- irráðum á svæðinu. Meira en 100 manns hafa látið lifið i sprenging- únum, flestir nærri Asmara, höf- uðborg Eritreu, og Keren, sem er norðarlega á svæðinu. Þessar upplýsingar eru hafðar eftir Ermias Debesai, talsmanni frels- ishreyfingar Eritreu. Eritreumenn náðu borgunum, sem nú verða verstúti i sprengin- unum, á sitt vald i fyrra. Tvær frelsishreyfingar berjast fyrir sjálfstæði Eritreu, sem var itölsk nýlenda, en afhent Eþiópiu 1950, samkvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna Ránið á Aldo Moro: Lögfræðing- ur Curcios hugsanlegur milligöngu- maöur Torino/Reuter. Renato Curcio leiötogi Rauöu herdeildarinnar mætti viö réttarhöldin i Torino i gær i fyrsta skipti eftir aö ræn- ingjar Moros geröu grein fyrir hverja þeir vildu fá lausa i skipt- um fyrir Moro. Fjórir þeirra sem nú koma íyrir rétt i Torino, eru meöal þrettánmenninganna sem farið er fram á að látnir veröi lausir i skiptum fyrir forsætis- ráðherrann fyrrverandi. Skæru- liðarnir virtust rólegir við réttar- höldin, en einn þeirra Roberto Ognibene, gaf sig litið að félögum sinum og sagði lögfræðingur hans hann svartsýnan vegna þess að stjórnvöld hefðu neitað að semja við ræningja Moros, þrátt fyrir að þeir hefðu nú gert grein fyrir kröfum sinum. Giannino Guiso, sem lengi var einkalögfræðingur Curcios, sem ver nú aðra skæruliða viö réttr- höldin i Torino, átti langar viðræður viö Curcio i réttarhléi. Guiso hefur verið nefndur sem húgsanlgur milligöngumaöur milli ræningjanna og stjórnvalda. Castro hefur herferð gegn glæpum og ósiðsemi —hemaðar- sigrar í Afríku minnka ekki vanda- málin á Kúbu Talsvert hefur borið á fjárhættuspili, vændi, eitur- lyfjaneyzlu, ránum og nauögun- um á Kúbu að undanförnu. Stúlkurnar fyrir framan Rivi- era hóteliö i Havana eru i raun vændiskonur,' hópar unglinga fara rænandi og ruplandi um höfuðborgina og einnig er viö talsverðan vanda vegna eiturlyfja að striða i ftavana. Þessar upplýsingar eru ekki fengnar frá andstæöingum Castros i Bandarikjunum, held- ur eru það valdhafarnir á Kúbu sjálfir, sem nú hafa miklar áhyggjur af versnandi ástandi i siðferðis- og glæpamálum. Þrátt fyrir mikla sigra Castros i Eþiópiu og vanda sem hann á við að etja i Angóla, virðist hann einnig þurfa aö leiða hugann að versnandi ástandi heima fyrir. Þegar vandamál koma upp. En hver er ástæðan fyrir þvi aö málum er nú svo háttaö á Kúbu? Fram til þessa hefur aö- eins veriö ráðizt að glæpastarf- seminni meö orðum. Þaö er söguleg staöreynd, að þegar Castro hefur átt við meiri háttar stjórnmálaleg vandamál að etja, hefur hann hrundið af stað „sókn”. 1967, þegar sambandið við Moskvu var afar slæmt, hóf Castro mikla herferð gegn smásölum á Kúbu, sem hann kvað grafa undan efnahagslifi landsins. Þrem árum siöar, þegar sykuruppskeran brást, var sókn gerö gegn 25 félögum úr hinum upprunalega kommúnistaflokki Kúbu, sem stofnaöur var á undan flokki Castros, og þeir fangelsaðir. Þannig var huga almennings dreift og hiö eiginlega vanda- mál, uppskerubresturinn, gleymdist. Ahyggjur sækja aö Castro heima og erlendis. Harðar refsingar. Herferöin, sem nú er hafin gegn glæpum á Kúbu, kann aö eiga orsakir i öðru vandamáli. Það er vart mögulegt, að i eins öguöu þjóðfélagi og á Kúbu, séu glæpir mikið vandamál. Þaö er einnig harla óliklegt að lögregl- an i landi, þar sem innanrikis- ráöuneytið er riki i rikinu, standi eins máttlaus og Castro vill vera láta. Vegna hvatningar Castros hefur stjórn Kúbu nú komið á hertum hegningarlög- um, og íiggur dauðadómur við mun fleiri sökum en áður, t.d. hermdarverkum, morðum, rán- um og nauðgunum. Samkvæmt hinum nýju lögum eru hermdar- verk, „verknaður sem ógnar öryggi rikisins”, t.d. „morðtil- raunir við leiðtoga eða fulltrúa kommúnistaflokksins, meðlimi rikisstjórnarinnar og fjölskyld- ur þeirra.” Dauðarefsing liggur við rán- um á bátum og flugvélum, og þeir sem eitra matvæli eiga dauðadóm yfir höföi sér . Þeir sem neyða stúlkur undir tólf ára aldri til kynmaka, og kynvillingar, sem hafa mök viö unglinga yngri er 16 ára, mega búast við þvi að horfast i augu við aftökusveitina. Fyrir mörg önnur afbrot er nú refsað harðar en áður, má nefna, að ef sannast, aö maöur hafi haft kynmök viö ógifta stúlku á aldrinum frá 14 til 18 ára er hann fangelsaður i niu mánuði. Kynvillingum og þeim er fram- kvæma fóstureyðingar, er refs- að með nokkurra ára fangelsi. Þung viöurlög eru sömuleiðis við ræktun og sölu marihuana, og veömangi hvers konar. í fangelsi fyrir að taka vexti. Ólögleg fjármálastarfsemi er tekin fyrir i hinum nýju hegn- ingarlögum á Kúbu. Þeir sem lána fé gegn vöxtum eru dæmd- ir i allt að fimm ára fangelsi. „Við getum ekki snúið baki við vandamálinu og látið sem ekk- ert sé”, segir Castro. „Við verðum að virða lögin og vernda heiðarlega borgara.” Það er óleyst gáta hvers vegna allar þessar tegundir glæpastarfsemi eru allt i einu komnar i ljós i Havana og lik- legast er, að skýringanna sé að leita á tveim stöðum Forystumenn kommúnista- flokksins þurfa vafalaust aö beina athygli almennings frá striðsrekstrinum i Afriku, sem er mikil byrði á litlu eysam- félagi, og sömuleiðis er sykur- uppskeran nú mjög léleg vegna óvenju mikillar úrkomu. Fyrir æskulýðshátíðina. Ef til vill er Castro aðeins að undirbúa æskulýðshátiöina, sem halda á i Havana i sumar. Þá munu unglingar frá Evrópu, Bandarikjunum, Suöur Ameriku og ýmsum kommúnistarikjum flykkjast til Kúbu. Þessi innrás ásamt stöð- ugum straumi ferðamanna s^m flytja með sér framandi hug- myndir til Kúbu, á e.t.v. þátt i herferð Castros gegn afbrotum. Glæpirnir gætu færzt i vöxt um leið og fólk með aðrar siðferð- ishugmyndir heimsækir Kúbu i auknum mæli. Vera má að engin ofan- greindra tilgátna sé rétt og önn- ur vandamál sem stjórnin á við að etja séu þess valdandi að draga þarf athygli almennings að glæpaherferðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.