Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 10
10 Fiinmtudagur 27. april 1978 l Efling Hólastaðar Um nukkurra ára skeið hafa staðið umræður um, að gera þurl'i sðrstakt álak til að ella Hóla i Hjaltadal. Astæða er til að li'ta til baka og rifja upp það, sem efst hefur borið i þeim um- ra'ðum. Annars vegar er hérum að ræöa áhuga á eflingu Hóla af halfu þeirra, sem tala i nafni kirkju og kristni. f>ar hel'ur einkum verið haldið á lofti tveimur hugmyndum. Þær eru endurreisn biskupsseturs og stofnun lýðháskóla. Til er sjóð- ur, sem stofnaður var til að hrinda hugmyndinni um lýðhá- skóla i framkvæmd, en þó verð- ur ekki séö, aö baráttumál kirkjunnar manna fyrir upp- byggúigu Hóla sóu að komast á ákvörðunarstig, hvað þá fram- kvæmdastig. Hér er ekkiástæða tilað fara fleiri orðum um þenn- an þátt i uppbyggingu Hóla, nema að þakka þann áhuga og velvilja, sem máleínum Hóla er þarna sýndur. Hin hliðin i umræðum um uppbyggingu lfóla hefur snúið að Bændaskólanum á staðnum. Tvennum meginrökum hefur þar verið beitt málefnum Hóla til framdráttar. Onnur eru þau, að senn dragi aö aldarafmæli Bændaskólans.en það verður að fjórum árum liðnum, árið 1982. Ástæða hefur þótt til að minnast þeirra timamóta á einhvern þann hátt, sem eftir verði tekið pg varanlegur væri. Hin rökin eru þau, að stöðnun hefur átt sér stað i uppbyggingu skólans undanfarin ár, en á sama tima heíurveruleg uppbygging orðið við hinn bændaskólann i land- inu, á Hvanneyri. Bent hefur verið á, að brýnt sé, að draga sem mest úr þessum aðstöðu- mun. Aö öðrum kosti standi þessar bræörastofnanir óeðli- legaójafnt að vigi.er bændaefni velji sér skólavist, þar sem Hvanneyri býður upp á veru- lega betri aðbúnað fyrir nem- endur. Eítir aö málefni Hóla höfðu verið tekin fyrir á Búnaöar- þingi, Alþingi og viðar, og kom- iö haföi i ljós, aö umræöur féllu allará einn veg, skipaði Halldór E. Sigurðsson landbún- aðarráöherra nefnd til að gera tillögur utn uppbygg- ingu staöarins. 1 nefndina voru skipaðir: Haraldur Árnason, skólastjóri, HOIum, formaöur. Björn Jónsson, bóndi, Bæ, Hjalti Pálsson, framkvæmdastj., Reykjavik. Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi, Tjörn. Páll Pétursson, alþv., Höllustöðum. Pálmi Jónsson, alþm. Akri, og Sigrún Ingólfsdóttir, fyrr- verandi skólast jórafrú á Hólum, en hún mun hafa sagt sig úr nefndinni. Nefndin mun ekki hafa lok- iö störfum, en fyrir liggur, að tillaga hennar að fyrstu frám- kvæmd á staðnum er, að byggt skuli hesthús á Hólum, og hefur þegar verið veitt nokkru fjár- magni til framkvæmdarinnar á fjárlögum y firstandandi árs. Hér er ástæða til að staldra viðog minna á það, aðsúbylgja góðvilja og stuðnings, sem mál- efni Hóla erunú borin uppi af, á rætur að rekja til væntanlegs aldarafmælis Bændaskólans og samanburðar á aðstöðu Bænda- skólans á Hólum við Bænda- skólann á Hvanneyri. Yfirlýst er, að allt skólahúsnæði og öll útihús á staðnum þurfi að endurreisa, þótt núverandi skólahúsnæði muni i framtiðinni verða notað áfram til ýmissa þarfa. Það liggur hins vegar undir skemmdum, er óeinangr- að að hluta og illa farið af sliti. Á Hólum er starfandi hrossa- kynbótabú i eigu rikisins. Búið lýtur sérstakri stjórn og nýtur serstakra fjárveitinga úr rikis- sjóði, en rekstur þesser að öðru leyti samtvinnaður rekstri skólabús Bændaskólans. Segja má, að hrossakynbótabúið sé i nokkurs konar fóstri hjá Bændaskólanum, en á hinn bóg- inn fer þvi fjarri, að tilvera Hrossakynbótabúsins á staðn- um sé lifshagsmunamál fyrir Bændaskólann. Reyndar má færa rök bæði með og móti þvi, hvern hag Bændaskólinn hefur af fóstrinu, frá -sjónarhóli skól- ans sem menntastofnunar. Nú horfir hins vegar til þess, að gjöf þjóðarinnartil Hólastað- ar á aldarafmæli Bændaskólans verði liesthús.í eyrum margra hljómar þetta sem argasta háð. Verður haldið upp á afmælið i hesthúsi, er spurning, sem dynur i eyrum. Það, sem hér- er að gerast, minnir einna helzt á það, þegar Guðlaugur heitinn Rósinkranz, Þjóðleikhússtjóri, réði til leik- hússins þekkta og virta söng- konu, en þegar hann ætlaði að taka á móti henni á flugvellin- um, var allt önnur söngkona komin. Leiksýningarnar gengu þó sinn gang, en öðru visi en til var stofnað. Staða Bændaskólans á Hólum sem kennslustofnunar er veik um þessar mundir, hvað aðsókn snertir. Við þær kringumstæður er einsýnt, að allra tiltækra ráða verður að leita til að efla skólann. Bygging hesthússins er ekki til þess fallin að efla skóla- starfið sem fyrsta verkefni i uppbyggingu staðarins. Ef hér væri nóg aðsókn og aðbúnaður i lagi, væri margt, sem mælti með hesthússbyggingu. En við núverandi aðstæður eru miklar likur á þvi, að hesthúsbyggingin verði hnekkir fyrir skólastarfið. Þegar hestamennska verður orðið stærsta tromp staðarins, þá breytast þau alvöruvinnu- brögð, sem hér hefur verið reynt að viðhafa, i leik og skemmtan. Bændaskólinn á Hólum er rekinn til að efla einn af undir- stööuatvinnuvegum þjóðarinn- ar, landbúnaðinn. Hlutur hests- ins er núorðið litill i þeim at- vinnuvegi, en sjálfsagt er, að hann skipi þar þann sess, sem honum ber. Hestamennska nú á dögum á sér hins vegar eðlileg- an sess við hliðina á öðrum hressingar- og heilsubótar- iþróttum svo sem sportveiði, golfiþrótt o.s.frv. Þetta hafa hestamenn sjálfir fundið og þvi leitað eftir aðild að fþróttasam- bandi Islands. t trumvarpi til laga um bún- aðarfræðslu, sem nú liggur fyrir Alþingi segir, að reka skuli bændaskóla á Hólum. Þetta frumvarp er lagt fram af land- búnaðarráðherra og það er þvi skylda þeirra, sem landbún- aðarráðherra hefur tilnefnt til að vinna að uppbyggingu Hóla, að haga störfum sinum þannig, að þessu ákvæði verði fullnægt. Á þvi skólaári, sem nú er að ljúkaeru 19 nemendur i Bænda- skólanum á Hólum, en i honum geta um 40 nemendur stundað nám. A sama tima er Bænda- skólinn á Hvanneyri fullsetinn. Fátt bendir til að á næsta skóla- ári verði aðsókn meiri á Hólum, en i' ár, nema siður sé. Við telj- um þvi að brýnasta hagsmuna- mál skólans nú, sé að láta þær íramkvæmdir ganga fyrir i upp- byggingu staðarins, sem laði að nemendur með áhuga á búfræði að skólanum. Margt mælir með þvi, að á Hólum verði i framtiðinni rek- inn búnaðarskóli fyrir 70-80 nemendur. Með þvi fengist t.d. æskileg verkaskipting milli kennara. Miðað við tveggja ára búfræðinám eins og gert er ráð fyrir i fyrmefndu frumvarpi til búnaðarfræðslulaga, og núver- andi húsaskipan skólans yrði þá unnt að útskrifa 20 búfræöinga á ári. Auðsýnilega á það alllangt i land, að á Hólum risi nýtt skóla- hús, en viðráðanlegra takmark væri að stefna að þvi að taka það i notkun eftir einn áratug. Meðan unnið er að þvi,ber að nýta sem bezt það skólahús, sem fyrir er. Unnt er með nokkrum breytingum á þvi að vista, kenna og hafa mötuneyti þar fyrir 60 nemendur. Til þess að það sé kleift, þarf að reisa einn kennarabústað, til að rýma kennaraibúð, sem er i skólahús- inu. Við blasir, að brýnasta verk- efnið til eflingar Bændaskólans á Hólum er að endurbæta skóla- húsið, gera það vatns- og vind- helt og breyta þvi i fyrrgreint horf. Með nýju skólahúsi yrði siðan framtiðarstærð skólans ákveðin. Efling verknáms er krafa nú- timans innan búfræðináms, sem og i öðru námi. Aðstaða til verk- náms i hirðingu og meðferð bú- fjár mun batna um leið og úti- hús eru endumýjuð. Hins vegar er þörf á verknámi i búfræði hvað mest innan bútækni. Nýtt húsnæði fyrir kennslu i verk- legri véla- og verkfærafræði er því sú nýbygging, sem mest drægi bændaefni að skölanum, jafnframt þvi, sem viðráðanlegt væri að hafa það tilbúið á aldar- afmæli skólans. AHólum erreitur, sem nefnd- ur er „Gróörarstöðin” i daglegu tali. Þar hóf Sigurður Sigurðs- son, skólastjóri á Hólum og sið- ar búnaðarmálastjóri, trjárækt skömmu eftir aldamótin. Þessi reitur er nú i niðurniðslu, en með tiltölulega litlu átaki mætti breyta honum i notalegt útivist- arsvæði. Þvi marki ætti einnig að ná fyrir afmælið. Margt bendir til þess, að nýju skólahúsi verði bezt komið fyrir ágrunni núverandi fjóss, sem er um fimmtiu ára gamalt. Af þvi leiðir, að af útihúsum staðarins er brýnast aö byggja fjós, þann- ig aö rúma megi grunninn um leiö og léleg bygging er endur- nýjuð. Hérskal látið staðar numiðað sinni, en að lokum viljum við óska þess, að mál þessi megi snúast Hólastað til meiri gæfu en nú horfir, og að orðtakið forna „Heim að Hólum” hljóti á ný þann sess i vitund fólks, sem það hafði. Matthias Eggertsson Sigtryggur Björnsson Stefán Snæbjörnsson Jón Friöbjörnsson kennarar við Bændaskólann á Hólum. Skjaldhamrar í Búðardal Leikklúbbur Laxdæla i Búðar- dal hefur nú aö undanförnu sýnt leikrit Jónasar Árnasonar, Skjaldhamra, undir leikstjórn Guðmundar Magnússonar. Mér veittist sú ánægja að vera við- stödd eina sýninguna, og get ég vart orða bundizt yfir frarnmi- stööu þeirra, sem þar komu fram. Efni Skjaldhamra er flestum kunnugt, svo viða hefur leikurinn. verið sýndur, að ég fer ekki út i sögu hans. Leikendurnir, þau Asa Margrét Jónsdóttir, Benóný Pét- ursson, Magnús Guðmundsson og Svavar Garðarsson, fóru á slikum kostum, að mér gleymdist að þar væru „amatörar” á ferð. Þau Sigrún Siguröardóttir og Jón Pét- ursson sýndu einnig mikil tilþrif i sinum hlutverkum. Sú spurning kemur öneitanlega upp i hugann eftir að hafa orðið vitni að svo frábærri frammi- stöðu, hverjum hún sé að þakka. Ég tel ekki nokkurn vafa á þvi, að heiðurinn verði að falla i skaut leikstjórans, Guðmundar Magnússonar. Honum hefur tek- izt að ná fram öllu þvi bezta, sem i leikendum býr, og þá er sigurinn unninn. Dauðir punktar voru hvergi, engar vandræðalegar kyrrstöður ■' samtölum, eins ogoft vill bregða við, og framsögn öll hin bezta. Ég vil að lokum þakka þessu ágæta fólki, sem að sýningunni stóð, mjög ánægjulega kvöld- stund, sem seint mun gleymast, og óska Leikklúbbi Laxdæla alls hins bezta i framtfðinni. Geirmundarstöðum 10.4. Carinen Bonitch

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.