Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 6
fíifliLUu; 6 Halldór E. Sigxirdsson: Ú tflutnings - gjaldið trygging fyrir jofnuði ins hefðu verið stórauknar á undanförnu ári og samkvæmt útreikningum Þjöðhagsstofnun- ar hefðu tekjur bænda" hækkað um 60-70% á siðasta ári og þvi stæðist ekki sú kenning Alþýðu- bandalagsmanna að rikissjórn- in hefði ekki gert neitt til að mæta vanda landbúnaðarins. Hitt væri firrukenning Alþýðu- bandalagsmanna að þessum vanda^fnætti mæta eingöngu með auknum niðurgreiðslum. Smjörútsalan nústandandi sýndi það svart á hvitu. Smjör- sala hefþi stóraukizt fyrstu dag- ana eftir að útsalan hófst, en þótt verð á smjöri hefði ekkert hækkað siðan, væri sala nú komin i meðallag. Þá sagði Halldór, að hið sanna i þessum málum og þrátt fyrir áróðurspólitik Alþýðubanda- lagsins, væri það aö árið 1977 yrði að öllum likindum betra ár fyrir bændur en árið 1973 og hefði það ár veriö talið það bezta um áratugaskeið. Miklar umræður urðu um þessi mál i kjölfar ræðna Ragn- ars og Halldórs. Til máls tóku Páll Pétursson (F). Ingi Tryggvason (F).Pálmi. Jótisson (S), Stefán Jónsson (Abl) og Ólafur Óskarsson (S). Á fundi sameinaðs Alþingis i fyrradag kvaddi sér hljóðs utan dagskrár Ragnar Arnalds (Abl) og kvaðst vilja vekja athygi á nýákveðnu útflutningsgjaldi á dilkakjöt. Með gjaldtöku þess- ari sagði hann að verið væri að kippa rekstrargrundvellinum undan meðalbúum. Beindi Ragnar tveimur fyrirspurnum til landbúnaðarráðherra, Hall- dórs E. Sigurðssonar. i fyrsta lagi hvort rétt væri að ákvörðun hefði verið tekin um gjald þetta og hvort sauðfjárbændur ættu að bera það án gagnráðstafana. i öðru lagi spurðist Ragnar fyrir um hvort ekki væri ætlunin að gera einhverjar ráöstafanir til að auka neyzlu innanlands á kindakjöti. Halldór E. Sigurösson svaraði fyrirspurnum Ragnars og vakti athygli á áróðurskenndum rangfærslum i ummælum þing- mannsins. í fyrsta lagi væri alls ekki um gjaldtöku að ræða i þeim skilningi er þingmaðurinn hefði gefið i skyn. Hér væri um að ræða tryggingu til aö firra vandræðum ef svo skyldi fara að útflutningsbætur dygöu ekki til aö mæta útflutningi á kinda- kjöti á árinu eins og allar likur bentu nú til. Það væri fram- Halldór E. Sigurðsson. kvæmdanefnd Framleiðsluráðs sem tekið hefði ákvörðun um gjald þetta og ætti það að tryggja að jöfnuður verði á milli sláturleyfishafa ef það ástand skapaðist að útflutningur færi fram úr þeim ramma sem lög leyfðu útflutningsbætur á. Ef hins vegar útflutningur yrði inn- an rammans, yrði þetta endur- greitt. Þá vakti Halldór athygli á, að niðurgreiðslur til landbúnaðar- SAKNA FRUM- VARPS GYLFA Ólafur Jóhannesson við- skiptaráðherra mælti i gær á fundi efri deildar fyrir frum- varpi til laga um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, en frumvarp þetta hefur verið afgrcitt og samþykkt i neöri deild. Aöur hefur verið gerð grein fyrir frumvarpi þessu hér á þingsiðu, en það gerir ráð fyrir frjálsri verðlagningu þegar samkeppni er nægileg til þess að tryggja æskilega verðmyndun og sann- gjarnt verðlag. t ræöu sinni i gær vék ólafur Jóhannesson að gagnrýni Gylfa Þ. Gislasonar þess efnis að frumvarpið væri samhljóða frumvarpi er Fram- sóknarmenn hefðu átt aðild að að fella 1969. Minnti Ólafur á að hann hefði áður gert grein fyrir hvað væri likt meö frumvörpun- um og benti á umsögn vinnu- veitenda til staðfestingar þvi að frumvörpin væru ekki sam- hljóða. Það væri svo annað mál að vinnuveitendur söknuðu ým- iss úr frumvarpi Gylfa. Ólafur Jóhannesson. Forstöðumenn ríkisstofnana aðeins ráðnir til 6 ára í senn A fundi efri deildar Alþingis á mánudag mælti Ragnar Arnalds (Abl) fyrir frumvarpi til laga um endurnýjun i stöðum forstöðu- manna rikiss tof nana . Sagði Ragnar i framsöguræðu að frum- varpið væri flutt i þeim tilgangi að stuöla aö hæfilegri endurnýjun og mannaskiptum I ríkiskerfinu en ákvæði þess næðu þó aðeins til yfirmanna rikisstofnana. Frumvarpið gerir ráð fyrir að forstöðumenn rikisstofnana skuli aðeins settir, ráðnir eða skipaðir til 6 ára i senn og stuðla beri að hæfilegri endurnýjun i þessum stöðum, einkum þegar sami mað- ur hefur verið i starfinu 12 ár eöa lengur. Lagði Ragnar áherzlu á að i ákvæðum frumvarpsins fæl- ist þó engin skylda fyrir ráðherra, en hins vegar auðveldaði þetta þeim að stuðla að æskilegri end- urnýjun og auðveldaði ennfremur forstöðumönnunum aö vikja úr embætti á grundvelli lagatil- mæla. alþingi Ragnar Arnalds. væri i flestum ef ekki öllum tilvik- um æskilegt að stuðla að hreyf- ingu og endurnýjun i rikis- og stjórnkerfinu. Steingrlmur Hermannsson Steingrimur Hermánnsson (F) tók til máls að framsögu Ragnars lokinni og kvaðst styöja frum- varpið. Sagðist hann telja að það Fimmtudagur 27. april 1978 Tölvuskráning A vegum dómsmálaráðherra, Ólafs Jóhannessonar, hefur verið sam- iðog lagt fram frumvarp til laga um kerfisbundna skráningu á upplýs- ingum er varða einkamálefni. t fvrstu erein segir um eildissvið laganna : „Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar á upplýsingum •varðandi einkamálefni, þ.á.m. fjárhagsmálefni einstak Iinga, stofnanfyrirtækja eða annarra lögpersóna.sem sanngjarnt er og eðlilegt, að leynt fari. Lögin taka bæði til skráningar af hálfu fyrir- tækja, félag og stofnana og til skrðningar á vegum opinberra aðila. Mcð kerfibundinni skráningu upplýsinga er átt við söfnun og skráningu ákveöinna og afmarkaðra upplýsinga i skipulagsbundna heild. Akvæði laganna eiga við um upplýsingar um einkamálefni, er varða tiltekinn aðila, þótt hann sé ekki nafngreindur, ef hann er sérgreindur með nafnnúmeri eða skráningarauðkenni, sem unnt er að persónu- greina fyrir þá, sem búa yfir greiningarlykli.” t fimmtu grein þessa lagafrumarps segir m.a.: „Atvinnufyrirtæki, atvinnurekendur, stofnanir og félög og sambæri- legir aðilar mega þvi aðeins koma við kerfisbundinni skráningu upplýsinga, er 1 gr. tekur til að skráning sé eðlilegur þáttur I starfsemi, sem slikir aðilar hafa um hönd, sbr. þó ákvæði 11. og IIJ. kafla. Óheimilt er að skrá upplýsingar, er varða þjóðerni manna, þjóðflokk, kynþátt og litarhátt, svo og skoðanir þeirra á stjórnmálum eða einstök- um stjórnmálaiegum efnum og á trúmálum, nema sérstök lagaheimild standi til þess. Skráning er þó heimil, ef hinn skráði hefur látið i té upplýsingar eða þeirra er aflað með samþykki hans og við þær aðstæð- ur, að honum getur eigi dulizt, aö ætlunin er að skrá þær með þeim hætti, er greinir I 1. málsgr. Það er fremur skilyrði, að aðila sé brýn nauðsyn vegna starfsemi sinnar að skrá upplýsingarnar.” Nánar veröur verð grein fyrir frum varpinu siðar. Jöfnunargjald Lagt hefur verið fram stjórnarfrumvarp til laga um jöfnunargjald. i frumvarpi þessu er gert ráð fyrir aö lagt verði sérstakt jöfnunargjald á innflutning sömu iðnaðarvara og framleiddar eru hér á landi, til að vega upp á móti þeim söluskatti sem veröur hluti framleiöslukostnaðar þessara vara samkvæmt gildandi söluskattslögum.” Skal gjald þetta vera 3% og greiðast í rikissjóð. Þaö skal greiða af tollverði innfluttrar vöru og skal innheimt á sama hátt og aöflutningsgjöld og njóta sömu lögverndar og þau gjöld. Tekjum af þessu gjaldi skal ráðstafa á fjár- lögum ár hvert og að hluta til eflingar iðnþróunar. Tekjum af gjaldinu f ár skal ráðstafa samkvæmt ákvörðun rikisstjórnarinnar. Reiknað er með aö lög þessi séu til bráðabirgða eða þar til virðisaukaskattur verður upp tekinn I landinu en uppsöfnunaráhrifum yrði með honum eytt. Ný lög frá Alþingi Þinglýsingarlög Frumvarp til þinglýsingariaga var afgreitt sem lög frá Alþingi I gær ásamt 9 fylgifrumvörpum. Lög þessi miöa aö þvi að greiðar óg öruggar upplýsingar megi fá um réttindi yfir fasteignum og að reglur um réttaráhrif þinglýsingar séu sem skýrastar. Stefnir frumvarpið að gleggri og öruggari skráningu fasteignaréttinda en verið hefur og að bættum háttum á vörzlu skjala. Tollamál Samþykkt hefur verið sem lög frá Alþingi frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina að fullgilda fyrir tslands hönd samning milli Lýðveldisins islands og Sambandslýðsveldisins Þýzkaiands um gagnkvæma aðstoð i tollamálum. Umrædd aðstoð felst annars vegar i almennri framkvæmd tollalaga og hins vegar i aðstoð til að koma I veg fyrir, rannsaka og upplýsa brot á tollalöggjöfinni. Lóðamál Samþykkt hefur verið sem lög frá Alþingi frumvarp til laga um breyting á lögum um ákvörðun leigumála og söluverðs lóða og landa Reykjavikurkaupstaðar. Samþykkt hfur verið sem lög frá aiþingi frumvarp til laga um vöru- happdrætti StBS. Með iögum þessum framlengist heimild Sambands islenzkra berklasjúklinga til reksturs vöruhappdrættis um 10 ár. Bókhald Samþykkt hefur verið sem lög frá Alþingi frumvarp til laga um breyting á bókhaidslögum. Með lögum þessum er I fyrsta lagi skilyrðið um innbundna og löggilta efnahagsbók gert undanþægt. Með þvi er stefnt að þvi að opna þann möguleika aö I stað handfærslu og innbind- ingar efnahagsbókar, geti komið geymslubindi, sem ársreikningurinn >rði lagður i eöa bundinn. í öðru lagi er opnuö heimild til þess aö setja reglugerðarákvæði um geymslu bókhaldsbóka og bókhaldsgagna á filmu og annarri jafngildri eftirmynd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.