Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 11
Kimmtudagur 27. april 1978 11 Vísir Vísir leggur út af þessum orðum mínum: ,,Og vissulega væri það áfall fyrir sam- vinnuhreyfinguna,ekki fjárhagslegt áfall, heldur félagslegt áfall. Það er félagslegt áfall f yrir samvinnuhreyf inguna ef bændur verða almennt á þeirri skoðun að það sé ekki lengur rétt að leysa mál sin sameigin- lega.heldur hætti að hafa samvinnu. Það er skoðun samvinnumanna að þau verkefni sem árangursríkara og ódýrara er að leysa á félagslegum grundvelli eigi að leysa þannig,— Ef bændur vilja hins vegar að þessi háttur verði á hafður hefur sam- vinnuhreyf ingin ekkert um það að segja,því að samvinnuhreyf ingin er ekkert annað en fólkið sem að henni stendur, þar með að sjálfsögðu bændur. Og vissulega væri það mikill léttir fyrir ýmsa starfsmenn sam- vinnuhreyfingarinnar ef bankarnir tækju alf arið að sér þá fjármögnun landbúnaðar- ins sem nauðsynleg er og lent hef ur á sam- vinnufélögunum að leysa að stórum hluta, en eftir þeim létti sækist samvinnu- hreyfingin ekki. Því að það er hlutverk samvinnuhreyfingarinnar að vinna fyrir félagsmenn sína." Útlegging Vísis er þannig: ,,Það er sannarlega hagræði að því fyrir Síshringinn að fá þessa peninga inn á kerf iðfen i sjálfu sér óþarf i fyrir Tímann að viðurkenna það með svo opinskáum hætti. — Tíminn segir að hagsmunum bænda sé betur borgið í höndum Erlendar Einarssonar en þeirra sjálf ra. Fyrir þá sök eigi að láta af urðalán- Dufgus: Örstutt andsvar in fara fyrst i gegnum kerfi Sishringsins áður en bændurnir fá þau". Um þessa út- leggingu þarf ekki að fara orðum, hún dæmir sig sjálf. J. Th.H. J.Th.H. spyr í Þjóðviljanum hvaðan ú-ið í Dufgús sé komið. Hann segist kannast við nafnið Dufgus úr Sturlungu. Og hann segir einnig að við skulum öll (einnig hann?) vara okkur á bannsettri tilgerðinni. Ú-ið í Dufgús er komið úr útgáf u Guðna Jónsson- ar síðar prófessors. Frumrit Sturlungu á ég ekki,þvi miðurfog veit því ekki um upphaf- lega stafsetningu. En þar sem ú-ið kemur J.Th.H. fyrir sjónir sem tilgerð,og tilgerð virðist angra hann*skal ég fúslega bæta heiminn.þó í litlu sé,og skrifa héðan af Duf- gus. Ég vænti þess að J.Th.H. virði einnig tilfinningar mínar og andstyggð mina á til- gerð og riti framvegis undir greinar sínar J.Þ.H. J.Þ.H. eignar mér ,,einhverja ósvífnustu aðdróttun sem ég hef séð lengi". Ég fer ekki nánar út i það hér að lýsa því í hverju þessi ósvífna aðdróttun á að vera fólgin, en vil aðeins benda J.Þ.H. á að um nokkurn hugtakarugling er að ræða hjá honum. Það verður nefnilega að gera greinarmun á staðreyndum og aðdróttunum. Ef að ég segði t.d. að Lúðvik Jósepsson hefði lagt blessun sina yfir samsærið 1974 um að hátekjumennirnir i ASI fengju 10% meiri launahækkun en þeir lægst launuðu,þá væri ég að skýra frá staðreyndum. Ef ég skýrði frá því að þeir hátekjumenn, sem sömdu beint við AAagnús Kjartansson þegar hann var heilbrigðismálaráðherra fengu allt upp i tíf aldar launahækkanir á við þá lægstlaun- uðu, þá væri ég einnig að skýra frá staðreyndum. Ef ég hins vegar segði að þetta sýndi að Alþýðubandalagsmenn hugsuðu fyrst og fremst um hagsmuni þeirra hæstlaunuðu,kynni það að vera að- dróttun. Það kynni að vera aðdróttun vegna þess að hugsanlega er það ekki rétt. Það geta verið aðrar skýringar. Það kann að vera að þetta stafi af algjöru stefnuleysi eða hentistefnu. Hugsanlegt er einnig að það stafi af einhverju allt öðru,einhverju sem venjulegan mann skortir refsskap til að skilja. Söngleikar Landssamband blandaðra kóra fagnaði 40 ára afmæli sinu með eftirminnilegum hætti 14. og 15. apríl sl. Fyrri daginn sungu 8 kórar i Háskólabiói, hinn siöari 7 kórar, og auk þess 1000 manna samkór þeirra flestra, í Laugar- dalshöll. Þvi miður treystist tónlistargagnrýnandi Timans ekki til að bergja af sönghorni þessu öllu — til þess hefði þurft þorsta Þórs — og missti þvi af atburðum fyrri dagsins. En þá sungu Selkórinn á Seltjarnar- nesi, Tónkórinn á Hellissandi, Samkór Tálknafjarðar, Ar- nesingakórinn i Reykjavik, Samkór Kópavogs, Samkór Trésmiðafélags Reykjavikur, Samkór Selfoss og Kór Söng- skólans í Reykjavik. Sunnukór- inn á lsafirði var lika til leiks fyrri daginn, en sat heima veðurtepptur. Eða svo héldu menn, þar til Amerikufar lagði að landi i Reykjavikurhöfn árla á laugardagsmorguninn, með Sunnukórinn innanborðs með salt á brá og sýlda grön. Þótti mörgum fingerðum listvini mikið til um sjórán þetta, er Amerikufari, hlöðnu freðfiski fyrir markaöi vors vestanhafs, var snúið af braut i listrænum tilgangi. Annars hafði Sunnukórinn ærna ástæðu til að láta sig ekki vanta á mótið, þvi hann er eini stofnkór L.B.K. (Landssam- bands blandaðra kóra), sem ennþá er starfandi — stofnaður árið 1934. Söngleikar i Höllinni Siðari daginn söng fyrstur Kór Menntaskólans við Hamrahlið, söngstjóri Þorgerður Ingólfs- dóttir. Þessi kór er löngu lands- kunnur fyrir ágæti sitt. Efnis- skráin var forvitnileg, og til þess fallinað sýna tækni kórsins og getu, allt frá Exultate Deo eftir Scarlatti, um Móður mina i kvi, kvi (þjóðlag i Utsetningu Lanzky-Ottos) og tvær limrur eftir Pál P. Pálsson, til negra- sálmsins Elijah rook. Negra- sálmar sækja með æ meiri þunga inn i söngskrár blandaðra kóra, en yfirleitt ná tslendingar ekki tökum á þeim. Þeir sem sáu biómyndina Nash- ville, eða hafa farið i kirkju vestra, skilja við hvað er átt. En söngur þessa kórs var ,,i sér- klassa” á laugardaginn (eins og mér skilst að söngur Kórs Söng- skólans hafi verið hinn fyrri). Næst söng Arnéskórinn undir stjórn Lofts S. Loftssonar. Fé- lagar eru 40, einkum Ur GnUp- verjahreppi, Skeiðum og Biskupstungum. Kórinn leggur sig fram um fágaðan söng (öskrinu hefur verið rækilega Utrýmt, eins og Thor Vilhjálms- son komst að orði um annan kór), en fyrir vikið er söngurinn full daufur. Fyrst söng kórinn danskt lag við texta Þorsteins heitins Valdimarssonar (Raula sér visu), þá negrasálminn „Let my people go”, þá tvo „madri- gala” eftir Atla Heimi Sveins- son, og loks danskt lag — eitt- hvað um Árósa, heyrðist mér. Þessi efnisskrá var allmikið breytt frá þvi, sem i söng- skránni sagði, en hin siðar- nefnda sýnir, að Arneskórinn leitar viða fanga um söngefni, og hefði verið forvitnilegt að heyra þaðsumt. Kannski maður bregði sér austur i Hreppa við tækifæri til að heyra Arneskór- inn ,,á heimavelli”. NU lauk sundur munni Sam- kór Rangæinga, söngstjóri Frið- rik G. Þórleifsson. Þetta er ung- ur kór, stofnaður árið 1974. Hann söng eingöngu geistlega tónlist að þessu sinni, og geröi það fallega: Vér trUum allir á einn guð, ( gamalt sálmalag i Utsetningu Róberts A. Ottós- sonar), Faðir vor eftir Jón G. Asgeirsson, og islenzkt þjóðlag, Gloria tibi (dýrð sér þér), i Ut- setningu Jóns G. Asgeirssonar. Þrándheimskórinn vargestur Söngleika '78— 100 manns undir stjórn „arkitektsins og tón- skáldsins Per Hjört Albertsen”. Kór þessi er samsteypa tveggja stUdentakóra i Þrándheimi. Einsöngvari var Harald Björ- köy, mjög skemmtilegur söngvari, en að öðru leyti fannst mér fremur litið til kórsins koma og þeirra laga sem hann söng. L.B.K. er samband blandaðra kóra og kvennakóra — karla- kórar einir hafa ekki félagsrétt — og næst söng Gigjan á Akur- eyri, kvennakór undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Jakob var upphafsmaður að stoftiun Landssambandsins, fyrir 40 ár- um, en þá var hann söngstjóri Söngfélagsins I.O.G.T. Þessi vörpulegi kvennahópur söng 4 lög. Rest, sweet nymphs; Es ist ein.edle Gottesgab; og Gigjuna eftir SigfUs Einarsson, (texti Benedikts Gröndals), öll i Ut- tónlist setningu söngstjórans, og Mán- inn liður eftir Jón Leifs (texti Jóhann Jónsson), i Utsetningu Herberts H. AgUstssonar. Gunnfriður Hreiðarsdóttír steig fram Ur röðum kórsins og söng einsöng i siðastnefnda laginu með talsverðum þokka. NU söng Sunnukórinn á Isa- firði 3 lög undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar, Ris Islands fáni, eftir Pál Isólfsson og Davið, \'or eftir Jónas Tómas- son og Guðmund Guðmundsson og 1 faðmi fjalla blárra, eftír Jónas Tómasson. MagnUs Jóns- son söng einsöng i fvrstnefnda laginu, en Messiana Marseliiusardóttir lék á pianó. Yfirleitt finnst mér pianóleikur heldur til lýta i kórsöng sem þessum, og svo var i þetta sinn, þótt ekkert væri að pianóleikn- um sem slikum. Sunnukórinn syngur af miklum krafti, og ekki var laust við að sönggleði einstakra sópranradda skaðaöi heildina. Loks söng kór Langholts- kirkju, söngstjóri Jón Stefáns- son, einsöngvarar Sverrir Guö- jónsson og RUnar Matthiasson. Kórinn söngargentinska messu, Misa criolla, eftir Ariel Ramires. Þetta er hið prýðileg- asta verk, með skemmtilegum undirleik sembals, banjós, slag- verks og kontrabassa, og var flutt fyrir svosem ári i Háteigs- kirkju. Þaðsýndi sig á eftir. að i Laugardalshöll eiga ekki aðrir að syngja en rafkntíðir poppar- ar og 1000 manna kórar. enda naut Messan sin miklu verr nU en áður. En hitt vil ég segja, að þessi kór, og þó einkum ein- söngvarar hans náðu miklu bezt þvi jazz-yfirbragði sem nauð- synlegt er/ef negra- eða suð- ur-amerisk tónlist á að takast fullkomlega. 1000 raddir Hápunktur tónleikanna var að sjálfsögðu söngur Hátiðarkórs L.B.K., 1000 manns, sem söng 7 lög undir stjórn 5 stjórnenda. Jakobs Tryggvasonár. Marteins H. Friðrikssonar, Þorgerðar Ingólfsdóttur, Sigurðar AgUsts- sonar ogGarðarsCortez. Siðast söng kOrinn O guð vors lands. en þ;u- á undan tsland eftír Sigfus Einarsson. Þetta verk var frumflutt árið 1930,en öðru sinni i Fossvogskapellu fyrir tveimur árum — þá flutti það Kór og hljómsveit Söngskólans i Reykjavik. En nU lék stækkuð Sin fóniuhl jóm sveit Islands (strengirnir voru auknir með liði Ur hljómsveit Tónlistarskól- ans og Söngskólans) undir söng 1000 hálsa, en Ólöf Harðardóttir söngeinsöng. Þessi söngur allur var hinn tílkomumesti. Verður vafalaust bið á þvi að svo stór kór heyrist aftur austan Kali- forniu og vestan járntjalds og mega áheyrendur fagna þvi að hafa verið viðstaddir svo sögu- legan atburö. I veglegri söngskrá skrifar menntamálaráöherra hugvekju með kórsöng en móti lifsgæða- kapphlaupi, þá skrifar borgar- stjórinn i Reykjavik pistil, þar sem hann íagnar þvi að allt þetta söngfólk hafisótt Reykvik- inga heim, siðan skrifar Garðar CortezsöguL.B.K. i stuttu máli, en segir siðan: ,,t tilefni 40 ára afmælis Landssambands blandaðra kóra efnir sambandið nU til stærsta söngmóts sem haldið hefur verið hérlendis. Tilgangurinn með söngmótinu er margþættur, en hann er fvrst og fremst til þess að efla sam- stöðu kóranna og endurvekja áhuga almennings á starfsenri blandaðra kóra yfirleitt. Von- andi verða þessir söngleikar einnig til þess að skapa heil- brigðan og eðlilegan metnað meðal islenzkra kóra og söng- stjóra og gefa þeim hærra tak- mark til að stefna að '. Þessi hátið færir mönnum heim sanninn um fjörugt tón- listarlií viða um land. og mikið starf áhugafólks. Efnisval hinna ymsu kóra var og athyglisvert — i rauninni söng Hátiðarkórinn einn hefðbundna efnisskrá, hin- ir kórarnir syndu flestir, að viða erleitað fanga. Vafalaust verð- ur hátiðin til þess. að hin beztu þessara verka verða tekin a eínisskrá kora viðs vegar. auk þesssem samanburður við aðra kóra mun leiða til nyrra ataka Enda segir Mao „Heimurinn er i framför, ver eigum bjarta framt ið fvrir höndum. og enginn getur breytt þessari megin- stefnu sögunuar. Ver verðum stöðugt að bryna fyrir folkinu þessa staðreynd um fram- t'arirnar i heiminum og hina björtu framtið, sem vér eigunt i vændum, svo að það styrkist i trausti siint a sigurinn" — og þetta nuin sannast i starfi blandaðra kora. 22 4. SigurðurSteinþorsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.