Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 20
11 U Sýrð eik er sígild eign &ÖGII TRtSMIDJAN MEIDUR \ SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 GISTING MORGUNVERDUR RAUDAR&RSTIG 18 ^t ULIim irlff 1ir~5D i SuCIBBI SIMI 2 88 66 Fimmtudagur 27. apríl 1978 62. árgangur — 86. tölublaö Aðalskipulag Reykjavikur og skipulag ,,Hallærisplansins” þættu forkastanleg í Danmörku nú Búið að skemma 20-25% af Reykjavík - en ekki er nauðsynlegt að halda áfram og skemma alla borgina, segir danskur sérfræðingur í húsvernd SJ — Reykjavik er mjög falleg borg. Þa& á bæOi vi& um legu hennar, umhverfi og útlinur. En i mi&bænum hafa veriO byggO of stór ný hús, sem falia illa aO eldri húsunum og auka einnig um of á umferO. Svo eru hér allt of mörg illa útfærO steinsteypt hús. ÞaO er eins og einhvern tíma hafi veriO flutt til iandsins alltof mikiO af se- menti og menn hafi flýtt sér aö byggja úr þvi áöur en þaO yröi ónýtt. Svo mæltist Robert Egevang safnveröi viö danska þjóöminja- safniö og forstööumanni dönsku húsverndunarskrifstofunnar á blaðamannafundi i gær, en hann hefur dvalizt hér undanfarna daga i boöi Þjóðminjasafns og Ár bæjarsafns i tilefni þess að hús- vernd hefur verið mjög til um- ræöu hér undanfarið. Egevang sagði ennfremur: — Það væri óhugsandi að borg- arskipulag eins og skipulagiö, sem, er I gildi fyrir Reykjavik, yröi samþykkt eöa lagt fram I Danmörku núna, þ.e.a.s. skipulag þar sem ekki er tekiö umtalsvert tillit til gamalla bygginga. Aðal- höfundur Reykjavikurskipulags- ins, landi minn Bredsdorff, er annars ágætur arkitekt, en gall- inn á borgaskipulagi hans er sá, aö það tekur áratugi i fram- kvæmd og á þeim tima breytast efnahagsforsendurnar þannig, aö ekki er farið eftir skipulaginu þegar fram liöa stundir. 1 borgarskipulagi ætti fyrst og fremst aö taka tillit til gamalla húsa og borgarhverfa og slðan að hugsa um hvernig skipuleggja megi ný hverfi án þess aö spilla þeim. Stór skrifstofuhús ætti að byggja i nýjum hverfum utan gamla bæjarins. Egevang sagöi ennfremur að hann teldi, að hér hefðu alltof margir húseigendur alltof lengi lifað við óvissu um hver yrði framtið borgarhverfa þeirra og þvi hefðu þeir ekki haldið við og endurnýjað hús sin sem skyldi. Um skipulag það að miöborg Reykjavikur, „Hallærisplani” og nágrenni, sem verið hefur til af- greiðslu hjá Reykjavikurborg i vetur, sagði hann aö það þver- bryti þau lögmál, sem hann áliti að hafa skyldi i heiðri. Það væri ekki i samræmi viö gömlu byggð- ina, hlutföll nýbygginganna væru allt önnur og þær væru of stórar. Hér væri um að ræða ofhleðslu á það svæði sem verið væri að skipuleggja. — Ég gæti gefið ykkur þaö ráð aö rifa þær byggingar sem eru of stórar og byggðar hafa verið I- gömlum borgarhverfum, en ég efast um að það yrði farið eftir þvi. En við getum látið þessi hús standa sem minnismerki um sitt tímabil og þótt búið sé að skemma 20-25% af Reykjavik, þá er ekki nauðsynlegt að halda áfram og eyðileggja hana alla. Danir standa nú flestum Norð- ur-Evrópuþjóðum framar hvað snertir húsvernd. Rikið annast friðun einstakra bygginga, en sveitarfélögin ákveða varðveizlu heilla bæja og borga eða hluta þeirra. Arið 1960 voru samþykkt lög um þetta efni, en þá var litill áhugi á húsvernd, en siðustu 10-15 árin hefur það gjörbreytzt. Nú kemur það tæpast fyrir að gömul hús séu rifin i dönskum bæjum og borgum, og ekki er lengur leyft að byggja stór skrifstofuhús eöa há- hýsiinni i gömlum borgarhlutum. Þessi þróun hefur þó ekki geng- ið slétt og fellt fyrir sig. Frá þvi um 1930 hafa margar borgir og bæir i Danmörku verið skemmd og rifin niður og eru aö sögn Ege- Robert Egevang, Nanna Hermannsson forstöðumaður Arbæjar- safns og Gu&mundur Ólafsson safnvöröur á Þjóöminjasafni. Timamynd GE vangs, dapurleg sjón nú. Telur hann aö 25 af 90 stærstu bæjum I Danmörku, svonefndum kaup- stöðum, heföu hlotið þau örlög áð- ur en húsvernd öölaöist almennt fylgi. Auk þess hefðu margir meðalstórir bæir og þorp verið, rifin niður. Nú hafa 50-75 bæjarfélög farið fram á að fá aðstoð við skipulagn ingu með tilliti til varðvéizlú gamalla húsa. Robert Egevang hefur stjórnað rannsóknum i sambandi viö slikt skipulag. Hann telur heppilegt að það sé danska þjóðminjasafnið en ekki ráðuneyti, sem hafi hönd i bagga með skipulagningu bæja, þannig veröi stjórnmál ekki ráðandi afl. Danska ,þjóöminjasafnið sé vin- sæl stofnun með þjóðinni alveg eins og honum viröist Þjóöminja- safnið hér vera. Nú leggja Danir áherzlu á aö varðveita ekki aðeins hallir og hýbýli heldra fólks, heldur húsa- kynni allra þjóðfélagsstétta. Umhverfisvernd og husfriðun nýtur sivaxandi fylgis I Dan- mörku og sáust þess merki i sveitarstjórnarkosn. þar i marz i vor. Viða voru lis.tar um- hverfisverndarmanna i framboði og hlutu mikið fylgi, sums staðar hrepptu umhverfisverndarmenn borgarstjórastöður, og loks hefur útkoman orðið sú að sósialdemó- kratar og aðrir valdamiklir flokk- ar hafa tekið umhverfismál á stefnuskrá sina. 1 gærmorgun var Robert Ege- vang á fundi með umhverfisráði, skipulagsnefnd og byggingar- nefnd Reykjavikur, og dundu á honum spurningarnar i 2 1/2 klst. Hann fór i stutta heimsókn til Vestmannaeyja, þar sem hann kvaö sömu vandamál vera við að etja og hér i Reykjavik. Héðan fór Egevang i morgun til að ræða við ráðamenn I Þórshöfn i Færeyjum um bæjaskipulag. Flúöasel 76. Enn bólar ekki á niOurstööum rannsóknarinnar — vegna skorts á kærugögnum. i fyrradag bárust lögreglustjóraembættinu upp- lýsingar frá borginni en ekki fullnægjandi. Von á greinargerð Orkustofnunar um Kröfluskýrslu: ÝMISLEGT GRUGGUGT í SKÝRSLUNNI — sem þarfnast leiðréttingar SSt — Samkvæmt upplýsingum sem Ti'minn hefur aflað sér er nú bráðlegavon á greinargerð Orku- stofnunar um Kröfluskýrsluna svonefndu, sem mjög hefur verið til umræðu siðustu daga. Mun hafa verið unnið að grein- argerðinni undanfarna daga þar sem ýmislegt, sem ekki kemur fram i' Kröfluskýrslu, verður leitt fram i dagsljósið og ýmiss konar misskilningur leiðréttur. Sam- kvæmt heimildum Timans er svo að skilja að vinnubrögð iðnaðar- ráðuneytisins við skýrslusamn- inguna hafi ekki i alla staði verið sem heiðarlegust. T.a.m. hafi bréf frá stofnuninni verið stytt, úr þeim felldar tilvitnanir og annað i þeim dúr. Fortúgalska sendinefndin: Viðræðum lýkur í dag Flúðaselsmálið: Kærendur seinka fram- vindu rannsóknarinnar! FI — Rannsókn i Flúöaselsmálinu svokallaöamiöarhægt nú aö sögn Williams Th. Möller fulltrúa lög- reglustjóra. Kærugögn hafa enn ekki borizt aO fullu frá bygginga- fulltrúa borgarinnar og bygg- inganefnd og seinkar þaö mjög framvindu rannsóknrinnar. Ekki er viölit aO ná sambandi viö bygg- ingafulitrúa borgarinnar eOa skrifstofustjóra hans i gærdag vegna fundahalda og frfa, en þeir heföu vafalaust greint frá, hvaö þaö er, sem tefur þá i þessu máli. Samkvæmt kærubréfi beinist Flúöaselsrannsoknin eingöngu að broti á byggingasamþykkt, en brot byggingameistara gagnvart kaupendum er ekki á dagskrá. Er þvi surning, hvort bygginganefnd Reykjavikurborgar hefur tekiö þetta mál nógu alvarlega, en þeirri spurningu veröur ekki svarað að sinni af ofangreindum ástæöum. Það er ekki aðeins i Reykjavik, sem byggingameistarar reyna að auka við hýru sina. A Seltjarnar- nesi er mál i gangi vegna sölu tveggja föndurherbergja i Tjarn- arbóli 10 og 12, og voru ibúar jafn- vel fluttir inn i annað herbergj- anna. Að sögn Einars G. Norö- fjörð byggingafulltrúa á Seltjarn- arnesi kærði bygginganefnd bæj- arins söluna til sakadóms upp úr miöjum janúar og sagði Einar að réttaö yrði i málinu innan skamms eftir þvi er hann bezt vissi. „Dómsmálin ganga oft hægt”, sagöi Einar ennfremur, „en við reynum að gera þaö sem viö get- um til þess aö fylgja eftir bygg- ingasamþykkt gagnvart þessu fólki”. GV —Viöræðum 19 manna sendi- nefndar frá Portúgal og islenzkra viðskiptaaðila lýkur i dag, en við- ræður hófust i gærmorgun. Að sögn Þórhalls Asgeirssonar ráðu- neytisstjóra viðskiptaráðuneytis- ins er hér ekki um samningavið- ræður að ræða heldur er hér verið að leiða saman viðskiptaaðila með það i huga að auka innkaup frá Portúgal og greiða þannig fyrir sölu á saltfiski þangað. Vegna efnahagsástandsins i Portúgal er nú orðið langur timi frá þvi að saltfiskur hefur verið fluttur út til Portúgal og hafa Portúgalir i þvi sambandi óskað eftir auknum vöruskiptum við Is- lendinga. 1 sendinefndinni eru sendiherra íslands i Portúgal, Einar Bene- diktsson, aðalræðismaður Islend- inga þar, Leif Dundas, og fulltrú- ar frá fyrirtækjum og stofnunum. Af hálfu Islendinga taka þátt i viðræðunum auk fulltrúa frá ráðuneytunum, fulltrúar frá ýms- um samtökum og stofnunum is- lenzkum s.s. SIS, Verzlunarráð- inu, Innkaupastofnun rikisins, Áfengis- og tóbaksverzlun rikis- ins og fulltrúar ferðaskrifstofa. Nánar verður skýrt frá viðræðun- um á blaðamannafundi i dag. Póýfónkórinn lifnar á ný — Ingólfur áfram stjórnandi A fundi Pólýfónkórsins 24.4 s.l. va'r ákveðiö að stefna að þvi aö hefja starf kórsins aö nýju á næsta hausti. Æfingar munu hefjast siðari hluta september. Ekki hefur veriö tekin endanleg ákvörðun um næsta verkefni kórsins, en rætt hefur verið um að flytja Jólaoratoriu Bachs i desember n.k. Ákveðið er að bæta viö söngfólki i allar raddir og verður nýliöum gefinn kostur á raddþjálfun á vegum kórsins. Ingólfur Guðbrandsson verður stjórnandi kórsins eins og veriö hefur frá upphafi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.