Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 27. april 1978 13 Mj ólkur samsalan: Rekstur gekk mjög vel á síðasta ári Aðalfundur Mjólkursa msölunnar i Reykjavik var haldinn s.l. þriðjudag. Kom fram á fundinum að á síðasta ári hefði rekstur Samsölunnar gengið mjög vel og hefði bændum verið greitt grund- vallarverð, sem næmi 84.06 krön- um fyrir hvern lítra mjólkur, en það er 7 aurum hærra en iands- grundvallarverð. Þá fengu bænd- ur og greidda þá 33 aura fyrir hvern lítra sem vantaði upp á fyr- ir framleiðslu ársins 1976, þannig að meðalútsöluverð fyrir fram- leiðslu ársins 1977 er krónur 84.35, en það var 72.8% af útsöluverði mjólkur. Alls fóru 58.5 milljón litrar mjólkur um mjólkurbú á svæði Mjólkursamsölunnar á árinu, en það er 6.3% aukning frá fyrr ári. Samtals voru seldir 32.6 milljón litraraf nýmjólk, en það var 5.3% minna en á árinu áður. Mjólkur- vörur voru seldar fyrir samtals 4535milljónir á árinu 1977. Starfs- mönnum Mjólkursamsölunnar fækkaði um 171 á árinu, en þar er eingöngu um að ræða starfstúlkur mjólkurbúða, sem hættu hjá Samsölunni, þegar mjólkurbúð- irnar voru lagðar niður á slðasta ári, en nú eru aðeins 6 mjólkur- búðir i eigu MS. Alls eru starfs- menn nú 112, þ.e. um siöustu ára- mót. Frá þvi að mjólkursalan var gefin frjáls hefur útsölustöðum fjölgað um 29 og þar af 10 i Reykjavik. Mjólkurframleiðendur fækkaði um 71 á árinu, og eru þeir nú 1295 talsins. A siðasta ári var kosin nefnd á fundi Mjólkursamsölunnar til þess að kanna aðild fyrirtækisins að Vinnuveitendasambandinu og hvort ástæða væri til aö hætta þar þátttöku. Nefndin skilaöi áliti nú, þar sem lagt er til að stjórn Mjólkursamsölunnar segi fyrir- tækið úr Vinnuveitendasamband- inu og sæki þess i stað um aðild að Vinnumálasambandi samvinnu- manna og var þessi ályktun nefndarinnar samþykkt einróma. Tveir stjórnarmenn láta nú af störfum i stjórn, en þaö eru þeir Eggert ólafsson, borvaldseyri, og Oddur Andrésson, Neðra Hálsi. Nú eru i stjórn Agúst Þor- valdsson, Brúnastöðum, Gunnar Guðbjartsson, Hjaröarfelli, og Vifill Búason, Ferstiklu. Stefán Stjórn Mjólkursamsölunnar. Björnsson forstjóri MS mun láta af störfum um næstu áramót af aldurssökum, en hann hefur gegnt starfi nú i 25 ár. 1 hans stað hefur Guðlaugur Björgvinsson viðskiptafræðingur verið ráðinn forstjóri frá og með næstu ára- mótum, en hann hefur áður gegnt starfi framkvæmdastjóra Mjólk- ursamsölunnar. Umræður um efnahagsmál a fundi F.U.F. HEI — Siðastliðin þriðjudags- kvöld hélt Félag ungra Fram- sóknarmanna fund um efnahags- mál á Hótel Borg. Fundinn sóttu um 60 manns og urðu umræður fjörugar, svo fundurinn stóð fram yefi miðnætti. Framsögumenn voru Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, Baldur Guðlaugs- son framkv. stj. Vinnuveitenda- sambandsins, og Asmundur Stefánsson, hagfræðingur A.S.l. Ræddu þeir um verðbólguna og m.a. þær langtimalausnir, sem bent var á i áliti verðbólgunefnd- ar Alþingis, og var ágreiningur e.t.v. ekki eins mikill og búast hefði mátt við, milli þessara manna. Þá voru staddir á fundinum ýmsir menn, sem látið hafa efnahagsmálin mikið til sin taka að undanförnu. Má þar nefna Jón Skaftason, alþingismann. Krstján Friðriksson, iðnrekanda, Þröst Ólafsson hagfræðing, Guðmund Garðarson, alþingismann og fleiri. Guðmundur G. Þórarinsson rasddi m.a. orsakir og afleiðingar verðbólgunnar og sagði að helztu hagfræðinga greindi mjög á um þau mál. Þá kom hann að þvi mikla stökki sem verðbólgan heföi tekið hér á landi árið 1973 og tveim siðustu rikisstjórnum hefði ekki tekizt að halda i skef jum eins og þær hefðu þó báðar stefnt að. Viðurkennt væri af öllum að einhverjar ráðstafanir hefði þurft að gera eins og ástandið er nú i efnahagsmálum þjóðarinnar, menn greindi bara á um hverjar þær hefðu átt að 'vera. Leið sú er valin hefði verið i febrúar var ein af þeim 5 leiðum, sem verðbólgu- nefnd hafði sett fram. Hefði sam- dráttarleið verið valin var hætta á að það gæti leitt til atvinnyleys- is, en það höfum við verið bless- unarlega laus við,Þótt atvinnu- leysi riki i stórum stil i' nágranna- löndum okkar. Þessar ráðstafan- ir dygðu þó skammt einar sér. Þviþyrfti að breyta skipan kjara- samninga og bæta alla efnahagsstjórn. Guðmundur sagðist binda vonir við framtiðar- skipulag, þar sem menn kæmu sér niður á hvað væri til skipt- anna og semdu á þeim grundvelli. Einnig aö dregið yrðu úr þeim gifurlegu sveiflum sem hér verða i útflutningi, með eflingu jöfnunarsjóðs. „Stefna þarf að jákvæðum raunvöxtum og fráleitt er að reka rikissjóð með halla i góðæri,” sagði Guðmund- ur. 4 tónleikum Söngsveitarinnar Filharmoniu syngja fjórir einsöngvarar, þau Sieglinde Kahmann, íigurður Björnsson, Ruth' L. Magnússon og Halldór Vilhelmsson. Söngsveitin Filharmónía: Fjölbreyttir tónleikar með hljómsveit I kvöld fimmtudag kl. 8.30 og laugardag kl. 2.30 verða tónleikar ávegum Sinfóniuhljómsveitar Is- lands þar sem Söngsveitin Filharmonia frumflytur á Islandi þrjú verk undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Flutt verður verk eftir Sigursvein D. Kristinsson, „Greniskógurinn”, sem hann samdi árið 1974. Verkið er samið fyrir hljómsveit, baryton og kór við texta samnefnds kvæðis Stephans G. Stephanssonar. Þá verður flutt „Tedeum” eftir Zoltán Kodály, sem samið var i þvi tilefni, er 250 ár voru liðin frá frelsun Buda úr höndum Tyrkja. Auk hlutverks kórsins, sem er mjög stórt, eru fjórir einsöngvar- ar og stór hljómsveit. Verkið er sungið á latinu. Að siðustu verður flutt verk eft- ir Johannes Brahms, Sigurljóð (Trium plied), sem er hið viðamesta af þessum þremur verkum. Verkið er fyrir 8 raddað- an kór, baryton og hljómsveit. Það er samið 1870-71 við texta úr opinberunarbókinni. bað hefur notið mikilla vinsælda, en hefur að þvi að bezt er vitað aldrei ver- iðhljóðritað á hljómplötu. Verkið er mjög stórtisniðum ogskiptist i þrjá kafla. Forsala aðgöngumiða er i Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustig 2, og i Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar Austurstræti 18. V-Berlínarbúum kynnt íslenskt dilkakjöt Sem kunnugt er tók Búvöru- deild Sambandsins fyrr á þessu ári þátt i matvælasýningunni Griine Woche i Vestur-Beriin með megináherzlu á kynningu á is- lenzku dilkakjöti. Að sögn Agnars Tryggvasonar framkvæmdastjóra BUvörudeild- ar er nú að hefjast áframhald á þessari kynningarstarfsemi og eru fyrirhugaðar kynningárvikur i þrem stærstu keðjuverzlunum V-Berlinar. Þar verða afhentar uppskriftir og sýndar kynningar- skreytingr i gluggum, auk þess sem Islenzka dilkakjötið verður mikið auglýst i blööum þennan tima. Þar að auki er svo fyrirhug- aö að gera sérstakt átak til aö kynna kjötið i veitingahúsum og á hótelum. Samkomulag um radióáhugamannaleyfi 1 gær var gert í Reykjavik samkomulag milli tslands og Bandarikja Noröur Ameriku um gagnkvæma útgáfu radio-áhuga- mannaleyfa. Samkvæmt sam- komulaginu geta radióáhuga- menn i hvoru landinu um sig nú fengið leyfi til að stunda fjarskipti á landsvæði hins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. G]E]E]B]E]E]E]E]E]E]E]E]E]G]E]G]E]E]E]E]E] I Sjálfvirk kartöfluniður- setningarvél Underhaug E]E]E]E]G]S]E]E]E]E]E]E]E]G]E]E]B]E]E]E]B| Eigum til afgreiðslu næstu daga 1 stk. niðursetningarvél með sjálfvirkum sáðbúnaði $ Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD / Wiúla 3 Reykjavík sími 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.