Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. april 1978 9 á víðavangi Jónas, Hannibal og stj ór nar skr ár nefndin Jónas Kristjánsson Dag- blaftsritstjóri skrifar heldur ósmekklegan leiðara i blað sitt i fyrradag, þar sem hann fjall- ar um nýkomná tillögu á Al- þingi um að svipta stjórnar- skrárnefnd umboöi, vegna þéss aðhún hafi ekki lagt fram tillögur um kosningalög og kjördæmaskipan. Ker Jónas i þessum leiðara sinum hrak- legum orðum um Hannibal Valdim.arsson fyrrum ráö- herra, en hann er sem kunnugt er formaður nefndarinnar. Haö skal hér sagt, að sú til- laga sem fram er komin um þetta efni á Alþingi er ekki með öllu sanngjörn. Ekki er annað vitað en stjórnarskrár- nefndin hafi verið að safna að sér efni og kalla eftir tUlögum um stjórnarskrárbreytingar, enda þótt eiginlegir fundir hafi ef til vill ekki verið margir um hrlð. Af tillögum annarra er þaðaðsegja að þær munu fáar hal'a horizt og með lélegum skilum, og var það að sönnu nefndinni litil hvatning. 1 þessu efni liafa Alþingi sjáll't og stjórnmálaflokkarnir vitaskuld algera sérstöðu. Úr þeirri átl hefur nákvæmlega ekki neitt komið, fyrr en nií á siðustu mánuöum frá einstök- um þingmönnum, ef undan eru teknar tillögur sem æsku- lýðssamtök flokkanna létu frá sér ganga fyrir alllöngu. l»að var vitaö.og yfirlýst af hálfu formanns stjórnarskrár- nefndar og annarra nefndar- manna, að nefndin tæki umboð sitt svo, að henni bæri ekki að gera tillögur um hið „við- kvæma” mál, kosningaskipan og kjördæmi. Það efni hlyti að verða verkefni þingsins og st jórnmálaflokkanna sjálfra. Af þessari ástæðu einkum er það fráleitt að liamast að nefndinni og formanni hennar l'yrir þá sök að ekki hafi verið lagðar fram tillögur um þessi mál. Um það er skemmst að segja, að flokkarnir hafa ekki komiösér saman um afstöðu i . þessum málum. Klokkarnir bafaað visu sumir lýst yfir af- stöðu i grundvallaratriðum, en lengra liefur það ekki geng- ið. Þannig hal'a Kramsóknar- menn annars vegar viður- kennl nauðsyn þcss að kosn- ingaréttur verði jafnaður frá þvi seni nó er orðið, t.d. með breytingum á reglum um út- hlutun uppbótarsæta, og hins vegar ályktað að taka beri upp pcrsónulegari kosningarað- l'erð en nú tíðkast og fjölga kjördæmum eitthvað frá þvi sem nú er. Kikisstjórnin hefur enn fremur lýst þvi yfir, að Iiúii æski þess að jafna kosn- ingaréttinn citthvað og taka upp persónulegri kosningar- aðl'erð. l.engra liefur þetta ekki koinizt hjá stjórnmála- flokkunum, rikisstjórninni eða þinginu. ()g nú nýlega þegar leitað var eftir tillögum og viðhorfum stjórnarand- slæöinga á Alþingi varð niður- staöan sú, að ekki var vilji eða samstaða um neinar breyting- ar að snmi yfirleitt. Það hefur með öðrum orð- um komiö fram, að á Alþingi er ekki áhugi á því að láta þetta mál hafa nokkurn for- gang. Þar er ekki heldur sam- staða um neinar beinar tillög- ur i málinu, en þess hefur ver- ið reynt að gæta þar, að sam- staða allra flokka náist um Jónas dytti aftur yfir sig það sem gert kynni að verða i málinu. í reynd mun það vera svo, að ólik sjónannið séu uppi i öllum flokkununi uin þessi efni. Sannleikurinn cr greini- lega sá að hugmyndir um breytingar á kosningalögum og ákvæðum stjórnarskrár um kosningar og kjördæmi ganga þvert i gegnum alla flokkana ogniæta meirieða minni and- stöðu i þcim öllum. Stjórnarskrárnefndin hefur ekki skilað áliti og það má áfellasl liana fyrir það. Hún hefur hins vegar ekki fengiö neinn hvata eöa eftirrekstur af hálfu Alþingis, rikisstjórnar eða stjórnmála flokka til þess að Ijúka störfum sinum á ein- um eða öðrum tima. Það er þvi kyndugt aö nú skuli skyndilega eiga að hlaupa upp mcð iral'ár af þvi efni. Von- brigði þeirra, se'm hafa látiö sérannt um þessi efni, eru af öðrum toga spunnin en af- kastale y si st jór narskrár- 'nefndar i opinberri tillögugerð eða lúðrablæstri. Daghla ðsritstjórinn fer háöulcgum orðum um Hanni- bal Valdimarsson að þessu til- elni. Orð ritstjórans markasl ekki af athugun málsatvika, sanngirni eða velvild. Slikt er ekki nýlunda. Ilannibal Valdi- marsson á ekki lirós skilið i sjáll'u sér íyrir störf sín eða annað i stjórnarskrárnefnd, en hann á annað skilið en lirópyrði bleypimanna i rutl- vimu á götuhornum liöfuð- horgarinnar. Hannibal er orð- inn roskinn ogáskiflð að liljóta verðuga virðingustráka þegar þeir mæta lionum á fleygiferð. Ilann er stórhöfðingi og situr á friöarslóli eins og fornkappi og goði eltir mikil vigaferli. Þetta verður sagt um llannibal Valdimarsson, og það þótt mönnum kunni að þýkja sitt hverjum um félags- mála- og stjórnmálastörf hans ýniis bæði fyrr og siðar. Jónas Dagblaösritstjóri dytti altur yfir sig ef hann reyndi að horfast i augu við llannihal Valdiniarsson. JS V or tónleikar Tónlistarskólans Fyrstu vortónleikar tónlistar- skólans verða haldnir i sal skól- ans föstudaginn 28. april n.k. Aðr- ir tónleikar skólans verða haldnir föstudaginn 19. mai og hefjast báðir tónleikarnir kl. 18. Nem- endur úr öllum deildum, yngri sem eldri, koma fram á þessum tvennum tónleikum. Starfsemi skólans hefur verið mjög blómleg i vetur og voru um 50 nemendur i undirbúningsdeild og um 125 nemendur i öllum hinum deildum skólans. Haldnir voru afmælis- tónleikar 11. marzs.l. i Keflavik- urkirkju i tilefni af 20 ára afmæli skólans. Þar flutti formaður skólanefndar séra Ólafur Oddur Jónsson ræðu. Á þessum tónleik- um komu eingöngu fram elztu nemendur skólans, ásamt skóla- hljómsveitinni undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar. Skólinn efndi til starfskynning- ar I Barnaskóla Keflavikur til að kynna nemendum þar starfsemi skólans. Börnunum voru sýnd öll hljóðfæri, sem kennt er á i skólan- um og leikið fyrir þau. Nú er i undirbúningi aðsamræma náms- efni og kennslutilhögun i tón- mennt til stúdentsprófs við fjöl- brauta- og menntaskóla, og er það merkur áfangi i sögu tón- menntakennslu á Islandi. 13 kennarar störfuðu við skólann i vetur, þar af 6 fastráðnir. Skóla- slit verða sunnudaginn 21. mai kl. 15 i tónlistarskólanum og verða þar afhent prófskirteini og verð- laun til handa þeim, sem fram úr hafa skarað. Jósefína Pétursdóttir og Sverrir Kristjánsson fyrir utan verzlunina. Timamynd: Gunnar. Nýir eigendur teknir við „Loftinu” SJ — Helgi Einarsson hefur und- anfarin ár rekið verzlun I gömlu verzlunarhúsi að Skólavörðustig 4 og á „Loftinu” þar fyrir ofan lit- inn sýningarsal. Þann 15. april s.l. urðu eigendaskipti að verzl- uninni og jafnframt tóku nýju eig- endurnir við sýningarhúsnæöinu. Nýju eigendurnir eru Jósefína Pétursdottir og Sverrir Krist- já nsson. Svipaðar vörur og áður verða á boðstólum i verzluninni, sem nú hefur hlotið nafniö „Loftiö” og jafnframt veröa væntanlega sýn- ingar haldnar eins og áöur. Verzl- unin Loftiö er gjafa- og listmuna- verzlun, þar fæst m.a. Feneyja- krystall og handunnir leirmunir. Hannsókn John Lindsay máls- ins að ljúka ESE — Rannsókn á hinu svo- kallaða John Lindsay máli er nú nær þvi lokið hjá sakadómi, en eins og kunnugt er, kærði verð- lagsráð fyrirtækið fyrir verðlags- dómi, vegna meintra brota á verðlagslöggjöfinni á siðasta ári. Er blaðið hafði samband við Sverri Einarsson sakadómara i gær, sagði hann að einungis v^eri eftir að vélrita málsgögn, en sið- an yrði málið sent til rikissak- sóknara til frekari umfjöllunar. Annað væri ekki um málið að segja. Vörubifreiðastjórar iiinrmna* Sendið okkur hjólbarða og látið setja VUL-CAP kaldsólningar- munstrið á barðann. &GE(1ILIUJL£ Smiðjuvegi 32-34 — Símar 4-39-88 £t 4-48-80 — Kópavogi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.