Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. april 1978 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurósson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðimúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuði. Blaðaprent h.f. Meginverkefnið í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans flutti Jóhannes Nordal bankastjóri mjög athyglis- verða ræðu, þar sem' hann ræddi nokkuð ein- kenni :uerðbólguþjóðfélagsins og afleiðingar stöðugrar verðbólgu. í ræðu sinni sagði Jóhannes meðal annars: „En verðbólgan er ekki, eins og allir vita, að- eins efnahagslegt fyrirbæri. Eftir þvi sem lengra liður skilur hún eftir sig dýpri spor i sálarlifi manna og afstöðu þeirra til hvers konar verðmæta. Þegar menn sjá fyrir augun- um hraðminnkandi gildi peninganna, sem þrátt fyrir allt eru mælikvarði margra hluta hér i heimi, hlýtur það að hafa áhrif á afstöð- una til margra annarra verðmæta”. Á öðrum stað i ræðu sinni sagði seðlabanka- stjórinn enn fremur: ,,Og þegar verðbreytingar skipta tugum hundraðshluta á ári, ár eftir ár, er hætt við þvi sð viðleitnin til þess annaðhvort að græða á verðbólgunni eða að minnsta kosti að bjarga eignum sinum undan klóm hennar, verði öllum öðrum áhugamálum yfirsterkari. Hugur allra, einstaklinga, samtaka og stjórnvalda er við það bundinn að halda jafnvægi milli ólikra sjónarmiða og hagsmuna i ölduróti verðbólg- unnar. Raunveruleg arðsemi skiptir þá ekki lengur máli, enda miklum vandkvæðum bund- ið að reikna hana út með nokkurri vissu, og langtimaverkefni og menningarleg sjónarmið vikja fyrir stundarhagsmunum og peninga- hyggju”. Það er ekki aðeins ástæða til að taka undir þessi hörðu orð Jóhannesar Nordals, heldur og að hvetja fólk til að staldra við og hugleiða þau. Timinn hefur ekki að jafnaði eða hversdags- lega tilefni til þess að itreka ummæli seðla- bankastjóra, en þessi orð eins úr þeim hópi eru brýnt umhugsunarefni allri þjóðinni og einkum þeim, sem til forystu hafa valizt i þjóðlifi, hagsmunasamtökum og stjórnarstofnunum. Énn einu sinni skal það itrekað, að allir tapa á verðbólgu þegar til lengdar lætur. Ylurinn i dag við elda verðbólgunnar, sem kann að blekkja ýmsa, húsbyggjendur sem aðra, verð- ur hráslagi á morgun. Og sérstaklega ber að leggja mönnum það á hug og hjarta hvert reykurinn ber félagsleg langtimasjónarmið, menningarlega reisn og þjóðlegar hugsjónir. Allf rýkur þetta i hafsauga, sé ekki vel á verði staðið og eldurinn heftur, en kæfður að lokum. Slikt er meginverkefni næstu ára, ekki aðeins á stjórnmálasviðinu, heldur og á sviði hagsmunasamtaka og atvinnuumsýslu i land- inu. Hér verður að nást gagnkvæmur skilning- ur aðila og samfylgd undir traustri forystu þótt menn greini á um einstök atriði. Að þessu marki stefna Framsóknarmenn. JS Sænskur lungnasérfræðingur um tóbaksreykinn: Nýi moröinginn, sem kom í stað berklanna Einhver mesti spellvirkinn, sem nú herjar á þjóðirnar Framan af þessari öld og allt frani á fimmta tuginn voru lungnaberklar hinn mikli ógnvaldur, sem sér i lagi kvistaði niður unga fólk- ið. Nú hefur sá ógnvaldur verið kveðinn I kútinn. 1 stað hans er kominn nýr óvinur, sem herjar á lungun, tóbaks- reykurinn. Hann er einn af grimmustu moröingjum manna á meðal á þessum siöustu áratugum. En hann er ekki eins bráðlátur I skatt- heimtu sinni á mannslif og berklarnir. Hann gerir sjaldnast upp reikningana við fólk fyrr en talsvert liður á ævina. Gunnar Dahlström, yfir- læknir lungnadeildar háskóla- sjúkrahússins i Uppsölum, hefur nýlega gert grein fyrir þvi, hvaða usla tóbaksreykur- inn veldur meðal Svia. Niður- staða hans er i stuttu máli þessi: 70-80% lungnakrabbameins- tilfella stafa af þvi, að lungun hafa mengazt og sýkzt af tó- baksreyk. En tóbaksreykur- inn er ekki aðeins skæðasti óvinur lungnanna. Fjörutiu þúsund veikjast árlega af hjartasjúkdómum, og þar kemur tóbakið einnig ótrúlega víða við sögu. — Fyrir hálfri öld, segir Gunnar Dahlström, voru þeir hjartasjúkdómar, sem nú kveður mest að, næsta fátiðir og lungnakrabbamein litt þekkt. Þá voru það berklarnir, sem öllum stóð ótti af. A átjándu öld var fyrst og fremst fólk i höfðingjastétt, sem fékk berkla i Sviþjóö. Aðrir gátu ekki farið landa á milli, og það var erlendis, sem þetta fólk sýktist. Nema sjó- menn, þeir voru einnig i hættu. En röðin kom fljótt að alþýðu manna, og það varð enn af- drifarikara en ella sökum þess, að viðnámsþróttur fólks ánitjándu öld var litill, meðal annars vegna skefjalausrar vinnu, fátæklegs viðurværis og vondrar aðbúðar. Fyrst urðu berklarnir að faraldri i Suður-Svi'þjóð og Mið-Sviþjóð. Seinna kom röðin að Norður-Sviþjóð. Um aldamót- in sfðustu hafði um 90% barna smitazt um það leyti, er þau komu i skóla. Nú finn- ast um fimmtán hundruð berklatilfelli i Sviþjóð á ári, einkanlega meðal roskins fólks, sem smitazt hefur, er það var ungt, en ekki veikzt fyrr en viðnámsþróttur rénar með aldrinum. t stað berklanna eru komnir sjúkdómar, sem stafa af reyk- ingum. A þriðja áratug þessarar aldar, þegar siga- rettureykingar voru nýlegt tizkufyrirbæri, námu þær ekki nema þrjú hundruð sigarett- um á mann að meðaltali á ári. Sú tala hefur sexfaldazt. Fram á f jórða áratuginn var lungnakrabbamein tiltölulega fátiður sjúkdómur. Nú er svo komið, að meðal karlmanna er það i þriðja sæti banvænna krabbameinssjúkdóma — og verður einnig æ tiðara meðal kvenna. Auk þess eiga reyk- ingar þátt i krabbameini i hálsi, barka og munni. Meðal þeirra; sem ekki reykja, er hættan á lungnakrabbameini ekki nema einn á móti þrjátíu Svona mjúk og fin eru bifhárin sem eiga að halda lungunum hreinum. Við langvinnar reyk- ingar ónýtast þessi bifhár — og lungnakrabbamein getur fylgt i kjölfarið i fyllingu timans. Hér má sjá dæmi um illkynjað mein I lungum — það er ljósi bletturinn efst til vinstri. Orsök- in er vafalitiö tóbaksreykingar. Ef tilvöl getur stór skuröaðgerð bjargað manninum. Eitthvað verður að hafast að, þegar menn geta ekki lengur hreyft sig. Að öðrum kosti gef- ast menn upp. þúsundum. Einn af hverjum tólf stórreykingamönnum verður sér aftur á móti úti um lungnakrabbamein, segir Gunnar Dahlström. Roskið fólk verður harðast úti. Þar hafa langvinnar reyk- ingar haft nægan tima til þess að vinna sitt verk. En jafn- framt eykst tiðni þess, að ungt fólk og fólk á bezta aldri faUi i sömu gröf. Sumir verða meira eða minna vanfærir af völdum tóbaksreykinga, þegar á fertugsaldri, ja/nvel öryrkjar. Samt má oft ráða á þessu bót með tið og tima, ef fólk hættir reykingum. — Lungun eru einstakt lif- færi, segir Gunnar Dahlström, og að sumu leyti viðkvæmt lif- færi. Loftið, sem menn anda að sér, streymirniður i þau og fer um þau öll, ef þau eru heil- brigð, og finustu lungna- blöðrurnr, eru taldar vera um þrjú hundruð milljónir að tölu og yfirborð þeirra um sjötiu ferkilómetrar. Kyk sogast nið- ur i lungun, þar með talinn tó- baksreykur, og festist i slimi, en stöðugar hreyfingar bif- hára skilar þess upp aftur á meðan allt er með felldu. Um tóbaksreykinner-það að segja, að hann skemmir tiltölulega fljótt mikið af þessum bifhár- um og þá setur að mönnum tó- bakshóstann. Þá eru lungun að reyna að losna við óhrein- indi,sem ekki berast burt með eðlilegum hætti. En af þessum sifellda hósta leiðir, að við- kæmar lungnablöðrur springa eða rifna. Yfirborðið minnkar, menn verða andstuttir og við- varandi bólga myndast. I Sviþjóð hefur verið hleypt af stokkunum viðtækum lungnarannsóknum, og eru slikar rannsóknarstofnanir i Gautaborg, Lundi, Uppsölum, Stokkhólmi og Umea. Ný kyn- slóð sérfræðinga er komin þar til starfa. Fyrir tiu árum beindist athygli liffærasér- fræðinga langmest að hjart- anu náttúrlega meðfram vegna þeirra hjartasjúkdóma, sem reykingar mögnuðu meðal þjóðarinnar. Nú beinist athygli mjög að sjálfu andrúmsloftinu, og þá engu frekar en tóbaksreykn- um, sem menn soga niður i sig, bæði við reykingar og veru i húsakynnum, þar sem tóbaksreykur svifur i loftinu. Jafnframt er lögð siaukin áherzla á það i Sviþjóð, að venjur fólks og óvenjur byrja á heimilinu og þar er ýmist lagður grundvöliur að hreysti og heilbrigði eða grafið undan þeim ómetanlega lifsfarnaði, sem fólginn er i góðri heilsu. Nýlegar rannsóknir á sænskum heimilisvenjum hafa leitt i ljós, að þar sem báðir foreldrar reyk ja, og láta eins og það sé s jálfsagður hlut- ur, fer 80% barna að reykja á unga aldri. Við sömu aldurs- mörk taka ekki nema 10% barna upp reykingar, þar sem foreldrar hafa slikt ekki fyrir þeim. En hvaða alvara þarna er á ferðum, geta menn fyrst gert sér i'hugarlund, ef hugurinn er látinn hvarfla fram i timann — til þesstima, þegar lungun af- bera ekki lengur tóbaksreyk- inn, til þess tima, þegar hjart- anu hefur verið ofboðið. — Þetta hafa verið mikl- ar manníórnir segir Gunnar Dahlström, og þetta verða enn miklar mannfórnir. En ég leyfi mér samt að trúa þvi, að einhver tima verði þáttaskil. Það er svo fráleitt, að fólk fórni heilsu sinni eins og við verðum vitni að hér i Sviþjóð, og raunar um flest lönd, að það hlýtur að koma að þvi, að fólk sjái að sér. Fyrir tiltölu- lega skömmum tima vissi fólk ekki, hvaða usla tóbaks- reykurinn olli. Enn lengur var reyntað bera i bætifláka fyrir sigaretturnar, og tóbaksverk- smiðjurnar þóttust alltaf vera að finna eitthvað upp, sem gerði þær litt skaðlegar. Nú vita allir, hver einasti maður, að þetta var blekking, gróða- bragðfégráðugra manna, sem börðu höfðinu.við steininn, af þvi að gróðalind þeirra sjálfra var i húfi. Enginn getur gengið þess lengur dulinn hvers kyns er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.