Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. april 1978 5 Húnavaka komin út i 18. skipti Hdnavaka, ársrit Ungmenna- sambands Austur-Húnvetninga, er nýkomið út. Ritið er rúmar 200 blaðsiður að stærð prentað i Prentverki Odds Björnssonar, Akureyri. Ritsjóri er Stefán A. Jónsson, Kagaðarhóli. Meöal efnis i Húnavöku má nefna: Grein eftir Guömund Jónsson um þátt Húnvetninga I upphafi búnaðarfræðslu, þáttur eftir Jón Torfason þar sem gréint er frá upphafi bilaaldar. Björn Bergmann ræöir viö Lárus i Grimstungu umflutninga áður en vélknúin ökutæki komu til sög- unnar. Viðtal er við Elinborgu Guðmundsdóttur.skráö af Unnari Agnarssyni. Grein eftir Guðlaug Guðmundsson um Reykjaskóla 40 ára. Þá er framhald á þætti Bjarna f Blöndudalshólum, Litast um i Svinavatnshreppi. Þá er stutt grein um Vatnsdalsárgil eftir BjörnBergmannoglO myndir úr gilinu sem Unnar Agnarsson hefur tekið. Smásaga er eftir Skarphéðin Ragnarsson. Björn Magnússon skrifar um fjármissi. Viðtal er við Halldór Guömunds- son.Efri-Lækjardal. frásögner af ferð yfir Blöndu árið 1900, eftir Jónbjörn Gislason. Guðriður B. Helgadottirskrifar um Kvenfélag Bólstaðarhliðarhrepps 50 ára. Elisabet Arnadóttir skrifar um Jónatan Jónsson, Lárus Guð- mundsson skrifar um lífið við sjó- inn. Grimur Gislason rekur sögu Jakobs Sigurjónssonar. Sr. Arni Sigurösson skrifar um aldaraf- mæli Þingeyrakirkju og Þorbjörg Bergþórsdóttir skrifar um Kven- félagið Vöku 50 ára. Guömundur Jósafatsson frá Brandsstöðum skrifar minningargrein um Pétur Pétursson, Höllustööum Auk þess, sem hér hefur verið talið, eru i ritinu nokkur ljóð, og stuttar greinar eru um alla Hún- vetninga, sem látizt hafa á árinu 1977. Þá er i ritinu þáttur, sem nefnist Fréttir og fróðleikur og er þar greint frá þvi helzta sem geröist i Húnaþingi árið 1977. Forsiöumynd er úr Alkugili, tekin af Unnari Agnarssyni. Þetta er 18. árgangur ritsins Húnavöku. 1 ritinu hafa á umliðn- um árum birzt greinar eftir fjöl- marga höfunda og kennar margra grasa i efnisvali. Flestar eru þó greinarnar tengdar þjóö- legum fræöum eða málefnum héraðsins. Otgefandi Húnavöku er Ung- mennasamband Austur-Húnvetn- inga. Dreifingu ritsins annast Gisli J. Grimsson, Brekkubyggð 18, Blönduósi, og geta þeir, em vilja snúið sér til hans með óskum að verða sent ritið. Útboð Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i smiði á ryðfrium geymum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu hita- veitunnar, Vesturbraut lOa, Keflavik og á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns, Laufásvegi 12, Reykjavik, gegn 10. þús. kr> skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 15. maf. Aðalfundur Laugarnessafnaðar verður haldinn i Laugarneskirkju sunnudaginn 30. april kl. 15, að lokinni guðsþjónustu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarheimilismálið önnur mál. Sóknarnefnd Laugarnessóknar. Stjáni (Siguröur Skúlason) „Ég vil fá mitt barn fyrst þú vilt það ekki”. Svandis (Anna Kristin Arn- grímsd.) ,,Nei!Nei!Nei! Kemur ekki til mála.” llulda (Steinunn Jóhannesd.) hlustar á rifrildi systur sinnar og fyrrverandi kærasta hvort gefa eigi barn þeirra. Sýningnm á „Stalín” fer fækkandi Hið vinsæla leikrit Vésteins Lúðvikssonar Stalin er ckki hér hefur veriðsýnt i Þjóðleikhúsinu i allan vetur við mikla aðsókn,eru sýningar orðnar 30 og hefur verið uppselt á þær flestar. Þetta er fyrsta verk Vésteins sem flutt er i Þjóðleikhúsinu og hlutu bæði leikritið og sýningin einróma lof gagnrýnenda. Hefur leikritið i vetur orðið kveikja fjöl- margra blaðagreina og mun óhætt að segja að fá ný islensk leikrit hafi vakið jafn mikla at- hygli á siðustu árum. Leikstjóri sýningarinnar er Sigmundur örn Arngrimsson, leikmynd gerði Magnús Tómas- son en i hlutverkunum sex eru: Rúrik Haraldsson, Bryndis Pétursdóttir, Sigurður Skúlason, Steinunn Jóhannesdóttir Sigurður Sigurjónsson og Anna Kristin Arngrimsdóttir. Antik-málið til ríkissaksóknara ESE — Hið svokallaða Antik mál hefur nú verið sent rikissaksókn- araembættinu, og er það nú á valdi þess hvort mál verður höfð- aðeðaekki. Af hálfu embættísins sér Jónatan Sveinsson fulltrúi um rannsókn málsgagna, og er blaðamaður Timans hafði sam- band við hann i gær, sagði hann, að ómögulegt væri að segja um hvenær megi vænta þess, að ákvörðun verði tekin i málinu, þvi að hvort tveggja er, að stutt er siðanhanntók við málinu, svo og það, að mál sem þetta eru mjög viðamikil og seinyfirfain. BÍLAPARTA- SALAN auglýsir NÝKOMNIR VARAHLUTIR í: Peugot 204 árg. '69 M. Benz — '65 M. Benz 319 Fiat 128 - '72 Fiat 850 Sport — '72 Volvo Amason — '64 BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Simi 1-13-97 Bakarameist- arar á Norður löndum þinga i Reykjavik Ráðstefna bakarameistara frá Norðurlöndum, verður haldin að Hótel Sögu dagana 26. og 27. april n.k. Þetta verður i annað sinn sem slik ráöstefna er haldin en fyrsta ráðstefnan var haldin árið 1976 i Osló. í tengslum við ráðstefnuna kemur hingað til lands 120 manna hópur bakarameistara og makar þeirra til að kynnast landi og þjóð. Hot Rod — Hot Rodding Cor Craft Car & Driver Amerísk Bflablöð Four Wheeler Off Road Super Chevy gó/fteppí SAMBANDIÐ AUGLÝSIR Úrval af Rya-teppum Einlitum og munstruðum — Ensk úrvalsvara SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA BYGGINGARVORUR Teppadeild SUÐURLANDSBRAUT 32 SÍMI 82033

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.