Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.04.1978, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 27. april 1978 A Náttúruverndarþingi um næstu helgi: Meðferð auðlinda og staðarval iðnaðar — auk fjölda annarra náttúruverndarmála úruverndarmál: I’áll Lmdal ræð- FI — Náttúruverndarþing, hið þriðja í röðinni, verður haldið dagana 29. ug :!(). april nk. á Hótel Loftleiðum. Eysteinn Jónsson formaður Náttúruverndarráðs setur þingið laugardaginn 29. april og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra flytur á- varp. Kosið verður i embætti og skýrslur formanns og fram- kvæmdastjóra lagðar fram. Pá verða flutt fimm crindi um nátt- ir endurskoðun náttúruverndar- laga, llrafn V. Friöriksson talar um mengungarmál. Sigurður Þórarinsson og Arnþór Garðars- son tala um vatna- og jarðhita- svæði og Vilhjálmur Lúðviksson um val á stöðum til iönreksturs. Einnig flytur Eyþór Einars- son erindi um verndun villtra dýra og plantna. Sföan verða um- ræöur. náttOruverndarrAð A sunnudaginn 30. april verða kosnir aðalmenn i Náttúruvernd- arráð. Nefndarálit og tillögur koma fram, lýst verður kjöri aðalmanna og kosningu vara- manna. Þingið hefst klukkan 9 að morgni báða dagana. Sex menn eiga sæti i Náttúru- verndarráði og 6 menn eru til vara, en formann ogvaraformann skipar menntamálaráðherra. Rétt til setu á Náttúruverndar- þingi eiga fulltrúar allra náttúru- verndarnefnda, en þær starfa i hverri sýslu og kaupstað. Auk þess fulltrúar allmargra samtaka og stofnana, fulltrúar þingflokka og Náttúruverndarráðsmenn. t náttúruverndarlögum, sem i gildi gengu vorið 1971, eru ákvæði um, að Náttúruverndarþing skuli haldið þriðja hvert ár, og var fyrsta þingið háð i Reykjavik i april 1972. Náttúruverndarráð undirbýr þingið og veitir skrifstofa þess allar nánari upplýsingar. ALÞJŒ)LEG RÁÐSTEFNA MÆL IR MEÐ UPPSETNINGU NÝS BLINDLENDINGARKERFIS Verður tekinn i notkun á næsta áratugi A fóstudaginn i siðustu viku lauk i Montreal þriggja vikna ráðstefnu á vegum alþjóðaflug- málastofnunarinnar (ICAO), þar sem fjallað var um val á fram- tiðar blindlendingarkerfi fyrir loftför. Var ákveðið að mæla með þvi að fastaráð stofnunarinnar staðfesti alþjóðastaðal fyrir nýtt mikróbylgjulendingar kerfi (MLS),sem þróað hefur verið i Bandarikjunum og Astraliu. Ráð- stefnu þessa sóttu 254 fulltrúar frá 74 rik jum og 4 alþjóðasamtök- um. Islenzkri fulltrúinn á ráð- stefnunni, Leifur Magnússon varaflugmálastjóri, var kosinn forseti hennar. Eftir að fastaráð Alþjóðaflug- málastofnunarinnar hefur stað- fest tillögur ráðstefnunnar má búast við að alþjóðleg uppsetning umræddra tækja hefjistá árunum 1980-1985. Núverandi blindlend- ingarkerfi, sem samþykkt var sem ICAO-alþjóðastaðall árið 1949, mun þó verða áfram i notk- un til ársins 1995, en eftir það ár verður eingöngu nýja MLS kerfið notað. Kostir þess eru taldir umtals- vérðir, t.d. er það miklu nákvæm- ara en núverandi tæki, og mun gera kleifar sjálfvirkar lendingar á fjölda flugvalla. Kerfið er að mestu ónæmt fyrir truflunum frá umhverfi sinu, og gerir mun minni kröfur til landrýmis fyrir tækjabúnaðinn, sem i dag útilok- ar uppsetningu blindlendinga- kerfa (ILS) á fjölda flugvalla. Núverandi kerfi (ILS) veitir möguleika á aðeins einni aðflugs- stefnu og einu aðflugshorni (vanalega 3gr.). MLS kerfið býð- ur hins vegar upp á frjálst val að- flugsferla og aðflugshorna. Það verður framleitt i ýmsum mynd- um er henta stórum alþjóðaflug- völlum jafntoglitlum flugvöllum. A undan timanum i 100 ár léttir meðfærilegir viðhaldslitlir fyrir stein- o^ steypu. f Ávallt fyrirliggjandi. Góö varahlutaþjónusta. m Þ. ÞORGRÍMSSON & CO 'Armúla 16 ■ Reykjavík ■ sími 38640 Ú ’fe þiappur slipivelar dælur sayartjloð steypusagir 1 þjoppur bindivirsrúllur FÍB: Meira fé í vegasjóð Gylfi Þórðarson ráðinn fram- kvæmdastjóri Sementverk- smiðjunnar ESE — Gylfi Þórðarson við- skiptafræðingur hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Sements- verksmiðju rikisins frá og með 1. maí n.k. Gylfi mun hafa fengið stuðning þriggja manna innan stjórnar Se- mentsverksmiðjunnar i starfið, en Þorsteinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Kisiliðjunnar, sem einnig sótti um starfið, naut stuðnings tveggja stjórnar- manna. Almennur fundur haldinn á Akureyri hinn 23. aprfl 1978, af Félagi islenzkra bifreiðaeigenda, skorar á Alþingi og rikisstjórn að allar þær álögur, sem nú eru lagðar á bifreiðaeigendur og telj- ast vera sérálögur umfram aðra neyzlu i landinu, verði skilyrðis- laust látnar renna óskiptar til vegasjóðs. — Ef ekki, þá verði þær nú þegar felldar niður. Jafnframt bendir fundurinn á þá tvisköttunsem nú er lögð á bif- reiðaeigendur i formi söluskatts sem reiknaður er ofan á önnur lögboðin gjöld, s.s. ábyrgðar- tryggingu bifreiða, ogtelur slikt i ósamræmi við gildandi lög um söluskatt. Auglýsið i Timanum íslálalalsilalálaíslalalalalálsilalalals Bændui ' — Athugið Inten nali n IK ll 574 HYDRO :n5m Eigum til afgreiðslu með mjög stuttum fyrirvara International 574 Hydro traktor, sem er 78 ha, vökvaskiptur með hljóðein- angruðu húsi, vökvastýri og bezta fáan- lega búnaði. _ _ w Athugið: Aðeins til fáar vélar á mjög góðu verði! Ca. kr. 4.200.000 með söluskatti Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik simi 38900 lalálálalalaSIalalalalsIalalsIalálsIaláls Fyrirhuguð er 12 daga ferð á vegum framsóknarfélaganna með viðkomu í: HAIMNOVER - BERLÍN - PRÁG - MÚNCHEN - KÖLN Einnig er hugsanlegt að hafa viðkomu i LEIPZIG OG SALZBURG Möguleikar eru einnig á að kaupa aðeins flugfar Reykjavik — Hannover — Reykjavik Mjög hagstætt verð Brottför 24. mai — heimkoma 4. júni. Allar nánari upplýsingar á skrif- stofunni Rauðarárstig 18. Simi 2-44-80.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.