Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. apríl 1978 5 Sjö af tiu stofnendum Heimis voru á afmælishátiðinni, Fimmtíu ára afmælis- hátíð Heimis A.S. Mælifelli 26.4,— Sl. laugar- dag var þess minnzt með veglegi hátið i Miðgarði i Varmahlið að liðin eru 50 ár frá stofnun Heimis hins kunna karlakórs i Skaga- firði. Mikill fjöldi fólks sótti fagnaðinn san var hátiðlegur og fór hið bezta fram á alla grein. Söng kórinn mörg lög undir stjórn Ingimars Pálssonar skólastjóra sem hefur verið stjórnandi kórs- ins sl. tvö ár, en siðan sungu gamlir kórfélagar undir stjórn Jóns Björnssonar tónskálds frá Hafsteinsstöðum nokkur lög, en Jón stýrði kórnum i 40 ár. Aðrir söngstjórar Heimis hafa veriðGisli Magnússon i Eyhildar- holti sem stjórnaði kórnum i upp- hafi. Pétur Sigurðsson tónskáld um sinn og Arni Inginiundarson á Akureyri nær tiu ár. Arni lék undir sönginn á afmælishátiðinni og Þórunn ólafsdóttir söng ein- söng og var þeim báðum klappað lof i lófa sem vænta má um svo gott listafólk. Merka hátiðarræðu flutti Pálmi Runólfssoná Dýrfinnustöðum, en auk hans fluttu ýmsir kveðjur og þakkarávörp i bundnu og óbundnu máli. Þorvaldur Óskars- son á Sleitustöðu formaður Heimis, stýrði samkomunni og afhenti Birni Ólafssyni á Krithóli og HalldóriBenediktssyni á Fjalli heiðursskjöl en þeir voru báðir meðal stofnenda Heimis og hafa sungið með kórnum óslitið alla tið. Þá voru Jóni Björnssyni færðar þakkir og gjafir fyrir hið langa og ómetanlega starf i þágu kórsins, en Arna Ingimundar, sem naut mikilla vinsælda er hann stýrði kórnum, var fært þakkarskjal. Kaupfélag Skagfirðinga gaf kórnum 100 þúsund krónur i til- efni afmælisins og Ingimar Páls- son 50 þúsund krónur sem verja skal til búningakaupa. Stofnendur Heimis voru 10 bændur og voru sjö þeirra á hátiðasamkomunni en tveir eru látnir, Benedikt Sigurðsson á Fjalli og Gisli Stefánsson i Mikl ey. 1938 gerðust Heimismenn aðilar Heklu sambands norð- lenzkra karlakóra og hafa tekið þátt i öllum mótum sambandsins siðan og sungið viða. Starf kórs- ins i hálf a öld er merkilegt og hef- ur ávallt verið öflugt og auðgað JK—Egilstöðum. Fimm kirkju- kórar á Fljótsdalshéraði halda sameiginlega tónleika I Egil- staðakirkju næstkomandi laugar- dag. Kórarnir eru úr Vallahreppi. Skriðdalshreppi, Fljótsdals- hreppi ásamt kór Egilstaða- kirkju, eru þetta alls um 80 manns. Einsöngvarar á tónleikunum eru frú Anna Káradóttir og Björn menningar- og félagslif í Skaga- firði harla mjög eins og oft hefur komið fram og nú siðast á hinni veglegu hátið sem var Heimis- mönnum til hins mesta sóma. Núverandi stjórn Heimis skipa : Þorvaldur Óskarsson, Guðmann Tóbiasson útibússtjóri i Varma- hlið og Sigurður Björnsson, Stóru-ökrum en kórfélagar eru liðlega 40. Pálsson frá Egilstöðum og undir- leik annast Kristján Gissurarson frá Eiðum. Söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Flutt veröa verk eftir innlenda og erlenda höfunda m.a. Anton Bruchner, Handel. Sigfús Einars- son, Isólf Pálsson, Inga T. Lárus- son, Sigvalda Kaldalóns og Emil Thoroddssen. Keflavík vantar blaðbera strax i vesturbæinn. Upplýsingar i sima 1373. Samsöngur 5 kóra í Egils- staðakirkju höggdeyfar nýkomnir m.a. í SCAIMIA OG VOLVO Einnig stýrishöggdeyfar í sömu bíla Ol ARMULA 7 - SIMI 84450 Píanótónleikar Rögnvaldur Sigurjónsson, pianóleikarí heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Kópavogs, sunnudaginn 30. april kl. 5 e.h. i sal tónlistarskólans að Hamraborg 11, 3ju hæð. Á efnisskrá eru verk eftir Beethoven, Chopin og Liszt. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. m Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 25. april 1978 Auglýsing um endurskráningu skotvopna og innköllun skotvopnaleyfa Athygli skal vakin á þvi aö samkvæmt reglugerö nr. 16 20. janúar 1978 um skotvopn og skotfæri sem gefin var út samkvæmt lögum nr. 46 13. maf 1977 um skotvopn, sprengiefni og skotelda, skulu öll skotvopnaleyfi, sem gefin hafa veriö út fyrir gildistöku reglueeröarinnar endurnýjast fyrir 1. júli 1978 Þeir sem leita endurnýjunar skotvopnaleyfis skulu senda umsókn um það til lögreglustjóra I þvl um- dæmi, þar sem umsækjandi á lögheimili og gildir þaö jafnt þótt leyfið hafi upphaflega verið gefiö út i öðru umdæmi. Umsóknareyðublöð fást hjá lögreglustjór- um. Leyfishafi sem óskar endurnýjunar á skotvopnaleyfi skal sýna lögreglustjóra eöa starfsmanni hans viö- komandi skotvopn ef þess er óskað. Sæki leyfishafi skotvopr ekki um endurnýjun leyfis innan tilskilins frests fer um upptöku skotvopns sam- kvæmt ákvæðum 35. gr. laga nr. 46/1977. Athygli skal einnig vakin á þvl að leyfi til veuzlunar skotvopna og skotfæra skulu endurnýjast fyrir 1. júli 1978. Umsókn sendist dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu. / / / Við opnum ■ ■ í dag opnum við nýjar dyr til fjarlægra landa. Dyr nýrrar söluskrifstofu okkar í Hótel Esju. Þar er greið aðkoma hvaðan sem er úr bænum og næg bílastæði. FLUCFELAC LOFTLEIDIR ISLAJVDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.