Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 13
12 wtmmm Föstudagur 28. april 1978 Föstudagur 28. april 1978 13 B 1 a o Fjöldi gesta var viðstaddur er Páil Zóphóniasson setti hátíðarsamkomuna. Fólk litur nú hlutina nokkuð öðrum augum en I gamla daga þegar talað var um skranið hans Þorsteins Séð yfir hluta af hinni glæsilegu Sjávarútvegsdeild Byggðasafns Vestmannaeyja á opnunardegi. sKSMf . ^ " .. * í Merkur atburður í mennmgarsögu Vestmannaeyja ■IKl — Byggða- og listasafn Vestmannaeyja var opnað á þriðju hæð nýja safnahússins i Vestmannaeyjum hinn 15. april s.l. Páll Zóphóniasson bæjarstjóri setti hátiðina er haldin var af þessu tilefni. Flutti hann kveðju frá Vilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráð- herra, sem þvi miður gat ekki verið viöstaddur vegna anna. Rakti hann siðan sögu safnahússins i stórum dráttum. Á 50 ára afmæli Vestmanna- eyjakaupstaðar, árið 1969, var bygging hússins hafin. Síðan hefur verkinu miðað áfram jafnt og þétt, að þvi undanskildu að gosið 1973 taföi auðvitað íramkvæmdir stórlega, jafnvel færði þær til baka um sinn. Eftir gosið var siöan hafizt handa af krafti, og nú er svo komið að bókasafnið hefur fyrir nokkru flutt i glæsilegt og rúmgott húsnæði á ánnarri hæð hússins og nú byggða- og listasafnið á þriðju hæðina. Eftir er að ljúka neðstu hæðinni, en hún á að geyma skjalasafn .kaupstaðar- ins.Einnig á byggðasafnið aö fá þar 160 fermetra rymi undir inngangi, fyrir báta og vélar ásamt ýmsum stærri hlutum i eigu þess. Bæjarstjóri færði safninu sem gjöf frá bæjarsjóði upphleypt kort af Vestmannaeyjum, tölu- sett eintak nr. 1, áritað af bæjarstjórn. Þá færöi Páll safn- inu að gjöf frá sjálfum sér, hjálminn, sem hann bar i gos- inu, ásamt súrefnistæki, með þeim orðum að þetta gæti orðið vfsir að gosminjasafni. Magnús Þ. Jónsson las upp gjafabréf frá Rótaryklúbbi Vestmannaeyja, þar sem til- kynnt var að klúbburinn gæfi safninu a ndvirði sýningarskáps. Sigurgeir Kristjánsson fluttí ávarp og kveðjur frá alþingis- mönnunum Þórarni Sigurjóns- syni og Jóni Helgasyni, sem þvi miður gátu ekki verið viðstadd- ir. Guðlaugur Gislason flutti ávarp og afhenti Þorsteini Þ. Viglundssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byggðasafnsins, segulbandsspólur, sem hafa að geyma frásagnir Rikisútvarps- ins af gosinu fyrstu sólar- hringana. Verða þær varðveitt- ar i Byggðasafninu. Heiðursborgari Vest- mannaeyja. A samkomunni gerði forseti bæjarst jórna r , Reynir Guðsteinsson, kunnugt, að bæjarstjórn Vestmannaeyja hefði á fundi sinum hinn 12. april kjörið Þorstein Þ. Viglundsson heiðursborgara Vestmannaeyja. Þorsteinn hefur verið forstöðumaður Byggðasafnsins frá upphafi eða i 46 ár. Hann var stofnandi Sparisjóðs Vest- mannaeyja og sparisjóðsstjóri i 31ár.Skólastjóri Gagnfræðaskóla Vestmanna- eyja var Þorsteinn i 36 ár. Þá má einnig nefna, að hann hefur gefið út ársrit Vestmannaeyja, Blik, i 33 ár og vinnur nú að árgangi þessa árs. Jafnframt hefurhann gegnt fjölda annarra trúnaðarstarfa i bæjarfélaginu, t.d. var hann bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn nokkur ár. Einnig má nefna að hann var frumkvöðull að stofnun Kaupfélags Vestmannaeyja og sat i stjórn þess um árabil. Má þvi segja að Þorsteinn hafi komið viða við i sögu og þróun Vestmannaeyjabæjar frá þvi hann flutti þangaðárið 1927, eða um nær hálfrar aldar skeið. Þorsteinn Þ. Viglundsson þakkaði þann sóma sem honum var sýndur. Siðan rakti hann sögu Byggðasafnsins. Þá afhenti hann bæjarstjóra sparisjóðsbók með tæpl. 1 milljón króna innistæðu. Er þar um að ræða „Gullbrúðkaups- sjóð hjónanna Sigfúsar J. Johnsen og Jarþrúðar P.Johnsen”, sem ætlaður er til kaupa á listaverkum fyrir Vest- mannaeyjabæ. Ragnar Oskarsson forstööu- maður safnsins, þakkaði öllum, sem staðið hafa að þvi mikla verki að gera þetta glæsilega safnahús að veruleika. Að lok- um afhentí forseti bæjarstjórn- ar, Reynir Guösteinsson, Ragn- ari lykla að byggingunni og söfnin til varðveizlu. Þorsteinn Þ. Viglundsson og kona hans Ingigerður Jóhannsdóttir, með blómvönd sem henni var færður I þakklætisskyni fyrir aö styðja alltaf ótrauð við bak bónda sins i baráttunni, og aðstoða hann eftir mætti. AUÐNAÐIST AÐ SJÁ GLÆSI- LEGAN ÁRANGUR ERFIÐISINS HKI — t tilefni þess að Þor- steinn Þ. Viglundsson var kjör- inn heiðursborgari Vestmanna- eyja hafði blaðið samband við hann og óskaði honum til ham- ingju með veittan heiður. — Hvað er þér efst i huga á þessum timamótum Þorsteinn? — Ég er bæði þakklátur og glaður. Ekki sizt fyrir það að sjá nú loksins Byggðasafninu komið varanlega fyrir i verðugum húsakynnum. Vestmannaeying- ar mega vera stoltir af þvi mikla framtaki aö koma upp svo glæsilegu safnahúsi, koma þannig sinum góðu söfnum, sem verið hafa á meiri og minni flækingi i geymslum hér og þar, varanlega fyrir á myndarlegan hátt. — Hvert var upphafið að sögu B.v ggðasafnsins? — Þegar ég kom tíl Vest- mannaeyja 1927 fékk ég strax áhuga á sögu eyjanna. Ég dáðist strax að skapgerð og dugnaði fólksins sem þar bjó við erfið skilyrði svo og hyggjuviti þess i atvinnurekstrinum. Er ég hafði verið þar i 5 ár hófst ég siðan handa við að safna að mér hlutum, meðgóðri aðstoð nemenda minna i gagn- fræðaskólanum, en ég var þá bflstjóri hans. Fólki þótti það ekki allt merkilegir munir sem ég var að safna. Nefndu það jafnvel sumir skranið hans Þor- steins. En timarnir hafa breytzt að þessu leyti sem öðru. Það mátti kannski til sanns vegar færa að safnið væri hálfgerður ruslahaugur mörg fyrstu árin þvi munum fjölgaði ört og geymslurýmið var af skornum skammti aðallega uppi á hana- bjálka heima hjá mér sjálfum. Fyrir 15 árum breyttist siðan mjög til hins betra. Þá fékk ég til umráða hæð i húsi Spari- sjóðsins og gat farið að raða hlutunum upp og opna safnið til- sýninga. Ekki var samt öllum vand- ræðum lokið. Arið 1973 hófst gos einsogallir vita og þá þurfti að bjarga þessum hlutum eins og öðrum i Eyjum. Ég var þá sparisjóðsstjóri og varð auðvitað að byrja á að flytja hann. Sparisjóðurinn fékk inni i Seðlabankanum og opnaði þar fljótlega. Þá fór ég aftur til Eyja, safnaði 6 manna liði til að hjálpa mér að ganga frá safn- gripum Byggðasafnsins er fylltu 9 gáma. Þjóðminja vörður sýndi það mikla drengskapar- bragð, að hann lét losa eina stofu i Þjóðminjasafninu sem Byggðasafnið fékk til umráða og hafði i eitt og hálft ár, þar til aftur var hægt að flyfja það heim og koma þvi fyrir á ný. Og nú er það komið á varan- legan stað skipt niður í þrjár Þorsteinn Þ. Viglundsson sá nú loks drauminn um glæsilegt byggðasafn I Vestmannaeyjum orðinn að veruieika eftir að hafa unnib að þvi ótrauður I 46 ár. deildir, þ.e. Sjávarútvegsdeild sem eðlilega er sú stærsta, Fuglaveiðideild og I.andbún- aðardeild. Eftir er þó að ljúka frágangi 160 fermetra húsnæðis sem Byggðasafnið á að fá á neðstu hæð hússins fvrir stærri hluti i eigu þess. Þar á meðal er bátur er smiðaður var með svo- kölluðu Landeyjarlagi arið 1873. — Það hefur verið mikil vinna að koma safninu fyrir og ganga frá þvi i núverandi liorf? — Já það var mikil vinna. Nú siðast var ég 8 vikur að undir- búa flutninginn,skrá og merkja hlutina og koma þeim fyrir. Þá afhenti ég um leið safninu til varðveizlu skeljasafn mitt sem tekuryfir hundrað islenzk- ar sjávarskeljar og 160 kuðunga með afbrigðum. Er þetta eitt fjölþættasta skelja- og kuðunga- safn sem til er hér á landi. — Kn hver er saga listasafns- iiiK,Þorsteinn,og gullbrúðkaups- sjóðsins sem þú alhentir við oþnunina? — Tildrögin að listasafninu voru þau að ég fékk þau hjónin Jarþrúði og Sigfús Johnsen til að selja Vestmannaeyjabæ 34 málverk sem þau áttu eftir Kjarval, fyrir mjög lágt verð. Málverk þessi hafði Kjarval á yngri árum gefið þeim fýrir margs konar aðstoð,er þau hjón veittu honum. Kjarval var þá stundum svo snauður að hann átti hvorki peninga fvrir mat né litum ogstriga til að mála. Hluti af andviröi þessara málverka var siðan lagður i þennan svo- nefnda Gullbrúðkaupssjóð sem stofnaður var til frekari lista- verkakaupa en i sjöðnum er nú tæp ein milljón króna. \'estmannaeyjabær hefur siðan smám saman bætt við malverkaeign sina m.a. oft keypt myndir á sýningum. sem haldnar hafa verið i Eyjum. Eru málverkin nú orðin á annað hundrað talsins og hefur hluta þeirra veríð komið fyrir á efstu hæð Safnahússins á móti Byggðasafninu i svokallaðri listaverkadeild. Að lokum langar mig einnig að minnast á hve ánægjulegt það er að bókasafnið sem Haraldur Guðnason hefur annazt af einstakri natni um áratugi við léleg skilyrði skuli vera komið i svo rúmgott fram- tiöarhúsnæði. Þar hefur m.a. verið komið upp lestrarsal fyrir börn og unglinga. Þau geta nu hvort heldur sem þau vilja kom- ið þangað með námsbækur sin- ar eöa fengið lánaðar bækur og lesið i rólegheitum i vistlegu umhverfi. Ég vil sannarlega óska Vest- mannaeyingum öllum til ham- ingju með þennan merka áfanga i menningarsögu þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.