Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 19
Föstudagur 28. apríi 1978 T9 Framsóknarflokkurinn flokkur unga fólksins Fjölmargt ungt ftflk var i hópi þingfulltrúa á 17. flokksþingi framsóknarmanna, sem haldið var i Reykjavik i siðasta mán- uði. Þetta unga fólk tók mikinn þátt i störfum þingsins, bæði i almennum umræðum og nefnd- arstörfum. Á sama hátt starfaði einnig fjölmargt ungt fólk i starfshópum, sem undirbjuggu þingið. Þegar kjörið var i miðstjórn flokksins á Flokksþinginu kom lika i ljós, að unga fólkið nýtur hins fyllsta trausts, og af þeim átta, sem flest atkvæði hlutu i miðstjórnarkjörinu, voru fimm um og innan við þritugt. Röð efstu manna var þessi: 1. Þórarinn Þórarins. 252atkv. 2. Dagbjört Höskuldsd. 246atkv. 3. Eysteinn Jónsson 246atkv. 4. Gerður Steinþórsd. 223atkv. 5. Magnús Ólafsson 223 atkv. 6. Asgeir B jarnason 218atkv. 7. Eirikur Tómasson 208 atkv. 8. Haukur Ingibergsson201 atkv. Af þessu má greinilega sjá að unga fólkið hefur mikil áhrif innan Framsóknarflokksins.Þar berst það fyrir áhugamálum sinum og vinnur að þvi að þau verði að veruleika. Andstæðingar okkar fram- sóknarmanna hafa oft haldið þvi fram að nú sé ekkert ungt framsóknarfólk lengur til. Tala þeir um að Samband ungra framsóknarmanna sé mjög li'tt áberandi stjóri.málaafl um þessar mundir. Nú haldi forusta sambandsins ekki uppi opin- berri gagnrýni á flokksforust- una. Það sé merki þess að starf- iðhjá ungum framsóknarmönn- um sé litið og dugurinn enginn. Staðreyndin er hins vegar sú, að ungir framsóknarmenn starfa mikið, þótt vissulega mætti það starf vera enn meira og ungir framsóknarmenn mættu hafaenn meiri áhrif. Við, sem nú erum i forustu Sam- bands ungra framsóknar- manna, höfum hins vegar lagt á þaðáherzlu að ungir framsókn- armenn starfi innan flokksins og komi hugðarefnum ungs fólk þar á framfæri og vinni þeim fylgi. Við leggjum áherzlu á að ungt fólk sé kjörið i allar starfs- nefndir á vegum flokksins, þar séu málin rædd og þeim unnið fylgi. Siðan berjist flokkurinn sameiginlega fyrir þessum mál- um og vinniþeim brautargengi i þjóðfélaginu. Hér skulu nefnd tvö dæmi um á hvern hátt ungir framsóknar- menn hafa haft áhrif á málefna- lega umræðu i þjóðfélaginu á undanförnum árum Fyrir þremur árum hélt Samband ungra framsóknarmanna ráð- stefnu um kjördæmaskipun og kosningalög. Þar var m.a. lögð áherzla á að gera kjör alþingis- manna persónubundnara en nú er. Siðan tók SUF þátt i sam- starfsnefnd þriggja samtaka ungra stjórnmálamanna og mótaði þessi nefnd sameiginleg ar tllögur. Siðan þá hafa miklar umræður farið fram um þessi mál og virðast flestir nú orðnir sammál.a um að kjör alþingis- manna verði að gera persónu- legraen það er samkvæmt gild- andi lögum. Einnig er mikið rætt um hvort jafna eigi þann mismun, sem er á vægi at- kvæða, og virðast menn sam- mála um að munurinn sé nú of mikill. Hins vegar eru flestir á þvi, að ibúar Reykjavikur hafi margfalt betri aðstöðu til að hafa áhrif á ml i þjóðfélaginu en ibúar landsbyggðarinnar. 1 Reykjavik er stjórnarráðið, og þar eru flestar opinberar stofn- anir. Fullt tillit þurfi þvi að taka til þessara þátta, þegar vægi at- kvæða milli Reykjavikur og landsbyggðarinnar er ákveðið. Annað mál skal hér nefnt, sem það er stuðningur við frjálsa félagsstarfcsemi. Sam- band ungra framsóknarmanna hélt ráðstefnu um frjálsa fé- lagastarfsemi siðastliðið sum- ar. Þar var rætt itarlega um þýðingu þessarar starfsemi i landinu og á hvern hátt bezt mætti stuðla að vexti og við- gangi frjálsu félagarina. Þetta mál var siðan tekið til framhaldsumræðu á 17. flokks- þingi framsóknarmanna sem haldið var i marz. Þar var sam- þykkt itarleg stefnuyfirlýsing framsóknarmanna i þessum málaflokki. Þar var lögð áherzla á að efla beri hina frjálsu félagsstarfsemi i land- inu. Bent var á, að slik stefna væri ekki einungis þjóðhagslega hagkvæm, heldur þroskavæn- legust hverjum einstaklingi. Hér á siðunni er ályktun flokksþings framsóknarmanna um frjálsa félagssemi birt I heild. Fjölmörg fleiri mál mætti nefna, þar sem ungir framsókn- armenn hafa haft forustu um að tekin yrðu til meðferðar og af- gréiðslu, en hér verður staðar numið að sinni. f upphafi var þess getið hve ungt fólk hafi haft mikil áhrif á nýafstöðu flokksþingi. Svona er þessueinnig farið heima i kjör- dæmunum. Fjölmargt ungt framsóknarfólk er þar i forustu- sveit og á framboðslistum skip- ar unga fólkið lika verðugan sess. T.d. má nefna að yngsti þingmaðurinn er Halldór As- grimsson þingmaður Fram- sóknarflokksins á Austurlandi. Á Vesturlandi verður i komandi kosningum mikið um ungt frilk á framboðslista Framsóknar- flokksins og á lista Framsókn- arflokksins til borgarstjórnr- kosninga i Réykjavik er ungt fólk bæði i öðru og þriðja sæti auk þess, sem ungt fólk skipar mörg sæti neðar á listanum. Af þessu má sjá að unga fólkið nýtur mikils trausts innan Framsóknarflokksins Það tek- ur þar verulegan þátt i stefnu- mótun og hefur forgöngu um fjölmörg mál. Ungt fólk hefur verið kjörið i margar trúnaðar- stöður á vegum Framsóknar- flokksins, og i komandi kosning- um verður ungt fólk mjög áber- andi á framboðslistum Fram- sóknarflokksins i flestum kjör- dæmum. Framsóknarflokkur- inn er þvi flokkur unga fólksins. MÓ M4GII Föstudaginn 10. mars 1978 Framsóknarflokk- urinn — flokkur unga fólksins Þaö hefur vakið verðskuldaöa athygli hve unga fólkið tekur nú mikinn þátt i störfum Framsókn- arflokksins á Vesturlandi. Er ekki of mælt aö Framsóknar- flokkurinn sé i dag sá flokkur sem unga fólkið fylkir sér um. Sem dæmi um það traust sem unga fólkið i flokknum nýtur má nefna að fjórir frambjóðendur á lista flokksins til Alþingiskosn- inga eru um eða undir þritugu 'og þrir aörir frambjóðendur eru um eöa undir fertugu. Má með sanna segja að þetta er framboðslisti unga fólksins. En þetta er ekki hiö eina. Formaður stjórnar kjördæmissambands. Framsókn- armanna er aöeins 27 ára og nokkur hluti stjórnarmanna er á svipuðum aldri. Ritstjóri Magna, er um þritugt, og svona mætti telja áfram. Þetta sýnir betur en nokkuö annað áhrif ungafólksins innan Framsóknarflokksins — nokkuö sem aðrir flokkar i kjördæminu geta ekki státað sig af. Dagbjört Höskuldsdóttir skipar þriðja sæti á f ramboðslista Framsóknarflokksins á Vestur- landivið Alþingiskosningarnar i vor. Jón Sveinsson, formaður Kjör- dæmissambands framsóknar- manna á Vesturlandi, skipar fimmta sæti á framboðslistan- um við alþingiskosningarn.ar. Haukur Ingibergsson, ritstjóri Magna, málgagns framsóknar- mannai Vesturlandskjördæmi. Úrklippa úr Magna, blaði framsóknarmanna á Vesturlandi. Frjáls félagsstarfsemi A sautjanda flokksþingi framsóknarmanna var mik- ið rætt um frjálsa félags- starfsemii landinu. Þar voru itarlegar ályktanir sam- þykktar um þau mál og verða þær birtar hér á eftir : „17. flokksþing Framsókn- arflokksins haldið i Reykja- vik dagana 12.-14. marz 1978 ályktar að efla beri hina frjálsu félagsstarfsemi i landinu. Þingið bendir á að slik stefna er ekki einungis þjóðhagslega hagkvæm heldur þroskavænlegust hverjum einstaklingi. Hin frjálsu áhugamanna- félög viðs vegar um landið eru byggðunum nauðsyn enda oft eini vettvangur margháttaðra mannlegra samskipta á sviði félags- fræðslu- og menningarmála. 1 höndum áhugamanna nýt- ast opinberar fjárveitingar bezt og skila mestu starfi. Flokksþingið telur að á þennan hátt séu hverjum manni bezt tryggðir mögu- leikar á þátttöku i heilbrigðu félagsstarfi samkvæmt eigin vali, sjálfum sér til aukins þroska og ánægju og byggðarlagi sinu til eflingar. Til þess að tryggja fram- gang þessarar stefnu telur flokksþingið nauðsynlegt að leggja áherzlu á eftirfarandi atriði: 1. Stjórn á öllu tómstunda- og félagsstarfi veröi sem mest færð i hendur frjálsra félaga en jafn- framt verði stuðlað að traustu samstarfi allra að- ila sem aðþessum málum vinna. 2. Auka ber fjárframlög til þeirra sem eiga að tryggja uppbyggingu á nauðsyn- legri aöstöðu fyrir hina fjölþættu, frjálsu félags- starfsemi s.s. til félags- heimilasjóðs, iþróttasjóös og Æskulýösráðs rikisins, en fjarframlög til þeirra cru af svo skornum skammti að þessir aðilar valda naumast þvi hut- verki sem þeim er ætiaö i lögum. 3. Efla ber samstarf félaga Umsjónarmenn: Magnús Ólafsson Ómar Kristján$son og s kóla. Ljóst er að skólar, íþróttafélög og önnur fé- lagasamtök geta notað sama húsnæðið að miklu leyti. Slikt samstarf ber að hafa i huga viö hönnun skólahúsnæðis i framtið- inni. 4. Efla ber almenna félags- málafræðslu i landinu, bæði I skólakerfínu sbr. 43. gr. grunnskólalaganna og á vegum frjálsra félags- samtaka. Æskulýösráö rikisins hefur annast menntun leiðbeinenda gerð námsefnis og stutt fé- lagsmálafræöslu félags- samtaka á undanförnum árum með góðum árangri. Þá starfsemi ber að efla eftir fönguin. 5. Vinna ber að heildarskipu- lagningu á stuöningi bæj- ar- og sveiíarfélaga við frjálsa félagsstar fsem i áhugamanna. Allmikill mismunur er núna á milli byggðalaga i þessum efn- um og ekki hefur tekizt að semja reglugerð þar um, þrátt fyrirákvæði i lögum (Sbr. lög um æskulvðsmál frá 197«) 6. t stuöningi við hið frjálsa félagsstarf ber að taka fullt tillit til allra lands- liluta enda er hér um að ræða snaran þátt i menn- ingarlif i fólks og ekki sizt i dreifbýlinu. 7. Breytt verði lögum um innheimtu söluskatts, þannig að fjáröflun hinna frjálsu félagasamtaka verði undanþegin. Hér er um að ræða tekjur sem langflest áhugamannafé- lög byggja tilveru sina á og þvi um óeðlilegan skattstofn að ræða. 8. Niðurfelld verði afnota- gjöld af öryggisbúnaði hjálparsveita og björgun- arsveita. Flokksþingið lýsir þeirri skoðun sinni að almenn þátt- taka allra aldurflokka i heil- brigðu félagsstarfi sé bezta vörnin gegn ýmsum vágest- um sem herja á þjóðlifið i dag.Að þjóðræknis og mann- gildishugsjón Ungmennafé- laganna sé enn i fullu gildi og, að fjölþætt félagsstarfsemi verði enn um sinn bezti fé- lagsmálaskóli þjóðarinnar."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.