Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 9
Föstudagur 28. apríl 1978 9 á víðavangi Nýtt hneyksli? Nú á dögunum komu þær loksins i leitirnar „huldu- meyjarnar” frægu úr hand- tökumálinu sæla. Þegar þær gengu fram i dagsljósið uri'm alger þáttaskil i einkennilegu máli. ogverðurekki annað séð en mjög alvarlegt hneyksli sé á ferðinni. Þeim sem þennan þátt ritar er þvert um geð að hafa stór orð um dómsmál eða rannsóknarefni réttskipaðra yfirvalda á þvi sviði þangað til réttilega og löglega fengin nið- urstaða liggur fyrir. En i Ijósi þess, sem þegar hefur verið ritað um þetta handtökumál. er ef til vill ekki tilhæfulaust að ætlast til þess að „rann- sóknarblaðamenn” taki nú til höndum fyrir alvöru. Það hneyksli sem hér virð- ist, og ritað er: virðist, vera um að ræða er ákaflega alvar- legt. Svo er að skilja af um- mælum rannsóknaraðila að löggæzlumenn hafi gert sig seka um að þvcrbjóta lög og reglur um vinnubrögð og að hafa gert með sér samsæri um að koma sök á borgara i þjóð- félaginu. Spurning- arnar vakna Sé þetta rétt, og jafnvel þótt ekki sé um að ræða nema lík- ur, þá fara spurningarnar að komafram i hugann: — Hvar stendur almenning- ur ef svona nokkuð getur átt sér stað? — Getur það verið að menn í miklu trúnaðarstarfi, menn sem ætlað er að gæta mann- réttinda, laga og réttar, hafi gerzt samsærismenn um það að fótum troða allt það sem þeim var til trúað? — Eiga menn að trúa þvi að þessir sömu aðilar hafi fengið í lið við sig „nytsama sakleys- ingja" úr hópi áhugamanna um hneykslisskrif i dagblöð- um til að snúa óþverranum siðanupp á heiðarlegt fólk og meðal annars upp á ábyrga forvígismenn i stjórnkerfi landsins? Menn minnast þess ef til vill nú að þetta handtökumál átti sér stað rétt um það leyti sem annað samsæri einhverra aðila, sem ekki er fyllilega upplýst um, og tengdLst Geir- finnsmálinu, var að renna út i sandinn. Þá kom landsfrægur tollvörður i útvarpóg sagði að nú fyrst færi að hitna í kolun- um, nú væri að komast upp um annað ægilegt glæpamál, mál sem snerti háttsetta embættis- og stjórnmálamenn á íslandi. Það vantaði ekki að til voru auðtrúa blaðamennsem hlupu upptil handa og fóta ogdrógu af þessu öllu hinar ískyggileg- ustu ályktanir, og meira að seja liggur grunur á einhverjir hafi beinlinis trúað öllum heilaspunanum. Það hefurvcið unnið geysi- lega mikið starf að þvi á sið- ustu árum að endurskipu- leggja framkvæmd dómsmála á íslandi og var ekki vanþörf þegar á allt er litið. En sé ein- hver fótur fyrir ummælum rannsóknaraðila um hið svo- kallaða og margfræga hand- tökumál, þá er Ijóst að enn þarf að herða á umbótunum. Kolvitlausir menn? Menn spyrja nú unnvörp- um: Hvað hefur eiginlega ver- ið að gerast i löggæzlumálum á Suðurnesjum á þessum tima? Ilafa þarna verið van- vitar að verki, eða menn nieð einæði á hættulegu stigi, eða óþroskaðar sálir undir iskyggilega miklum áhrifum af bandarisku sjónvarpi, eða lireint og beint, — fyrirgefið orðbragðið, — kolvitlausir men n? Þeir töluðu um spiramál, Géirfinnsmál, Guðmundar- mál, Klúbbmál, handtökumál, og guð má vita hvað, og öllu þessu rugluðu þeir saman. Þeir ollu þjóðinni martröð um margra mánaða skeið. Rann- sókn var leidd á villigötur og óumræðileg óhamingja inn á heimili vitasaklausra manna. Málunum var snúið upp i of- boðsleg pólitiska orrahrið, og stórkostlega alvarlegum ásökunum beint persónulega að forvigismönnum i íslenzk- um stjórnmálum. Nú á þessum vordögum 1978 vilja margir gleyma þessu, en slikt er algert ábyrgðarleysi. Hafi hér verið um visvitaðar aðfarir að ræða, verður að stemma stigu við sliku. Til þess eru vilin að varast þau, og til þess eru mistökin að af þeim sé lært. Ilafi hér ekki verið um visvitaðar aðfarir að ræða.og enn er gert ráð fyrir þvi að ummæli rannsóknar- aðila eigi við einhver Ijós rök að styðjast, þá er málið senni- lega einna helzt viðfangsefni lækna. Það er alveg ljóst að það verður aðhreinsa löggæzluna i landinu af bletti sem þeim sem hér virðist vera um að ræða. Ekki aðeins eiga lög- gæzlumenn og dómendur rétt ái þvi. heldur er það krafa al- mennings. Og spurn- ingarnar halda áfram Og snurningarnar halda áframogmunu halda áfram.Ef til vill sjaum við aðeins i efsta toppinn á isjakanum nú. is- jakannallan verðum við að fá að sjá, o.g siðan er að bræða hann niður og þvo skömmina af þjóðfélaginu. Enn og aftur: Sé einhver fótur fvrir ummælum rann- sóknaraðila, mikil er þá á- byrgð þeirra manna sém að stóðu og ærðu þjóðina siðan upp með talsmáta i útvarpi og hlöðum. áttu þátt i að leiða rannsókn að saklausum mönnum með margra mánaða fangelsisvist, — hvar er nú samvizka þessara manna? Þjiiðin biður ekki endilcga lyrst og fremst eftir dómi vfir þessum mönnum i viðbót við alla aðra dóma. Þjóðin er ekki lull af rel'sigleði eða sjálfsrétt- lætingu. Hún vill aðeins að þeir iðrist. ■IS Muna menn út var ps- þáttinn? Hitaveita Borgarfjarðar: Byrjunarfram- kvæmdir í sumar HEI —Gert er ráð fyrir að byrj- unarframkvæmdir við Hitaveitu Borgarfjarðar hefjist á sumri komanda og að meginfram- kvæmdir standi yfir i 2 ár, segir i fréttabréfi Verkfræðingafélags tslands. Samkvæmt rekstrar- og greiðsluáætlun, miðað við meðal- Sveitarstjórnar- kosningar i Búðahreppi Þvi miður féll niður i blaðinu i gær, við birtingu framboðslista Framsóknarfélags Búðakaup- túns, að geta þeirra er i framboði eru tii sýslunefndar, en þeir eru: Guðlaugur Sigurðsson, húsasmið- ur og Arnfriður Guðjónsdóttir, oddviti. hlutfall oliuverðs og byggingar- kostnaðar siðustu þriggja ára, má gera ráð fyrir að hitunar- kostpaður þurfi að vera um 80% af kyndingarkostnaði með oliu i upphafi en fari lækkandi og verði um 50% að 10 árum liðnum. P'yrstu athuganir á nýtingu jarð varmans i Reykholtsdal fyrir þéttbýlisstaði i Borgarfirði voru gerðar af VST sf. á árinu 1973. Sama ár lagði verkfræðistofan fram skýrslu um hitaveitu frá Deildartungu til Borgarness og Akraness. Niðurstöður voru i meginatriðum þær að hagkvæmt væri að leggja hitaveitu til Borg- arness og Hvanneyrar, en vafa- samt með Akranes Arið 1974 var gerður samningur milli Hitaveitu Borgarfjarðar og VST sf. um hönnun hitaveitu fyrir Borgarnes Hvanneyri og bændabýli þar i grenndinni. Á árinu 1975 komu fram hug- myndir um, hvort ekki mætti lækka stofnkostnaðmeðborun við Bæ i Bæjarsveit eða Efrihrepp i Skorradal, sem stytta myndi að- veitu verulega. Orkustofnun gerði á þessu frumathuganir og siðan var ákveðið að bora við Bæ sum- arið 1976 og '71. Árangur þess var það góður að reiknað er með að vatn þaðan myndi nægja fyrir Borgarnes og Hvanneyri. Að undirlagi iðnaðarráðuneyt- isins var 1976 athuguð hagkvæmní sameiginlegrar hita- veitu frá Deildartunguhver lyrir Borgarnes Akranes og Hvann- eyri. Niðurstaðan varð að það kæmi sterklega til greina. Vorið 1977 varð að ráði að hönnuð yrði sameiginleg Hitaveita fráDeildar- tunguhver fyrir þessi byggðarlög. Er vatnsöflun fyrir veituna talin trygg um fyrirsjáanlega framtið. heytæt/ur Á komandi vori verða fyrirliggjandi 2 þaulreyndar gerðir af Fella heyþyrlum Allir bændur vita um hina góðu reynslu Fella vélanna - og hve velvirkar þær eru FELLA TH 2 D: FELLA TH 40 S: Lyftutengd Vinns/ubre ydd 2,70 metrar Áæt/að verð kr. 366.000 Dragtengd Vinns/ubreidd 4,60 metrar Áæt/að verð kr. 600.000 LÁGMÚLI 5. SlMI 81555 Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla í Kópavogi Utankjörfundaratkvæðagreiðsla i Kópa- vogi vegna bæjarstjórnarkosninganna 28. mai 1978 hefst' sunnudaginn 30. april n.k. og verður fram á kjördag hinn 28. mai. Opið verður eins og hér segir: Mánudaga til föstudaga kl. 10-15 og kl. 18- 20, laugardaga kl. 10-12, 13-15 og kl. 18-20 og sunnudaga kl. 10-12. Kosningin fer fram á lögreglustöðinni i Auðbrekku 57 1. hæð. Uppstigningardag 4. mai og annan i hvita- sunnu 15. mai verður opið kl. 10-12. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Skaftahlíð 24 til sölu Tilboð óskast i eignarhluta Revkjavíkurborgar 1 húseign- inni Skaftahlið 24 (Tónabær). Húsrými þetta er austurendi hússins, efri hæð þess og tveir tengdir salir i kjallara, alls ca. 1400 fm. Útboðsgögn og nánari upplýsingar fyrir hendi á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboðum sé skilað á sama stað i siðasta lagi föstudaginn 12. mai 1978. INNKAUPÁSTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frílcirlcjuvegi 3 — Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.