Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 28. apríl 1978 Einhvern tima i vor, eða seint i vetur, birtist allt i einu hjá okkur maður, sem var að selja ljóö, og hann gekk hús úr húsi, eins og menn sem lesa af mæl- um hjá fólki. Við kcyptum tvær bækur og vorifi ilmaði af fjölritunar oliu. Ef hann var nógu góður til þess að bera Ijóð milli húsa i svona ve.ðri, vorum við ekki of góð til að kaupa og bækurnar lágu i hillu i nokkrar vikur. Það skal þó játað strax, að áhugi minn var ekki einvörð- ungu Ijóðræns eðlis. ég vildi lika sjá útgáfuna, en fyrirbærið „Lystræninginn”, sem er tima- rit um bókmenntir og listir, hefur nú hafið bókaútgáfu lika, eins og boðað hafði verið i sein- asta blaði, eða þvi næsta á und- an. Ef frá er skilið það afrek að gefa út fjölritað blað um listir og menningarmál, eða öllu heldur að halda þvi úti árum saman, hefur Lystræninginn margt gert vel. Ungt fólk, sem heltekið' er að menningarinnblæstri, er yfirleitt heldur leiðinlegt á prenti fyrir þá sem vanir eru að lesa. þvi það er nú búið að frelsa heiminn einum of oft, að ekki sé nú meira sagt. En Lystræninginn hefur fleira en bókmenntavit, hann hefur lika peningavit, sendir fólki giróinnheimtur eins og lögregl- an og hjálparstofnun kirkjunna, kann lika að verðleggja bækur, selur þriggja arka bækur á 2500 kall (48 siður) og fleiri i þá átt- ina sem bendir til þess að marg- ir lifdagar séu fyrir höndum. Min kynslóð ber virðingu fyrir okri. Tvær ljóðabækur Ljóðabækurnar tvær, sem maðurinn kom með utan úr kuldanum hétu ,,A djúpmiðum” eftir Pjetur Lárusson, og „Gjalddagar” eftir Birgi Svan Simonarson. Fyrri höfundinum kem ég nú ekki alveg fyrir mig en ég hafðiáðurlesiðljóð eítir Brigi Svan, sem liiun vera br.oð- ir Ólafs Hauks Simonarsonar, sem oft gerir góða hluti. Báðar eru bækurnar mynd- skreyttar.bókBirgis Svans með grafík eftir Richard Valtingoj- er, en kápuna gerði Sigrid Valt- ingojer. ogeru þessi verk vel af hendi leyst, en myndskreyttar, fjölritaðar bækur eru oft subbu- legar, þvi prenttæknin er á of lágu plani fvrir myndlist. Þetta kemur þolanlega út, enda prent- að i' betri vél. Ljóðabók Pjeturs Lárussonar kemur verr út frá sjðnarmiði bókagerðarinnar. Bók hans myndskrevtir, eða lýsir, Orn Karlsson með einshvers konar collage myndum, en hann notar ljósmyndir og teikningu jöfnum höndum. Hefur bóklýsingin tek- izt óvenju vel, hún fylgir kvæð- unum og gefur þeim dýpra inn- tak, án þess að breiða sig um of yfir efnið. Kápan er á hinn bóginn léleg. frá útfærslusjónarmiði, þó hug- myndin sé góð í sjálfu sér. Birgir Svan tileinkar bók sina SigurjOni Þorbergssyni i Leiftri og konu hans, Þórunni Gunn- þórsdóttur, en Sigurjón hefur greitt götu fjölmargra höfunda, prentað þá, þegar engir aðrir gáfu sig fram, og oft fyrir litla og stundum enga borgun. Sigurjón er hygginn hug- sjónamaður, sem unnið hefur merkilegt útgáfustarf um dag- ana, en hann rekur fullkomna - fjölritunarstofu og offsetfjölrit- un. Það er álit vort að útgáfur i guðsþakkarskyn.i eigi ekki mik- inn rétt á sér. Bækur verða að standa undir sér bókmennta- lega og fjárhagslega. Það hjálp- ar engum i raun og veru, þótt ár eftir ár sé mokað út einhverjum doðröntum eftir menn fyrir frændsemis sakir. ef enginn kaupir — eða les. Sigurjón i Leiftri fann upp ódýrar ljóðaút- gáfur, sem selja má upp úr töskum með þvi að leita uppi ljóðavini en þetta er svo erfið aðterð ibóksölu.að menn leggja ekki út i hana nema þeir séu við- þolslausir af þörf til þess aö losna við kvæðið. Leiðin er sum- sé opin. Ljóðin LjóðPjeturs Lárussonar eru ljóð byrjandans, samt hefur hann verið að gefa út bækur i sex ár. Það er ekki auðvelt að rökstyðja þetta sjónarmið, en flestum sem fást við texta hefur einhvern tima liðið svona og þeir vita að það er framhaldið frá þessum stað. sem mestu ræður. Samt er margt vel sagt i þessari bók, myndir risa og fá 'ÍJqÐ £Ftí« PJETUR UARU5Í0N MyNDSKREYTm: TKN KflftLSSoM lif. Annað hefði mátt vera óprentað. Dæmi um vel gerðar myndir i ljóði er t.d. þetta: NÖTT „Nóttin ber svarta skykkju áheröum sér. Þögul gengur hún milli húsa, að loka augum manna, uns árroðinn kemur henni i opna skjöldu.” Ennfremur: A BARNUM ■ Með fjögra stjörnu draum i augum. kláravin í glasi og helviti að eiga ekki pening á vörum. Fortiðin blasir við þér krúttið mitt föla á vanga. Má bjóða þér út i sólina, að hún megi sklna á eymd þlna?” Birgir Svan Simonarson gaf út sina fyrstu bók „Hraðfryst ljóð" árið 1975 og ári seinna komu „Nætursöltuð ljóð”. Ég mun hafa lesið aðra hvora þeirra, en man nú fátt. Yrkisefnin eru fremur hvers- dagsleg, en svona hefst eitt kvæðið: ,,l glottandi baksýnisspegli teygja úr sér andfúlar hraðbrautir bflar tæta með hjartslætti úlúr nývöknuðum úthverfum andvari rennir votri túngu eftir straumlinu bilanna hestöfl kyssa bensinfætur blár reykur fer kollskit yfir tifandi mælaborði hver visir ber vitni snúningshraða veraldar inara i gulum skýjavoðum grákristallar borgarinnar ofurmenni risin úr þvingu draumsins komin á ról i skotheldum frökkum” Þetta er svosum ekki verra en t.d. yrkingar Morgunblaðs- manna um strætisvagnaleiðir og fleira þess háttar, en þó hefði maður átt von á litrikari ljóð- um frá þessum efni'iega manni. öllu hressilegra og skemmti- legra er þetta: „konan min kvartar yfir þvi ég æpi uppúr svefni i nótt mun ég þræða svitaperlur af enni mér upp á ósýnilegan þráð og gefa henni þær i morgungjöf hún þarf sist að óttast að mæta annarri konu með eins þetta verður m odelskartgripur” Ég þakka manninum sem kom og seldi mér þessar skemmtilegu bækur. Jónas Guðmundsson. Tvær lj óðabækur síðan í vetur Bréf lögfræðings Alþýðubankans til saksóknara ríkisins Hr. saksóknari rikisins Þórður Björnsson Reykjavik. Revkjavik. 24. april 1978 Ég undirritaður. Ingi R. Helga- son hr 1.. Laugavegi 31 hér i borg, ley fi mér hér með að snúa mér til yðar. hr. saksóknari. með beiðni um að rannsakaðar verði fyrir domi með opinberum hætti eftir- greindar sakargiftir á hendur mér sem lögmanns Alþýðubank- ans hf. i dagblaðinu VISI dagana 17. og 22. april 1978: 1. Fvrsta sakargift: „Það hefði auðvitað engum átt að vera það hetur ljóst en lögmanni bankans, sem annaðist tryggingartöku h.ia nefndum aöilum...” iVISIR. 17. april 1978i Af þessu tilefni verði rannsak- að. hvort ég hafi gerzt sekur um refsivert athæfi i sambandi \nð tryggingartökur vegna útlana bankans til Guðna Þórðarsonar. Sunnu hf. og Air Viking hf. Rann- sóknin beinist sérstaklega að þvi, hvort mér hafi borið samkvæmt stöðuumboði minu að annast tryggingartökuna, hvort ég hafi verið beðinn af bankastjórn að taka tryggingar eða meta þær, áður en féð var látið úti, og hver hafi raunverulega tekið þær tryggingar, sem teknar voru i bankanum á móti þessum útlan- um þar til i október 1975, er bankaef tirlit Seðlabankans kom á vettvang. 2. önnur sakargift: „Þátttaka lögfræðings Alþýðubankans i máli þessu sýnist einnig vera mjög athyglisverð. I þvi sam- bandi vekur mesta eftirtekt, að hann hefur tekið við greiðslum til Air Viking erlendis frá, er nota átti tii þess að lækka skuldir fyr- irtækisins við bankann. Pening- arnir voru á hinn bóginnnotaðir il þess að greiða innistæðulausar ávisanir, er forstjóri fyrirtækis- ins hafi gefið út persónulega. Við rannsókn málsins var leitt í ljós. að þessi ráðstöfun var gerð án samþykkis beggja bankastjór- anna.” (VISIR. 22. april 1978) Af þessu tilefni verði rannsak- að. hvort ég hefi gerzt sekur um refs iverðan verknað, er égskilaði bankanum hinn 10. nóvember 1975 með skriflegri skilagrein greiðslu á innistæðulausum tékk- um a reikning Guðna Þórðarson- ar 60100, er ég hafi fengið til inn- heimtu samkvæmt skriflegri inn- heimtubeiðni dags. 29. okt. 1975. Rannsóknin beinist einkum að þvi. hvort ég hafi fengið frá bankastjórninni sérstök fyrir- mæii um innheimtu þessa um- fram innheimtubeiðnina og hver þau hafi verið. 3. Þriðja sakargift: „Þá vekur það óneitanlega mikla athygli i þessum upplýsingum, að lögfræð- ingur Alþýðubankans hefur tekist á hendur utanlandsferðir i þvi skyni að afla erlendra lána fyrir Air Viking. En lögfræðingur Al- þýöubankans á jafnframt sæti i bankaráði Seðlabankans. Eftir að hafa fengið vilvrði fyrir sviss- nesku láni leggur lögfræðingur Alþyðubankans og bankaráðs- maður i Seðlabankanum fyrir hlutaðeigandi stjórnvöld, að þau samþykki slika lántöku fyrir Air Viking. Ekki var látið við það sitja að fyrirtækið gerði það sjálft. Bankaráðsmaður i Seðla- bankanum og lögfræðingur AI- þýðubankans hefur með þessu móti gerzt milligöngumaöur aðila, sem er i þess háttar van- skilum við Alþýðubankann að varðar við lög. Þessi hlið málsins er óneitanlega alvarleg fyrir Al- þýðubankann, er nú vinnur að þvi að öðlast traust á ný og nýtur vel- vilja flestra aðila i þeirri við- leitni En hér vaknar spurningin um, hvaða siðgæðiskröfur i' fjár- málum á að gera til bankaráðs- manna i Seðlabankanum." (VIS- IR, 22. april 1978'. Af þessu tilefni verði rannsak- að, hvort ég hafi gerzt sekur um refsivert athæfi með þvi að leita eftir erlendu láni til handa Air Viking hf. 1975 og afla heimildar til þeirrar lántöku hérlendis. þeg- ar lánsloforðið lá fyrir. Rann- sóknin beinist einkum að þvi, hvort bankastjórnin hafi beðið mig að útvega hið erlenda lán og svo hvort lánsútvegun min til Air ^Viking hf hafieins ogá stóðfarið i -bág við hagsmuni Alþýðubankans hf. á þann hátt, að eigi hafi sam- rýmzt störfum minum fyrir bank- ann. Sá ritstjóri VISIS, hr. Þorsteinn Pálsson. Háaleitisbraut 43 i Reykjavik, sem skrifaði rit- stjórnargreinina 22. ápril 1978 er jafnframt ábyrgðarmaður blaðs- ins, sbr. ákvæði laga um prent- rétt, en hann er sjálfur lögfræð- ingur og veit, að ég er ekki starfs- maður Alþýðubankans hf. birt i blaði sinu upplýsingar, sem ■ nægja mundu til ákæru á mig fyr- ir refsiverðan verknað i sam- bandi við ofangreindar sakargift- ir. Ég neita staðfastlega þessum fullyrðingum ritstjórans en neyð- ist af tilefni þeirra til að gera þá kröfu, að með sjálfstæðri opin- berri rannsókn liggi það alveg ljóst fyrir, hvort ég er sekur eða ekki um þær ávirðingar, sem rit- stjórinn ber á mig i nefndri rit- stjórnargrein og hefur látið lesa upp fyrir allan landslýð i Rikisút- varpinu, og skiptir hér engu, hvort aðrir eru sekir eða saklaus- ir. Þessvegna krefstég sérstakrar opinberrar rannsóknar. Þessi ritstjóri telur sig nú hafa Virðingarfyllst, Ingi R.Helgason. Könnun á leiguhús næði í Reykjavík Sem kunnugt er var nýlega haldinn fjölmennur fundur leigj- enda á höfuðborgarsvæðinu og ákveðið að stofna á næstunni leigjendasamtök. A fundinum var kosin fimm manna undirbúnings- nefnd og i henm eiga sæti: Bjarney Guömundsdóttir, Fann- arfelli 10 s. 72503, Fjóla Guðmundsdóttir. Nesbala 27 s. 17112, Jón Kjartansson, Rauöa- læk 25, s. 31069. Jón Asgeir Sigurðss. Fjólugötu 11A s. 29604. Jóhannes Agústsson, Miklubraut 42 Áhugamönnum, sem þátt vilja eiga i stofnun samtakanna skai bent á að láta skrá sig hjá einhverjum ofangreindra. Fram að stofnundi munu starfa hópar, sem kanna eftirgreind viðfangs- efni: Leiguhúsnæði i Reykjavik, mat á húsnæði og verðbinding húsaleigu, drög að nýjum húsa- leigusamningi, heilsuspillandi húsnæði. húsaleigustarfsem Reykjavikurborgar, verkalýðs hreyfingin og félagsleg bygging leiguhúsnæðis, þróun bygginga- mála og stefna ýmissa félaga samtaka. Skagfirðingakaffi Kvennadeild Skagfirðinga- féiagsins i Reykjavik verður með sitt árlega veizlukaffi og happ- drætti i Lindarbæ mánudaginn 1. mai n.k. kl. 2 sd. Að venju verður þar margt gómsætt á veizluborðinu og nytsamir og góðir vinningar i happdrættinu. Allur ágóðinn rennur til hinna ýmsu verkefna félagsins, bæði i liknar-og menningarmálum. Það er ósk félagskvenna að sem flest- ir leggi leið sina i Lindarbæ 1. mai og styrki góð málefni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.