Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 15
Föstudagur 28. apríl 1978 15 |Iþróttir| Víkingur í úrslitaleik bikar keppninnar I Sigruðu Val 19-16 í undanúrslitum í gærkvöldi Mætir FH i úrslitaleiknum Víkingar sigruðu Valsmenn 19- 16 i undanúrslitum bikarkeppn- innar i handknattleik i gærkvöldi. Leikurinn var ekki vel leikinn op á köflum var leikurinn mjög grófur. Sigur Vikings i gærkvöldi var sanngjarn. þejr voru mun betra liðið i fyrri háífleik og náðu þá yfirburðarstöðu sem nægði þeim til sigurs i leiknum. V’iggó Sigurðsson skoraði fyrsta markið i leiknum strax á fyrstu minútu leiksins. Gisli Blöndal jafnaði fyrir Val með langskoti. Björgvin Björgvinsson tók foryst una aftur fyrir Viking með góðu marki af linu, en Þorbjörn Guðmundsson jafnaði fyrir Val og var það i siðasta skipti sem leikar stóðu jafnir. Þorbergur Aðalsteinsson skoraði tvö næstu mörk fyrir Viking og þeir Viggó þrjú, Björgvin eitt og Páll eitt og staðan var oröin 9-2 Viking i vil. Valsmenn höfðu ekki skorað mark i 20 minútur en þriðja mark Valsmanna kom á 27. min og var Stefán Gunnarsson þar að verki eftir uppstökk. Sigurður Gunnarsson hinn efnilegi ungl- ingalandsliðsmaður sem kjörinn var bezti sóknarmaðurinn á Norðurlandamótinu á dögunum skoraði 10 mark Vikinga og stað- an orðin 10-3 þegar 28 minútur voru liðnar af hálfleiknum. Jón Karlsson minnkaði muninn i 10-4, en Magnús Sigurðsson átti siðasta orðið i hálfleiknum með furðulega marki. Magnús fékk linusendingu og lít sig falla inn i vitateiginn og skaut, Jón Breiðfjörð i marki Vals varði skot Magnúsar og bolt- inn barst út i vitaeiginn i Magnús þar sem hann lá á gólfinu og af honum i markið. Jón Friðsteins- son annars ágætur dómari þessa leiks dæmdi þetta mark hversu furðulegt sem það nú var. Sjö marka munur i hálfleik og áhorfendur bjuggust við að öll spenna væri úr leiknum, en svo var nú ekki. Þorbjörn Jensson sem i vetur hefur litið reynt af þvi að skjóta fór nú loks i gang og skoraði 4 mörk i röð á móti tveim- ur mörkum Vikinga og staöan orðin 13-8 eftir 6 min leik. Olafur Jónsson skoraði tvö næstu mörk bæði mjög laglega úr horni, aftur kominn sjö marka munur. Vals- menn sögðu þó ekki alveg skilið við leikinn eins og i fyrri hálfleik og skoruðu þrjú næstu mörk og staðan þá orðin 15-11, og 12 min- útur búnar af hálfleiknum. Páll Björgvinsson var rekinn út af en Vikingar létu það ekki á sig fá og skoruðu sitt 16. mark þó þeir væru Viggó Sigurðsson hefur brotizt i gegn og skorar eitt af mörkum sinum i leiknum. Þrir Valsmenn fá ekk- ert að gert. Timamynd GE Þúsund þátttakendur í stærsta héraðsmótinu Reykjavikurmótið 1 knatt- spyrnu er örugglega stærsta hér- aðsmótið sem fram fer ár hvert. Þátttakendur i ár eru um 1000 talsins frá öllum knattspyrnufé- lögum borgarinnar, gömlu knatt- spyrnufélögin Valur, KR, Viking- ur og Fram senda lið i. alla keppnisflokka. 1 hverri umferð eru um 25 leikir og fara þeir fram á öllum félagssvæðunum og Melavelli. Flestir leikirnir fara fram á laugardögum og sunnu- dögum og hefst umferðin vana- lega kl. 13.30. Ahorfendur á þess- um leikjum eru yfirleitt ekki margir én þó koma sumir foreldr- ar ungu knattspyrnumannanna oft að horfa á og hafa mjög gam- an af þvi það er ekki siður gaman að horfa á ungu knattspyrnu- mennina en þá eldri, hjá þeim ungu er oft mun meiri áhugi á iþróttinni og ánægjan skin vana- lega úr hverju andliti. Astæða er þvi tii að hvetja aðstandendur þessara ungiinga og aöra þá er hafa gaman að fylgjast með ung- lingum I leik að farg á félags- svæðin um helgar og hvetja sin lið og sina menn. Reykjavikurmótið stendur yfir i allt sumar en siðustu leikir i yngri flokkunum eru 9. september. SJó einum færri. Vikingar voru þvi komnir 5 mörk yfir er .15 min. voru eftir af leiknum. öll spenna virtist vera úr leikn- um en þá fóru Valsmenn virki- lega i gang og skora þrjú mörk i röð og minnkuðu muninn niður i tvö mörk. A 22. min hálfleiksins skorar Þorbergur Aðalsteinsson gott mark fyrir Viking og stuttu seinna fá Vikingar dæmt vitakast sem Sigurður (gunnarsson tekur. Brynjar Kvaran i marki Vals sem varði þrjú vitaköst Vikinga i úrslitaleik þessara liða i Islands- mótinu á dögunum varði vitakast Sigurðar. Magnús Sigurðsson var rekinn af leikvelli þegar 5 minút- ur voru til leiksloka og staðan 17- 14 fyrir Viking. Jón Karls- sonskoraði 15. mark Vals úr vita- kasti, en Þorbergur Aðalsteins- son svaraði strax fyrir Viking og Viggó Sigurösson skoraði 19. markið úr vitakasti þegar tvær minútur voru til leiksloka og innsiglaði þar með sigur Vikinga i leiknum Gisli Blöndal minnkar samt muninn fyrir leikslok og leikurinn endaði þvi 19-16 fyrir Viking. Vikingar voru vel aö þessum sigri komnir. allavega áttu Vals- menn ekki skiiið að vinna, þeir voru allt of lélegir til þess. sérstaklega i fyrri hálfleik. Af Vikingum áttu þeir Viggó Sigurðsson, Ólafur Jónsson og Björgvin Björgvinsson beztan leik, en oft var leiðinlegt að sjá tii Björgvins, sem gerði sig sekan:, um ljótar bakhrindingar i leikn- um. Mörkin fyrir Viking skoruðu þeir Viggó Sigurðsson 6, Þorberg- ur Aðalsteinsson 4. Björgvin Björgvinsson 3, Ólafur Jónsson 2. Páll Björgvinsson 1 og Sgurður Gunnarsson 1. Valsmenn áttu flestir slakan dag og ef <ætti að taka einhvern út úr, verður að telja Þorbjörn Jensson þeirra beztan. Mörk Vals i leiknum skoruöu þeir Þorbjörn Jensson 5, Jón Karlsson 4, öll úr vitaköstum, Gisli Blöndal 3. Þorbjörn Guðmundsson : og Stefán Gunnarsson 1. Dómarar i gær voru þeir Jón Friðsteins og Gunnlaugur Hjálmarsson og dæmdu þeir ágætlega. SJÓ. Þróttur Eigraði Fylki 2-0 Þróttur sigraði Fylki 2-0 i Reykjavikurmótinu i knattspyrnu i gærkvöldi. Þróttarar skoruðu eitt mark i hvorum hálfleik og var Páll Ólafsson þar að verki i bæði skiptin. Sumardagsmót TBR Sumardagsmót T.B.R. var haldið i T.B.R.-húsinu á sumar- daginn fyrsta. Keppt var i öllum flokkum unglinga. Sýndu ung- lingarnir aö mikill áhugi er á bad- minton hér á landi og voru margir leikirnir jafnir og skemmtilegir. Úrslit I einstökum flokkum urðu sem hér segir : Hnokkar (12 ára og yngri): Haraldur Sigurðsson T.B.R. sigr- aði Arna Þór Hallgrimsson l.A. 11:0, 6:11 og 11:7. Hér eru á ferð- inni tveir bráðefnilegir leikmenn. Tátur (12 ára og yngri): Þórdis Erlingsdóttir T.B.R. sigr- aði Katý Jónsdóttur I.A. 11:1 og 11:4. Sveinar (12-14 ára i: Þorsteinn Páli Hængsson T.B.R. sigraði Hauk Birgisson T.B.R. 11:9 og 11:7. Meyjar (12-214 ára ): Þórunn Öskarsdóttir K.R. sigraði Ingu Kjartansdóttur T.B.R. 11:9 og 11:2. Drengir (14-16 ára >: Þorgeir Jóhannsson T.B.R. sigr- aði Gunnar Jónatansson Val 11:12, 11:6 og 11:8. Telpur (.14-16 ára): Arna Steinsen K R. sigraði Kristinu Magnúsdóttur T.B.R. 11:4 og 11:8. Piltar (16-18 ára): Broddi Kristjánsson T.B.R. sigr- aði Guðmund Adolfsson T.B.R. 18:13 og 17:15. Tryggja Framstúlkur sér titilinn í kvöld? Seinni leikur Fram og KR í fallbaráttunni 1 kvöld kl. 20.00 mætast Fram og FH I meistaraflokki kvenna. Þetta er seinni úrslitaleikurinn um Islandsmeistaratitilinn i handknattleik. Fyrri leikurinn fór fram i Hafnarfirði i fyrrakvöld og endaði hann með sigri Fram- stúlkna, sem skoruöu 11 mörk gegn 9. Framstúlkum nægir þvi jafntefli i kvöld, en FH stúlkur eru til alls liklegar og leikurinn gæti orðið jafn og spennandi. Seinni leikurinn i kvöld er á milli kl. 21.00 Fram og Ku i meistaraflokki karla, þetta er seinni leikurinn af tveimur úrslitaleikjum um ■ það hvort liðið spilar við HK um 1. deildar sæti að ári. KR vann fyrri leik liðanna með miklum mun og verður erfitt fyrir Framara að vinna þann mun upp. Arnar Guö- laugsson, fyrirliði Fram, leikur ekki meö liði sinu I kvöld þar sem hann var rekinn af leikvelli i fyrri leik þessara iiða og fær þvi eins leiks bann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.