Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 24
HU Sýrð eik er sígild eign CiQC.ll TRÉSMIDJAN MÉIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 GISTING __ MORGUNVERDUR ^ ^ iÓtelRAUDARÁRSTÍG 1B' ij.MI.I II <1 •* ® líFEITl SIMI 2 WÉEÍW Föstudagur 28. apríl 1978 62. árgangur — 87. tölublað t»örungavinnslan á Reykhólum: Fyrirhugaö að auka afköst um helming „Stendur og fellur með vatns- málunum” ESE — Framkvæmdir við Þörungavinnsluna á Reykhól- um eru nú að hefjast/og eru þegar nokkrir starfsmanna teknir til við þangskurðinn. í sumar munu helmingi fleiri starfsmenn vinna að þangskurði en i' fyrra, og er fyrirhugað aö afköstin aukist i samræmi við þáð en i fyrra voru um 700 tonn af þangi seld úr landi. Að sögn ömars Haraldssonar framkvæmdastjóra Þörunga- vinnslunnar standa allar fram- kvæmdir i sumar og falla með þvi að nægilegt magn af heitu vatni fáist, en til þess að vinnsl- an geti starfað með hámarks- afköstum þarf 45 sekúndulitra af 100 gráðu heitu vatni en eins og málin stóðu fyrir nokkrum dögum fékkst ekki nema rúmur helmingur þessa vatnsmagns. værihægtað segja til um það að svo stöddu hvern árangur það hefði borið. Þá væri nú verið að vinna við að bora nýja holu og byndu menn miklar vonir viö að vel tækist til og heitt vatn feng- ist úr henni i nægilega miklu magni. Annars sagði Ömar að sömu aðferðum yrði beitt við vinnslu þangsins ogi fyrra, en það væri að mestu leyti skorið með orfi og ljá og fengju þangskurðar- mennirnir borgað fyrir afköst og ynni hver þeirra út af fyrir sig. Markaðsmálin ættu að vera tryggð fyrst um sinn svo fremi sem hægt veröur að þurrka nægilegt magn af þangi, því að á sinum tima var gerður 10 ára samningur við Algenite Industries i Skotlandi um sölu á 5000 þúsund tonnum af þangi ár- lega, sem fyrirtækið skuldbind- ur sig til að kaupa, en eins og áður segir voru aðeins um 700 tonn seld þangað á siðasta ári, sagði Ómar Haraldsson að lok- um. Þvi má bæta við, að Algenite Industries nota þangið til vinnslu á Algenite sýru, sem mikið er notuð i matvælafram- leiðslu. Þörungavinnslan að Reykhölum. Ömar sagði, að fyrir skömmu við dýpkun á borholunni sem hefði verið lokið framkvæmdum vatnið hefði lengizt úr, en ekki Semja samvinnu- starf smenn beint við Vinnu- málasambandið? HEI — Landsþing Landssam- bands ísl. samvinnustarfsmanna samþykkti sl. sumar ýtarlega á- lyktun um stöðu samvinnustarfs- manna i stéttarfélögum, m.a. um þá hugmynd, hvort timabært væri ■ að taka upp þann hátt, að samtök- in semdu beint við Vinnumála- samband samvinnufélaganna um kaup og kjör félagsmanna sinna. Hefur L.l.S. nú ákveðið að efna til sérstakrar ráðstefnu um þetta mál i Bifröst helgina 27. og 28. mai'. Var skýrt frá þessu nýlega i Sambandsfréttum. Slæmt ástand vega á Austur- landi GV —Astand vega á Austurlandi er nú slæmt oghefur orðið að tak- marka burðarþunga á öllum veg- um og veldur það miklum erfið- leikum i öllum flutningum, m.a. eru þungatakmarkanir á vegum suður til Reykjavikur og er það baralegt. Veður hefur verið kalt undanfariðá Austurlandi og tafið fyrir aðbleytu taki upp af vegum. Allir fjallvegir hafa nú verið opnaðir og er nylega lokið við að moka veginn norður fyrir Grims- staði á Fjöllum. Samtökin ekki með í borgar- stjórnar- slagnum Samtök frjálslyndra og vinstri manna munu ekki bjóða fram til borgarstjórnarkosninga að þessu sinni. Frá þessuer skýrti Nýjum þjóðmálumogbentáþað, að isið- ustu borgarstjórnarkosningum var sameiginlegt framboð Sam- takanna og Alþýðuflokksins ,,og gafst illa”. Þá varSteinunn Finnbogadóttir i öðru sæti á sameiginlega listan- um, en Björgvin Guðmundsson i fyrsta. Er skemmst frá þvi að segja, að á kjörtimabilinu hefur Steinunn ekki setið einn einasta borgarstjórnarfund, enda Björg- vin duglegur og heilsuhraustur og hefur ekki séð ástæðu til að vikja sæti fyrir fulltrúa samstarfs- flokksins i fjögur ár samfleytt. Blaðburðor fólk óskast Timinn óskar eftir blaöburðarfólki Suðurlandsbraut Skjólin Tómasarhagi Hjarðarhagi Öðinsgata Hraunbær. SIMI 86-300 Viðgerð Rauðanúps: Brezku tilboði tekið — langstytztur viðgerðartími réði úrslitum segja Almennar tryggingar ESE — gær ákvað útgerðarfyrir- tækið Jökull h.f. á Raufarhöfn, að höfðu samráði við vátryggjanda Rauðanúps ÞG 160, Álmennra trygginga i Reykjavik, að taka tilboði sem barst f viðgerð á tog- aranum, frá brezku skipasmiða- stöðinni Swan& Hunter. Þvi mun Rauöinúpur fara utan til Eng- lands til viðgerðar þegar lokið verður við. bráðabirgðaviðgerð á skipinu hér heima. t tilkynningu sem Almennar tryggingar sendu frá sér i gær segir: „Jökull h.f., Raufarhöfn, hefur i samráði við vátryggjanda Rauðanúps, Almennar tryggingar h.f., aflað tilboða i viögerð á skipinu eftir strand. Alls bárust fimm tilboð, þrjú frá innlendum aðilum og tvö frá erlendum. Afsérstökum ástæðum var aðilum gefinn kostur á að endurskoða tilboð sin. Viö saman- burð á lokatilboðum kom i ljós að tilboðfrá brezkri skipasmiðastöð var hagstæðast hvað verð snertir og langhagstæöast i viðgerðar- tima, sem hefur úrslitaáhrif vegna þess að skipið er burðar- ásinn i atvínnulifi Raufarhafnar. Jökull h.f. og Almennar trygg- ingar h.f.-hafa þvi ákveðið að taka þessu tilboöi og er stefnt að þvi að viðgerð á skipinu geti hafizt sem allra fyrst.” Timinn hafði samband við Ólaf A. Sigurðsson deildarstjóra hjá Almennum tryggingum vegna þessa máls i gær, og var hann inntur eftir þvi hvenær hann teldi að viðgerð gæti hafizt á skipinu. Olafur sagði að ómögulegt væri að segja til um það að svo stöddu, þvi að ekki væri vitað um endan- leg viðbrögð járniðnaðarmanna, Ekki gat ólafur sagt til um það hvað tilboðin, sem bárust i við- gerðina á Rauðanúpi, væru há,en þau yrðu birt siðar. Að lokum var ólafur spurður að þvi hvort hann teldi að tilboð það sem frá Bret- landi barst, myndi standast i öll- um atriðum, en vegna þessa máls hefur verið á það minnzt, aö erlend tilboð i viðgerðir á islenzk- um skipum stæðust sjaldan eða aldrei, og hefði reynsla undanfar- inna ára leitt i ljós að svo væri. Ólafur kvaðst ekki hafa ástæðu til annars en að trúa þvi að tilboðið myndi standast þvi að á undan- förnum árum hefðu Almennar tryggingar látið gera við islenzk farmskip i þó nokkrum tilvikum erlendis oghefði ekki borið á öðru en að þau tilboð, sem gerð hefðu verið þá, hefðu staðizt i öliu. Rauðinúpur ÞG 160 i slipp — Hvitklæddi maðurinn frcmst á mvndinni er starfsmaður Swan & Hunter i Bretlandi, en það fyrir- ta>ki hreppti „hnossið”.. Timamvnd Gunnar. Guðjón Jónsson formaður Félags járniðnaöarmanna: Jámiðnaðarmenn 99 :__99 óánægðir ESE — Timinn leitaði i gær álits Guðjóns Jónssonar formanns h'é- lags islenzkra járniðnaöarmanna á þeirri ákvörðun Jökuls h.f. og Almennra trygginga h.f. að fela brezka fyrirtækinu Swan & Hunter viðgerðina á Raufarhafn- artogaranum Rauðanúpi. Guðjón sagði, að Félag járniðn- aðarmanna hefði nú málið í at- hugun, en það væri ljóst að mikil óánægja væri meðal járniðnaðar- manna yfir þvi hvernig hefði ver- ið staðið að þessu máli. Einnig sagöi Guðjón, að menn hefðu nú ýmistlegt að athuga við tilboðið sem tekiö var, og t.d. ættu þeir bágt meðað trúa þvi aö timamis- munur á framkvæmdatfma milli tilboða væri eins mikill og látið hefði verið uppi. Annars sagði Guðjón að á-- kvörðun járniðnaðarmanna i Jiessu máli yrði trúlega tekin á fundi i dag, en bann við bráða- birgðaviðgerð á togaranum stæði þar til að annaö yrði ákveðið. Tveir lögreglu- menn í Keflavík leystir frá störf um G V — Jón Eysteinsson bæjarfógeti i Keflavik leysti igær frá störfum þá VÖMng Sveinsson varðstjóra i Kefl.”. vik og.Viðar Pétursson lögreglumenn á meðan á rannsókn svokal'aðs handtöku- máls stendur. Viðar Olsen fulltrúi bæjarfógeta i Keflavik sagði startl sinu lausu i gær, og hefur bæjarfógeti fallizt á þá lausn- arbeiðni. ^ 1 frétt i Timanum i gær um þetta mál var sagt að Viðar Olsen og Vikingur Sveinsson hafi viöur- kennt að hafa leynt þvi fýrir rétti hvernig málinu var háttað, þ.e.a.s. að þeir hafi ekki vitað að smygluðu áfengi hafi verið komið fyrir i bil Guðbjarts Pálssonar til að koma á hann sök. Þetta atriði fréttarinnar er eitthvað málum blandið og er ekki frá rannsókn- arlögreglu rikisins komið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.