Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. apríl 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðimúla 15. Slmi 86300. Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Það sker úr Til eru þeir menn sem slegnir eru þess háttar sjóndepru, að fyrir augum þeirra er veröldin aðeins i svörtu og hvitu. Litbrigði sjá þeir ekki og virðast ekki vilja af þvi vita er aðrir fullsjá- andi menn reyna að benda þeim á þann sjón- brest sem þeir eru haldnir. Þessir menn sjá ekki sumir hverjir að is- lenzka þjóðfélagið er um fram annað samfélag vinnandi miðstétta, hvort sem eru i hópi laun- þega eða sjálfstæðra framleiðenda. Fyrir aug- um þeirra hlakkar hér aðeins gráðugt auðvald yfir bráð sinni úr höndum sveltandi alþýðu. Aðrir úr þessum hópi sjá drungalega kommúnistiska samsærismenn hima i hverju skoti og húsasundi albúna tilræðis. Afbrigði þessa siðastnefnda sjónbrests er til- hneigingin til að sjá slyngan og útspekúleraðan skattsvikara i sérhverjum náunga sinum, gott ef ekki smyglara i þokkabót. Á sviði stjórnmálanna kemur þessi sjón- brestur ekki sizt fram i þvi að menn sjá ekki i islenzka samfélaginu annað en andstæður og mótsetningar. Hvort sem þessir menn hafa valið sér stað hægra megin eða vinstra megin til að rórilla sér á reyna þeir að boða þjóðinni þá kenningu, að aðeins sé um að velja einstakl- ingshyggju Sjálfstæðisflokksins eða marxisma Alþýðubandalagsins. Svo sem vonlegt er verða þessir menn fyrir sorglegum vonbrigðum hverju sinni er þjóðin er spurð álits á hipdurvitnum þeirra. Hátimbr- uð glerhús átrúnaðar þeirra, sem þeir sjálfir kalla hugmyndafræði af litilli hógværð, falla i dust hverju sinni er fólkið i landinu andar á þau. Það er ekki kyn að þessir menn hafa aldrei getað komið auga á stöðu, hlutverk og gildi Framsóknarflokksins i islenzku þjóðlifi og stjórnmálum. Framsóknarflokkurinn hefur áratugum saman notið þeirra friðinda að vera vanmetinn og misskilinn af hugmyndafræðing- um. Vonandi verður svo enn um hrið. Framsóknarflokkurinn er ekki flokkur lokaðrar hugmyndafræði sem numin hefur verið spakvitringslega af þýddum bókum. Flokkurinn er sprottinn uppúr islenzkum jarð- vegi og hefur fram á þennan dag hlúð vel að rótunum. Vegna þess að flokkurinn hefur reynzt hlutverki sinu vaxinn og eðli sinu trúr hefur hann haldið fylgi sinu litt breyttu um árabil, en ekki orðið fyrir þeim hnekki sem hugmyndafræðilegir útreikningar spekinga og pólitiskra lærdómsmanna gerðu ráð fyrir. Framsóknarflokkurinn er fyrst og fremst flokkur hugsjóna og fólks. Hann berst af við- sýni og ábyrgðartilfinningu fyrir þjóðlegum félagshyggjuhugsjónum þess fólks sem skipað hefur sér i raðir hans. Löngum hefur landinu verið mikil þörf á miklum áhrifum Fram- sóknarmanna til farsældar. Á næstu mánuðum og árum eru áhrif Framsóknarmanna það sem sker úr um félagslegan árangur nýskipanar i efnahagsmálum. Minjar um gleymt menningarsamfélag í Pakistan: Blómlegt ríki fyrir um það bil 4500 árum Flestir meginþættir viðskipta hafa verið samfélagseign Pakistan er meðal ör- birgðarlanda, þar sem haröstjórn trónar yfir fá- tæktinni og fáfræðinni. Ný- lega hefur komið á daginn að endur fyrir iöngu hefur verið stórbrotið manniif á þessum slóðum, þótt vafa- laust hafi verið þar djúp staðfest á milli þjóðfélags- stétta. Gleymt menningar- skeið hefur verið uppgötvað i austurhluta þess iands, sem nú heitir Pakistan. Tvær liöfuðstöðvar þessa týnda menningarsamfélags liafa verið á vesturbakka Indusfljóts, þar sem nú heit- ir Móhenjódaró og skammt á milli þeirra. A þessum slóðum er nú þurrt og ófrjótt land og hiti afarmikill. En fyrir 4500 árum hefur verið þarna vel skipu- lagt samfélag með fjörug við- skipti, miklar handiðnir og þróað ritmál. Þetta ríki hefur trúlega náð yfir tvöfalt stærra land en Egyptaland hið forna og þvi varstjórnað frá tveimur harla likum borgum, Harappa og Móhenjódaró. Þær hafa báðar veriðskipulagðar ásama hátt. 1 þeim báðum hefur verið há- borg meö musteri, baðhús, samkomuhús og firnamiklar korngeymslur. Þaðan hefur landinu verið stjórnað/ þar hafa menn sinnt ritstörfum og þar hafa máttarvöldin verið tilbeðin. Þessar fornu borgarrústir hafa nú verið grafnar upp að verulegu leyti og þar sem hvorki hafa fundizt neitt telj- andi af vopnum né sérlega rammgerð virki virðist þessu samfélagi ekki hafa verið haldið uppi með vopnavaldi. Liklegast sýnist að þetta hafi verið trúarsamfélag svo öflugt að lotningin fyrir guðdómin- um hafi nægt til þess að halda þvi saman. Hin miklu baðhús sem fundizthafa erutalin hafa tengzt trúarathöfnum. Margir telja að sú trú, sem þarna drottnaði hafi verið fornt form Hindúatrúar. íbúðarhverfi þessara borga ganga 01 austurs frá háborg- inni. Aðalgöturnar hafa verið breiðar og beinar, en þvert á þær komið mjóar götur. Þar hefur verið stórfenglegt kerfi vatnsæða og yfirleitt vitnar allt um margbrotið stór- borga rlif. Flestallar byggingar hafa verið úr brenndum múrsteini og tíl þeirrar brennslu hefur þurft ofna með mjög háu hita- stigi. Umhverfi borganna.sem nú er hálfgerð eyðimörk.hefur verið vaxið skógi. Gerð húsa hefur tekið snið af áköfu monsúnregni á þessum slóðum og árlegum flóðum.er árnar fóru yfir bakka sina og hefðu eyðilagt veikbyggða leirkofa. Alþýða manna í þessum borgum hefur stundað hand- verkaf ýmsu tagi og hver stétt handverksmanna hefur búið út af fýrir sig í hverfi eða borgarhluta. Leirkerasmiðir hafa verið margir, kunnað vel sitt verk og haft góð tæki á mælikvarða þess tima. öll leirker eru skreytt,ýmist með ferningum eða hringum, og stöku sinnum með myndum úr jurtarikinu eða dýrarikinu. Smiðir hafa gert axir og hnifa úr kopar og bronsi. Gull- smiðir og silfursmiðir hafa gert fallega hnappa, skraut- muni og perlufestar. Þeir hafa einkum átt viðskipti við þá sem betur máttu sin i sam- félaginu eins og gefur aö skilja. Utan borganna bjuggu bændur sem ræktuðu hveiti og annað korní)aunir og baðmull. Sú kvöð lá á hverjum bónda að gjalda rikinu ákveðinn hluta uppskeru sinnar i skatt og virðist það hafa verið i' likingu við tiund þá, sem tiðkaðist siðar viða um Vesturlönd. Korn var geymt i gifurlegum kornbirgðastöðvum innan múra háborgarinnar. Yfir- völdin, vafalitið prestar i æðstu stöðum, önnuðust skiptingu þess á milli borgar- búa. Við kornbirgðastöðina i Harappa eru þrjú gifurlega stór mortél, þar sem korniö hefurveriðsteyttimjöl. Mjólk hefur einnig verið tekin i skatt og henni útbýtt við tilsjón yfir- valda. Múrbrennsluofnár lutu einnig sam félagsstjórn. Að þeim var fluttur viður úr skóg- unum og vinna við ofnana virðist hafa verið vel skipu- lögð. Loks má sjá að rikið sjálft hefur átt nokkuð af skógunum. Elzta dæmið sem menn þekkja nú um ræktun baðmullar. er frá Harappa. Baðmull hefur verið seld úr landiog flest bendir tU þess að baðmullariðnaðurinn hafi ver- ið samfélagseign likt og lin- iðnaðurinn. sem uppgötvaðist i Mesópótamiu. En auk baðmuUar hefur viður, krydd og filabein verið selt úr landi. Þessi miklu og blómlegu menningarsamfélög hafa siðan orðið fyrir miklu áfalli. Svo virðist sem i Harappa og Móhenjódaró hafi fyrst komið kyrrstaðajiklega i nær þúsund ár. Engar framfarir hafa orðið i ræktun,engum nýjum áveitukerfum er bætt við og handverkið tekur ekki neinum breytingum. Undanfari þessa eru sandburður i fljótum, er torveldaði bátum aö komast leiðar sinnar,ogað þjóðleiðirá landi lokuðust vegna bióð- flutninga. Með öllu tekur fyrir verzlunarviðskipti við Mesó- pótamiu. Á þessu sama timabili virðist hafa verið mjög nærri skóginum gengið og jörð sem áður var ræktuð fer að blása upp. Uppskeran rýrnar sam- timis og fólki i borgunum fjölgar, og sveitafólkið verður þess ekki megnugt að fæða alla,sem þar búa. Vor hvert, þegar snjóa tekur að leysa i Himalajafjöllum vex vatnsmagn i ám.sem þar eiga upptök sin. Þær verða tuttugu til fjörutiu sinnum vatnsmeiri en aðra tima árs og flæða yfir ailt flatlendi á bökkunum. Stundum verða hamfarirnar langt umfram þaðrsem venjulegt er og sam- félag san þegar stendur höil- um fæti stenzt slik áföll illa. Margt bendir til þess,að sjálft rothöggið hafi verið inn- rás Aria. Til þess gæti bent aö i Móhenjódaró fundust beina grindur mannasem ekki höfðu verið grafnir heldur liggjandi eins og þeir hefðu leitast við að fela sig. En þetta er samt enn óráðin gáta eins og margt annað.sem við kemur þessum ævafornu menningar- samfélcgum, sem enginn vissi neitt um til skamms tima. Rústir kornbirgðastöðvar I Móhenjódaró. Þangaö var Ilutt tfundbændanna og þarna var kornvöru aftur skipt á milli borgarbúa. JS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.