Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.04.1978, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 28. apríl 1978 Eiríkur Tómasson: Bæta þarf stöðu þeirra sem leigja Einn er sá hópur fólks sem býr við litið félagslegt öryggi hér á landi — öfugt við flesta aðra, en það eru þeir sem leigja sér ibúðir. bótt æskilegt séað sem flestir búi i eigiií húsnæði (af ástæðum sem ekki verða raktar hér) þá er ljóst að þeir eru margir.sem annað hvort geta eða vilja það ekki. Ber þar hæst ungt fólk og efnalitið, t.d. verkafólk, aldraða og öryrkja. Skortur á leiguhúsnæði Óþarfi er að lýsa þvi hve að- staða þeirra sem leigja eroft og tiðum bágborin. bað nægir að benda á örfá atriði: Skriflegur leigusamningur liggur sjaldan fyrir. Leiga er oft óheyrilega há og nemur jafnvel þriðjungi af vinnutekjum verkafólks. Stund- um er krafizt greiðslu á leigu allt að ári fram i timann. Leigu- húsnæði er sumt lélegt og þann- ig mætti áfram telja. Ástæðan fyrir þessu ófremdarástandi er fyrst og fremst sú að eftirspurn eftir leiguhúsnæði hér i Reykjavik (og reyndar viðar) er mun meiri en framboðið. Óprúttnir leigusaiar geta þvi boðið fólki afarkjör með viðkvæðinu: ,,Ef þú tekur þessu ekki, tek ég bara þann næsta.” bað skal tekið fram til að fyrirbyggja mis- skilning að fjöldi leigusala hugsar ekki svona, heldur leigir ibúðir sinar með sanngjörnum kjörum. bann 1. desember s.l. lágu fyrir 445 umsóknir um leigu- ibúðir hjá Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar frá borgar- búum á aldrinum 16-67 ára. Á sama tima lágu fyrir 377 um- sóknir frá ellilifeyrisþegum i borginni. Skorturinn á leiguhús- næði er þvi augljós , enda er sagt aö tugir fólks bjóði i hverja þá ibúð sem augiýst er til leigu i dagbiöðum. Bygging nýrra leigu- ibúða Borgarstjórn samþykkti með samhljóða atkvæðum i desem- ber 1973 að hefjast handa um byggingu 100 leigui'búða er til- búnar skyldu verða á árinu 1976. Ekkert varð hins vegar úr efnd- um. Fyrr i vetur lýsti borgar- stjóri yfir þvi, að hann teldi borgarstjórn hafa fallið frá þessari fyrirætlan án þess að hún hfði þó breytt fyrri sam- þykkt sinni! Brýna nauðsyn ber til þess að borgaryfirvöld hefjist nú þegar handa um byggingu leiguibúða hér i Reykjavik. 1 fyrsta lagi þarf að hraða byggingu ibúða fyrir aldraða. 1 öðru lagi þarf að byggja ibúðir af hóflegri stærö fyrir ungt fólk sem er aö stofna heimili. Leigutima ætti að tak- marka, t.d. við þrjú ár, og þvi mætti stilla leigugreiðslum i hóf. í þriðja lagi þarf svo að byggja ibúðir, einkum ætlaðar efnalitlu fólki i húsnæðisvand- ræðum. Með þessu móti einu er hægt að bæta aðstöðu leigjenda svo að fullnægjandi sé. Réttarstöðu þeirra má aftur á móti bæta verulega með þvi að setja hér- lendis lög um húsaleigu i likingu Kirikur Tómasson ara laga voru sum hver skyn- samleg en önnur þannig að ofur auðvelt var að fara kringum þau, enda striddu þau á móti réttarvitund all flestra. Niður- staðan varð sú að lögunum var ekki framfylgt nema að hluta og voru þau siðar numin úr gildi. Þessireynsla af lagasetningu á þessu sviði á að verða okkur viti til varnaðar. 1 fyrsta lagi er ekki hægt að bæta rikjandi ástand að fullu með þvi' að setja lagareglur. Og i öðru lagi verð- ur að varast að þrengja um of svigrúm þeirra sem leigja út ibúðir sinar. t þvi sambandi verður að taka tillit til þeirrar staðreyndar að hér á landi er það mun algengara en i grann- löndunum að fólk búi i sinum ^eigin ibúðum. t.d. danskri, er auk þess að finna fjöldann allan af reglum um samskipti leigjanda og leigusala aðrar en regl- ur um uppsögn o.þ.h. Svo að dæmi sé nefnt þá getur hvor aðili um sig krafizt þess að gerður sé skriflegur leigu-, samningur — ella gilda ákvæði laganna sem eru all itarleg um leiguna. Eyðublöð fyrir leigu- samninga verða að hafa hlotið staðfestingu, annað hvort á grundvelli samkomulags millí samtaka leigjenda og húseig- enda eða samkvæmt ákvörðun ráðherra. Þá eru i lögum þessum ákvæði um afhendingu leigu- húsnæðis að leigutima loknum, eyðileggingu eða skemmdir á húsnæðinu, viðhald þess o.s.frv. Sést af þessu að ekki eru öll lagaákvæðin sett i þvi skyni að vernda leigjendur eina, heldur er markmiðið einnig að treysta réttarstöðu leigusala. Fléiri ákvæði er að sjálfsögðu að finna i lögunum.sem of langt mál væri að telja upp hér. I Danmörku hafa svo verið sett önnur lög við hliðina á hin- um eiginlegu húsaleigulögum, þar sem reistar eru timabundn- ar — eins og það er orðað — gkorður við uppsögn leigusamn- inga (umfram það sem leiðir af almennum reglum), hækkun á leigugreiðslum og skyldum atriðum isamskiptum leigjanda og leigusala er húsaleigulögin sem slik láta óátalin.' Ég álit að farsælasta leiðin yrði að taka upp i' islenzka lög- gjöf lög á borð við dönsku húsa- leigulögin, en láta vera, a.m.k. fyrstum sinn, að reisa sérstak- ar skorður við uppsögn leigu- samninga eða hækkun á leigu- greiðslum. Eina leiðin til að stemma raunverulega stigu við óhóflegum leigugreiðslum og ósanngjarnri uppsögn á leigu- samningi er — eins ogfyrr segir — að auka framboðið á leigu- húsnæði i borginni unz jafnvægi hefur náðst milli framboðs og eftirspurnar. Þá fyrst standa leigjendur jafnfætis leigusölum. við húsaleigulögin á hinum Norðurlöndunum. Virk lög — ekki aðeins lagabókstafurinn Arið 1943 voru sett hér á landi lög um húsaleigu. Ákvæði þess- Hvaða atriði er hægt að taka i lög? 1 islenzkum rétti gilda óskráð- ar réttarreglur um rýmingu leiguhúsnæðis. Þessar reglur ætti að minum dómi að lögfesta og gera fyllri. 1 norrænni húsaleigulöggjöf, Tilkynning Eigendur skúra sem standa i óleyfi á hafnarsvæði Reykjavikurhafnar i ör- firisey og Vatnagörðum i Sundahöfn skulu hafa fjarlægt þá fyrir 20. mai n.k. Að öðrum kosti verða þeir fjarlægðir á kostnað eigenda. Hafnarstjórinn i Reykjavik. Sóknarprestur Frikirkjusöfnuðurinn i Reykjavik auglýs- ir lausa til umsóknar stöðu safnaðarprests frá og með 1. október n.k. Laun eru þau sömu og við samskonar störf i þjóðkirkjunni. Embættisbústaður (einbýlishús) stendur væntanlegum safnaðarpresti til boða ef um semst. Umsóknir skulu hafa borizt stjórn safnað- arins fyrir 1. ágúst n.k. Frekari upplýsingar um starfið gefur Þór- arinn Sveinsson i sima 1-01-23 og ísak Sig- urgeirsson i sima 8-26-80, á venjulegum vinnutima. Reykjavik 25. april 1978 Frikirkjusöfnuðurinn i Reykjavik. 5k E E cSl E E Ritstjórn, skrifstofa og afgreiösla Nú gengur Herjólfur fyrir svartolíu milljónum ódýrara á ári að láta skipið brenna henni M.ó. Vestm.eyjum —Búið er aö breyta vélum Herjólfs, þannig að nú brennir hann svartoliu, og fór hann sina fyrstu ferð i gær milli lands og eyja knúinn svartoliu. Breyting á vélum skipsins hef- ur verið gerð að undanförnu og aðallega unnið að þvi á kvöldin, þannig að hægt hefur verið að halda uppi áætlunarferðum. Breytingum þessum var lokiö i fyrrakvöld og þá um kvöldið fór skipið i reynslusiglingu. Blm. Timans var boðið með i þessa ferð, og þegar út á rúmsjó var komið, var skipt yfir á svartoliu. Virtust vélar skipsins taka hinu nýja eldsneyti vel og var gang- Ifraði þess sá sami og áður. Jón R. Eyjólfsson skipstjóri á Herjólfi sagði að kostnaður við breytinguna hefði verið um 3 milljónir króna, en þess væri að gæta að sparnaður með svart- oliunotkun væri nálægt 18 milljónum á ári. Á sfðasta ári flutti Herjólfur 34 þúsund farþega milli lands og eyja, þótt skipið væri stopp um 10 vikna skeið, vegna galla, sem fram kom I þvi. Jón R. Eyjólfsson skipstjóri í brúnni á Herjólfi. Mynd M.ó. _______:_______ J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.