Tíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 28
28
Sunnudagur 30. april 1978
Anthon Mohr:
Árni og Berit
FERÐALOK
barnatíminn
Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku
og týnda Inka-borg langt
austur i fjöllunum, þar
sem skógurinn er mest-
ur. Það var sagt, að
borgin hefði verið byggð
á fjalli milli tveggja
stórfljóta, og i mörg
hundruð ár hefði enginn
maður stigið þangað
fæti sinum.
Fáir trúðu þessari
munnmælasögn, og
flestum þótti hún allt of
fjarstæðukennd. En svo
var það ungur, amerisk-
ur fomfræðingur, Hiram
Bingham, að nafni, sem
kom til Perú árið 1911.
Hann leit svo á, að ein-
hver fótur gæti verið
fyrir þessari þjóðsögu
hidiánanna. Hann hafði
nóg fjárráð til að leggja i
dýrar rannsóknir svo að
hann undirbjó leiðangur
á þær stöðvar, er þjóð-
sagan sagði, að týnda
borgin væri. Árangur
þessarar rannsóknar
var sá, að Hiram Bing-
ham fann rústirnar af
hinni glötuðu borg langt
niðri i Urubamba-daln-
um. Þessi staður er um
viku ferð i norður frá
Cuzco. Saga Indiánanna
um hina týndu borg
sannaðist þannig og
einnigsögninum, að hún
væri byggð á fjalli.
Borgin Machu Picchu,
eða rústir hennar, eru á
fjalli allháu, sem ris i
miðjum dalnum, utan
allra manna-vega og
mjög erfitt er þar upp-
göngu.
Ég. hef aldrei komið
þangað, en ég brenn i
skinninu að komast
þangað. Ef dæma má
eftir myndum þaðan, þá
er þetta einn merkasti
fornleifafundur verald-
arinnar”.
,,Varstu ekki að segja,
að það væri vikuferð
frá Cuzco?” spurði
Grainger. ,,Við förum
þá bara til Machu
Picchu, þegar við höfum
gengið á Sorata. Eða
hvað segið þið um það?”
Clay verkfræðingur
vildi strax ákveða ferð-
ina, en Árni var dálitið á
báðum áttum. Ferðin
tók vikutima hvora leið,
og ef til vill þyrftu þeir
að stanza þar i viku-
tima, ef þeir ætluðu að
hafa eitthvert gagn og
gaman af ferðinni. Það
myndi enn auka all-
miklu við hið langa,
þreytandi ferðalag
þeirra systkina, en það
var nú þegar orðið all-
langt.
Nei, Árni áleit, að
hann yrði að sleppa þvi
að sjá þennan undra-
verða bæ eða borgar-
rústir. Bezt væri fyrir
þau systkinin að snúa
aftur til Callao og ná i
skipsferð þaðan til Kali-
forniu og áfram til
Hawaii. Það var hið eina
skynsamlega fyrir þau.
En samstundis kom
Grainger með nýja
ferðaáætlun, sem gjör-
breytti málinu.
,,Hvers vegna þurfum
við endilega að fara
aftur til baka frá Machu
Picchu? Þvi getum við
ekki alveg eins haldið
áfram niður
Urumba-fljótið, þar til
það fellur í Amason
fljótið. Stór hafskip geta
komizt upp Ama-
son-fljótið alla leið ap
borginni Iquitos, en sú
borg er um 4000 km frá
ströndinni. Lengra upp
eftir fljótinu ganga svo
minni skip. Við getum
áreiðanlega látið ein-
hvern slikan bát sækja
okkur upp í Uru-
bamba-fljótið. Ég sima
svo til skipstjórans á
Sunbeam og bið hann að
taka okkur i Iquitos.
Þetta er auðvitað lengri
leið en snúa aftur til
Callao, en þetta er lika
miklu skemmtilegri
leið”.
Árni var þessu
samþykkur, en hann
sagðist þó verða að ráð-
færa sig um þetta við
systur sina.
4.
Næsta morgun var
haldið áfram austur yfir
vatnið. Þaðan voru um
70 km. bein leið að fjalls-
tindinum Sorata. Fyrstu
50 km. voru smáhækk-
andi f jalllendi, og var þá
komið allnærri rótum
fjallsins. Þótt allir burð-
armenn bærú þunga
byrði var gengið allhratt
i hinu tæra létta fjalla-
lofti.
En sjálfur fjallstind-
urinn varð stöðugt ægi-
legri, eftir þvi sem nær
dró. Er þeir áttu eftir
alllanga leið, heyrðu
þeir drunur i f jallinu, er
snjóskriður féllu frá
tindinum fyrir áhrif sól-
arhitans og steyptust
með þrumuhljóði niður
snarbrattar hliðarnar.
Er þeir komu enn nær,
þá sáu þeir strax, að
tindurinn var algjörlega
ókleifur að sunnan og
vestan, þvi að þar voru
þverhniptir klettar
mörg hundruð metra
háir.
Að austan gátu þeir
ekki séð fjallstindinn, en
að norðan virtist hann
ekki lita sem verst út. Ef
til vill gætu þeir klifið
upp eftir f jallshrygg eða
kambi, sem tengdi dal-
brúnina við sjálfan tind-
inn. Landið hafði hækk-
áð jafnt og þétt alla leið-
ina frá vatninu, en nú
opnaðist fyrir framan þá
breiður ,og mikill dalur.
Hinum megin við dalinn
reis tindurinn i tignar--
ljóma, himinhátt. Það
var hrifandi fögur sjón.
Langur og breiður
skriðjökull gekk frá
tindinum niður i dalinn.
Þennan skriðjökuls-
tanga urðu þeir að fara
yfir, til að komast að
tindinum.
En þessi skriðjökull
var ekki likur venjuleg-
um skriðjökli. Glóðheit
hitabeltissólin hafði
sprengt ishettuna á
fjallstindinum i einskon-
ar borgarisjaka, sem
gátu orðið margra
metra háir. Þessi klaka-
tindar voru yfirleitt
breiðir að neðan, en
mjókkuðu upp eftir og
oft var stór hellusteinn i
toppinum.
Þessu likt hafði Árni
aldrei séð fyrr, en Clay
verkfræðingur sagði, að
þegar jökulskriðan
hentist niður hliðarnar,
þá fylgdi lika stórgrýti
og hellusteinar. Þar sem
bjarg eða hellusteinn lá
ofaná samanþjöppuðum
snjó og klaka, þá hindr-
aði steinninn það
aðsnjórinn bráðnaði eins
fljótt undir grjótinu og i
kring, og þannig mynd-
uðust þessir „klaka-
hraukar”. Þvi stærri
sem steinninn var þvi
meiri yrði klakahrauk-
urinn um sig.
Göngumennirnir urðu
að klöngrast áfram milli
þessara klakahrauka.
Þetta var bæði erfið
ganga og hættuleg. Oft
voru háir klakahryggir
á milli hraukanna, og
urðu þeir stundum að
höggva spor i þá. Lika
kom það fyrir, að grann-
arklakasúlur hrundu, er
við þær var komið, og
varð þá að forða sér i
flýti.
Loksins komust þeir
þó yfir jökultunguna, og
var þá slegið tjöldum i
hliðunum við rætur
fjallakóngsins. Þeir
voru komnir upp i sjálf-
an tindinn Sórata. Tjald-
stæðið var snjólaust, en
nokkrum metrum ofar
var snjór og hjarn.
5.
Það var strax fastráð-
ið að skilja hér eftir að-
alfarangurinn, en hafa
aðeins með sér allra
nauðsynlegustu hluti, er
þeir iegðu i gönguna upp
á tindinn. Verkfræðing-
urinn óttaðist það mest,
að vistir þrytu og ákvað
þvi að senda strax meiri
hlutann af burðarmönn-
unum aftur vestur að
vatninu til að ná i meiri
vistir og eldivið. Það var
þvi aðeins úrval burðar-
manna, um fimmtiu
manns, sem skyldu taka
þátt i göngunni á tind-
inn.
Árni hafði litið kynnt
burðarmönnunum á
leiðinni. Þeir 'héldu
sig mikið sér og létu litið
á sér bera. Ekki létu
þeir tilfinningar neitt i
ljós og var svo að sjá,
sem'þeim væri sama um
allt. Þeir voru kurteisir
og fálátir gagnvart
,,hvitu” ferðamönnun-
um, en ekkert fram yfir
það. Þeir vildu gera
skyldu sina en ekkert
umfram skyldu.
Þessir Indiánar eru
ekki smjaðrandi og
ótrúir eins og fólk i
Austurlöndum”,
hugsaði Árni. ,,Þeir
vekja traust og öryggi”.
Nú þegar burðar-
mennirnir voru orðnir
i
svo fáir, þá gáfu þeir sig
meira að ferðamönnun-
' um. Árni fór að reyna að
tala við þá og kynntist
þeim þá nokkuð, einkum
tveim þeirra, er hétu
Sinchi og Mayto. Báðir
höfðu þeir áður haft með
höndum forystu burðar-
manna i fjallgöngum,
bæði með Evrópumönn-
um og Amerikönum.
Sinchi hafði þó meiri
reynslu i slikum ferðum,
þvi að hann hafði gengið
á báða tindana
„Dlimani” og „Misti”
og var talinn fyrsta
flokks'göngumaður. Var
það mikið lán fyrir
þessa f jallamenn að tek-
izt hafði að ráða þessa
göngugarpa i ferðina.
Báðir töluðu og skildu
ensku sæmilega.
Leiðin frá tjöldunum
upp á fjallsöxlina var
ekki mjög erfið. Fjallið
var þarna að visu mjög
bratt, en viðast var góð
fótfesta og handfesta,
þar sem þess þurfti með.
Þarna var lika engin
hætta á grjóthruni, en
stöðugt dundi grjótið
annarsstaðar niður
hliðarnar.
Árni hafði ætið verið
hálfkviðandi þessari
fjallgönguför. Hann
hafði aldrei fyrr tekið
þátt i þeirri iþrótt að
klifa fjallstinda, en nú
óx honum kjarkur við
það hve örugggt og fim-
lega honum tókst að fóta
sig, og ekkert fann hann
til lofthræðslu eða sundl-
aði. Hann þóttist örugg-
ur um það, að hann
myndi ekki úr þessu
tefja för hinna. Liklega
yrði þessi fjallganga
bara skemmtileg.
En strax sama kvöld-
ið, er þeir tjölduðu efst á
fjallöxlinni neðan undir
þverbröttu hamrabelti,
þá dvinaði aftur kjark-
urinn hjá Árna.
Loftþyngdarmælirinn
sýndi að þeir voru nú
komnir 5620 metra yfir
hafflötinn. Hann fór að
skilja það, að þessi
fjallsganga i dag var að-
eins smámynd af þvi
sem fyrir lægi næstu
daga. Þá fyrst sýndi það
sig, hvort hann dygði i
þrautum þeim og