Tíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 29

Tíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 29
Sunnudagur 30. april 1978 29 mannraunum, sem fram undan voru. Neðan úr hliðinni á móti hafði þessi stallur sýnzt ekki mjög hár eða erfiður, en þegar komið var svona þétt að hópn- um sýndist hann bæði hár og erfiður. Þessi fyrsti stallur myndi bæði reyna á þrek og fimi, ef hann þá a annað borð reyndist kleifur. Þeir Clay og Wilson sýndust þungt hugsandi umkvöldið, erþeir stóðu úti hjá tjöldunum og renndu augum upp eft- irhamrasyllunum, og leituðu eftir sprungu eða gangi, sem hægt væri að klifa eftir upp á stallinn. Þeir urðu sammála um það, að ekkert þýddi að reyna uppgöngu beint frá tjöldunum, þvi að þar virtist hamrastall- urinn jafnvel slúta og var áreiðanlega 100 metra hár. Eins var það að austan. Klökugir hamrarnir virtust þar þverhniptir allt upp und- ir efsta tindinn. En lengst til vesturs virtist liggja skáhöll bergsylla upp á næsta stall. Ef til vill var hægt að klöngrast þar upp, þótt syllan virtist bæði tæp og hættuleg á köfl- um. Þetta sýndist þó vera eina leiðin. Ef þessi leið reyndist ekki fær, þá yrðu þeir að reyna að komast austur með tind- inum lengra og vita hvort þar fyndist nokkur fær leið. Þetta var fyrsta kvöldið, sem þeir tjöld- uðu á hjarnfönninni. Til allrar hamingju var veðrið kyrrt, og dökk- blár alstirndur himinn hvelfdist yfir tindinn, en kalt var þarna uppi i snjónum. Þegar komið er svona hátt i fjöll mjög nærri miðbaug, eru hitabreyt- ingarnar gifurlegar. Þar sem sólin nær að skina, er hitinn óþolandi, er þar sem skugga ber á er nistandi kalt* Verst er þó um nætur. Það er fyrst og fremst vegna hinna miklu hita- breytinga daglega, sem svo miklu meiri hætta er þar á snjóskriðum og grjóthruni, en annars . staðar á hnettinum. Vegna þess reyna fjall- göngumenn á þessum svæðum oftast að klifa hættulegustu klettana fyrir sólaruppkomu. 6. Stallurinn, sem fjall- göngumennirnir áttu að reyna við að morgni, var einmittá þvi svæði, sem skriðuhætta og grjót- hrun vofði yfir. Fjalls- tindurinn virtist grúfa ðgnandi yfir. Aldrei var að vita, nema steinn losnaði úr hömrunum og kæmi á flugferð niður. Þetta koldimma, kyrra kvöld heyrðist þó engin hreyfing. Hvergi var bergmál af skriðufalli eða steinkasti. Það varð þvi að ráði að leggja upp kl. 3 um nóttina. Þeir álitu, að þá yrðu þeir komnir upp yfir hættulegustu stall- ana, áður en geislar sól- arinnar væru farnir að verka á fjallið og valda hruni. Árni var ekki sérlega hetjulegur, þegar hann skreið ofan i svefnpok- ann sinn um kvöldið. Honum fannst útlitið ekki glæsilegt, en hann var svo syfjaður og þreyttur, að hann sofn- aði strax og steinsvaf, þar til hann var vakinn Nýkomnar BOC urðar- vélar Þ. ÞORGRIMSSON &C0 'Armúla 16 sími 38640 klukkan hálf þrjú um nóttina. Þá var niða- myrkur og helkuldi. Rafmagnsljósker lýsti upp t jaldið og nágrenn- ið. Myrkrið í kring var þvi enn svartara. Árni komst varla til ráðs fyrst. Hann var svo dauðsyfjaður, en þegar hann hafði drukkið nokkra bolla af vel heitu kaffi, hafði hann náð sér að fullu. Husqvarna ELDAVÉLAR Tveir ofnar Hröð upphitun Sjáifhreinsan di Sparneytin Verð: Hvít 60 cm Kr. 123.200 Lit 60 cm Kr. 127.000 Hækkun væntan/eg vegna nýs inn f/utningsgja/ds KAUPIÐ ÞESS VEGNA í DAG Husqvarna Er heimiiisprýði pmnaí eiióóan Lf. Suðurlandsbraut 16 Reykjavik - Sími (91) 35-200 W? NY SENDING BMAhCjsio Laugavegi 178 -Sími 86780 Röskur 12 ára strákur óskar eftir sveitaplássi i sumar. Er vanur. Upplýsingar i sima (91) 7-35-47, eftir kl. 4 á daginn. Tarkett dúkar meö millilagi. Sterkt. Auövelt I hreinsun. — Fyrir: Eld- hús, skóla, rakarastofur, vcrzlanir, sjúkrahús og m.fl. BYGGIR *VF Grensasvegi 12 Ævin týralínan Hillueiningar í barnaherbergi - Antik-eik - Fura - Eik - Litað eða ólitað Greiðsluskilmá/ar Sendum hvert á land sem er Opið 2-6 alla daga Laugardaga 10-12 Laugavegi 168, simi 28480 Inngangur frá Brautarholti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.