Tíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 40

Tíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 40
Sýrð eik er sígild eign . HUftCiOCiil TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822 w FÆRIBANDAREIMAR ÍMETRATAU LANDVÉLAR HF. Smiðjuvegi 66 Sími 76600 Sunnudagur 30. april 1978 62. árgangur —89. tölublað 60-70% tekjuaukning hjá bændum að meðaltali 1977 — Rætt við Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráðherra um afkomu bænda JII-Heykjavik. — A þriöjudaginn var skýrði Halldór E. Sigurösson landbúnaðarráðherra frá þvi i umræðum á alþingi, aðvið athug- un, er þjóðhagsstofnunin gerði á afkomu bænda árið 1977, hefði komið i ljós, að tekjur þeirra á þvi ári hefðu aukizt um 60-70% frá ár- inu 1976. Er það talsvert meira en gerðistum flestar aðrarstéttir, að þvi er kannanir hafa sýnt. — Þessi niðurstaða þjóðhags- stofnunarinnar er byggð á athug- un á skattframtölum tvö hundruð bænda i' öllum skattumdæmum nema Reykjanesumdæmi, eftir að hlutaðeigandi skattstofur höfðu farið yfir þau, sagði Hall- dór, i viðtali við Timann. 1 þessu úrtaki voru einungis þeir bændur, sem höfðu landbúnað að aðalat- vinnu, svo að tekjur af öðrum störfum brengluðu ekki niður- stööuna. Sé Vesturlandsumdæmi tekið út úr, þar sem úrtakið dreifðist ekki eðlilega á héruð og útkoman sýndi meiri hækkun en annars staðar, sýndi athugunin, að hreinar tekjur af landbúnaði hefðu hækkað um rúm 68% að meðaltali, og i engu skattaum- dæmi undir 59,2%, heildartekjur bænda um 60% og nettótekjur um 65% og hvergi undir 53,8%. Til samanburðar má hafa, sagði Halldór, að önnur athugun þjöðhagsstofnunar sem einnig er byggð á úrtaki Ur skattframtöl- um, bendir til þess, að heildar- og nettótekjur þar hafi hækkað um 44-45%. Af þessu má ráða, að hlutur bænda hefur batnað að mun siðustu misseri og tekjur þeirra aukizt að meðaltali tals- vertumfram það, sem gerðist um flestar stéttir aðrar árið 1977. Halldór sagðist einnig vilja vekja athygli á þvi, að á aðalfundi Mjólkursamsölunnar i Reykjavik nú nýlega hefði komið fram, að bændur á samlagssvæðinu hefðu fengið grundvallarverð, 84,06 á litra, fyrir mjóik sina á siðasta ári, og auk þess 33 auraá litra,er vantaði upp á grundvallarverðið árið 1976. — Þessar tölur segja sina sögu um það, sagði Halldór að lokum, að bændur hafa ekki dregizt aftur úr á siðast liðnu ári, heldur þvert ámóti rétt hlut sinn til nokkurra muna. Halldór E. Sigurðsson. Tekjur bænda 1976 og 1977 samkvæmt úrtaksathugun á skattframtölum V Hreinar tekjur af landbúnaði meðaltal Hlutfallsleg tekkun irilli ára Heildartekjur meðaltal Hlutfalisleg hsekkun milli ára Nettótekjur meðaltal Hlutfallsleg hKkkun milli ára 1976 1977 % 1976 1977 % 1976 1977 % Kr. Kr. Kr. Kr. Kr. Kr. SuðurlandsumdBni 1.264.25? 2.059.036 62,9 1.496.8^0 2.319.591 55,0 1.219.074 1.921.126 57,6 VesturlandsuireiaTá 655.461 1.32:.319 102,2 1.008.566 1.785.214 77,0 718.139 1.397.949 94,7 Vest f j arðauiTKÍæmi 526.154 953.779 T . ,j 1.133.548 1.892.563 67,0 763.609 1.335.368 74,9 Norðurlands .'ílæmi vestra 931.638 1.728.066 85,5 1.223.902 2.134.458 74,4 978.424 1.745.509 78,4 iiorðurlandsumdærá eystra 1.548.130 2.464.430 51,2 1.902.033 2.988.078 57.1 1.505.820 2.464.894 63,7 Austurlandsoiiriceni 725.033 1.206.852 66,5 1.008.359 1.513.954 50,1 835.279 1.2 --.870 53,s Samtals 941.779 1.622.914 72,3 1.295.558 2.105.660 62,5 1.003.391 1.691.619 68,6 Samtals án Vesturlai.dsunriæiás 999.041 1.682.433 68,4 1.352.936 2.169.749 60,4 1.060.441' 1.750.353 65,1 Ctreikningur þjóðhagsstofnunarinnar á tekjubreytingum I landbúnaði frá árinu 1976 til ársins 1977. Ljósmæður gefa út vandað stéttartal á afmæli félags síns 1979 SJ — i tilefni 60 ára afmæiis Ljós- mæðrafélags islands árið 1979 hefur félagið ráði/.t i að gefa út stéttartal Ijósmæðrá og láta skrá sögu starfsgreinarinnar hér á landi. Ljósmóðurstarfið er fyrsta viðurkennda starfsgrein kvenna hér á landi og lengst af sú eina, sem koiiuráltu kost á að læra og taka próf i. Með stofnun embættis lanðlæknis árið 1760 hófst skipu- lögð fræðsla ljósmæðra hér á landi og 1761 útskrifaði Bjarni Pálsson, landlæknir að Nesi við Seltjörn, fjórar fyrstu Ijós- mæöurnar. Til er nú hjá Ljósirtæðrafélag- inu spjaldskrá yfir nær allar is- lenskar ljósmæður frá 1761 og til þessa dags, eða um 1500 nöfn og æviágrip flestra þeirra. Þegar Vilmundur Jónsson, landlæknir, varað viða að sérefni á Þjóðskjalasafni i ritverk sitt „Læknará Islandi”, hreyfði hann þeirri hugmynd við Harald Pétursson, fyrrum safnhúsvörð, aö skrá þyrfti einnig fyrstu em- bættisstétt islenzkra kvenna. Um árabil skráði Haraldur ailt er til fannst um Ijósmæöur og eru heimildir hans einkum skýrslur landlækna, héraðslækna,próf- bækur, launaskýrslur amtanna, manntöl og ýmiss annar fróðleik- ur skjallegur af áafninu. Þetta mikla safn handrita hefur Haraldur Pétursson nú afhent Ljósmæðrafélagi Islands til úr- vinnslu við útgáfu Ljósmæðra- tals. Varð það félaginu ómetanleg lyftistöng til að ráðast i útgáf- una, en sú skoðun hefur lengi ver- ið rikjandi hjá forráðamönnum Ljósmæðrafélagsins,að ekki væri vansalaust að slik skrá um stétt- ina var ekki til. t safni Haraldar er að finna meira en eitt þúsund n öfn og ævi- agripljósmæðraallt aftur til 1761. Jóhanna Friðriksdóttir, fyrsta yíirljósmóðir við Fæðingardeild Landspitalans, safnaði nokkrum froðleik og myndum af starfandi ljósmæðrum á árunum 1930-1940. Fyrir nokkru sendi Ljósmæðrafé- iagið Ut eyðublöð til allra félags- manna með beiðni um upplýsing- ar fyrir stéttartalið. Auk venjulegra æviatriða, eins og tiðkast i starfsgreinatölum, er lögð áherzla á ættartengsl með ljósmæðrum, geta um ef frásagn- ir eru til um ljósmæður og ef eitt- hvað hefur birzt eftir þær i rituðu máli. Annað efni ritverksins „Ljós- mæður á íslandi” er sögulegur fróðleikur um stéttina og fæð- ingarhjálp frá upphafi Islands- byggðar, sem Anna Sigurð- ardóttir, forstöðumaöur Kvenna- sögusafns Islands, hefur skráð. Heimildir önnu eru m.a. islenzk fornrit, lagabálkar, tilskipanir fornar og nýjar o.fl. Skráð verður saga Ljósmæðrafélags íslands frá stofnun þess 2. mai 1919, getið um lög og reglugerðir viðkom- andi stéttinniog birtir valdir kafl- ar úr bók Sigurjóns Jónssonar, læknis, „Agrip af sögu ljós- mæðrafræðslu á íslandi”, sem Ljósmæðrafélagið gaf út 1959. Ritnefnd starfar á vegum fé- lagsins meðan þetta mikla verk er i undirbúningi og er Sólveig Matthiasdóttir, formaður nefnd- arinnar. Aðrir nefndarmenn eru Guðrún L. Magnúsdóttir, Halldóra Asgrimsdóttir, Sigur- björg Guðmundsdóttir og Soffia Valdimarsdóttir. Björg Einars- dóttir hefur ritstjórn með hönd- um. Núverandi formaður félagsins er Steinunn Finnbogadóttir. Stjórn Ljósmæðrafélagsins leit- aði upplýsinga hjá sveitarstjórn- um um land allt um ljósmæður fyrr og nú. 1 bréfi þvi, sem sent var, kom fram að um fjárfrekt Haraldur Pétursson fyrrum safnhúsvörður með hluta af ljósmæðra- tali ásamt þeim Steinunni Finnbogadóttur og Björgu Einarsdóttur Ritnefnd Ljósmæðratalsins ásamt Steinunni Finnbogadóttur formanni félagsins. fyrirtæki væri að ræða og jafn- framt spurt, hvort viðkomandi sveitarstjórn vildi styðja útgáf- una með fjárframlagi i virðingar- skyni við ljósmæður i þeirra hér- aði. Um þriðjungur sveitarstjórna hefur svarað játandi og sént eða gefið fyrirheit um aðstoð og er það mikilsverður og ómetanlegur aflgjafi fyrir framvindu verksins. Frh. á bls. 30

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.