Tíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 35

Tíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 35
Sunnudagur 30. april 1978 Ávörp 1. maí: „SAMNINGANA f GILDI” HEI —1. mai nefndin i Reykja- vik gat ekki orðið sammála um ávarpið að þessusinni. Verða á- vörpdagsins i Reykjavik þvi tvö að þessu sinni, þótt að sjálf- sögðu harmi þessir hópar báðir að svo skyldi fara. Verða hér birtir Urdrættir úr þessum á- vörpum og einnig félaganna á Akureyri. Hafnfirðingar voru hins vegar stuttorðir og gagn- orðir svo 1. mai ávarp þeirra birtist i heild. t. 1. mai ávarpi Full- trúaráðs verkalýðsfé- laganna i Reykjavik, Bandalags starfs- manna rikis og bæja og Iðnnemasambands ís- lands árið 1978 segir m.a.: 1. mai 1978 fylkir ísl enzk al- þýða liði til að berjast fyrir bættum lifskjörum og fyrir þvi að gerðir kjarasamningar verði haldnir. Fyrr réttu ári fylkti íslenzk alþýðasértil sóknarbaráttu eft- ir áralangt varnartimabil. Sóknin bar þann árangur að stéttarfélögum tókst að vega nokkuð upp kjaraskerðingu lið- inna missera. Varla var blekið þornað á undirskriftum kjara- samninganna þegar rikisstjórn- in rifti þeim einhliða og afnam helming visitölubóta á laun, sem hefur i för með sér stór- fellda kjaraskerðingu, sem kemur verst við þá sem lægst hafa launin, aldraða og öryrkja. Jafnframt ólögum rikis- stjórnarinnar og samningsrofi heyrast háværar raddir um að ganga lengra eftir kosningar. Frammi fyrir þessum stað- reyndum hefur verkalýðshreyf- ingin hafið viðtæka baráttu und- ir kjörorðinu „Samningana i gildi”. 1. mai 1978 fylkir alþýða Is- landsliði um aðalkröfu dagsins: Samningana i gildi. Jafnframt er lögð áherzla á: Mannsæmandi laun fyrir dag- vinnu. Tekjujöfnun i þjóðfélaginu. Félagslegar ibúðabyggingar verði efldar og lánakjör sam- rýmd fjárhag launafólks. Tryggt verði jafnrétti i lifeyr- ismálum þannig að allir njóti verðtryggðra lifeyrisréttinda. Skattalögum verði breytt þannig að fyrirtæki beri eðlileg- an hluta skattbyrðarinnar. Sett- ar verði reglur til þess að tryggja undanbragðalaus skil söluskatts. Allir launamenn fái fullan samnings- og verkfallsrétt. Gerðardómar verði afnumdir. Verkalýðshreyfingin mót- mælir hvers konar skerðingu verkfallsréttarins. tslenzk verkalýðshreyfing minnir á samþykkt 33. þings A.S.I.um brottför hersins ogúr- sögn úr NATO og mótmælir kröftuglega öllum hugmyndum um leigutöku fyrir herstöðina. 1. mai er ljóst að unnt er að beita samtakamættinum til að knýja fram þáttaskil í sögu is- lenzkrar verkalýðshreyfingar, ef hver launamaður tekur stétt- visa afstöðu til faglegra og póli- tiskra vandamála li'ðandi stund- ar. t þeim átökum getur unnizt varanlegur sigur, ef hver ein- asti launamaður gerir skyldu sina. „Við erum þeirrar skoðunar, að árangur kjarabaráttu laun- þega verði bezt tryggður meö faglegri, lýöræðislegri og sam- eiginlegri baráttu, en meirihluti 1. mai nefndarinnar hefur hafn- aö þessum grundvallaratriðum og lagt fram ávarp, þar sem einhliða pólitisk sjónarmið eru sett ofar stéttarlegri baráttu”. Ofanritað segiri bókun minni- hluta stjórnarmanna Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna i Reykjavik og lögðu þeir fram annað ávarp þar sem segir m.a.: tslenzk alþýða mótmælir si- endurteknum afskiptum stjórn- valda af gerðum kjarasamning- um. Verkafólk krefst þess, að staðið verði við þá samninga, sem við það hafa verið gerðir. Skerðing á visitölugreiðslum til láglaunafólks getur engu ráðið um afkomu atvinnuveganna eða framvindu verðbólgunnar, en getur hins vegar skipt sköpum um lifskjör þess fólks, sem við bágastan hag býr. Það verða aðrir en lægst launaða fólkið að axla þær byrðar, sem af óða- verðbólgunni leiða. Verkalýðshreyfingin krefst þess og höfðar til réttlætis- kenndar og sómatilfinningar hvers einasta tslendings, að hlutur lægst launaða fólksins verði réltur á ný, áður en það hefur verið gert er ekki hægt að búast við vinnufriði. A baráttudegi verkalýðs- hreyfingarinnar leggur þvi is- lenzk alþýða áherzlu á eftirfar- andi kröfur: 1. Kaupmáttur launa verði tryggður. 2. Efnahagsaðgerðir, er kveði niður verðbólgu. 3. Tryggð verði áframhaldandi full atvinna. 4. Almennar launatekjur verði tekjuskattsfrjálsar. 5. Vextir verði lækkaðir. 6. Verðtryggður lifeyrir til allra lifeyrisþega. 7. Lifeyrissjóðunum verði heim- ilað að byggja leiguibúðir fyrir öryrkja — og lifeyrisþega. Höfuðmarkmið frjálsrar verkalýðshreyfingar er að tryggja frelsi sitt og sjálfstæði. Að tryggja þau almennu mann- réttindi hvers einstaklings, að hugsa og tjá sig án þess að eiga á hættu ofsóknir og frelsissvipt- ingu af hendi valdhafa. í 1. mal ávarpi verkalýðsfélaganna á Akureyri segir meðal annars þetta: Siðustu fjögur ár hefur þjóð- lifið einkennzt af 1 innulitlu varnarstriði verkalýðshreyfing- arinnar gegn fjandsamtegri rikisstjórn auðstéttanna. Hvað eftir annað hefur verkalýðs- hreyfingin þurft á öllum styrk sinum að halda til þessað reyna að endurheimta þann kaupmátt launa, sem náðist i samningun- um i' febr. 1974. Þetta hefur enn ekki tekizt þrátt fyrir að samn- ingarnir i fyrra hafi verið með þeim beztu, sem gerðir hafa verið um árabil. Þeim samning- um hefur nú verið rift með vald- boði, samnings- og verkfalls- réttur launþegasamtakanna að engu hafður. Sú barátta sem framundan er, mun skera úr um hvort styrkur verkalýðsstéttarinnar reynist nægur tit að koma i veg fyrir frekari mannréttindaskerðingu. Við verkalýðshreyfingunni blasir fjöldi óleystra viðfangs- efna i þeirri viðleitni að skapa jafnréttisþjóðfélag á Islandi. Kjör lifeyrisþega eru i algerri mótsögn við þá auðlegð, sem til er i landinu. Launakjör alls þorra verka- fólks eru enn u.þ.b. helmingi lægri en sambærilegra starfe- hópa í nágrannalöndunum. Af ötluvinnandi verkafólkieru konur lakast settar. Þær eru að jafnaði i lægstu launaflokkum og atvinnuöryggi þeirra er minna en karla. Enn skortir mikið á aö konur og karlar geti tekið þátt i at- vinnuli'finu á jafnréttisgrund- velli. Þvi valda m.a. einhliða hugmyndir um hlutverkaskipt- ingu kynjanna og mikill skortur á dagvistunarrými fyrir börn. Barátta kvenna fyrir jafnrétti á við karla er ekki einkamál þeirra einna, heldur hagsmuna- mái verkalýðsstéttarinnar allr- ar. En hróplegast af öllu er þó það ranglæti, sem blasir viö um gervalit þjóðfélagið o^byggir á efnahagslegu misrétti. Annars vegar eru þeir, sem ekkert hafa til aö framfleyta sér á annað en vinnuafl sitt, og hins vegar sá hópur, sem hirðir bróðurpartinn af þeirri vinnu. Þetta misrétti birtist i margvislegum mynd- um, en hvergi þó eins ljóslega og i hinum augljósu-lifskjara- andstæðum. Hinu efnahagslega ranglæti verður ekki útrýmt fyrr en tekizt hefur að breyta sjálíum grundvelli þjóðfélags- ins, koma á alþýðuvöldum og byggja þjóðfélag, sem hefur fé- lagslegt og efnahagslegt lýðræði að aðalinntaki. 1. mai ávarp Full- trúaráðs verkalýðsfé- laganna i Hafnarfirði og Starfsmannafélags Hafnarfjarðarkaup- staðar hljóöar þannig: Að þessu sinni rennur 1. mai upp við þær aðstæður að islenzk verkalýðshreyfing þarf að heyja öfluga baráttu við andsnúið og fjandsamlegt rikisvald, sem undir f ölsku yfirskini hefur með ólögum rofið gildandi samninga við verkalýðssamtökin, afnum- ið helming visitolu og fram- kvæmt stórfellda kjaraskerð- ingu þeirra sem verst eru settir i þjóðfélaginu og til viðbótar hótað afnámi verkfallsréttar og frekari árásutn á kjör launa- manna. Sú barátta scm nu er hafin fyrir þvi að fá samninga aftur i gildi, krefst skilnings á hinni faglegu og politisku einingu verkalýðssamtakanna. I þvi' stéttarstriði. sem rikis- stjórnin og fylgifiskar hennar hafa nú knúið fram. dugir engin hálfvelgja. Allir launamenn verða að vera virkir, það ma enginn sitja hjá, þvi barizt er fyrir tilveru verkalýðssamtakanna. Munum að einhuga verkalýðshreyfing getur unnið störvirki. HAFNFIRZKU R VERKA- LÝÐUR: Fram tilsóknar fyrir þvi að fá samningana i gildi. Berjumst gegn öllum kjaraskerðingum og afnámi réttinda verkalýðssam- takanna. Sumarið 78 siðasta sumarió sem MF135-165-185 bjóðast Engar dráttarvélar hafa hlotiðsvoalmennarviðtökurá íslandi sem þessar. Vökvastýrið á sinn stóra þátt í því. Einnig létt bygging vélanna. Lipurð þeirra. Örugg gangsetning. Tvöfalda kúplingin. Þjónustukerfið. Og endursöluverðmætið. Hafi þig hingað til bara langað í slíka vél, þá ættir þú að láta það eftir þér núna. MF ___________A/ -hinsigildadráttarvél SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK• StMT 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS Massey Ferguson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.