Tíminn - 13.05.1978, Síða 3
Laugardagur 13. mal 1978.
3
íslenzkum lögfræðingum
gefst kostur á blessun páfa
Dómarar, lögmenn,
lagaprófessorar og lagastúdent-
areru boðnir til þátttöku á 9. al-
þjóðaráðstefnu lögfræðinga sem
haldin verður í Madrid höfuð-
borg Spánar 16.-21. sept. 1979.
Tilkynning þessa efnis hefur
borizt Páli S. Pálssyni, hrl.,
landsformanni The W orld Peace
Through Law Center og hann
beðinn að koma þessum fréttum
á framfæri, svo að islenzkir
þátttakendur gætu hugað að þvi
i tima að undirbúa för sina.
Siðasta alþjóðaþing var sem
kunnugt er háð i Manila á
Filipseyjum i ágústmánuði 1977
og var Páll eini islenzki þátttak-
andinn þar. Nú horfir málið
öðruvisi við, þegar Evrópuriki
hefur orðið fyrir valinu.
Alþjóðaþingið veröur til húsa i
„Palace of Congresses” i
Madrid, sem er talin stærsta
ráðstefnuhöll i Evrópu, staðsett
aðeins 8 km. frá nýja Barajas
flugvellinum, sem getur tekið á
móti yfir 6000 farþegum á klst.
Þess er getið i fréttatilkynn-
ingunni að þátttakendum ráö-
stefnunnar, þeim er þess óska,
gefst kostur á þvi sunnudaginn
23. sept. eftir þingslitin að stiga
á fund páfans i Róm og taka á
móti blessun hans.
Stjórn Lögmannafélags Is-
lands að Óðinsgötu 8 i Reykja-
vik gefur nánari upplýsingar
um boð þetta, en eigi liggur enn
fyrir nákvæm dagskrá. Er t.d.
ekki hægt að gera hópferðaáætl-
un fyrr en kunnugt er um þátt-
töku á ráðstefnunni
Gunnar Stöbakk skipstjóri.
Timamyndir: G.E.
Lokaðir linuveiðarar
reynast vel.
Gunnar Stöbakk, skipstjóri
sagði okkur að Joffre væri
þriggja ára gamalt, og hefði
skipið kostað fullbúið 4.3 millj-
ónir norskra króna, en nú kost-
uðu slik skip um það bil 6 miilj-
ónir norskar. Svo góð reynsla
væri af þessu skipi, sem væri
með 11 manna áhöfn, að nú væri
búiðað smiða ogafgreiða um 20
svona skip.
Mikillar hagkvæmni er gætt á
öllum sviðum, og aðstaða til
vinnu er m jög góð. Þá eru ibúðir
skemmtilegarog öll þægindi um
borð fyrir áhöfnina svo sem
þvottavél, þurrkari fyrir tau,
baðherbergi og stór og
skemmtilegur matsalur er
i skipinu með litasjðnvarpi og
stereotækjum (segulband).
Fullkomið hátalararkerfi er i
skipinu. Þannig getur skipstjór-
inn talað við háseta sina undir
þilfari, þar sem þeir eru við
vinnu sina, og kemur þá ekki að
sök, þótt skipverjar sjáist ekki.
Joffre getur einnig verið á
netaveiðum og er á netum á
vetrarvertið i Noregi. Talið er
að útgtrð slikra skipa borgi sig,
ef ársaflinn er seldur fyrir um
250 milljónir króna.
Við leggjum mikla áherzlu á
vöruvöndum, sagði skipstjór-
inn. Til mála kæmi að taka upp
frekari vélvæðingu — og verður
það vafalaust gert siðar. T.d. er
vélabeiting um það bil að verða
að veruleika, og til eru vélar til
þess að hausa og fletja, en þær
eru liklega of dýrar til þess að
það svari kostnaði. Við gerum
þetta allt sjálfir og vinnan geng-
ur vel. JG.
Norski linuveiðarinn Joffre.
Ný gerð
línuveiðara
við ísland
Norskir, yfirbyggðir
linuveiðarar hafa reynzt vel
Á föstudag komu til Reykja-
vikur tveir yfirbyggðir linuveið-
arar frá Álasundi i Noregi, en
skipagerð þessi er tiltölulega ný
af nálinni.
Litazt um undir þiljum
Viðlögum leið okkar um borð
i annað linuskipið, M/S Joffre
frá Álasundi, og þar hittum við
að máli skipstjórann, sem er
ungur maður, Gunnar Stöbakk
að nafni. Hann varð góðfúslega
við þeirri beiðni að sýna okkur
skipið, sem er mjög nýstárlegt.
Joffre er um það bil 200 tonn
aðstærð. Stýrishús og kortaklefi
eru í brú, sem er nokkuð há yfir
efra þilfar, þannig að vel sést til
allra átta.
Undir þilfari er vinnusalur,
þar sem gert er að fiski undir
þiljum. Linan er dregin inn um
op á siðunni. Beiting fer fram i
lokuðum gangi stjórnborðsmeg-
in og línan fer út um op á skutn-
um. Þessu opi er unnt að loka,
sömuleiðis opinu, þar sem linan
er dregin inn.
Vinna fer öll fram undir þil-
fari. Fiskilest er undir vinnuþil-
farinu.
M/S Joffre er búið margvis-
legum tækjum, fisksjá og dýpt-
armælum og skipið hefur gýro-
áttavita og sjálfstýringu.
Meðal nýmæla eru jafnvægis-
tankar undir brúnni, en þeir
draga 60% úr veltu skipsins,
þannig að hreyfingar þess eru
litlar, amk. miðað við stærðina,
en þetta er fremur litið skip.
Skipin stunda veiðar vestur af
Islandi. Þorskur er saltaður um
borð en annar fiskur er heil-
frystur. Frostgeymsla fyrir
beitu er aftast i skipinu. Eru
skipin 7 vikur i þessum ferðum,
og aflahlutur var fyrir svona túr
i fyrra um ein oghálf milljón is-
lenzkra króna.
Skagamenn
hef ja vörnina
í Reykjavík
1. deildarkeppnin i
knattspyrnu hefst i dag
Baráttan um tslandsmeistara-
titilinn i knattspyrnu liefst nú um
helgina og verður barizt á fernum
vigstöðvum. Nýliðar KA frá
Akureyri leika gegn Breiðabliki á
grasvellinum i Kópavogi kl. 15 i
dag. A sama tima leika Vest-
mannaeyingar gegn Vikingi i
Eyjum.
A þriðjudagskvöldið verða tveir
leikir háðir — Islandsmeistarar
Akranesshefja vörn sina á meist-
aratitlinum með leik gegn Þrótti
á grasvellinum i Laugardal kl.
20.00, og á sama tima i Keflavik
leika Keflvikingar gegn FH. A
miðvikudagskvöld verður siðan
stórleikur fyrstu umferðarinnar i
1. deild — þá leika Valur ogFram
á Laugardalsvellinum og má bú-
ast við fjörugum leik i þessari
baráttu „Austurbæjarrisanna”.
Myndlista- og handiðaskóli íslands:
Vorsýning 1978
Nemendur Myndlista- og hand-
iðaskóla Islands halda á hverju
vori sýningu á vetrarvinnu sinni.
Sýningin opnar að þessu sinni i
dag, laugardaginn 13. mai, og
lýkur þann 15. mai. Aðgangur er
öllum ókeypis,en nemendurselja
kafi'i og vöfflur til ágóða fýrir
ferðasjóð. Verkstæði skólans er
opið á sýningartimum.
Úrtak vorsýningarinnar er sýnt
á tveim stöðum á göngum
Kjarvalsstaða og á Mokka.
Unnið aö uppsetningu sýningar-
innar. Sá litli er greinilega að
hugsa um eitthvað annað.
Timamynd: Tryggvi
Landsþing Junior
Camber um helgina
GV —Landsþing Junior Chamber
félaganna á Islandi verður haldið
nú um hvítasunnuhelgina i
Hveragerði. Þar hittast félagar
alls staðar af landinu og bera
saman bækur sinar og ný lands-
stjórn verður kjörin. Ennfremur
verður keppt til úrslita i ræðu-
keppni J.C. félaganna, sem ávallt
setur mikinn svip á landsþingið.
J.C hreyfingin er i stöðugum
vexti og telur nú um 800 félaga,
en félögin eruorðin mörg viða um
landið og vinna að ýmsum fram-
faramálum sins byggðalags.
Nýlega voru stofnuð tvö félög inn-
an J.C. hreyfingarinnar, J.C. Vik
félag eingöngu skipað konum,
stofnað af J.C. Reykjavik, og J.C.
Stykkishólmur stofnað af J.C.
Borgarnes.
Munið kappreiðar Fáks
2. hvítasunnudag kl. 74