Tíminn - 13.05.1978, Page 14

Tíminn - 13.05.1978, Page 14
14 Laugardagur 13. mal 1978. \ ■ ' V'1' H-ÍIT á PIW \\ /O 1 II W .. i • /*• 7 t; Wí * i A | t Mfii l>Si V MMA* / 1 Q 1 1 AAAW I , . /• )<* M-Jl • •1 T A Fornegypzk áminning til manna um aödrekka ekki sér til vanza I ölstofunni. Þessi áminning var letruö fyrir fjögur þúsund árum. 4000 ÁRA GÖMUL HÓFSEMDA RÁ M/NN/NG Liklega það þrennt, sem mest þjáir mannkynið: Her- væðingin og valdbeitingin, hungrið og áfengisneyzlan. Ekkert af þessu er nýtt af nálinni. Allt eru þetta gaml- ar plágur, sem mannkynið hefur orðið við að striða og að blæða fyrir. Hungrið hefur jafnan sagt til sln á sáran hátt, hvar I heimi sem var og á hvaða öld sem var. Aftan tir grárri forneskju hefur það brunnið á fólki, hvilikt böl fyigdi ófriði og kúgun. En hvað þá með áfengið? Það kemur upp úr kafi, að forsjálir menn og ráðsvinir hafa boðað hófsemi og jafnvel bindindi um þúsundir ára. Við getum nefnt að minnsta kosti fjögur þtisund ár. Þetta kann að virðast djörf fullyrðing. En sönnunar- gagniðereigi að siður til. Búl- garskur fræðimaður, sem lagt hefur stund á sögu lyfja og lækninga, Babinov að nafni, hefur skrifað bók um lækning- ar og lyfjagjöf i Egyptalandi hinu forna. Þar skirskotar hann til áletrana, sem þýða má a eftirfarandi hátt: „Vertu þér ekki til skamm- ar, þegar þú situr á ölstofunni. Fyrirgerðu ekki vitglórunni i höfði þér, og gleymdu ekki lof- orðum þinum. Ef þti veltur undir borðið og gripur i klæða- fald sessunauta þinna, verður ekki neinn til þess að rétta þér hjálparhönd. Jafnvel vinir þinir sntia sér undan meö við- bjóði og segja: Snautaðu burt héðan, fyllirafturinn þinn”. Mörgforndæmium eitthvað svipað má finna meðal margra þjóða, ýmist áminn- ingar, strangar eða mjtikleg- ar, eða hreina reiðilestra. Við þurfum ekki annað en fletta upp i Sverris sögu Karls ábóta á Þingeyrum, þar sem hann segir frá þvi, er konungi þótti sukksamt gerast i Björgvin með illindum og áflogum og manndrápum. Kvaddi kon- ungur þá saman þing i bænum og mælti: „Þakka viljum vér hingað- komu enskum mönnum, er flutt hafa léreft, lín, vax eður katla. Þá viljum vér og til nefna, er komnir eru af Orkn- eyjum, Hjaltlandi, Færeyjum, eður Islandi og hingað hafa flutt þá hluti, er ei má missa. En þýðverskir menn, er hingað eru komnir með stór- skipum og héöan ætla að sigla með smjör eður skreið, er mikil landeyða er að þeirri brottflutningu, en kemur i staðinn vin, er mann hafa til lagzt að kaupa, bæði minir menn og bæjarmenn og kaup- menn, og af þvi kaupi hefur staðið margt illt, en ekki gott. Hér hafa týnt margir menn lifinu fyrir þessa sök, sumir limunum, sumir bera annars konar örkumlallan sinn aldur, sumir svivirðing, verið særðir eður barðir, og veldur þessu ofdrykkjan. Kann ég þeim Suðurmönnum mikla óþökk fyrir ferð sina, og með þvi, ef þeir vilja halda lifi ogfé, verði þeir á brott héðan, og hefur þeirra erindi orðið oss óþarft og riki voru Þér megiö á minnast, hvert efni ofdrykkjan er eður hvers hún aflar eður hverju htin týnir. Það er hið fyrsta er minnst er að telja, að sá, sem þýðist ofdrykkju og hennar andvirði, týnir fé og glatar, þar til er sá maöur, er fullsæll var af fénu, þá verður hann vesali og volaður og fátækur, ef hann fyrirlætur hana eigi. Það er annar löstur ofdrykkj- unnar, að htin týnir minninu, gleymir ogöllu þvi, er honum væri skylt að muna. Það er hið þriðja, að þá ágirnist maður alla hina röngu hlutina og hræðist þá ekki að taka fé með röngu eður konur. Sá er hinn fjórði löstur ofdrykkju, að htin eggjar hann að þola engan hlut, hvorki orð né verk, gjalda í móti hálí'u meira illt en tilergert. Og ennumfram eggjar hún þessa að leita last- anna á þá, sem óvaldir eru. Þá er enn þessi hlutur, að hann hrapar til þess sem hann má að þola vandræði, mæðast af vökunni, týna blóðinu i öllum liðunum og spilla blóðinu til vanheilsunnar og þar með týnaallriheilsunni.ogþað enn umfram, þá er fyrirfarið er allri eigninni af ofdrykkjunni og heilsunni og þarmeð vitinu, þess eggjar hún þá að fyrir- fara þvi, sem ólógað, enþaðer sálan, eggjar þá að afrækjast alla rétta siðsemi og rétt boð- orð, en girnast syndirnar, en hyggja af sinu og öllu hinu rétta, minnast á engan hlut, þann er hann hefur gert. Litið á, ofdrykkjumennirnir, þá er þér skiljizt frá öllu senn, drykkjunni og lifinu, hvað lik- ast er, hver þá gripi sálina. Minnizt á, hversu ólfkt þetta athæfi er þvi, er vera skyldi, þvi að öllum hlutum skyldi stilling fylgja. Hermenn skyldu hógværir vera i friði sem lamb, en i ófriöi ágjarnir sem leó. Kaupmenn og bændur skyldu fara vel með sinu eðli, afla fjárins með réttu og þó með erfiði, gæta meö vizku, en veita með mildi. En hinir, sem minni eru, skyldu vera þakklátir og þjóna hver sfnum yfirmanni með góðum vilja, hver eftir sinum efnum”. Þetta gerðist undir lok tólftu aldar. Næst skulum við bregða okkur til Sviþjóðar og bera þar niður um aldamótin 1500. Þar fáum við órækan vitnisburð um það, að mönnum hefur hætt til þess að gægjast helzt til djúpt i bikarinn á köflum, og hafa að þvi verið svo mikil brögð, að sérstakar reglur um bætur og sektir fyrir margs konar tiltæki drukkinna manna hafa verið settar. Til er eins konar reglugerð, sem heitir „spýjubálkur”, og var htin sett af gildi heilags Eiriks í Sparrseturssókn rétt utan við Enköping. Nokkur ákvæði úr „spýjubálki” bregða i senn ljósi á það, hvað gerðist i veizlum og sam- kvæmum i Sviþjóð á þeirri tið sem og viðleitni gildanna að hafa hemil á drykkjuskap mannameð þeim viðurlögum, sem hæfileg töldust. Þessiákvæði erbeztað birta á því máli og með þeirri staf- setningu, sem þá var fylgt i Sviþjóð, þar sem þessi mið- aldasænska ætti að vera Is- lendingum auðskilin, þótt nokkuð kátleg virðist. örfáar skýringar ættu að nægja. Og þá sntium við okkur að „spýjubálki": „Hwilken brodhir, vidh bordh sithir, soffwir, böthe (bæti) brodhir, som soff, 1 or- togh (einn örtug, en örtugur var þriðjungur eyris og hver eyrir var ekki svo litið fé i þá daga). Brodhir, pa baenk medh ífothom liggir ok soff- wir, böthe gillena (gildunum) 1/2 pund malth. Nu vardhir brodhir drukkin ok drikkir mera aen honum godt göra kan, sa ath han spyr pa gillesstwghu golff, böthi gillena 1 pund malth ok allir- mannenomum (öldurmannin- um, formanni gildisins) 1 öre paeningha. Om brothir spyr vthe i gardhenom, böthe 1 tunno öll gillena (gildinu eina tunnu öls). Nu kan sa haenda, brothir sig druknan drikkir, sa han pa gillessgolff fallir böthe brodhir, som fful (féll), 1 pund malth gillena. N u ffallir brodhir pa ffarstwghugolff, böthi gillena 1/2 pund malth”. Hér hefur að visu ekki verið nein bindindishugsjón að baki sektarákvæðunum, svo sem ráða má af þvi, að sektirnar erueins oft annað hvort öl eða efnitil ölgerðar handa gildinu. En hóf hafa þeir, sem settu þessar reglur, samt viljað hafá á drykkjunni. Þvi að við skulum ekki gera ráö fyrir þvi, að þetta hafi bara verið útsmogið tirræði til þess að láta þá, sem drykkfelldastir voru, bera kostnaðinn af öli handa hinum bræðrunum, sem ekki gengu svo langt aö þeir sofnuðu við borðin eða yltu tit af á gólfinu eða ældu i garðinum við gildishúsið. Starfsfólk I heimilishjálp Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar aö ráöa starfsfólk til heimilisþjónustu 4 til 8 tima á dag. Nánari upplýsingar veittar aö Tjarnargötu 11, simi 18800. V_____________________________i_________J 1*1 Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar • S • Vonarstræti 4 sími 25500 Trésmiður óskar eftir starfi úti á landi í sumar. Upplýsingar í síma 7- 29-00 í hádegi og á kvöldin. ............. Tíminner peningar j j Auglýsícf : | íTámanum I »••»••»»»»»•>♦»»»«»»«»»«»»—»* 14 ára drengur óskar eftir sveitaplássi hefur verið i sveit. Upplýsingar i sima 5-10-94. 12 ára drengur óskar eftir að komast á gott sveitaheimili i sumar. Hefur verið fjögur sumur i sveit áður. Upplýsingar i sima (91)4-34-87

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.