Tíminn - 13.05.1978, Page 21

Tíminn - 13.05.1978, Page 21
Laugardagur 13. nial 1978. 21 a * Tt t * 4 * „ /» * Litningar úr eðlilegum dreng, einnig 46. Litningar úr frumu úr mongólita. Fruman hefur þrjá litninga nr. 21 og 47 litninga alls. Leitaði til þriggja lækna en fékk ekki tekið legvatnspróf Foreldrar 2 1/2 mánað- ar gamals vangefins drengs (mongólíta) höfðu samband við Tímann vegna fréttar, sem við birtum á miðvikudaginn um að legvatnsrannsókn- ir væru senn að hefjast hér á landi. Móðir drengsins er 38 ára gömul og átti þrjú heilbrigð börn fyrir. Hún fór þegar í upphafi meðgögnutímans að velta því fyrir sér hvortekki væri ástæða til að gera varúðarráðstaf- anir vegna þess að aukn- ar líkur væru á því að konur á hennar aldri eignuðust vanheil börn, en heimilislæknir hennar, sem er kvensjúkdóma- læknir, taldi hvorki ástæðu til að fræða hana um þessi mál né að taka legvatnssýni og senda til rannsóknar. Síðar ræddi hún málið við tvo aðra lækna og fékk sömu undirtektir. — Sennilega fór ég að hugsa þessi mál af þvi að vinkona okk- ar hjónanna hafði nokkru áður eignazt vangefið og hreyfihaml- að barn, sagði móðir litla drengsins I viðtali við Timann. Hún og eiginmaður hennar kjósa fremur að láta ekki nafna sinna getið. — Það var því, að strax og ég fer til heimilislæknisins og bið um venjulega rannsókn til stað- festingar þeim grun minum að ég sé ófrisk, að ég fer að ræða við hann um hvort ekki sé óæskilegt að eignast barn á þessum aldri. Hann svarar þvi til að ég eigi þrjú yndisleg, heil- brigð börn. Þetta sé enginn ald- ur og ekki ástæða til sérstakra aðgerða. Læknirinn ræddi ekki frekar við mig og skýrði mér ekki frá hversu mjög likindin á að eignast mongólita aukast með hækkandi aldri. Ég vissi um að hægt væri að taka leg- vatnssýni og rannsaka, og það var það, sem ég var i raun og veru að spyrja um, hvort ekki ætti að gera, en sennilega hef ég Reynsla 38 ára konu í Reykjavík, sem eign- aðist van- gefið barn í marz sl. ekki haft nægilega einurð eða verið nógu vel að mér til að biðja um það beint. — Ég held enn áfram að velta fyrir mér málunum og við hjón- in tökum skömmu siðar þá ákvörðun að ég hringi á Heilsu- verndarstöðina til að spyrjast frekar fyrir, og bar ég sérstak- lega um sérfræðing i simann. Hann spyr hvort vangefni sé i ættinni og hvað ég eigi mörg börn, og telur ekki ástæðu til neinna aðgerða. Ég hugsa með mér að guð og lukkan verði vist að ráða þessu. Fannst mér þó einkennilegt að hann skyldi ekki bjóða mér að koma og ræða þessi mál nán- ar við sig, þvi hann hefði mátt heyra að ég hafði áhyggjur. Þegar ég fer i mina fyrstu skoðun á Heilsuverndarstöðina hitti ég fyrir sama lækni og minni hann á samtal okkar. Ég spyr hvort ekki þurfi að gæta að einhverjum hlutum þegar kona sé orðin þetta gömul og eigi von á barni. Hann kveður það ekki vera og segir að ég sé alveg eðli- lega sköpuð til að eiga barn, og skoðun bendi til að allt sé i lagi. Ég fer aftur i skoðun þegar 16- 17 vikur eru liðnar af með- göngutimanum og hitti fyrir þriðja lækninn. Enn spyr ég hvort ekki sé varasamt að eign- ast barn á þessum aldri. Mig langi að visu til að fæða barnið, en ég sé svolitið smeyk. Hann ræddi málið ekki frekar við en hinir stéttarbræður hans tveir. f öll þessi skipti var ég að biðja um upplýsingar en fékk þær ekki. — Manni verður á að hugsa til hvers eru aukin þekking og vis- indi ef þau eru ekki notuð. Vin- kona okkar, sem áður hafði átt vangefið barn, hafði verið mjög veik um meögöngutimann og barninu var haldiÖ i henni með öllum tiltækum ráðum, en leg- vatnspróf var ekki heldur tekið hjá henni. — Við höfum ekki getað kom- izt hjá þvi aö velta þvi fyrir okk- ur hvort læknarnir hafi ekki sýnt vanrækslu i starfi, sögðu foreldrar litla vangefna drengs- ins. Þessir læknar fá full laun greidd frá Reykjavikurborg fyrir sina vinnu og við erum skattgreiðendur, sem stöndum undir þeim kostnaði. Til er nokkuð sem nefnist húsbænda- ábyrgð, ef starfsmaður veldur tjóni með vanrækslu. Það er ekki ný þekking að hægt sé að taka legvatnssýni úr konum og ganga úr skugga um hvort fóstrið fæðist með litningagalla. Hver ber ábyrgðina á þessari vanrækslu? Eru læknarnir al- gerlega ábyrgðarlausir? Okkur hefur a.m.k. skilizt að laun þeirra miðist við að þeir hafi mikla ábyrgð. Og svo er það fjármálahliðin. Hve mikinn umframkostnað verður þjóðfélagið að greiða fyrir vangefið barn miðað við heilbrigð börn allt til dauða þess. Að við nú ekki tölum um allan þann miska sem af þessu stafar. — Við viljum hins vegar taka það fram að nú eigum við þetta barn og það þroskast tiltölulega mjög vel. Við komum til með að sinna því eftir beztu getu, enda á það allan rétt eins og hverjir aðrir þjóðfélagsþegnar. En á sinum tima var um ann- að atriði að ræða, sem viö þurft- um þá að taka afstöðu til. — Ég finn mig knúða til að segja frá þessu vegna þeirra verðandi mæðra, sem eru i minum spor- um eða eiga eftir að verða það, segir móðir litla drengsins. — Við viljum lika geta þess sem gott er. Ungi barnalæknir- inn, sem haft hefur veg og vanda af barninu frá fæðingu, hefur sýnt frábæra lipurð og samvizkusemi og hreint og beint tekið okkur að sér. Við höfum getað leitað til hans um ráð ef svo má segja hvort sem hefur verið á nóttu eða degi. — Við hörmum ekki það, sem er búið og gert. Við sættum okk- ur við það og vonumst til aö við höfum þroska til að gera það sem I okkar valdi stendur fyrir litla drenginn okkar. sj Fjölbreyttu vetrastarfi Skálholtsskóla að ljúka Um þessar mundir er að ljúka vetrarstarfi Skálholtsskóla. Skólaslit lýðháskóladeildar fóru fram sunnudaginn 30. april, en miðskóladeild verður starfrækt til laugardagsins 20. mai. Nýr fram- kvæmdastjóri U mf erðarráðs Framkvæmdanefnd Umferðar- ráös hefur ráðið Óla H. Þórðarson ' framkvæmdastjóra Umferðar- ráðs frá 1. júni n.k. Óli H. Þórðarson er 35 ára. Hann lauk prófi úr Samvinnu- skólanum 1964, starfaði sem aðal- bókari við Aburðarverksmiðju rikisins til 1970, en hefur siðan verið skrifstofustjóri hjá Hrað- frystistöðinni i Reykjavik h.f. Að undanförnu hefur hann fengizt við dagskrárgerð hjá Rikisútvarp- inu, jafnframt aðalstarfi. Óli H. Þórðarson er kvæntur Þuriði Steingrimsdóttur. Nemendur Skálholtsskóla urðu alls i vetur 38 talsins.og var skól- inn fullsetinn. Sumarnámskeið áf ýmsutagierufyrirhuguð, og mun skólinn að öllu samanlögðu starfa liðlega níu mánuði, svo sem lög mæla fyrir um. Félagslif stóð með nokkrum blóma I Skálholti i vetur. Voru félagasmálanámskeið, leiklistar- námskeið og dansnámskeið á vegum skólans en fjöldi fyrirles- ara sótti staðinn heim vetrarlangt að vanda. Hámark þessarar starfsemi varð laugardaginn 22. april, en þá efndu nemendur til vorgleði i Aratungu. Skemmtu þar söngflokkar ýmsir, þjóðsögu var snúið i látbragðsleik, og nem- endur fluttu gamanleikinn,, Gullbrúðkaup” eftir Jökul Jakobsson. Með helztu hlutverk i „Gullbrúðkaupi” fóru þau Olga Sædis Einarsdóttir frá Stykkishólmi og Vilhjálmur Sigurpálsson frá Hofeósi. Auglýsið í Tímanum Körfubíll Til sölu körfubill, Thames-Trader, á nýj- um dekkjum. Lyftihæð 10.5 m. Tilboð sendist rafveitustjóra fyrir 20. mai n.k. Rafveita Hafnarfjarðar, simi 5-13-35.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.