Tíminn - 13.05.1978, Síða 24

Tíminn - 13.05.1978, Síða 24
24 mMhíi Laugardagur 13. maí 1978. ATLAS & YOKOHAMA hjólbarðar Hagstætt verð Véladeild HJÓLBARÐAR BORGARTÚNI 29 SÍMAR 16740 OG 38900 Söngskglinn í Reykjavík Tónleikar Kór Söngskólans i Reykjavik ásamt Sin- fóniuhljómsveitinni i Reykjavik flytja Pákumessuna (Missa intempori belli)eftir Haydn sunnudaginn 21. mai kl. 17 i Há- teigskirkju. Einsöngvarar: Ólöf Haröardóttir, Guðrún A. Simonar, Magnús Jónsson,Kristinn Hallsson. Stjórnandi: Garöar Cortes. VCrK|NNvMM4ð tala NN umboössala Stálverkpallar til hverskonar viöhalds- og málningarvinnu úti sem inni. Viöurkenndur öryggisbúnaöur. Sanngjörn leiga. ■bm| VERKPALLAR TENGIMÓT. UNDIRSTÖDUR Vkrkpallari VIÐ MIKLATORG.SÍMI 21228, "1 í dag kl. 16:00 fyrirlestur og kvikmynda- sýning: GUNNAR BRUSEWITZ frá Svi- þjóð SKOGUR OG VATN NORRÆNA Veriö velkomin. HÚSIÐ $ Bjallaplast framleiðir lyfjaglös með öryggisloki Verður íslenzk framleiðsla einráð á Norðurlöndum? HEI — Jóhannes Pálsson heitir framkvæmdastjóri iönfyrir- tækisins Bjallaplast á Hvols- velli, en fyrirtækið rekur hann i samvinnu við hreppsfélagiö. Bjallaplast framleiðir vatnsrör, rafmagnsrör og margs konar rafbúnað ásamt ýmiss konar varahlutum i bila. Jóhannes er jafnframt upp- finningamaður og hefur undan- farin ár unnið að þvi, ásamt öðru, að finna upp örugga lokun á lyfjaglös svo koma mætti i veg fyrir hörmuleg slys er stafa af þvi er óvitar komast i og gleypa hættuleg lyf. — Það er trúlega iangur að- dragandi að þessari uppfinn- ingu þinni Jóiiannes? — Það er langt siðan ég fór að velta þessu fyrir mér. Ég kannaði hvað sótt hefði verið um mörg einkaleyfi á einhverju svipuðu erlendis og komst að þvi að þau voru um 700á öldinni. Margar af þeim hugmyndum voru snjallar, en höfðu það flestar sameiginlegt að út- búnaðurinn var of flókinn og of dýr i framleiðslu. Eftir mikil heilabrot fékk ég hugmynd sem ég taldi bráð- snjalla, og vann að mótasmiði úti i Danmörku á annað ár þar til ég hafði leyst tæknilegu vandamálin. En þá kom þaö upp úr dúrnum að efnið sem ég not- aði, stóðst ekki þær kröfur sem heilbrigðisráðuneytið setur varðandi þéttleika gegn raka, lofti, birtu og fleiri atriðum. Komst ég þá i samband við Danmarks Tekniske Höjskole, sem tók að sér að uppfylla þess- ar kröfur. Þar vann ég að til- raunum i nokkra mánuði unz það tókst. Þá vildi svo til aö ég fékk sent ennþá betra efni frá Þýzkalandi, sem ég vildi þvi fremur nota. En það hafði þá þanngalla,aðég gat ekki steypt það I mótunum sem ég hafði gert. Fékk ég þá tæknilega að- stoð hjá Juaa Værktöjsfabrik, sem breytti mótunum svo hægt var að hefja framleiðslu úr þessu nýja efni. Kominn á strik Nú hefur verið gefin út reglu- gerðhér á landi um að eingöngu þessi glös verði notuð undir hættuleg lyf. Er þetta önnur reglugerðin í heiminum svipaðs eðlis, en sú fyrsta var sett i Bandarikjunum. — En hefur þessu verið sýnd- ur áhugi erlendis frá? — Já, John Andreasen, for- stjóri dönsku lyfjaverksmiðj- unnar Apodan, hafði samband við mig s.l. haust. Sagðist hann hafa kannað það, sem á mark- aði væri af lyfjaumbúðum, og litist sér bezt á mina hugmynd. Hefur Apodan nú sett mann i að vinna að þvi að settar verði samræmdar reglur um öll Norðurlönd um þessar umbúðir. Eftir siðustu samtöl min við Andreasen hef ég góðar vonir um að eingöngu þessi lyfjaglös verði notuð á Norðurlöndum áð- ur en mjög langt um liður, þótt auðvitað taki það sinn tima. Við, i Bjallaplasti.erum nú að hefja framleiðslu á lyfjaglösunum, og ég trúi þvl að það geti orðið mikil framleiðsla á þeim er fram liða stundir. Þau 300 þús. glös, sem komin eru á markað, voru framleidd erlendis, en reiknað er með að ársþörfin sé 2 til 3 milljónir glasa fyrir inn- lendan markað, og, eins og ég sagði áður, trúi ég fastlega aö við fáum mikið að gera vð fram- leiðslu fyrir hin Norðurlöndin. Uppfinning fyrir bileig- endur — Þú ert líka að reyna að fækka raunum bileigenda? Jóhannes Pálsson, uppfinninga maður á Hvolsvelli, meö sýnis horn af þeim uppfinningum sinum sem nú eru að koma á markaöinn. TimamyndRóbert. — Já, spanskgræna á klemm- um á rafgeymum hefur gert mörgum manninum gramt i geði. Hingað til hafa þessar klær verið úr kopar, sem myndar spanskgrænu, en blý og kopar hafa bezta leiðni. Mér datt i hug að nota blýið sem leiðisamband og síðan sterkt plastefni til að þrýsta þvi að pólunum. Það er lika ánægjulegt við þessa fram- leiðslu, ef hún kemst i gang, að ég get notað hráefni sem tií er hér heima, það er að segja af- fallsblý, sem hingað til hefur að mestu farið forgörðum. En samkvæmt könnun sem gerð hefur verið munu um 700 tonn falla til af þvi árlega. Ég er bú- inn að framleiða um 100 þús. stk., sem komin eru á markað i ýmsum bilabúðum i Danmörku. Klærnar hafa farið I prófun i Teknologisk Institut og hefur sú stofnun boðizt til að kynna þessa framleiðslu á heimsmarkaði. Ég er samt ekki bjartsýnn á að við komum til með að fram- leiða þetta i miklum mæli, þvi lánakerfið hérna er svo þungt i vöfunum að ég hef litla von um að fá þá fjárhagslegu fyrir- greiðslu, sem til þarf, svo að hægt verði að hef ja framleiðslu i stórum stil. Er þvi helzt útlit fyrir það nú, að klemmurnar verði framleiddar erlendis. Motor-nyt Pol-skoen, der ikke korroderer Patenteret nyhed skal muligvis sættes i fabrikation pá Fre- deriksberg SNOGH0J Nordisk folkehojskole ved Lillebæltsbroen ogsá elever fra de andre nordiske lande. 6 mdr. fra nov. 4 mdr. fra jan. DK-7000 Fredericia tlf. 05-94 27 99 Jacob Krogholt 12 ára drengur óskar eftir aö komast á gott sveitaheimili í sumar. Upplýsingar í síma 8- 57-51. | Tímiainer i ,• peníngar f AuglýsícT í • í Tímamsm: • MMttttttttttttttttttlMttttt{ Húseigendur og forráða- menn húseigna í Hveragerði — á Selfossi — i Þorlákshöfn — á Stokkseyri — á Eyrarbakka og nágrenni. Þéttum sprungur i steyptum veggjum og þök- um með Þan-þéttiefni, áraiöng reynsla i með- ferð og þéttingum með Þan-þéttiefni. Látið þétta húseign yðar áður en þér málið og verjið hana fyrir frekari skemmdum. Leitið upplýsinga i sima 3863 Þorlákshöfn. Atvinnuhúsnæði óskast nú eða síðar 120-150 ferm í Voga- eða Múlahverfi. Aðkeyrsla þarf að vera góð. Tilboð sendist blaðinu merkt 1287.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.